Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022
„Lífið og
skátastarfið
hefur kennt
mér mikilvægi
þess að reyna
að gera æv-
intýri úr öllu
sem býðst. Til-
veran er til að
njóta og pásk-
arnir eru frá-
bær tími til
þess að eiga gæðastundir með fólkinu sínu,“
segir Helga Þórey Júlíudóttir, framkvæmda-
stjóri Bandalags íslenskra skáta. „Þegar syn-
irnir voru komnir í páskafrí var sú skyndi-
ákvörðun tekin að bruna norður í land og vera
hér yfir hátíðina. Erum í skátaskálanum Val-
höll í Vaðlaheiði og héðan þar sem við erum,
beint andspænis Akureyri, er frábært útsýni
yfir bæinn. Fríið getur ekki klikkað.“
Helga og Þorsteinn Guðmundsson, eig-
inmaður hennar, eiga þrjá stráka sem eru 10,
15 og 18 ára. „Fyrir strákana er upplifun að
vera hér fyrir norðan og taka sér aðeins frí frá
tölvunni. Skjáhvíld er mikilvæg. Sjálf er ég frá
Akureyri, ólst hér upp og veit hvað staðurinn
hefur upp á að bjóða. Núna er ætlunin að fara
á skíði í Hlíðarfjalli, í sundlaugina, ganga að
gamla Fálkafelli, skála sem skátarnir eiga, og
fleira skemmtilegt tikkar væntanlega inn.“
Stundum er sagt að páskarnir séu besta frí
ársins: fimm frídagar í röð. Tími til að njóta.
„Hér á Akureyri þarf ég að skreppa í verslun
til að kaupa tvö páskaegg. Þau mun ég fela hér
í Valhöll og búa þannig til ratleik fyrir strák-
ana mína, svo hér verður mikil gleði á páska-
dagsmorgun,“ segir Helga Þórey.
Ævintýri og
gæðastundir
„Staðan er
góð og bær-
inn fyllist af
fólki,“ segir
Gísli Elís Úlf-
arsson, kaup-
maður í
Hamraborg á
Ísafirði. „Hér
eru öll hót-
elpláss bókuð.
Ýmsir sem
koma vestur liggja því á flatsæng hjá ætt-
ingjum eða vinum. Sennilega er slík greiða-
semi eftirsóttasta gistingin á Íslandi í dag.“
Eins og hefð er fyrir er Skíðavikan á Ísafirði
um páskana og tónlistarhátíðin Aldrei fór ég
suður. Íþróttir og menning; á sama tíma fyrir
sama fólkið. Skíðavikan er sett með sprett-
göngu á skíðum um miðbæinn á Ísafirði og
markið er á Silfurtorgi. Viðburðir tónlistar-
hátíðarinnar, sem hefst á föstudag, verða á
Eyrinni og eru þann dag og hinn næsta. Marg-
ir spennandi eru í boði og meðal tónlistar-
manna sem koma fram eru Bríet, Páll Óskar,
Celebs, Mugison og Cauda Collective, Aron
Can, Skrattarnir og fleiri.
„Tónlistarhátíð alþýðunnar er einstök.
