Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Listahátíðin Leysingar verður hald- in í Alþýðuhúsinu á Siglufirði nú yfir páskahelgina, 15.-17. apríl, og er það í áttunda sinn sem hátíðin fer fram. Að venju hefst hún á föstudaginn langa með sýningu í Kompunni og gjörningum í sal og einnig verður boðið upp á tónleika og upplestra. Hátíðin hefur verið afar vel sótt þau ár sem hún hefur verið haldin og að þessu sinni taka tíu lista- menn þátt í henni; Kristín Ómarsdóttir, ljóðskáld og rit- höfundur; Davíð Þór Jónsson, tón- skáld og píanó- leikari; myndlistarmennirnir Silfrún Una Guðlaugsdóttir, Tara Njála Ingvarsdóttir, Halldór Ásgeirsson og Sindri Leifsson; Óskar Guð- jónsson, tónskáld og saxófónleikari; Skúli Sverrisson bassaleikari, Sam- úel Rademaker rithöfundur og há- skólanemi og Þórir Hermann Ósk- arsson, tónskáld og píanóleikari. Herlegheitin hefjast kl. 14 á morgun með opnun sýningar Sindra í Kompunni í Alþýðuhúsinu og kl. 15 fremja þær Silfrún og Tara gjörn- ing. Annar gjörningur verður fram- inn 15.45 af þeim Samúel og Þóri og enn einn kl. 16.20, af Halldóri og Þóri. Á laugardagskvöld kl. 21 verða tónleikar Óskars og Skúla og á sunnudag kl. 16 les Kristín upp ljóð. Kl. 16.45 mun Davíð Þór svo halda tónleika. „Brjálað að gera“ Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, köll- uð Alla, er hæstráðandi í Alþýðuhús- inu og hefur þar lengi stýrt öllu list- rænu starfi og skipulagi hátíðar- innar. Hún segir Leysingar í fyrstu hafa verið gjörningadagskrá á föstu- daginn langa og þannig hafi það ver- ið í nokkur ár. Nú sé þetta orðin þriggja daga dagskrá með fleiri teg- undum listviðburða. Og Siglufjörður hefur að sama skapi orðið sífellt vin- sælli áfangastaður og mikil upp- bygging í bænum. Alla bætir við að á veturna hafi skíðasvæðið mikið að- dráttarafl. „Við Siglfirðingar köllum þetta náttúrlega siglfirsku Alpana,“ segir hún kímin. Alþýðuhúsið er í eigu Öllu og hún er þar með vinnustofu sína þar sem hún vinnur að landsþekktum tré- skúlptúrum sínum. „Það er alltaf brjálað að gera,“ segir Alla kímin en hún hefur staðið að menningar- starfsemi í 30 ár, fyrst í listagilinu á Akureyri og síðan í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Síðustu tíu ár hefur hún svo rekið Alþýðuhúsið. Reyndir og óreyndir í bland Eins og sjá má af upptalningu listamannanna sem taka þátt í Leys- ingum í ár eru þeir flestir þekktir en þó ekki allir. Sem er engin furða því nokkrir eru ungir og að stíga sín fyrstu skref í listinni, t.d. þær Silfrún og Tara. „Þær útskrifuðust fyrir tveimur árum úr Listaháskól- anum, ég reyni alltaf að hafa yngra listafólk líka innan um, blanda sam- an eldri og reyndari og svo yngri. Það er svo gaman og spennandi í listum að koma auga á og gefa tæki- færi því sem vel er gert. Þannig að auðvitað koma alltaf nýir listamenn fram á sviðið sem vert er að fylgjast með,“ segir Alla. Samúel er líka ungur listamaður og leggur áherslu á kvikmynda- handrit, er líka leikskáld og hefur fengist við ljóðagerð og smásagna- skrif. „Hann er að feta fyrstu skref- in,“ segir Alla. Þórir er sömuleiðis í yngri kantinum en þó kominn með nokkurra ára reynslu og hefur unnið með ýmsum tónlistarmönnum og hljómsveitum. Þórir mun bæði fremja gjörning með Samúel og hin- um margreynda gjörningalista- manni