Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 32
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ný deilibílaþjónusta, Hopp, fer vel af stað að sögn framkvæmdastjórans Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur. Bílarnir komu á göturnar 18. mars sl. Um er að ræða fyrsta fasa verk- efnisins þar sem gögnum um notkun er safnað til að meta frekari upp- byggingu. Notendur leigja bílana í gegnum Hopp-appið, en fyrirtækið rekur einnig vin- sæla rafskútu- leigu á höfuð- borgarsvæðinu. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri Hopps, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að verkefnið hafi gengið mjög vel. „Við erum rosa- lega ánægð með viðtökurnar. Helsta áskorunin er umgengnin. Ég er dá- lítið hissa á hvernig sumir notendur hafa gengið um. Þar er þó um mikinn minnihluta að ræða,“ segir Sæunn og bætir við að fyrirtækið sjái sig knúið til að taka upp sektarkerfi vegna þessa. „Við erum að búa til verðskrá fyrir sektir. Fólk getur átt von á sekt ef setja þarf bíl í þrif eftir notkun.“ Vantar fleiri bíla Önnur áskorun í rekstrinum er fjöldi bíla. Vegna þess hve góðar við- tökur hafa verið er strax orðin þörf á fleiri bílum en þeim tíu sem nú eru í boði. „Við erum að greina gögn fyrir næsta fasa. Við hlökkum líka til þess að geta farið að nota stafræn öku- skírteini. Stafrænt Ísland vinnur nú að því að klára það ferli, sem mun auðvelda okkur lífið.“ Vandamálið segir Sæunn vera að margir eru ekki með gömlu plast- ökuskírteinin á sér þegar bíll er leigður. Markmið Hopps er að sögn Sæ- unnar að bjóða umhverfisvæn sam- göngutæki til að fólk fái meira val um samgöngumáta. „Við viljum hvetja til þess að í staðinn fyrir að kaupa bíl númer tvö á heimilið breyti fólk lífsstíl sínum og leigi bíl í skammtímaleigu.“ Sæunn segir að Hopp bíði nú í of- væni eftir því að gögn um notkun bílanna verði nægjanlega marktæk til að hægt sé að merkja breytingar á lífsmynstri. Spurð um stærð bílanna segir Sæ- unn að fyrstu bílarnir tíu séu stórir og öruggir, af Kia Niro- og Hyundai Kona-gerð. „Við stefnum á að bjóða margar mismunandi stærðir af bíl- um í framtíðinni.“ Öryggið mikilvægt Eins og sagt hefur verið frá í frétt- um er skýrsla verkefnahóps um smáfarartæki nú í samráðsgátt stjórnvalda. Meðal niðurstaðna hópsins er að refsivert verði að stjórna smáfarartæki ef magn áfengis er meira en 0,5 prómill í blóði ökumanna. Margir hafa leigt sér raf- skútu frá Hopp til að komast heim eftir skemmtanir. Sæunn segir að rekstur Hopps standi ekki og falli með slíku banni. „Næturhagkerfið er risastórt. Fólk á leið heim úr vinnu notar gjarnan Hopp til að komast leiðar sinnar.“ Hún segir að Hopp sé ekki mikið fyrir boð og bönn en ef þörf er á laga- setningu til að fækka slysum þá styðji fyrirtækið það. „Við viljum auka öryggi notenda. Ein niðurstaða hópsins er einmitt að leyfa rafskútur á götum með 30 km hámarkshraða, sem ég tel skynsamlegt til að færa skúturnar af göngustígunum,“ segir Sæunn en varar við að of miklar hömlur verði settar á notkun hjól- anna. Samgöngumátinn sé í stöðugri þróun og reglur megi því ekki verða of íþyngjandi. Deilibílaþjónusta fer vel af stað Samgöngur Deilibílar Hopps eru tíu í Reykjavík. Verkefnið er unnið í