Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022
✝
Björg Jóns-
dóttir fæddist
í Reykjavík 29.
mars 1953. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 7. mars
2022 eftir stutta
sjúkrahúslegu.
Foreldrar hennar
voru Ingibjörg
Guðrún Aðal-
steinsdóttir, d.
1962, og Jón Eiríks Óskarsson,
d. 1994. Systkini Bjargar eru
sammæðra: Hjördís Bald-
ursdóttir, d. 2020, alsystkini eru
Selma Jónsdóttir og Bragi Jóns-
son og hálfsystkini samfeðra
eru Sigurbjörg María Jóns-
dóttir, Þóra Helga Jónsdóttir,
Karólína Margrét Jónsdóttir og
Óskar Björgvin Jónsson.
Sonur Bjargar er Aðalsteinn
Ingvarsson (Alli), f. 19. nóv-
ember 1970. Faðir hans er
Ingvar Ingvarsson, f. 1949. Eig-
inkona Alla er Katrín Harðar-
dóttir, f. 4. desember 1969 og
eru þau búsett í Vestmannaeyj-
um. Börn þeirra eru Eva, f.
2000, Telma, f. 2002 og Elís
Þór, f. 2007. Sam-
býlismaður Evu er
Kristgeir Orri Grét-
arsson, f. 1992.
Björg varð lang-
amma 9. mars 2022
þegar Eva hennar
og Kristgeir eign-
uðust dreng. Hún
hlakkaði mikið til að
verða langamma, en
því miður auðnaðist
henni ekki að sjá
litla drenginn þar sem hún lést
tveimur dögum áður en hann
kom í heiminn.
Þann 28. júlí 2022 giftist
Björg eftirlifandi eiginmanni
sínum, Jóni Þórarni Magn-
ússyni, f. 18. október 1954. Þau
hófu búskap í Reykjavík,
bjuggu síðan á Ljósalandi rétt
við Nesjavallaveg í fjögur ár og
settust síðan að á bænum Bala í
Þykkvabæ og hafa búið þar síð-
an. Börn Jóns eru: Alda Þór-
unn, Eva Hrönn, Magnús Þór,
Guðlaugur Freyr og Þórður
Thors.
Útför hennar fór fram í kyrr-
þey að hennar ósk 5. apríl 2022
frá Garðakirkju.
Ólíkt fólk verður á vegi okkar í
gegnum lífið, sumir fljóta hjá,
aðrir verða vinir okkar og enn
aðrir tengjast okkur órjúfanleg-
um böndum. Það á við um Björgu
okkar, hún kom lítil stelpa í
Framnes og tengdist fjölskyld-
unni böndum sem voru órjúfan-
leg alla tíð. Björg leit á það sem
sína lífsins lukku að hafa komið í
Framnes og sagði gjarnan að líf
sitt hefði fyrst byrjað þá. Hún
kallaði okkur alltaf Framnesfjöl-
skylduna sína. Hún talaði oft um
að Lillý mamma okkar hefði
reynst henni sem móðir og trún-
aðarvinkona, sem hún gat alltaf
leitað til. Þær áttu einstakt sam-
band alla tíð. Hún sagði að
Broddi pabbi okkar hefði gefið
sér festu og hann reynst sér vel.
Við minnumst þess að á sunnu-
dagsmorgnum þegar útvarps-
messan hljómaði og lambalærið
var komið í ofninn hjá mömmu,
þá hringdi Björg í múttu sína á
Framnesi og spjölluðu þær góða
stund. Eftir að mamma lést 2007
hringdi hún áfram reglulega í
pabba.
Á Framnesi kynntist Björg
Valda og Sillu, systkinum pabba,
og við þau myndaði hún sterk
vináttutengsl. Valdi var tveimur
árum eldri en hún og hann átti við
talörðugleika að stríða og gat
ekki sagt Björg. Björg leysti það
með sinn húmor að vopni og
leyfði honum að kalla sig Bollu.
Vinasamband Bollu og Valda var
einstaklega fallegt. Þau brölluðu
ýmislegt á sínum yngri árum,
m.a. reyndu þau að komast á bak
á beljunum þegar þau voru að
sækja þær. Valdi lést fyrir aldur
fram árið 2008.
Björg var hreinskilin, dugleg
og ósérhlífin en hún var líka við-
kvæm, ástrík og hlý og vildi öllum
vel. Hún var töffari og skvísa,
alltaf svo smart. Hún lakkaði
neglurnar við eldhúsborðið, mál-
aði sig daglega, líka í sveitinni og
við systur horfðum á hana aðdá-
unaraugum. Björg var mikill
dýravinur, átti alltaf hunda og
hesta.
