Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022
Elsku amma mín,
Guðrún María, hefur
yfirgefið þessa jarð-
vist. Þann 13. mars
1995 var hún við-
stödd fæðingu mína á HSS þegar
ég tók minn fyrsta andardrátt.
Sléttum 27 árum seinna, þann 13.
mars 2022, fékk ég að halda utan
um hana þegar hún tók sinn síð-
asta andardrátt á HSS.
Líf fæðist og líf kveður, þetta er
hringrás lífsins. Það er mér mikill
heiður að fá að deila þessum degi
og stærstu tímamótum lífsins með
þér, elsku amma mín.
Amma hafði þann einstaka eig-
inleika að láta öllum líða vel. Þeir
sem heimsóttu ömmu og afa í
Hrauntúnið og seinna í Kjarrmóa
geta vottað fyrir það að tekið var á
móti öllum með opnum örmum, á
snyrtilegt heimili og eldhúsborðið
yfirfullt af kræsingum. Til ömmu
Gunnu var alltaf gott að koma,
sama hver bankaði upp á. Amma
var alltaf jafn hissa þegar ég bað
hana um að gefa mér kaffibolla.
Það var sko sannarlega ekki ellin
sem spilaði þar inn í, mamma mín
og amma hafa átt það sameigin-
legt til dagsins í dag að finnast
skrýtið að litla stelpan þeirra sé
byrjuð að drekka kaffi, þó svo ég
sé orðin 27 ára. Amma afsakaði sig
líka oft ef sunnudagstertan var
ekki nýbökuð. Hún sagði mér oft
að ég og Gunni ættum það sameig-
inlegt að finnast hún bragðast best
köld eftir að hafa verið inni í ísskáp
og glassúrinn orðinn harður.
Þannig fannst mér hún best,
amma mín. Það var erfitt fyrir
ömmu að gefa afkomendum sínum
uppskrift að sunnudagstertunni,
uppskriftin var bara „dass af
þessu og dass af hinu“. Ég veit að
þú fylgist brosandi með okkur öll-
um keppast við það að ná henni
eins og þú gerðir hana, en það
kemur með tíma og æfingu. Ég
veit að mikilvægasta innihaldsefn-
ið var ástin sem þú settir í hana,
amma mín.
Mér eru minnisstæðar allar
þær umræður sem teknar voru um
hin ýmsu mál í Kjarrmóanum, um-
ræður um fólk í bænum, íþróttir
og pólitík svo eitthvað sé nefnt.
Afi, ásamt þeim sem voru í heim-
sókn hverju sinni, héldu samræð-
unum gangandi á meðan amma
var önnum kafin í eldhúsinu, en
Guðrún María
Þorleifsdóttir
✝
Guðrún María
Þorleifsdóttir
fæddist 27. október
1930. Hún lést 13.
mars 2022. Útför
hennar fór fram 25.
mars 2022.
manneskjan sem
vissi alltaf mest um
mál málanna var
amma. Amma var
alltaf með allt á
hreinu, sem dæmi
mundi hún afmælis-
daga allra sem hún
þekkti, hún var með
nöfn íþróttamanna á
hreinu hvort sem
það var fótbolti, golf,
box eða handbolti og
hún hafði mikla skoðun á hæfni
þeirra. Það var alltaf bara best að
hlusta á ömmu í einu og öllu, allt
sem kom úr hennar munni voru
staðreyndir. Í hinum ýmsu sam-
ræðum sem áttu sér stað í
Kjarrmóanum hlustaði hún, fyllti í
eyðurnar og leiðrétti staðhæfing-
ar, á meðan hún hellti upp á kaffi
og gekk frá í eldhúsinu á sama
tíma. Hún var lifandi sönnun fyrir
því að konur geta gert fleiri en
einn, tvo eða þrjá hluti á sama tíma
með heilum hug, og það gerði hún
fram að síðasta degi á 92. aldurs-
ári.
Það sem einkenndi ömmu var
opinn faðmur, hjartahlýja, einstök
nærvera, fallegt heimili, hógværð,
viska og dugnaður. En nú fá lúnar
hendur þínar sem unnið hafa mikið
verk í 92 ár loksins að hvílast.