samstarfi við Höld – Bílaleigu Akureyrar. Deilibílar » Rafbílarnir eru staðsettir í borgarlandinu. » Leggja má í öll lögleg bíla- stæði, einnig gjaldskyld. » Það kostar 300 kr. að starta bílum og mínútugjaldið er 45 kr. » Aðeins er hægt að leggja deilibílunum innan Reykjavíkur. » Stefnan er að fjölga bílunum jafnt og þétt. - Stefnt að fleiri Hopp-deilibílum af ólíkum stærðum og gerðum - Umgengnin er helsta áskorunin - Verðskrá fyrir sektir í smíðum - Bann við akstri á rafskútu undir áhrifum hefði ekki úrslitaáhrif 32 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 14. apríl 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.53 Sterlingspund 167.28 Kanadadalur 101.72 Dönsk króna 18.769 Norsk króna 14.634 Sænsk króna 13.511 Svissn. franki 137.79 Japanskt jen 1.0243 SDR 175.95 Evra 139.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.1038 Veitingamennirnir Ágúst Freyr Hallsson, annar eigenda Maikái, og Haukur Már Hauksson, yfirkokkur og einn stofnenda Yuzu-veitinga- staðanna, eru að opna nýjan veit- ingastað saman á Hafnartorgi við Lækjargötu. Staðurinn mun sér- hæfa sig í svokölluðum poke-skálum eins og vinsælt er víða erlendis. „Þetta er til hérlendis sem auka- réttur á matseðli á nokkrum stöðum en þetta verður fyrsti staðurinn þar sem poke er aðalrétturinn,“ segir Ágúst í samtali við mbl.is. Staðurinn verður staðsettur í mathöll sem til stendur að opna á Hafnartorgi. „Einhver myndi kippa í mig fyrir að kalla þetta mathöll, en þetta verð- ur rými þar sem verða bæði versl- anir og matsölustaðir. Þarna verður göngugata og þetta er síðasti áfang- inn í hinni fullbúnu mynd Hafnar- torgs þar sem allt kemur heim og saman. Við bjóðum upp á bjór og vín og þarna á að vera góð stemning,“ segir Ágúst jafnframt. „Poke-skálar eru nokkurs konar sushi-réttur. Opið sushi í skál. Við verðum með mikið af fisk þarna og aðrar sjávarafurðir. Ferskur lax og túnfiskur er stór hluti af góðu poke,“ segir Ágúst og segir staðinn muni verða með sjávarþema í bland við asískan arkitektúr. Ágúst sjálfur á og rekur veitinga- staðinn Maikái ásamt kærustu sinni, Elísabetu Mettu Ásgeirsdóttur, sem er einnig staðsettur á Hafnartorgi. Einnig eru þau með Maikái-staði í Smáralind og matarvagn. Haukur, sem er yfirkokkur, lærði hjá Hrefnu Sætran og er því vel að sér þegar kemur að asískum mat og sjávarréttum. Opnaði hann einnig staðinn Yuzu á hverfisgötu ásamt fleirum, sem hefur einnig opnað stað í mathöllinni Borg29 í Borgartúni. viktorpetur@mbl.is Opna poke-stað á Hafnartorgi - Sjávarþema í bland við asískan arkitektúr Í skýrslunni kemur fram að mögulega verði heildarfjöldi ferða á leiguhjólum 2,5-3 milljónir árið 2022, en þar af verði ferðir á hjólum Hopps, sem er stærsta fyrirtækið sem leigir út rafhlaupahjól á Íslandi, 1,9 milljónir. Ef þetta gengur eftir verða sam- kvæmt skýrslunni farnar 7,5 til 12 milljónir ferða á höf- uðborgarsvæðinu á raf- hlaupahjólum árið 2022, en talið er að 25 til 30 þúsund rafhlaupahjól séu til í einka- eigu. „Til samanburðar má geta þess að farþegafjöldi Strætó er um 12 milljónir,“ segir í skýrslu verkefnahóps um smáfarartæki. Jafn mikið og strætó 12 MILLJÓNIR FERÐA Á RAFHLAUPAHJÓLUM 2022 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.