Björg eignaðist Alla sinn þeg-
ar hún var aðeins 17 ára gömul,
þau voru um nokkurt skeið tvö
ein saman og á þeim tíma þurfti
hún verulega að hafa fyrir lífinu.
Við systur eigum margar
skemmtilegar minningar frá
heimsóknum þeirra mæðgina í
sveitina og elskuðum að passa og
leika við Alla. Björg var afar stolt
af Alla sínum og fjölskyldunni
hans.
Á aðventunni þegar við systur
og fjölskyldur gerðum laufa-
brauð var Björg stundum með.
Þetta eru dýrmætar minningar
og henni fannst þetta svo
skemmtilegt eins og okkur öllum.
Björg gerði allt frá grunni eins og
elsku mútta. Í síðasta skiptið sem
Björg var með okkur í laufa-
brauðsgerð, þá vorum við hjá
henni og Jóni í Ljósalandi. Þetta
var svo fallegur dagur og í öllum
gluggum hafði Björg tendrað
kertaljós. Hún elskaði kertaljósin
og birtuna frá þeim.
Björg var áhrifavaldur í lífi
okkar, hún var okkur fyrirmynd
um margt og samvera með henni
gaf okkur hlýju í hjartað og elska
hennar var óendanleg. Þegar
ljóst var að komið væri að kveðju-
stund þá var það okkur systrum
afar dýrmætt að sitja hjá Björgu
og hennar nánustu síðustu dag-
ana.
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til Jóns, Alla og
fjölskyldu.
Hjartans þakkir fyrir allt,
elsku Björg okkar. Sofðu rótt.
Framnessystur þínar,
Sigrún, Hrafnhildur
og Hjördís Edda.
Björg Jónsdóttir
✝
Ruth Margrét
Friðriksdóttir
(Ruth Erna Marg-
arethe Jansen)
fæddist í Hamborg
10. ágúst 1934.
Hún lést á Hjúkr-
unar- og dvalar-
heimilinu Lundi á
Hellu 30. mars
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Gustav
Friedrich Jansen, f. 8. febrúar
1907, d. 1945, og Elisabeth
Hofmann Jansen, f. 29. febr-
úar 1904, d. 25. júní 1936.
Ruth átti einn hálfbróður,
Hermann, og eina alsystur,
Ingrid Toni Elisabeth. Þau eru
bæði látin.
Ruth ólst upp í Þýskalandi
og að mestu leyti í Hamborg. Í
Hamborg kynnist hún Þórarni
Arnfjörð Magnússyni og þau
fella hugi saman, hún flytur til
Íslands árið 1955. Saman eign-
ast þau tvö börn, Hallfríði
Dagmar, f. 3. júní 1956, og
Friðrik Sölva, f. 9. apríl 1960.
Þau skilja árið 1962 og Ruth
flutti tímabundið að Lang-
Arnleif Margrét, sambýlis-
maður Sölvi M. Lúðvíksson.
Arnleif á þrjú börn. 3) Krist-
rún Dagmar, sambýlismaður
Halldór Fannar Sigurfinnsson.
Seinni maki Friðriks er Þór-
unn Óskarsdóttir og eiga þau
tvær dætur: 1) Freyja, sam-
býlismaður Aron Ísak Mort-
hens. 2) Selma.
Ragnheiður Elísabet var
gift Þorvaldi H. Þórarinssyni
frá Litlu-Reykjum. Börn
þeirra eru: 1) Unnur, maki
Walter Fannar Kristjánsson,
Unnur á þrjá syni. 2) Linda
Ósk, maki Ársæll Jónsson,
Linda á tvær dætur og eina
stjúpdóttur. 3) Edda, sambýlis-
maður Eggert Sigurþór Guð-
laugsson og eiga þau tvö börn.
4) Heiðrún Stella, sambýlis-
maður Magnús Ingi Einarsson.
Júdith er gift Sverri Garð-
ari Kristinssyni og börn þeirra
eru: 1) Jón Ófeigur, sambýlis-
kona Jule Annika Schreiner
og eiga þau einn son. 2) Jó-
hann Sverrir. 3) Einar Þorri,
maki Ana Lúcia Abranja Moita
og eiga þau þrjú börn. 4) Íris
Þóra, unnusti Alexander Máni
Kárason.
Guðmundur er giftur Hildi
Kristínu Sveinsdóttur. Börn
þeirra eru: 1) Jón Arnór. 2)
Védís Gróa. 3) Daníel Ari.