Elsku amma mín, takk fyrir að
kenna okkur að elska og takk fyrir
að elska okkur öll svona heitt.
Þín nafna,
María Ósk.
Þú valdir fallegan sunnudags-
morgun til að kveðja þessa jarðvist
elsku mamma. Falleg fjallasýn í
fjarlægð en þannig fannst þér gott
að horfa á þau eftir að hafa alist
upp með fjöllin í mikilli nálægð við
þig.
Fyrsta minningin um þig er
þegar þú ert að hjálpa mér og leið-
beina með hlýju röddinni þinni að
fara niður tröppurnar á Hraun-
túninu.
Allar bænirnar og versin sem
þú kenndir mér, ég tala nú ekki
um að biðja fyrir öllu og öllum,
meira að segja fyrir flugum og
köngulóm. Bænastundin okkar
gat orðið löng þrátt fyrir mikið
annríki hjá þér.
Þú lagðir mikla áherslu á gott
íslenskt mál og rétta stafsetningu.
Ég man eftir gömlu þreyttu staf-
setningarbókinni þinni sem þú
fórst í ef þú varst ekki viss um staf-
setninguna þegar þú varst að
hjálpa mér við námið.
Við urðum trúnaðarvinkonur
eftir ferminguna mína og héldum
því alla tíð. Eftir skóla kom ég
heim, þú sast við eldhúsborðið að
gera handavinnu, með þessa hlýju
nærveru. Þá voru tekin mörg trún-
aðarsamtölin, sum erfið en flest
voru mjög góð.
Þú varst ekki alveg viss í þinni
sök þegar ég dró Bóa minn með
mér frá Mallorca, þangað sem við
vinkonur fórum að sóla okkur.
Hann átta árum eldri, ég aðeins 18
ára. Hann álitinn villingur úr Sól-
túninu, fráskilinn og átti eitt barn.
Fljótlega sást þú að þetta var gott
val hjá mér og þið pabbi hafið elsk-
að dóttur hans, Ellen Mörk, eins
og okkar alla tíð síðan.
Ég bað þig um að vera viðstödd
fæðingu yngri barna okkar. Þú
varst ekki viss um að þú myndir
treysta þér. Mikið varstu ánægð
þegar fæðing var yfirstaðin og þú
orðið vitni að þessu kraftaverki.
Við fæðingu yngsta barnsins var
Mæja systir einnig viðstödd og
fékk hún nafnið María Ósk í höf-
uðið á okkur mæðgum.
Hjónaband ykkar pabba var
traust, fallegt, ástríkt og tek ég
margt þar til fyrirmyndar. Þú
heimakær, ástrík, mikil fjölskyldu-
manneskja, traustur vinur, rétt-
sýn, ljóðelsk og söngelsk. Villi
frændi sagði að þú hefðir verið efni
í óperusöngkonu, svo falleg fannst
bróður þínum rödd þín vera. Pabbi
kom með kossa, knús og faðmlög,
stríddi þér oft þegar hann var að
koma úr hesthúsinu, faðmaði þig
og knúsaði því hann vissi að þú
þoldir ekki hestalyktina en þú
hafðir samt lúmskt gaman af
þessu.
Flökkueðlið hans pabba míns
sem þú segir að ég hafi erft frá
honum mun fylgja mér að eilífu.
Fiðrildið í honum fékk ykkur til að
ferðast um víða veröld og kynnast
undrum alheimsins sem þið
þreyttust aldrei á að rifja upp. Það
var gaman fyrir okkur systurnar
að fá að ferðast með ykkur til Par-
ísar og í siglingu um Miðjarðarhaf-
ið. Einnig var dásamlegt að vera
með ykkur í sumarhúsi á Spáni
þar sem þú tókst fram reiðhjól eft-
ir fjörutíu ára hlé og fórst bunur í
vatnsrennibrautum.
Mamma hafði gott auga fyrir
textum og ljóðum sem hún klippti
úr Lesbók Morgunblaðsins. Eftir-
farandi ljóð rataði í hendurnar á
mér þegar ég var að meðhöndla
þennan fjársjóð.
Hinsta kveðja
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti.
(Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir)
Hvíldu í friði elsku mamma mín.
Þín dóttir,
Ingunn Ósk.