Halldóri Ásgeirssyni. „Það er stundum þannig, þegar fólk safnast saman hérna, að þá verður til dýna- mík á milli fólks. Halldór sá sér leik á borði þegar hann vissi af þessum fína píanóleikara, að tæla hann með sér í gjörninginn. Halldór hefur unn- ið mikið með tónlistarfólki í sínum gjörningum,“ segir Alla. Enginn aðgangseyrir er að hátíð- inni en við innganginn boðið upp á frjáls framlög. Alla segir að með því sé tryggt að allir geti notið listar- innar, óháð fjárhag. „Það er alltaf sett eitthvað í körfuna og þetta hef- ur komið ágætlega út hjá okkur,“ segir Alla. helgisnaer@mbl.is Gjörningur Tara Njála Ingvarsdóttir og Silfrún Una Guðlaugsdóttir fremja gjörning á Leysingum í Alþýðuhúsinu á Siglufirði á morgun kl. 15. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Allir geta notið listarinnar - Fjölbreytt list verður í boði um páskana á Leysingum í Alþýðuhúsinu á Siglufirði - Hátíð haldin í áttunda sinn P ólski rithöfundurinn Olga Tokarczuk hlaut Nóbels- verðlaunin í bókmenntum árið 2018, „fyrir frásagn- arlist sem einkennist af fjölfræði- legri ástríðu sem snýst um sífellt ferðalag yfir landamæri sem lífs- form“, eins og sagði í rökstuðningi sænsku akademíunnar. Tokarczuk varð sextug í ár og hef- ur lengi notið vinsælda í heimaland- inu fyrir skáldsögur sínar. Hún hef- ur líka verið áberandi í samfélags- umræðunni í Póllandi og verið óspör á gagnrýni á stjórnvöld þar í landi. Hún sló fyrst í gegn á alþjóðlegum vettvangi árið 2018 þegar ensk þýð- ing á meist- aralegri skáld- sögu hennar, Flights, hreppti alþjóðlegu Booker- verðlaunin. Síðan hefur hver sagna hennar á fætur annarri verið þýdd og á sífellt fleiri tungumál. Tokarczuk hefur nú sent frá sér átta skáldsögur, auk tveggja sagnasafna. Viðfangsefni skáldsagnanna eru fjöl- breytileg, og einnig formin sem hún beitir; það er mikill fengur í því að fá loksins eina bóka hennar á íslensku. Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu kom fyrst út á pólsku árið 2009 og má skilgreina sem bók- menntalega glæpasögu. Söguna seg- ir fullorðin kennslukona, frú Dus- zejko, sem eyðir efri árunum með heilsársbúsetu í lítilli frístunda- byggð, Hæðinni, í suðurhluta Pól- lands. Hún býr ein og er léleg til heilsunnar, kennir ensku í hluta- starfi í nálægum bæ og starfar einn- ig við eftirlit með sumarhúsum nærri hennar sem standa tóm vetrarlangt á Hæðinni. Við upphaf sögunnar hafa tveir karlar einnig heilsársbúsetu á svæðinu, annan kallar hún Háfeta og hin Drumb, eru samskiptin við þá takmörkuð og fyrirlítur hún þann fyrrnefnda fyrir veiðiþjófnað og illa meðferð á dýrum. Sú persóna sem Duszejko tengist helst er ungur og einrænn maður, Dyzio að nafni, sem heimsækir hana regulega á Hæðina en hann fæst við það í frístundum að þýða ljóð eftir breska skáldið og myndlistarmann- inn William Blake úr ensku. Vinna þau saman að þýðingunum og skrif Blakes rata víða inn í frásögnina, með ýmiskonar tilvitnunum – heiti sögunnar er ein slík, en einnig hvað varðar sýn hans á heim manna og dýra sem og stjarna. Við upphaf sögunnar, eina snjó- þunga vetrarnótt, finna Duszejko og Drumbur nágranna sinn, veiðiþjóf- inn Háfeta, látinn á gólfi kofa síns. Hann virðist hafa kafnað á beini rá- dýrs sem hann hefur veitt í óleyfi, utan veiðitíma. Í framhaldinu taka broddborgarar