Útför fór fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
sstöðum í Hraun-
gerðishreppi til
vinkonu sinnar
með börnin. Þar
kynnist hún seinni
manni sínum, Jóni
Guðmundssyni bíl-
stjóra frá Túni, f.
7. mars 1914, d. 4.
mars 2000. Þau
fluttu á Selfoss og
bjuggu lengst af á
Birkivöllum 4 og
síðar í Réttarholti 3. Saman
eignuðust þau þrjú börn,
Ragnheiði Elísabetu, f. 22. júlí
1963, d. 3. júlí 2014, Júdith, f.
30. apríl 1965, og Guðmund, f.
28. febrúar 1973.
Hallfríður Dagmar er bú-
sett í Þýskalandi og á þrjú
börn með eiginmanni sínum,
Heinz Munsch, þau eru: 1)
Britta Ingunn, maki Fabian
Jansen og eiga þau tvö börn.
2) Nils. 3) Olaf, sambýliskona
Luise Kunz. Friðrik Sölvi er
búsettur á Hvolsvelli. Hann
var giftur Jónínu Huldu
Gunnlaugsdóttur og eiga þau
þrjár dætur: 1) Ruth Margrét,
maki Auðun Daníelsson. 2)
Það var í Þórsmörk sem ég
hitti Ruth fyrst. Var ég þá að
vinna sem skálavörður með
Friðriki syni hennar. Við áttum
það sameiginlegt að hafa mikla
þörf á að nálgast náttúruna
reglulega. Hitti ég því vel á
hana þarna í heimsókn hennar.
Ég var rétt skriðin úr mennta-
skóla þegar ég tók saman við
yngsta son hennar, Guðmund.
Gæti verið að Friðrik hafi að-
eins haft áhrif á það.
Ég hóf nám við Íþróttakenn-
araskólann að Laugarvatni
haustið 1997 svo það lá vel við
að hitta Gumma hjá foreldrum
hans á Selfossi um helgar.
Hafði hún sérstaklega orð á því
hve þakklát hún var að Gummi
fór að sækja aftur reglulega á
heimaslóðir sínar. Ruth fann
strax til ábyrgðar gagnvart mér
og varð því að koma aðeins að
uppeldi mínu. Lagði hún sér-
staklega áherslu á að fæða mig
með það eina að markmiði að
bæta aðeins á mig. Seinna árið
mitt á Laugarvatni bauðst mér
að dvelja hjá Ruth og Jóni í
Réttarholtinu og keyra í skól-
ann frá Selfossi hvern dag.
Hjálpaði það mér heilmikið með
kostnað meðan ég kláraði nám-
ið. Þá var Jón orðinn veikur svo
ég reyndi að borga til baka með
því að hjálpa til við umönnun og
þrif í Réttarholtinu. Kynntist ég
þá þeim reglum og hefðum sem
Ruth hafði komið sér upp í
rekstri heimilisins. Hver dagur
var bókaður og lærði ég fljótt á
hvað var gert hvaða dag. Ég
lærði heilmikið af Ruth í elda-
mennsku og garðyrkju. Sinnti
hún þessum verkum af mikilli
fagmennsku. Bæði garðurinn og
heimilið var blómlegt og alltaf
voru allar matarkistur yfirfullar
af sveitamat og heimabökuðum
kökum. Alltaf nóg til af öllu.
Lærði ég líka að það var ekki
sama hvernig verkin voru unn-
in.
Ruth hafði ákveðinn skjöld
um sig, var mjög dugleg og
keyrði öll verk áfram af hörku.
Það var henni ekki endilega
tamt að sýna mýkt í okkar sam-
skiptum til að byrja með. Við
lærðum þó fljótt að dansa sam-
an, enda voru samskipti okkar
og samvera mikil fyrstu ár okk-
ar Gumma. Seinni árin fór hún
að opna á æsku sína og reynslu
úr stríðinu. Hún lýsti hræðileg-
um atburðum þar sem hún varð
vitni að miklu mannfalli eftir
sprengjuárás, hvernig hún
dvaldi langan tíma í skotgröf
ásamt systur sinni og stjúpu,
hvernig þær systur treystu al-
gjörlega á stjúpu sína, sem þær
höfðu nýlega kynnst eftir að
pabbi þeirra var kallaður í her-
inn. En hann átti ekki aftur-
kvæmt. Þá jókst skilningur
minn á öllum reglunum og
hörkunni sem hún varð að
temja sér frá unga aldri.
Seinni árin lærði Ruth að
mildast gagnvart reglum og
aga. Henni lærðist að staldra
við og meta það sem hún hafði
áunnið. Njóta samvista við sína
nánustu og átta sig á því ríki-
dæmi sem hún átti í raun.