Þegar ekið er frá
Hrafnseyri, fæðing-
arstað Jóns forseta,
inn eftir norður-
strönd Arnarfjarðar,
fram hjá munna hinna nýju
Dýrafjarðarganga við Rauðs-
staði, og áleiðis inn í botn fjarð-
arins, og allt í einu hættir bifreið-
in að hristast og nötra af því að
nú er búið að leggja malbik á veg-
inn, og áfram inn með ströndinni
og fyrir Borgarfjörð og Dynj-
andivog, þá verður fyrir þar sem
heitir Mosdalur. Hann er all-
breitt dalverpi. Meðfram sjónum
eru grasi gróin holt og sund, en
þar fyrir ofan víðáttumikið gróð-
urlendi. Þegar farið er upp frá
bænum Ósi með innri hlíð Mos-
Lilja Sigurðardóttir
✝
Lilja Sigurð-
ardóttir fæddist
26. september 1923.
Hún andaðist 2. apr-
íl 2022.
Útför hennar fór
fram 12. apríl 2022.
dals, er komið þar
að, sem var bærinn
á Kirkjubóli. Upp
af honum gengur
afdalur, sem nefn-
ist Kirkjubólsdalur.
Um hann liggur
gamla reiðleiðin inn
á Dynjandisheiði.
En framan við bæj-
arstæðið er allmik-
ill skógur og heitir
Kirkjubólsskógur.
Landið er mjög kjarngott og fé
var hér mjög vænt. En stórviðri
gengu einatt af norðaustri og
gátu valdið skaða. Fyrr á öldum
var bænhús á Kirkjubóli. Þar bjó
um miðja 19. öld þjóðsagnaper-
sónan Jóhannes Ólafsson, sem
talinn var sjá niður með nefi sínu.
Síðustu ábúendurnir voru móð-
ursystir Lilju, Guðbjörg Símon-
ardóttir, og maður hennar, Einar
Einarsson, er síðar áttu heima í
Ásgarði á Þingeyri. Þau voru for-
eldrar drengsins góða, Bjarna
Georgs Einarssonar heitins út-
gerðarstjóra á Þingeyri og systk-
ina hans. Kirkjuból fór í eyði árið
1959 og sér nú aðeins móta fyrir
tóttum, þar sem bærinn stóð. En
vorfuglinn heiðlóa hljóp samsíða
vegmóðum göngumanninum og
flautaði veikt, þó vonglatt í hljóð-
færið sitt góða.
Vorið 1937 var Lilja fermd í
Hrafnseyrarkirkju af góðklerk-
inum síra Böðvari Bjarnasyni,
prófasti Vestur-Ísfirðinga, en
hann sat sögustaðinn um fjög-
urra áratuga skeið, frá því prest-
vígðist snemma árs 1902. Síra
Böðvar var hagmæltur vel, gaf út
kvæðasafnið Ljóðmæli sem
prentað var í Reykjavík 1955, –
og einkar vænt þótti Lilju um
þessa stöku síns kæra ferming-
arföður:
Þótt lífið hylji ljósin sín
og lífsins gáta’ ei verði skýrð.
Á bak við sortann sólin skín
í sinni miklu geisladýrð.
Meðal barna síra Böðvars voru
Bjarni, hljómsveitarstjóri í
Reykjavík, og Guðrún, sem
samdi lagið góða við sálm þjóð-
skáldsins frá Fagraskógi, Ég
kveiki á kertum mínum.
Óhjákvæmilega leitaði hugur
Lilju vestur, milli svefns og vöku,
áratugina mörgu á mölinni. Á
þessu einkennilega augnabliki,
þegar líkaminn missir þyngd sína
og allt verður einhvern veginn
mjúkt og gott. Þá dvaldist hjarta
hennar undir hinum bröttu fjöll-
um við hinn djúpa sjó, mjallhvíta
fönnina á þorra, þegar sólin tekur
aftur að skína eftir margra vikna
fjarveru og blessuð, gullna rönd-
in hennar gægist yfir fjallseggina
og boðar langþráða vorkomu, og
sjórinn, sem er eins og þúsund
litlir speglar og tíður vængja-
sláttur æðarfuglsins á haffletin-
um.
