Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 LJÓSASKÓRNIR SEM KRAKKARNIR ELSKA Light Storm 2.0 8.995 kr./ st. 20-26 Rainbow Racer 8.995 kr./ st. 20-26 Adventure Track 9.995 kr./ st. 27-35 Shimmer Beams 9.995 kr./ st. 27-35 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS SKECHERS Í greininni Vandi Pút- íns 7.4. ’22 í Mbl. var gerð grein fyrir orsök- inni fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Tæplega er vafi á að það sem þar er sagt er ástæðan fyrir tímasetningu innrás- arinnar. En ýmis atriði í heimspólitíkinni benda til að innrásin hefði komið fyrr eða síðar. Sú skoðun byggist á heimspólitík, eða „geópólitík“ sem var vinsæl fræðigrein hér áður og fyrrum. Í þessari fræði er lítt þekkt kenning, svokölluð „Heartland theory“ eða mið- svæðiskenningin eftir Bretann Half- ord John Mackinder frá 1904. Þar er heiminum skipt í heimseyjuna (World Island), sem er Evrópa, Asía og Af- ríka, svo eru Bretland og eyjaklasinn í Suðaustur-Asíu (Japan, Indónesía, Filippseyjar o.fl.), kallað strandeyjar (Offshore Islands), en afgangurinn af heiminum er kallaður úteyjar (Am- eríka, Ástralía o.fl.). Sjálf kenningin er að sá sem ræður miðsvæðinu, sem er í aðalatriðum Rússland og Austur- Evrópa, geti stjórnað heimseyjunni og þar með ráðið heiminum öllum. Þessi kenning er líklega sprottin upp úr Krímstríðinu 1853-1856. Hún hljómaði ágætlega 1904 en er auðvitað tómt bull miðað við heimspólitíska stöðu og hernaðarmátt ríkja dagsins í dag. Hún væri gleymd og grafin ef ekki væri fyrir þann mann sem var kallaður af fylgismönnum sínum vinur okkar allra, Jósef Stalín. Leið til heimsyfirráða Miðsvæðiskenningin passaði Stalín mjög vel. Hann fékk Austur-Evrópu á silfurfati á fundi sínum með Churchill í Moskvu í október 1944. Þá réð hann miðsvæðinu og var því í stöðu til að tryggja sér heimsyfirráð, og ekki er annað hægt að segja en hann hafi gert sitt besta. En úteyjarnar, sem áttu ekki að ráða neinum úrslitum sam- kvæmt hinni upprunalegu kenningu, stöðvuðu hann. Krakkarnir eiga orð- tæki fyrir þetta, en það er ekki prent- hæft í virðulegu blaði allra landsmanna. Herfræði Rauða hersins Rauði herinn er alinn upp við þessa kenningu og einvaldar Rússlands eftir Stalín erfðu hana. Til viðbótar kemur her- fræðileg staða miðsvæð- isins. Þar skiptir sköp- um evrópska sléttan sem myndin sýnir. Eftir henni hafa allir herir sem hafa ráðist inn í Rússland farið; víkingar Garðaríkis, Gústaf Adolf Svíakóngur, Napóleon Bónaparte og Adolf Hitler. Evrópska sléttan byrjar sem græna svæðið á myndinni, hún er svo með brúnum lit í Rússlandi sjálfu. Norð- urmörk hennar eru Eystrasaltið, suð- urmörkin Karpatafjöllin og Svartahaf- ið. Ef Rússland þarf að verja landamæri sín í vestri fyrir herjum frá Evrópu þá er varnarlínan milli græna og brúna svæðisins 2.000 kílómetra löng. En inni á græna svæðinu er lítill rauður blettur. Það er Kalíníngrad, sem tilheyrir Rússlandi. Fjarlægðin þaðan og suður í Karpatafjöll er ekki nema 600 kílómetrar, og sú varnarlína styttist niður í 400 kílómetra ef Pól- land væri með í miðsvæðinu eins og það var undir Stalín. Varnir Rússlands Það er skiljanlegt að