Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Ánægjuábyrgð Bindur lykt hratt Klumpast vel Rykast ekki Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Við Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði höfum stað- ið við loforð okkar um að taka fjármál bæj- arfélagsins í gegn og vinna á þeim mikla skuldavanda sem var þungur klafi á sveitarfé- laginu. Það var vitað að verkið myndi taka tals- verðan tíma enda var bæjarfélagið komið und- ir eftirlitsnefnd ráðuneytis með fjár- málum sveitarfélaga. Á meðfylgj- andi línuriti má glöggt sjá hvernig til hefur tekist að ná skuldaviðmiði og skuldahlutfalli niður eftir að við Sjálfstæðismenn komumst í meiri- hluta árið 2014 eftir langa valdatíð Samfylkingarinnar. Í ársreikningi Hafnarfjarðarbæj- ar fyrir árið 2021 kemur fram að skuldaviðmiðið hélst óbreytt í 101% á milli ára. Það er vel undir 150% skuldaviðmiði samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Skuldahlutfall Hafnarfjarðar lækkar verulega milli ára, eða úr 161% í 149%. Þessir mikilvægu mælikvarð- ar um fjárhagslegt heilbrigði sveit- arfélags hafa náðst hraðar niður en áætlanir og væntingar stóðu til. Engin ný lán á síðasta ári Þennan árangur má fyrst og fremst þakka ábyrgri fjármála- stjórnun sem hefur gengið út á að framkvæma sem mest fyrir eigið fé bæjarins samhliða því að greiða nið- ur eldri lán. Alls námu afborganir lána, á tímabilinu 2014-2021, 3,3 milljörðum króna umfram nýjar lán- tökur. Til dæmis voru engin ný lán tekin á síðastliðnu ári. Hafnarfjarð- arbær er þó enn mjög skuldsett sveitarfélag og má lítið út af bregða í rekstrinum til að ekki fari illa. Þess vegna er afar mikilvægt að halda áfram að lækka skuldir bæjarfélags- ins og lækka þannig vaxtakostnað til að geta haldið áfram að bjóða bæjar- búum góða þjónustu. Íþyngjandi fortíðarvandi Nýframlagður árs- reikningur bæjarins endurspeglar aukinn fjárhagslegan styrk Hafnarfjarðarbæjar þrátt fyrir miklar áskoranir í rekstr- arumhverfi sveitarfé- laga á síðasta ári. Það sést ekki síst í stór- auknum fjárfest- ingum og verulegri uppgreiðslu langtímalána eins og að framan greinir. En nú bitnar það einnig á okkur Hafnfirðingum hve fyrri meirihlutar hófu seint að greiða inn á lífeyrisskuldbindingar sveitarfélagsins eða ekki fyrr en árið 2012. Þarna er um íþyngjandi fortíð- arvanda að ræða því bæjarfélagið var mörgum árum á eftir nágranna- sveitarfélögunum í þessum efnum sem hófu niðurgreiðslu mun fyrr. Þess ber að geta að lífeyrisskuld- bindingarnar eru þriðjungur allra heildarskulda og skuldbindinga Hafnarfjarðarbæjar. Miklir uppgangstímar Framtíðin er björt í Hafnarfirði og nú eru miklir uppgangstímar í bæjarfélaginu. Uppbyggingin er slík að talið er að um 15% allra bygg- ingakrana í landinu séu nú í bænum. Hin mikla lóðasala undir íbúðar- og atvinnuhúsnæði hefur og mun skila bæjarfélaginu góðum tekjum, þar með talið varanlega auknum útsvar- stekjum. Til að Hafnarfjörður haldi áfram að vaxa og dafna er mikilvægt að haldið sé áfram á braut ábyrgrar fjármálastjórnunar. Ekki má undir neinum kringumstæðum hverfa aft- ur til þeirra tíma þegar fjármála- óstjórn réð ríkjum í bænum. Það besta fyrir Hafnarfjörð er að við Sjálfstæðismenn verðum áfram í forystu við stjórnun okkar blómstr- andi og frábæra bæjarfélags. Það besta fyrir Hafnarfjörð Eftir Rósu Guðbjartsdóttur »Nýframlagður árs- reikningur bæjarins endurspeglar aukinn fjárhagslegan styrk Hafnarfjarðarbæjar þrátt fyrir miklar áskor- anir í rekstrarumhverfi sveitarfélaga á síðasta ári. Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Þróun skulda Hafnarfjarðarbæjar 2013-2021 250% 200% 150% 100% 50% 0% 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Skuldahlutfall Skuldaviðmið Nýlega var frétt í RÚV um könnun sem Landlæknir gerði um biðlista. Þar kom fram að ársbið er eftir lið- skiptum á hné og 1.730 manns bíða eftir lið- skiptum á mjöðm eða hné. Viðmið Land- læknis, samkvæmt fréttinni, er að 80% sjúklinga komist í að- gerð innan 90 daga. Það er því lang- ur vegur frá markmiðum að raun- veruleika. Því miður. Ekki kemur fram í þessari könn- un hvað sjúklingar þurfa að bíða lengi eftir liðskiptaaðgerð á öxl, en miðað við það tilvik sem ég þekki skiptir það árum og ekkert fast í hendi hvenær af slíkri aðgerð yf- irleitt getur orðið. Þannig er að bróðir minn, sem er sárþjáður og með illa bilaðan axl- arlið, fær ekki bót meina sinna þótt hann hafi leitað eftir því árum sam- an. Hann mun hafa farið fyrst til sér- fræðilæknis vegna þessa 2011 eða fyrir 11 árum! Nú er svo komið að höndin er að verða honum ónýt til daglegra athafna og lækning jafn fjarri og fyrr. Þrátt fyrir stöðuga ýtni með hringingum og heimsókn- um á læknastofur og sjúkrahús er hann engu nær. Honum er vísað fram og aftur milli sérfræðinga og stofnana en að- gerð er ekki í sjónmáli. Hann fær engin svör um það hvort og þá hvenær verði hægt að skipta út ónýta liðnum. Það nýjasta í hans máli er að honum var bent á að kannski kæm- ist hann að í Svíþjóð – einhvern tímann! Engin dagsetning fylgdi þessu eða nánara fyrir- komulag. Bæklunarlæknirinn sagði honum að hér heima væri ekki aðgerð í boði því hjá LSH vantaði hjúkrunarfræðinga og engar skurðstofur væru tiltækar og svo var slegið úr og í. Bróðir minn hefur ekki náð fullum nætursvefni mánuðum saman vegna verkja og verður að nota sterkar verkjatöflur til að komast í gegn um venjulegar athafnir daglegs lífs. Og honum hrakar sífellt. Þetta bréf skrifa ég á opinberum vettvangi vegna þess að mér er of- boðið og ég skora á heilbrigðis- ráðherra að sjá til þess að þetta verði lagað. Bréf til heilbrigð- isráðherra Eftir Brodda B. Bjarnason Broddi B Bjarnason » Það nýjasta í hans máli er að honum var bent á að kannski kæmist hann að í Sví- þjóð – einhvern tímann! Höfundur er pípulagningameistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.