Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Við erum stolt fyrirtæki á 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stykkishólmur í Helgafellssveit Stykkishólmur og Helgafellssveit sameinuðust nýverið, en þar er einn reisulegasti bær á Snæfellsnesi og um leið samgöngugátt til Vestfjarða með ferjunni Baldri. DAGMÁL Andrés Magnússon Stefán Einar Stefánsson Jakob Björgvin Jakobsson var ráð- inn bæjarstjóri Stykkishólms árið 2018 af meirihluta H-listans, hafði verið bæjarstjóraefni listans fyrir kosningarnar, án þess að hafa þó verið í framboði sjálfur. Hann ólst upp í Hólminum, en sinnti lög- mennsku í höfuðborginni, þar til hann sló til og gaf kost á sér til starfans, þá 35 ára gamall. Hann er aftur bæjarstjóraefni H- listans, en á móti er sameinað fram- boð tveggja lista, sem lutu í lægra haldi síðast. Þrátt fyrir að hafa skil- að inn framboði voru forvígismenn listans ekki tilbúnir til þess að svara spurningum Morgunblaðsins, mál- efnaskrá órædd. Það má því eiga von á snarpri kosningabaráttu á Snæfellsnesi, en hún mun að einhverju leyti einnig markast af því að nýverið samein- uðust Stykkishólmur og Helgafells- sveit á ný, en Hólmurinn var aðskil- inn frá sveitinni 1892. „Við erum að koma heim,“ segir Jakob og brosir. „Við erum Hólmarar, síðan Helgfell- ingar, þá Snæfellingar og Vestlend- ingar.“ 20 tillögur um atvinnulíf Jakob segir að verkefni komandi kjörtímabils leiði mjög af þeirri braut sem mörkuð hafi verið á und- anförnum fjórum árum, en þar er einkum horft til þarfa íbúa. „Við höf- um lyft grettistaki í öldrunarmálum, unnið að útivistarsvæðum og göngu- stígum,“ nefnir hann. Atvinna og athafnalíf skiptir miklu máli í hverju byggðarlagi og í bígerð er mikil efling atvinnulífs til samræmis við skýrslu, sem er við það að koma út, þar sem fram koma 20 tillögur þar að lútandi. „Þetta er samansafn af fjölmörg- um tillögum úr öllum áttum, alveg frá innviðastyrkingu upp í auðlinda- nýtingu Breiðafjarðar og allt þar á milli, baðaðstöðu og lón tengt ferða- þjónustu.“ Frekari sameiningar Þrátt fyrir sameininguna er sveit- arfélagið ekki ákaflega stórt og fremur fámennt, rétt um 1.300 manns. Samstarfið hafi verið nokk- uð fyrir og ekki stórfelldra breyt- inga að vænta. Til framtíðar sé ekki óeðlilegt að horfa til frekara sam- starfs og sameininga. „Það er erfitt fyrir mig að tala við aðra, en á þessu kjörtímabili höfum við átt samtöl bæði við Dalamenn og Snæfellinga. Ég geri ráð fyrir að þau haldi áfram.“ Þar skipti samgöngur sköpum. „Skógarstrandarvegurinn er eig- inlega hraðahindrun á samskipti milli byggða, þannig að við erum miklu frekar að fara út á Nes. Samt á Skógarstrandarvegur að heita stofnvegur en er bara malarvegur. Hann segir það hraðahindrun á bæði samgöngur og atvinnu- uppbyggingu, sem sé þeim mun bagalegra þar sem tækifærin blasi hvarvetna við. Efling atvinnulífs næst á dagskrá - Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í viðtali - Verkefnin blasa við en það gera tækifærin einnig - Frekari sameiningar vel mögulegar vestra - Fjöldi tækifæra og tillagna til atvinnuuppbyggingar Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Bæjarstjórinn Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, er bjartsýnn á framtíðina í bænum, en þar skortir hvorki verkefni né tækifæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.