rússneskir herforingjar hafi áhyggjur af þessu. Til að bæta gráu ofan á svart er Rússakjarninn (Russian Core) á myndinni það svæði sem helst þarf að verja, þar er mestallur iðnaður Rúss- lands og meginhluti fólksins. Rauði herinn barði Hitler til baka og hefði unnið stríðið einn og sjálfur hefðu her- ir Breta og Bandaríkjamanna (BNA) ekki ráðist inn í Evrópu í júní 1944. En velgengni rauða hersins varð ekki til af sjálfu sér. Hún varð til vegna láns- og leigulaganna í BNA (Lend- Lease Act). Samkvæmt þeim fóru 78 skipalestir frá Bretlandi og Hvalfirði til Rússlands með bandarísk hergögn til Rússa. Þrisvar sinnum meiri flutn- ingar voru til Vladívostok og með Ír- ansjárnbrautinni. Án þessa hefði Rússum lítið gengið. Nútímaviðhorf En í dag er þetta öfugt. Það er Úkraína sem nýtur láns- og leigukjara núna, Rússar ekki. Úkraína hefur fengið t.d. léttar stýriflaugar sem hafa nánast haldið rússnesku vélaherdeild- unum niðri svo nú er verið að gera rót- tæka breytingu á hernaðaráætlun Rússa, héðan í frá verða fallbyssurnar látnar tala. Það þýðir langt stríð og miklar hörmungar. Það sem hér er sagt ber að þeim brunni að Rússar vilji Úkraínu alla, ekki bara austurhlutann. Hugsanlega eru þeir til í einhverja vopna- hléssamninga, en bara til skamms tíma. Þeir munu taka Úkraínu og Transnistríu og Moldóvu ef fram fer sem horfir. Mun einhver koma í veg fyrir það? NATO verður að gera það segja einhverjir. En NATO getur ekk- ert gert, einhver verður að ráðast á NATO til að NATO geti hreyft sig. Andspyrna úkraínska hersins er aðdá- unarverð, en að endingu verða þeir að láta undan síga. Í Rússakjarnanum er miklu meiri kraftur en hjá þeim. Til Rússlands er mikið streymi fjár- magns, því ESB er ennþá í vandræð- um með að finna sinn stað í veröldinni og eys peningum í Rússa í skiptum fyrir olíu og gas. Rússnesku ólígark- arnir stela því öllu eins og er, Pútín er sjálfur orðinn ríkasti maður heims á þeim viðskiptum að sumir telja. En til að ná í skottið á ólígörkum Rússlands og peninga þeirra líka getur hann kannski fengið ráðleggingar hjá rík- isstjórn Íslands, um hvernig á að semja neyðarlög sem halda fyrir er- lendum dómi, eins og gert var hér 2008. Eftir Jónas Elíasson » Að baki innrás Rússa í Úkraínu er gömul og úrelt heimspólitísk kenning sem Stalín gamli hélt upp á. Jónas Elíasson Höfundur er prófessor. jonaseliassonhi@gmail.com Rússland, Rússakjarninn og evrópska sléttan. Gömul heimspólitík Formaður lögmanna- félagsins skrifaði ágæta og tímabæra grein í Mbl. 28. mars sl. um réttláta málsmeðferð og málshraða. Ekki eru nákvæmlega til- greindar ástæður að baki þessari grein enda er ekki auðvelt að gera brotalömunum ítarleg skil í stuttri grein. Opinbera umræðan mætti þó vera ögn fjörlegri enda þrífast misgjörðir best í þögn og skugga. Ívitnuð grein mætti gjarnan verða upphaf að fögru sambandi við raunveruleikann. Enn um peningaþvætti Ábendingar um undarleg dómsmál sem eiga að tengjast peningaþvætti berast undirrituðum í nokkrum mæli og verður ekki undan því vikist að vekja á þeim þá athygli sem þau eiga vissulega skilið. Það er ekki eins og þetta séu stök eða einangruð tilfelli