Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Side 14

Skessuhorn - 02.02.2022, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 202214 Bjarni Benediktsson fjármálaráð­ herra mun á næstu dögum leggja fyrir Alþingi frumvarp ríkisstjórn­ arinnar um framhald á viðspyrnu­ styrkjum vegna sóttvarnaráðstaf­ ana. Gert er ráð fyrir að styrkirn­ ir verði framlengdir í fjóra mánuði, frá desember 2021 til mars 2022. Viðspyrnustyrkir voru veitt­ ir til að aðstoða rekstraraðila við að standa undir rekstrarkostnaði frá nóvember 2020 og út nóvem­ ber 2021. Styrkirnir nýttust ekki síst smærri rekstraraðilum, t.a.m. í ferðaþjónustu, veitingasölu, heild­ og smásölu, sem og í menningar­ greinum. Alls hafa viðspyrnustyrk­ ir fyrir rúmlega 10 milljarða króna verið greiddir til 1.800 rekstrar­ aðila. Þar af hafa um 4 milljarðar króna farið til ferðaskrifstofa eða ferðaskipuleggjenda og gististaða. „Samhliða efnahagsbatanum og ekki síst fjölgun erlendra ferða­ manna minnkaði aðsókn í við­ spyrnustyrki. Í ljósi snöggs við­ snúnings í ferðaþjónustugreinum sem urðu fyrir áhrifum sóttvarna­ ráðstafana undir lok árs 2021 hef­ ur ríkisstjórnin ákveðið að leggja til framhald styrkjanna fyrir des­ ember 2021 og janúar, febrúar og mars 2022. Markmiðið með styrkjunum er að rekstraraðilar geti viðhaldið nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gæt­ ir, varðveitt viðskiptasambönd og tryggt viðbúnað þegar úr rætist. Gert er ráð fyrir að skilyrði við­ spyrnustyrkja verði í öllum megin­ atriðum óbreytt frá því sem verið hefur. Skatturinn sér um afgreiðslu styrkjanna,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. mm Qair Iceland ehf. hefur feng­ ið stöðuleyfi fyrir gámi á jörðinni Hvammi í Norðurárdal, en þetta kemur fram í fundargerð bygginga­ fulltrúa Borgarbyggðar frá því á þriðjudaginn. Gámurinn á að vera með mælibúnaði fyrir fugla­ rannsóknir og til veðurfarsrann­ sókna. Einnig á að koma fyrir um sex metra hárri vindmyllu og sólar­ sellum á gáminn til að knýja áfram mælitækin. En mælibúnaðinn á að nota til rannsóknar vegna fyrirhug­ aðra áforma um að reisa vindorku­ garðinn Múla á svæðinu. Eins og auglýst var í síðasta Skessuhorni verður haldinn op­ inn kynningarfundur um verkefnið fimmtudaginn 10. febrúar en vegna Covid­19 verður fundurinn send­ ur út í streymi. Íbúar og aðrir hags­ munaaðilar eru hvattir til að kynna sér verkefnið og fylgjast með fund­ inum en hann verður aðgengileg­ ur í streymi á vefslóðinni efla.is/ streymi. arg Þingflokkur Flokks fólksins hefur lagt fram frumvarp þess efnis að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr vísitölu neysluverðs. „Verð­ bólga mælist nú langt umfram verðbólgu­ markmið Seðlabanka Íslands. Stærsti einstaki orsakavaldurinn er sí­ fellt hækkandi hús­ næðisverð. Þetta veld­ ur keðjuverkandi áhrif­ um sem leiða til þess að greiðslubyrði heimilanna þyngist og lánin hækka til muna,“ segir í tilkynningu frá FF. Verðbólga mælist nú 5,7% en væri 3,7% ef húsnæðisliðurinn er tekinn út. Helstu greiningaraðil­ ar spá áframhaldandi hækkunum á húsnæðisverði, m.a. vegna fram­ boðsskorts á húsnæði. Því er út­ lit fyrir verulegar hækkanir á vísi­ tölu neysluverðs á næstu misserum vegna hækkandi húsnæðisverðs. „Það vita allir hvaða skelfilegu af­ leiðingar verðbólgan hafði á verð­ tryggð lán íslenskra heimila í kjöl­ far efnahagshrunsins 2008. Þar tvö­ földuðust skuldir heim­ ilanna á einni nóttu og hátt í 15.000 fjölskyld­ ur misstu heimili sín. Þetta má aldrei ger­ ast aftur. Til að sporna gegn hörðustu áhrifum verðbólgunnar á heim­ ilin er lagt til í frum­ varpinu að húsnæðis­ liðurinn verði felldur út úr vísitölu neysluverðs. Þetta fyrirkomulag tíðkast víða, t.d. í verð­ bólgumælingum ESB. Með slíkri breytingu má draga verulega úr mældri verðbólgu og þar með hörðustu áhrifum vísitölu­ hækkana á fjárhag fjölskyldufólks, sérstaklega þeirra sem sitja fastir í viðjum verðtryggðra húsnæðis­ skuldbindinga.