Og kyrrðin, þessi dásamlega,
óviðjafnanlega kyrrð, sem hjarta
vort þráir í háværu orkestra
dagsins, sem stundum verður að
óþolandi ærustu í hinum mörgu
veðrum ævi vorrar í þessum
heimi.
Um Bjarna Markússon, eigin-
mann sinn, sagði Lilja: „Hann
var líf mitt og ljós augna minna.“
Guð blessi minningu þessara
mætu hjóna.
Gunnar Björnsson,
pastor emeritus.
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Minningabrot
um einstaka konu.
Ég læt aðra um að
skrá kennsluferil og önnur
störf Hólmfríðar. Það væri lítið
mál að skrifa heila bók / marg-
ar bækur um allt sem hún hef-
ur áorkað um ævina. Ég mun
aðeins rifja upp það sem sneri
að samskiptum okkar, minn-
ingabrot sem ná yfir þrjátíu
ár.
Ég byrja samt á því að fara
rúmlega sextíu ár aftur í tím-
ann, brot úr æsku. Ung kona
gengur eftir Ásvallagötunni,
lítil og grönn, í svarti þröngri
lakkkápu og ljóst uppsett hár,
tignarleg en smágerð. Myndin
er afar skýr – barnsaugun
skynjuðu strax að það var eitt-
hvað stórt við þessa litlu konu.
Þessi minning kom upp í
hugann þegar undirrituð var
ráðin sem listgreinakennari við
textíldeild Kennaraháskóla Ís-
lands haustið 1989 og við
Hólmfríður urðum samkennar-
ar. Fljótlega byrjuðum við að
vinna saman og ekki síst að
ræða það sem okkur lá mest á
hjarta, hinn skapandi þátt í
öllu skólastarfi. Eftir því sem
árin liðu fjölgaði samveru-
stundum okkar og vináttan
dýpkaði.
Hólmfríður var gjöful og lá
ekki á skoðunum sínum. Sam-
vera og maraþonsamræður
hlíttu engum reglum, allra síst
í tíma og rúmi. Sumar stundir
voru skipulagðar, fundir og
hittingar í skólanum eða lang-
ar samræður í síma. Kaffihús
var ekki inni í myndinni því
tímaramminn var of þröngur.
Margar samverustundir áttum
við á heimili hennar, sátum við
stóra borðið sem var þakið fal-
legum veitingum og ýmsum
gögnum. Veitingar á þriggja
hæða kökudiski, smáskammtar
af hinu og þessu góðgæti. Út-
litið skipti miklu máli – hvern-
ig allt var borið fram. Kökud-
iskurinn umkringdur myndum,
pappír og kössum með fjöl-
breyttum efniviði. Textílbútar
og þræðir flæddu um borðið
því tilgangurinn var að rýna og
lesa í efniviðinn. Þarna gátum
Hólmfríður
Árnadóttir
✝
Hólmfríður
fæddist í
Reykjavík 7. des-
ember 1930. Hún
lést á Landakots-
spítala 26. mars
2022.
Útför hennar fór
fram 7. apríl 2022.
við setið og gleymt
tímanum, yfirleitt
langt fram á kvöld
eða lengur. Sam-
veran endaði yfir-
leitt á því að ég fór
heim með troðfull-
an poka af dýr-
gripum, oftast
fleiri en einn. Mitt
fyrsta verk var
síðan að skrá það
sem Hólmfríður
hafði miðlað til mín í gegnum
efniviðinn.
En flestar stundir okkar
voru þannig að við rákumst
óvænt hvor á aðra á göngum
skólans þegar meirihluti
starfsmanna var farinn. Við
elskuðum að vinna fram eftir
þegar friður lá í lofti. Við stóð-
um í stigaþrepum, upp við dyr
eða í dyragætt, því upphaflega
ætluðum við aðeins að skiptast
á nokkrum orðum. En samtalið
teygðist í ýmsar áttir og oft
inn í nóttina. Á þessum gæða-
stundum með Hólmfríði fylltist
hugurinn af fróðleik og visku
sem snerist um textíl, listir og
menntamál. Þetta voru gefandi
stundir og góðar gjafir. Minn-
ingasarpurinn er bæði djúpur
og víður, og einnig fullur af
spurningum. Ég þakka Hólm-
fríði fyrir að hjálpa mér að
opna dyr inn í gamla tímann og
að lesa kvennasöguna í gegn-
um textílinn. Minning Hólm-
fríðar mun lifa áfram í texta og
textílmunum.