sem borin eru upp. Í tilteknu dómsmáli fyrir Hæsta- rétti tjáir vararíkissaksóknari sig þannig í málflutningi og viðfangsefnið á merkilegt nokk að vera pen- ingaþvætti: Ómögulegt sé að lýsa í smáatriðum eða rekja hvert einstaka fjárhæðir ávinnings brotsins hafi runnið í því skyni að lýsa broti varnaraðila með ná- kvæmari hætti. Vissulega má finna til með vararík- issaksóknara að vinna vinnuna sína sómasamlega, sönnunarbyrðin þvælist auðvitað fyrir og lögfull sönnun er einnig til vandræða. Saksóknari þarf að hafa manndóm til að geta þrætt hinn mjóa veg réttvísinnar. Þegar manndóminn skortir er einfaldast að biðja dómendur að láta ekki smáskit- leg smáatriði rugla hina gefnu nið- urstöðu. En á ákveðnum punkti getur samanlagður fjöldi smáatriða oftlega ekki lengur verið smáatriði. Það er ein af skyldum saksóknara að meta sjálfstætt hvort mál séu dóm- tæk og þá hvort líklegra sé en ekki að sakfellt verði. Það hlýtur að flokkast undir þversögn að saksóknari játi að höfðað mál eigi ekkert erindi í dómsal, að hluta eða öllu leyti. Meint brot geta þannig verið nánast óviðráðanlega óupplýsanleg að sögn ákæruvaldsins en samt dómtæk! Hér er sem sagt ekki talin þörf á að upplýsa mál af neinni vandvirkni og ramma brot inn. En þetta er áhrifa- mikil innsýn í þankagang vararíkissaksóknara. Það er líka mögulega sama tilfinning hjá sak- borningum sem þurfa að eyða tíma og fjármunum í að verja sig gegn ómarkvissum mála- tilbúnaði af þessu tagi. Það er svo með pen- ingaþvætti að helst þarf að slá nákvæmu máli á það sem kemur út úr þvottavélinni. Afrakstur peningaþvættis á almennt séð að vera mælikvarði notaður til að mæla annars illa útreiknanlegan hagnað af ólög- mætri starfsemi en ekki öfugt. Það er grundvallaratriði. Það hlýtur enn að vera svo að ákæruvaldið skuli sanna meint brot og ná utan um umfang þess. Og það hlýt- ur að vera í verklýsingu ákæruvalds- ins að slá sem nákvæmustu máli á fjölda og magn. Órökstuddar ágiskan- ir í málflutningi saksóknara eru ekki ásættanlegar. Heiðarleikinn og hátt- semin virðast hafa gengið á dyr hjá háttvirtum vararíkissaksóknara fyrir nokkru. Þetta kann meðal annars að skýra að mál þvælast í dómskerfinu í allt að fimmtán ár að sögn, þegar verklag ákæruvaldsins er ekki merkilegra en raun ber vitni. En hvar enda kröfur vararíkissaksóknara um afslátt af rétt- lætinu? Trúlega skýringin á óskapnaðinum er að raunverulegt peningaþvætti er ekki það mikið að umfangi á Íslandi hjá örfyrirtækjum og einstaklingum að eftirlitsaðilar og ákæruvald reyna að blása það út umfram tilefni. Eins og hendi sé veifað á Ísland að vera orðið miðstöð peningaþvættis. Skynsemin virðist því miður ekki eiga lögheimili hjá eftirlitsvaldinu. Ugglaust hefur Einstein haft ís- lenska peningaþvættiseftirlitsiðnaðinn í huga þegar honum varð að orði: „Any fool can know. The point is to underst- and.“ Á að giska réttlæti Eftir Jón Þ. Hilmarsson Jón Þ. Hilmarsson »Meint brot geta þannig verið nánast óviðráðanlega óupplýs- anleg að sögn ákæru- valdsins en samt dóm- tæk! Höfundur er endurskoðandi. jon@vsk.is Þarftu að láta gera við? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.