Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 4. A P R Í L 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 88. tölublað . 110. árgangur . Páskablað Nettó Frábært úrval af páskamat, góð tilboð, viðtöl og uppskriftir Gleðilega páska! Skoðaðu blaðið á netto.is Lægra verð – léttari innkaup Skannaðu QR kóðann og fáðu blaðið í símann MILDIN MÆTIR GRODDA- SKAPNUM 20 LAMBFULLAR ÆR Í WASHINGTON ELLEFU MÖRK BJARKA Í AUSTURRÍKI RYAN VASAK, 16 FJÖGURRA MARKA SIGUR 57BIRGIR SNÆBJÖRNS 58 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Ég hélt að ég væri bara að fara að deyja,“ svarar Albert Páll Alberts- son, skipverji á Víkingi AK-100, um hvernig honum leið er svonefnd fall- hlíf á loðnunótinni skyndilega dró hann með sér af skipinu út í sjó 20. mars síðastliðinn. Hann kveðst hafa verið að sinna hefðbundnum verkefnum sem hann hefur margoft sinnt. „Maður passar sig alltaf á að flækjast ekki í þetta en einhvern veginn gerðist það, ég veit ekki hvernig. Ég sé bara allt í einu að fóturinn er kominn í einn hring og ég næ ekki að losa mig.“ Hann féll fyrir borð þegar skipið var á loðnuveið- um úti fyrir Sand- vík, en þar var einnig fjöldi ann- arra skipa að elt- ast við loðnuna á lokaspretti ver- tíðarinnar. Áhöfninni á færeysku skipi sem var nálægt tókst, eftir nokkrar tilraunir, að kasta björgunarhring til Alberts Páls og voru félagar hans á Víkingi AK eftir skamma stund mættir á léttabáti og náðu honum um borð. Albert Páll segir að tilhugsunin um að ungur sonur hans yrði föð- urlaus hafi veitt honum kraft til að komast lífs af. „Ég næ að losa stíg- vélið þegar ég er í sjónum. Um leið og það losnar kemur einhver kraft- ur, ég hugsaði bara að ég væri ekki að fara að láta son minn verða föð- urlausan og að ég væri að fara að bjargast.“ Þakklátur Þegar slysið varð var faðir hans, Albert Sveinsson, skipstjóri um borð. Hann missti aldrei sjónar á skærgulum hjálmi sonar síns. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti Albert Pál á Landspítala og var líðan hans sögð „góð eftir atvikum“ en hann fótbrotnaði og fór úr lið, svo ekki séu nefnd áhrif kuldans. „Einhvern veginn gekk allt eins og það átti að ganga – allir þekktu sitt hlutverk. Maður er bara þakklátur fyrir lífið og þakklátur skipsfélögun- unum. Ég þakka öllu þessu fólki sem kom að þessu. Strákunum á Víkingi, á Høgaberg, Gæslunni og fjölskyld- unni minni sem hafa verið mikill stuðningur,“ segir Albert Páll um björgunarafrekið. Hélt að hann myndi deyja - Lenti í ísköldum sjónum út af Reykjanesi í mars - Kom ekki til greina að gera soninn föðurlausan - Þakklátur öllum þeim sem komu að björgunarafrekinu Albert Páll Albertsson MÞakklátur fyrir að vera á lífi »30 _ Í hinu nýsameinaða sveitarfélagi Stykkishólmi í Helgafellssveit verð- ur ekki kosið um mikil hitamál, en kannski fremur um fólkið til þess að leiða verkefnin fram undan. Kosn- inga-Dagmál ræddu m.a. við Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóra, sem aftur er bæjarstjóraefni H- listans. Hann segir að efling atvinnu- lífs sé þar efst á dagskrá en útilokar ekki frekari sameiningar. »28-29 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dagmál Stykkishólmur í Helgafellssveit. Efling atvinnulífs á dagskrá í Hólminum Formaður kjörstjórnar Skorradals- hrepps hefur spurst fyrir um það hjá Persónuvernd hvort farið hafi verið yfir nýsett kosningalög og reglu- gerð, með tilliti til kosninga til sveit- arstjórnar. Spyr hvort virkilega þurfi að birta kennitölur og starfs- heiti þeirra sem biðjast undan kjöri. Það sama gildir raunar um alla frambjóðendur við listakosningar. Yfirkjörstjórn sveitarfélaga ber að auglýsa framboðslista á vef sveit- arfélagsins og á vef landskjör- stjórnar 30 dögum fyrir kjördag, það er í síðasta lagi í dag. Í tæplega mán- aðargamalli reglugerð með kosn- ingalögunum er það nýmæli að birta skuli kennitölur frambjóðenda auk nafna þeirra, lögheimili og starfs- heiti. Davíð Pétursson, formaður kjörstjórnar, bendir á að með birt- ingu þessara upplýsinga á netinu liggi upplýsingar um kennitölur þar fyrir um aldur og ævi. »4 Morgunblaðið/Ómar Kjörkassi Góð ákvörðun tekin. Kennitölur allra birtar Skíðavikan fór af stað á Ísafirði með miklum krafti í gær. Hófst hún með pompi og prakt á Silfurtorgi þar sem Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar tók lagið og grínistinn Villi Neto skemmti lýðnum. Að því loknu hófst sprettganga Aurora-Arktika í gegnum miðbæ Ísafjarðar á gönguskíðum þar sem gönguskíðakappar renndu sér eins hratt og þeir gátu á Hafnar- stræti í stilltu veðri. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Sprett í gegnum miðbæinn á Skíðaviku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.