Þarna kemur fólk á öllum aldri saman á frá-
bæra skemmtun; frábæra tónlist og ekki ein
króna í aðgangseyri. Fjörið stendur fram á
rauðanótt og hér í Hamraborg er opið allan
sólarhringinn – frá föstudagsmorgni og fram
að miðnætti á páskadagskvöld. Þreyttir og
svangir tónleikagestir koma þá eftir skemmt-
unina hingað í verslunina. Að hér seljist þús-
und samlokur er hreint ekki ósennilegt og
pizzaofninn verður heitur alla helgina.“
Ísafjörður
fyllist af fólki
„Hér er vor í
lofti og trén
farin að laufg-
ast. Auðvitað
er alveg frá-
bært að nú sé
aftur hægt að
skreppa til út-
landa eftir
tveggja ára
stopp,“ segir
Brynhildur
Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
„Við dóttir mín, Yrsa, sem er þriggja ára
mættum komum hingað til Berlínar á þriðju-
daginn og erum hér í Paukow-hverfinu. For-
eldrar mínir, þau Bolli Héðinsson og Ásta
Thoroddsen, hafa verið sér síðan í febrúar og
okkur mæðgunum finnst frábært að hitta þau
aftur. Næstu dagar eru í sjálfu sér ekkert
skipulagðir, nema hvað við dóttirin eigum
væntanlega eftir að fara margar ferðir á rólu-
vellina hér í nágrenninu. Til þess er líka veðrið;
hér í Berlín eru nú þægilegt peysuveður og hit-
inn er í kringum 15°.“
Páskanir eru kærkomið frí, segir Brynhildur
og einstakt tækifæri til að setja tilveruna í ann-
an gír í fáeina daga.
„Mér finnst aldrei koma til greina að vinna á
föstudaginn langa, heldur á að nota daginn til
að íhuga tilveruna eða lesa bækur. Hingað út
tók ég með mér Sextíu kíló af kjaftshöggum
eftir Hallgrím Helgason, frábæra bók sem ég
er langt komin með. Fyrri bók Hallgríms í
þessari seríu var Sextíu kíló af sólskini en þessi
nýja er ekkert síðri. Að vera með sínu besta
fólki og hafa góðar bækur til lesa er uppskrift
að góðum páskum,“ segir Brynhildur.
Vor í lofti í
Berlínarborg
„Páska-
dagskráin
mín er
skemmtileg
og samvera
með fjölskyld-
unni í aðal-
hlutverki,“
segir Einar
Bárðarson,
útvarpsmaður
og fram-
kvæmdastjóri. Á morgun, föstudaginn langa,
er mæting til Tolla Morthens í vinnstofu hans
á Esjumelum. Þar sýnir listamaðurinn nýjar
flekastórar landslagsmyndir sem hann hefur
málað á síðustu mánuðum, en fyrir slíkt kúnst-
verk hefur hann skapað sér sérstöðu.
„Við Tolli höfum fylgst að í áratugi og mér
finnst alltaf gaman að fylgjast með viðfangs-
efnum hans og verkefnum,“ segir Einar sem á
laugardagsmorgun er með fleirum á útvarps-
vaktinni á K100. Þar mæta góðir gestir í hljóð-
ver í viðtöl og má þar meðal annars nefna sr.
Jónu Hrönn Bolladóttur prest og Rúrik Gísla-
son knattspyrnumann.
„Mér eru páskarnir 1998 minnisstæðir enda
finnst mér ég þá á óskastund. Á miðvikudags-
kvöldi fyrir páska kom ég á Stöð 2 með hljóm-
sveitinni Skítamóral, sem þar og þá frumflutti
lagið sem ég hafði nýlega samið og þeir tekið
upp. Þetta var lagið Farin? Grípandi laglína og
viðlag; formúlan virkaði og landinn lærði lagið
á svipstundu. Þetta var smellur, sem fólk raul-
aði í sumarbústöðum, sundi, í sjoppum og ann-
ars staðar. Þarna lærði ég mikilvægi réttra
tímasetninga fyrir mikilvæg skilaboð. Stórhá-
tíðir eru tími fyrir góða frétt og grípandi lög.“
Góð frétt og
grípandi lög
Hvað ætlar þú að gera um páskana?
Nú finnur þú það
sem þú leitar að
á FINNA.is
Ferðafélag Íslands | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S. 568 2533 | www.fi.is
Sumarleyfisferðir
Ferðafélags Íslands
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
M
erkilega margir erlendir
ferðamenn sem hingað
koma standa í þeirri
meiningu að Íslend-
ingar séu hættir að sækja sjó og
veiða fisk. Þetta segir mér að við
þurfum að skerpa á landkynningu og
skerpa á ýmsu, rétt eins og mikil-
vægt er að halda gömlum minjum til
haga; sýna og segja frá,“ segir Þóra
Olsen á Hellissandi.