að finnast látnir í ná- grenninu og Duszejko dregst sífellt dýpra inn í sakamálarannsóknina. Höfundurinn leikur sér skemmti- lega með þann afar sérkennilega og sérvitra sögumann sem frú Dusz- ejko óneitanlega er. Hún virðist skrifa frásögnina með sínum hætti, sem sést á því að ekki eru bara eigin- nöfn rituð með stórum upphafsstaf heldur má líka sjá hvað henni þykir mikilvægt eða vill hnykkja sér- staklega á, þau orð fá líka stóran staf, hvort sem það eru Tíkin, Ótti eða Útgeimur. Og geimurinn er heldur betur áhugamál hennar því Duszejko er heltekin af stjörnuspeki og þarf að vita fæðingartíma allra sem koma við sögu, og telur sig þá vita allt um persónuleika viðkom- andi. Og lýsingar hennar á undrum himinsins og tengingum við hana og aðrar persónur eru iðulega töfrandi: „Á kvöldin horfi ég á Venus, fylgist grannt með breytingunum á þessari fallegu Ungmeyju. Ég kýs hana helst sem Kvöldstjörnu, þegar hún birtist eins og utan úr buskanum, eins og fyrir töfra, og gengur niður á bak við Sólu. Neisti af eilífu ljósi. Það er í Húminu sem athyglisverð- ustu hlutirnir gerast því það er þá sem einfaldur mismunur af ýmsu tagi máist burt. Ég gæti lifað í ævar- andi Húmi,“ skrifar Duszejko (bls. 49). Þráhyggjukenndur áhugi sögu- mannsins á kjánalegri spekinni um himintunglin mótar alla afstöðu hennar en annað lykilatriði er þung siðferðileg afstaða gegn drápum á saklausum dýrum. Duszejko ekki bara fyrirlítur veiðimenn, sem hún álítur dýraníðinga, hún hikar ekki við að fara gegn þeim, með kærum og klögum, þótt það baki henni eng- ar vinsældir í samfélaginu. Og líkin hrannast upp í þessari snjöllu saka- málasögu nóbelshöfundarins, sem notar þetta margstagaða form með áhugaverðum hætti, og tekur um leið til umfjöllunar mikilvæg málefni eins og meðferð okkar mannanna á málleysingjum og þeim sem minna mega sín. Duszejko kemst að því að hún og félagar hennar eru í þeim hópi: „Ég áttaði mig á því að við til- heyrðum hópi fólks sem heimurinn álítur gagnslaust.“ (252) En samt kunna þau að hafa eitthvað til mál- anna að leggja. Það kemur hins vegar nokkuð á óvart hvað lausn sögunnar er í raun fyrirsjáanleg, miðað við uppbygg- ingu og glæsilega byggðan textann. Hinn margreyndi þýðandi Árni Óskarsson íslenskar söguna afar lip- urlega. Hann þýddi eftir enskri þýð- ingu, að því er fram kemur í samráði við höfund og umboðsmann, og með hliðsjón af danskri og norskri þýð- ingu. Vissulega hefði verið ákjósan- legt að fá þýðingu beint úr pólsku, án lendingar í millimáli, og kannski sérkennilegt að svo sé ekki miðað við þann mikla fjölda Pólverja sem eru orðnir góðir og gegnir borgarar hér. En eins og fyrr segir er texti Árna lipur og flæðir vel. Og það er ánægjulegt að fá í þessari fínu sögu á íslensku fyrirtaks listaverk úr hin- um stórmerkilega pólska menn- ingarheimi, eftir einn athyglisverð- asta rithöfund samtímans. Vonandi rata fleiri sagna Tokarczuk á ís- lensku sem fyrst. Ljósmynd/Pólska bókmenntastofan Olga Tokarczuk „… líkin hrannast upp í þessari snjöllu sakamálasögu nóbelshöfundarins,“ segir rýnir. Gæti lifað í ævarandi Húmi Skáldsaga Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu bbbbm Eftir Olgu Tokarczuk. Árni Óskarsson íslenskaði. Bjartur, 2022. Kilja, 279 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.