Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 28

Morgunblaðið - 14.04.2022, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Við erum stolt fyrirtæki á 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stykkishólmur í Helgafellssveit Stykkishólmur og Helgafellssveit sameinuðust nýverið, en þar er einn reisulegasti bær á Snæfellsnesi og um leið samgöngugátt til Vestfjarða með ferjunni Baldri. DAGMÁL Andrés Magnússon Stefán Einar Stefánsson Jakob Björgvin Jakobsson var ráð- inn bæjarstjóri Stykkishólms árið 2018 af meirihluta H-listans, hafði verið bæjarstjóraefni listans fyrir kosningarnar, án þess að hafa þó verið í framboði sjálfur. Hann ólst upp í Hólminum, en sinnti lög- mennsku í höfuðborginni, þar til hann sló til og gaf kost á sér til starfans, þá 35 ára gamall. Hann er aftur bæjarstjóraefni H- listans, en á móti er sameinað fram- boð tveggja lista, sem lutu í lægra haldi síðast. Þrátt fyrir að hafa skil- að inn framboði voru forvígismenn listans ekki tilbúnir til þess að svara spurningum Morgunblaðsins, mál- efnaskrá órædd. Það má því eiga von á snarpri kosningabaráttu á Snæfellsnesi, en hún mun að einhverju leyti einnig markast af því að nýverið samein- uðust Stykkishólmur og Helgafells- sveit á ný, en Hólmurinn var aðskil- inn frá sveitinni 1892. „Við erum að koma heim,“ segir Jakob og brosir. „Við erum Hólmarar, síðan Helgfell- ingar, þá Snæfellingar og Vestlend- ingar.“ 20 tillögur um atvinnulíf Jakob segir að verkefni komandi kjörtímabils leiði mjög af þeirri braut sem mörkuð hafi verið á und- anförnum fjórum árum, en þar er einkum horft til þarfa íbúa. „Við höf- um lyft grettistaki í öldrunarmálum, unnið að útivistarsvæðum og göngu- stígum,“ nefnir hann. Atvinna og athafnalíf skiptir miklu máli í hverju byggðarlagi og í bígerð er mikil efling atvinnulífs til samræmis við skýrslu, sem er við það að koma út, þar sem fram koma 20 tillögur þar að lútandi. „Þetta er samansafn af fjölmörg- um tillögum úr öllum áttum, alveg frá innviðastyrkingu upp í auðlinda- nýtingu Breiðafjarðar og allt þar á milli, baðaðstöðu og lón tengt ferða- þjónustu.“ Frekari sameiningar Þrátt fyrir sameininguna er sveit- arfélagið ekki ákaflega stórt og fremur fámennt, rétt um 1.300 manns. Samstarfið hafi verið nokk- uð fyrir og ekki stórfelldra breyt- inga að vænta. Til framtíðar sé ekki óeðlilegt að horfa til frekara sam- starfs og sameininga. „Það er erfitt fyrir mig að tala við aðra, en á þessu kjörtímabili höfum við átt samtöl bæði við Dalamenn og Snæfellinga. Ég geri ráð fyrir að þau haldi áfram.“ Þar skipti samgöngur sköpum. „Skógarstrandarvegurinn er eig- inlega hraðahindrun á samskipti milli byggða, þannig að við erum miklu frekar að fara út á Nes. Samt á Skógarstrandarvegur að heita stofnvegur en er bara malarvegur. Hann segir það hraðahindrun á bæði samgöngur og atvinnu- uppbyggingu, sem sé þeim mun bagalegra þar sem tækifærin blasi hvarvetna við. Efling atvinnulífs næst á dagskrá - Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í viðtali - Verkefnin blasa við en það gera tækifærin einnig - Frekari sameiningar vel mögulegar vestra - Fjöldi tækifæra og tillagna til atvinnuuppbyggingar Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Bæjarstjórinn Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, er bjartsýnn á framtíðina í bænum, en þar skortir hvorki verkefni né tækifæri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.