Sigrún Guðmundsdóttir.
Máttarstólpinn Hólmfríður
Árnadóttir er horfin á braut.
Margar góðar minningar
sækja að en Hólmfríður var
kona sem fór sínar eigin leiðir,
alltaf á undan, víðsýn, víðförul
og réttsýn. Hún gekk í buxum
þegar aðrar konur gengu í
pilsum, kunni að svara fyrir sig
á tímum þegar feðraveldið var
óþarflega plássfrekt í hennar
augum og sætti sig ekki við
hrútskýringar. Hólmfríður
ruddi leiðina fyrir svo marga
og var einstök fyrirmynd. Hún
tók móður mína undir sinn arm
á erfiðum tímum í lífi hennar
þegar hún stóð í hjónaskilnaði
með tvö lítil börn. Þá var hún
nemandi hennar við Kennara-
skóla Íslands og það segir mik-
ið að nemandi hennar hafi
helst talið að best væri að leita
til Hólmfríðar. Síðan þá voru
ófáir bíltúrar og símtöl sem
þær vinkonurnar áttu og alltaf
var hún til staðar. Svo þegar
mamma kvaddi töluðum við
Hólmfríður áfram saman í sím-
ann þá átti hún það til að segja
að við gætum talað saman um
allt alveg eins og hún og
mamma áttu til að gera. Papp-
írsverkin hennar Hólmfríðar,
abstrakt verk af mömmu, fjöll-
um og ýmsu sem hún sá með
öðrum hætti en við hin voru
uppspretta ánægjulegra sam-
tala gesta sem sáu verkin
heima í stofu hjá mömmu.
Hólmfríður kunni að rækta
vini sína og byggja fólk upp.
Póstkortin sem hún sendi okk-
ur frá ýmsum ferðalögum þar
sem heimskonan fékk að njóta
sín voru innblásin, framandi og
spennandi í augum barns og í
baksýnisspeglinum í bílnum
mínum hangir kort með hvatn-
ingarorðum frá stuðningskonu
minni. Þegar ég fór í leiklist-
arnám til London laumaði hún
að mér hundrað þúsund krón-
um sem munaði svo um að hjá
mér kviknaði von um að ein-
hvern veginn myndu himinhá
skólagjöld ekki verða fyrir-
staða. Hún hafði ekki hugmynd
um hversu mikið ég mat þetta
rausnarlega góðverk og þetta
var ekki í eina skiptið sem hún
laumaði að mér góðum gjöfum
eða sendi blóm og hringdi á
mikilvægum dögum í lífi mínu
og minna. Hún var listakona
fram í fingurgóma og ástríða
hennar fyrir textíl og myndlist
var aðdáunarverð. Hún var ab-
strakt listakona með einstakan
stíl, frumkvöðull á sínu sviði og
kennari af guðs náð. Hólmfríð-
ur var líka kona sem kunni og
lét verða af því að framkvæma
góðverk. Hún var næm og
nösk á að vera til staðar fyrir
þá sem á þurftu að halda og ég
veit að margir nutu góðs af
velvild hennar. Það var alltaf
gaman að heimsækja Hólmfríði
í Hvassaleitið. Allt var frum-
legt í kringum hana, diskar,
bollar og veitingar, og samtölin
fóru á flug en rætt var um for-
tíð og framtíð, heima og geima,
kvenfrelsi og listsköpun.
Hólmfríður leit eins út öll þau
ár sem ég þekkti hana – hún
var ung alla tíð með hárið vafið
kæruleysislega upp og fallegan
bleikan varalit við skyrturnar
sem einkenndu hana. Kona
með stíl. Klassísk heimskona
sem var alltaf gaman að eyða
tíma með. Ég á alla tíð eftir að
sakna vinkonu minnar Hólm-
fríðar og er full af þakklæti
fyrir ógleymanleg kynni.
Þóra Karítas Árnadóttir.