Við Ruth deildum áhuga á
náttúru, góðum mat, útivist og
ferðalögum. Náðum við nokkr-
um eftirminnilegum ferðum
saman í bústaði, útilegu, ferða-
lögum innan lands og til Kan-
ada. Við þessar minningar mun
ég dvelja og minnast góðu
stundanna þessi 25 ár sem við
áttum saman.
Takk fyrir allt og allt, bið að
heilsa mikilvæga fólkinu okkar í
sumarlandinu. Saknaðarkveðj-
ur,
Hildur Kristín.
Lífið er eins og saga með
upphafi, miðju og endi. Nú er
sögu tengdamömmu lokið, en að
mörgu leyti er sagan hennar á
köflum eins og lygasaga. Hún
fæddist í Hamborg árið 1934 og
ólst upp við óvenjulegar að-
stæður. Mamma hennar deyr í
bílslysi þegar hún er aðeins
tveggja ára og pabbi hennar
stendur þá einn með hana og
systur hennar, Ingrid, sem er
sjö ára. Síðar giftist hann aftur
og stjúpan Erna kemur inn í líf
Ruthar. Þegar Ruth er fimm
ára skellur síðari heimsstyrjöld-
in á og varir næstu sex árin.
Faðirinn er sendur á vígvöllinn
og á ekki afturkvæmt og stjúp-
an er heima með systurnar, sem
ítrekað þurfa að flýja í loft-
varnabyrgi og forðast árásir.
Þegar búið er að leggja Ham-
borg í rúst eru þær sendar með
gripavögnum til S-Þýskalands
og þar eru þær í einhvern tíma.
Síðar fá þær að fara aftur til
Hamborgar. Á þessu sést að
byrjunin í sögu Ruthar var erfið
og mótaði hana, hún kunni að
bjarga sér og var ótrúlega út-
sjónarsöm. Hún flytur til Ís-
lands árið 1955 eftir að hafa
kynnst tengdapabba á skemmt-
un í Hamborg. Þau skilja og
tengdamamma flytur með tvö
börn í Flóann og þar kynnist
hún seinni manni sínum, Jóni
frá Túni, og þau eignast þrjú
börn. Ég kem inn í þessa fjöl-
skyldu árið 1996 þegar ég kynn-
ist eiginmanni mínum, Friðriki
Sölva. Ég fann það strax að
Ruth var skipulögð, nákvæm,
mikil áhugamanneskja um alla
matseld, snillingur í allri rækt-
un og mikil handavinnukona.
Hún elskaði að spila og var sér-
lega snjöll í hugarreikningi.
Henni fannst mjög gaman að
ferðast, bæði innan- og utan-
lands, en það sem henni fannst
skemmtilegast af öllu var að
fara með veiðistöngina sína og
veiða. Hún var mikill brautryðj-
andi og segja má að hún hafi
verið fyrsti sjósundsmaðurinn á
Íslandi, en fljótlega eftir að hún
flytur hingað ákveður hún að
bregða sér í sjóinn og synda að-
eins, skömmu síðar er lögreglan
komin á svæðið því þá héldu
einhverjir að hún ætlaði að
svipta sig lífi og hringdu á
hjálp! Hún bauð upp á gistingu
löngu áður en öðrum datt í hug
að stofna airbnb og hún prjón-
aði lopavörur og seldi löngu áð-
ur en túristabúðirnar urðu til.
Síðustu árin hef ég náð að eyða
góðum tíma með tengda-
mömmu, en oftar en ekki vorum
við að spá í prjónaskap og það
kom að því að ég hjálpaði henni
en ekki hún mér eins og áður,
við fórum í bíltúra, göngutúra,
horfðum á Ljósmæðurnar og
hún eldaði mat og fannst svo
gaman þegar ég gat borðað með
henni, en eldamennska var eitt
af hennar stóru áhugamálum og
hana langaði alltaf að verða
matreiðslumaður. Það er komið
að sögulokum. Ég mun ylja mér
við minningar um merkilega
konu sem á stóran stað í hjarta
mínu. Blessuð sé minning elsku
Ruthar.
Þín tengdadóttir,
Þórunn Óskarsdóttir.