Sjóminjasafnið þar í þorpi er í
umsjón Þóru og þegar Morgunblaðið
var á ferð vestra á dögunum var hún
að undirbúa sumaropnun. Safnið er
vinsæll viðkomustaður ferðafólks;
hvar það er í jaðri byggðarinnar á
Hellissandi. Á næsta reit við safnið
er nú verið að reisa gestastofu Þjóð-
garðsins Snæfellsjökuls sem tilbúin
verður í sumar. Vestra sér fólk fyrir
sér að þetta tvennt falli vel saman;
saga og náttúra á tveimur sýningum
hvorri í sínu húsinu sem bæði eru við
sjávarsíðuna.
Elsta fiskveiðiskipið
Í Sjómannagarðinum á Hellis-
sandi er minnismerkið Jöklarar eftir
Ragnar Kjartansson, sem afhjúpað
var árið 1976. Á sama stað er Þor-
valdarbúð, torfhús sem lengst allra
slíkra bygginga var íverustaður
fólks á Hellissandi.
Í aðalhluverki er safnhúsið sem
byggt var á sínum tíma yfir áttær-
inginn Blika. Sá var smíðaður árið
1826 fyrir Jón Jónsson, bónda í Ak-
ureyjum í Helgafellsveit. Bliki er
elsta fiskveiðiskip sem varðveitt er á
Íslandi. Þar í safninu eru einnig
ýmsir gamlir munir, vélar, veið-
arfæri, hvalbein, myndir og fleira –
en þráðurinn í sýningu safnsins eru
munir frá tíma áraskipanna og frá
fyrri hluta tuttugustu aldar.
Fólkið nátengt umhverfi sínu
Síðari tíma viðbót er náttúru-
gripasafn. Þar er að finna uppstokk-
aða fugla og fiska, fjörusteina og
kuðunga og fleira slíkt – sem varpar
ljósi á lífríkið á þessum slóðum.
Safnið, uppsetningu þess og sýn-
ingar hannaði Björn G. Björnsson
leikmyndahönnuður.
„Fólk sem býr hér undir Jökli
er flest mjög tengt umhverfi sínu. Á
þessum hrjóstrugu slóðum hér undir
Jökli eigum við allt undir náttúrunni
og kröftum hennar. Fólk fylgist því
vel með veðri, fuglalífi og hvernig
náttúran virkar frá degi til dags.
Margir safna líka náttúruminjum og
fyrir 5-6 árum þegar við vorum að
setja upp þetta safn reyndust margir
íbúar hér eiga slíkar í fórum sínum,“
segir Þóra sem með Óskari Skúla-
syni sinnir safninu í sjálfboðnu
starfi. Um safnið er sjálfseignar-
stofnun sem á sér marga góða bak-
hjarla.
Fylgjast með breytingum
„Helsta áskorunin í safnstarf-
inu nú er að fylgjast með þeim ótrú-
lega hröðu breytingum sem átt hafa
sér stað í sjávarútvegi á undan-
förnum tímum. Þar þurfum við ef til
vill að koma sterkar inn. Nútíminn
breytist fljótt í sögu, nú þegar
tæknivæðingin er allsráðandi í sjáv-
arútveginum,“ segir Þóra.
Sýning við sjávarsíðu
Menning! Sjóminjasafn-
ið á Hellissandi er
áhugaverður viðkomu-
staður. Áraskipaöldinni
eru þar gerð góð skil, en
einnig náttúruminjum;
fuglum og fjörusteinum.
Þóra Olsen stýrir safni.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sjóminjar Áttæringurinn Bliki er í öndvegi á safninu á Hellissandi.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Safn Haldið til haga, segir Þóra.