“ mm Um síðustu helgi fékk Slökkvi­ lið Reykhólahrepps afhentan nýj­ an slökkvibíl af gerðinni Ford F450 Super Cap árgerð 2005. Hann er einungis ekinn um 19 þúsund kíló­ metra og er 27 árum yngri en sá bíll sem var fyrir. Þetta kemur fram á vefsíðu sveitarfélagsins. Bíllinn er útbúinn með svonefndu One­ ­Seven froðukerfi en með því er froðuefninu blandað við vatn með þrýstilofti. Við það sjöfaldast rúm­ mál vatnsins en jafnframt er notkun á froðuefninu um það bil níu sinn­ um minni en með eldri búnaði. Nánast eins bíll er í Búðardal, með slökkvibúnaði frá sama að­ ila, og hefur sá reynst vel. Fordinn leysir af hólmi eldri bíl af gerðinni Magirus Deutz af árgerð 1978. Fordinn er til muna hraðskreiðari og þar af leiðandi með betri við­ bragðstíma og meiri slökkvimátt að auki. vaks Svanur RE­45 kom á þriðja tíman­ um í fyrrinótt inn til loðnulöndun­ ar á Akranesi. Aflinn var nánast full­ fermi, eða 1700­1800 tonn. Svanur er í eigu Brims og var að koma á Akranes í sína fyrstu löndun á ver­ tíðinni. Skipið hét síðast Ilvid GR en var nýlega keypt í flota Brims. Skipið er 1.969 brúttótonn, smíð­ að 1999, það er 67 metra langt og 13 metra breitt. mm/ Ljósm. gsv Stjórn Vestfjarðastofu kom saman til fundar í síðustu viku og fjallaði um bága stöðu á raforkumarkaðin­ um. Þar var samþykkt ályktun þar sem tekið er undir áhyggjur sveitar­ stjórna og atvinnulífs á Vestfjörðum af afleiðingum á takmörkunum á sölu á skerðanlegri orku. „Stjórnin kallar eftir að stjórnvöld og Lands­ virkjun tryggi að kostnaður vegna þessarar stöðu falli ekki aðeins á íbúa og atvinnulíf á Vestfjörðum. Eins lýsir stjórn Vestfjarðastofu áhyggjum af áhrifum þessarar stöðu á rekstur og fjárfestingargetu Orkubús Vestfjarða, m.a seinkun­ um í verkefnum er varðar þrífös­ un rafmagns og undirbúningi nýrr­ ar orkuvinnslu svo sem vatnsafls og jarðhita. Stjórn Vestfjarðastofu bendir á að sú staða sem upp er kominn hafi verið fyrirsjáanleg og er enn ein birtingarmynd af þeirri vöntun sem er á stefnumarkandi ákvörðunum stjórnvalda í orkumál­ um á Vestfjörðum.“ Þá bendir stjórnin á að fjöldi skýrslna um greiningu á stöðu og tillögur að úrbótum í málaflokkn­ um liggja fyrir og stjórnvöld geta nýtt sér til að taka nauðsynlegar ákvarðanir. „Hér blasa við ákvarð­ anir um undirbúning að styrk­ ingu flutningskerfis raforku inn­ an Vestfjarða og bættra tenginga við aðra landshluta og ákvarðan­ ir varðandi undirbúning vatnsafls­ virkjana og vindorkuvirkjana innan Vestfjarða. Að óbreyttu tapa Vest­ firðir á hverjum degi af nýjum tæki­ færum og þeim ávinningi sem ella væri til staðar ef Vestfirðir væru í samkeppnishæfri stöðu miðað við aðra landshluta í raforkumálum.“ mm Hefja rannsóknir varðandi uppbyggingu vindmyllugarðs Svanur RE kom drekkhlaðinn af loðnu Framlenging viðspyrnustyrkja Afhendingaröryggi rafmagns er lakast á Vestfjörðum. Hér er tengivirkið við Mjólká og Breiðdalslínu 1 í átt að Flatsfjalli. Ljósm. Landsnet. Vestfirðingar tapa á hverjum degi af nýjum tækifærum vegna raforkumála Leggja til að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr vísitölunni Nýi slökkvibíllinn í Reykhólahreppi. Ljósm. af vefsíðu Reykhólahrepps. Slökkvilið Reykhólahrepps fær nýjan slökkvibíl

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.