Nú er elsku amma Ruth farin
yfir í sumarlandið, minningarn-
ar streyma fram í hugann og
hver einasta þeirra er svo dýr-
mæt. Við munum svo vel eftir
því að vakna við ilminn af heitu
kakói og ristuðu brauði þegar
við gistum hjá ömmu og afa í
Réttarholtinu. Alltaf var amma
komin á fætur á undan öllum
öðrum og búin að útbúa heitt
kakó, ristað brauð og egg handa
okkur systrum í morgunmatinn,
rétt eftir að hún var búin að
vekja okkur og koma okkur að
morgunverðarborðinu kom afi
röltandi inn í eldhús þar sem
hann smellti kossi á ömmu og
þau buðu hvort öðru góðan dag-
inn og þá kom hugsunin um það
hvað við vorum glaðar að eiga
ömmu og afa sem elskuðu hvort
annað svona mikið. Það var líka
mikið fjör að fara með ömmu og
afa í sund því amma gerði alltaf
svo skemmtilega leiki með okk-
ur í sundi, þar fékk maður líka
góða kennslu hjá ömmu í því að
ganga fallega frá fötunum sín-
um í körfuna en ekki henda
þeim öllum í kuðl, hún var jú
mikill snyrtipinni og lagði mikið
upp úr því að hafa allt snyrti-
legt og fínt. Svo var það okkur
sveitastelpunum ómetanlegt að
eiga ömmu á Selfossi og eiga
samastað hjá henni þegar mað-
ur var að þvælast á Selfossi,
bíða eftir æfingu, var í gati í
skólanum, vildi gista eftir
grunnskólaböllin eða annað,
alltaf stóðu dyrnar hjá ömmu
opnar og það klikkaði aldrei að
það var búið að elda dýrindis
máltíð og að sjálfsögðu eftirrétt
þegar maður kom. Amma var
nefnilega mikill kokkur og bak-
ari, og kartöflusalatið sem hún
bjó til, það hlýtur að hafa verið
úr einhverri annarri veröld, svo
gott var það. Svona gætum við
endalaust haldið áfram, svo
margar eru minningarnar,
kleinubaksturinn og sláturgerð-
in með ömmu og mömmu voru
fastir liðir sem ekki mátti missa
af og alltaf leyfði amma okkur
að taka mikinn þátt og kenndi
okkur í leiðinni. Amma sýndi
íþróttaiðkun okkar alltaf mikinn
áhuga og var fastagestur á mót-
um og sýningum og alltaf átti
hún hrós í pokahorninu, en
maður átti heldur aldrei neitt
inni hjá ömmu svo ef eitthvað
hefði mátt betur fara fékk mað-
ur líka að vita af því.
Kem ég nú að kistu þinni,
kæra amma mín,
mér í huga innst er inni
ástarþökk til þín.
Allt frá fyrstu æskustundum
átti ég skjól með þér.
Í þínu húsi þar við undum,
þá var afi líka hér.
Kem ég nú að kveðja ömmu,
klökkvi í huga býr.
Hjartans þökk frá mér og mömmu,
minning lifir skýr.
Vertu sæl í huldum heimi,
horfnir vinir fagna hljótt.
Laus við þrautir, Guð þig geymi,
góða amma, sofðu rótt.
(Helga Guðmundsdóttir)
Takk fyrir allt og allt, elsku
amma, kysstu afa Jón og
mömmu frá okkur.
Ömmustelpurnar þínar frá
Litlu-Reykjum,
Unnur, Linda,
Edda og Stella.
Elsku besta Rut okkar, þú
ert farin frá okkur, sárt er það
en við vitum að nú ertu laus úr
viðjum verkja. Mikið erum við
búin að bralla margt saman
fjölskyldan með þér. Það var
alltaf svo ljúft að koma til þín
og spjalla og fífluðumst við mik-
ið og höfðum gaman og líka að
heyra í þér í síma sem við gerð-
um oft.
Það var svo gaman að fara í
keilu með þér, þú blómstraðir
alveg, það var svo mikið fjör hjá
okkur. Við áttum það sameig-
inlegt að finnast svo gaman að
horfa á hand- og fótbolta og
fimleika og hringdi ég oft til þín
að minna þig á og kallaðir þú
mig talandi sjónvarpsdags-
skrána þína. Þegar við vorum
að fara eitthvað þá sagðirðu að
þú þyrftir ekki hækjuna þína
því Guðrún er með. Þú kallaðir
mig hækjuna þína og það þótti
mér vænt um. Þú gafst svo mik-
ið með nærveru þinni, varst svo
hlý, notaleg og frábær og varst
okkur svo dýrmæt vinkona.
Já, Hamborgardaman sem
ung að árum sigldi á vit æv-
intýranna hingað norður á hjara
veraldar, áræðin, kraftmikil og
dugleg, er nú flogin á vit nýrra
ævintýra. Góða ferð, elsku Rut,
og takk fyrir samveruna.
Guðrún, Ester og Steinar.
Ruth Margrét
Friðriksdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar