Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 57
ÍÞRÓTTIR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022
Ég væri til í að sjá skilnaðar-
tíðnina hjá íslenskum dómurum í
stærstu boltagreinunum. Lykill-
inn að góðu hjónabandi eða ást-
arsambandi yfirhöfuð er að gefa
aðeins eftir og þá sérstaklega
þora að viðurkenna mistök. Það
eru ekki margir dómarar sem
þora að viðurkenna eigin mistök.
Á ennþá eftir að hitta hann held
ég.
Ég er alltaf að viðurkenna mis-
tök heima fyrir. Aðallega þegar
ég þarf að vera aðeins lengur í
vinnunni en ég ætlaði mér. Sam-
band mitt við sambýliskonu mína
er líka mjög gott og það er lítið
vesen.
Kannski þurfa íslenskir
dómarar að lúffa svo mikið
heima fyrir að þeir fá mikil-
mennskubrjálæði þegar komið er
inn á keppnisvöllinn. Öll gremjan
sem þeir upplifa heima fyrir
brýst út þegar einhver leikmaður
eða þjálfari úti í bæ vogar sér að
véfengja ákvörðun þeirra.
Ég vona samt að fólk sem les
þetta sé ekki að taka mig of al-
varlega né þessa pælingu. Einn
af mínum betri vinum er knatt-
spyrnudómari og hann er bara
hinn besti dómari, þótt hann sé
ekki mikið að viðurkenna eigin
mistök, en það á jafnt við um
dómgæsluna og varnarmistök í
tölvuleiknum FIFA.
Vissulega gefur þessi Bak-
vörður öðrum fjölmiðlum tæki-
færi til þess að skrifa brakandi
frétt sem myndi vafalaust snúa
að því að „blaðamaður Morg-
unblaðsins hati íslenska dóm-
ara“. Það er alls ekki þannig.
Þetta er meira bara létt áminn-
ing klædd í, vonandi, ágætlega
kómískan búning.
Enginn dómari, enginn leik-
ur. Úrslitakeppnin er í fullum
gangi í körfunni og að hefjast í
handboltanum. Fótboltinn er líka
að byrja og þetta er skemmtileg-
asti tími ársins fyrir íþróttaunn-
endur. Dómararnir eru risastór
hluti af leiknum en þeir eiga ekki
að vera í aðalhlutverki.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
prýðilega og varði alls sjö skot.
Markvarsla og varnarleikur íslenska
liðsins var þó á heildina litið ekki
sem bestur en sóknarleikurinn gekk
hins vegar að langmestu leyti vel
upp. Helst náðu Austurríkismenn að
loka á stórskyttuna Ómar Inga
Magnússon, sem skoraði minna en
hann á að sér, en hann brást einfald-
lega við því með því að leggja upp
nokkur mörk fyrir liðsfélaga sína
ásamt því að skora þrjú mörk.
Síðari leikur liðanna fer fram
næstkomandi laugardag, 16. apríl, á
Ásvöllum. Ef mið er tekið af leiknum
í gær má ljóst má þykja að Ísland er
með talsvert sterkara lið en Austur-
ríki. Slaki Íslendingar hins vegar
eitthvað á þar sem of mikil linkind er
sýnd í vörninni og nokkur dauðafæri
í röð klúðrast, líkt og gerðist á afar
slæmum kafla í síðari hálfleik í gær,
gefur það þó augaleið að hættunni
yrði boðið heim.
Þarf að laga varnarleikinn
Líklegra þykir mér þó að Guð-
mundur Þ. Guðmundsson landsliðs-
þjálfari muni vinna hörðum höndum
að því að lagfæra það sem aflaga fór
í leiknum. Guðmundur talaði enda í
þá veru í samtali við mbl.is í gær,
sagði Íslendinga hafa verið of pas-
síva á köflum í vörninni þar sem
Austurríkismenn fengu of auðveld
skot fyrir utan og úr hægra horni.
Verði það lagfært og takist að losa
aðeins meira um Ómar Inga í sókn-
inni ætti ekkert að vera því til fyr-
irstöðu að Ísland sýni fram á góða
frammistöðu á laugardaginn, nái
fram góðum úrslitum fyrir fullum
Ásvöllum og tryggi sér þar með sæti
á HM í sjöunda skiptið í röð.
Sjöunda HM
í röð innan
seilingar
- Sóknarleikurinn með besta móti
- Góð staða fyrir leikinn á Ásvöllum
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Ellefu Bjarki Már Elísson var markahæstur í íslenska liðinu í Bregenz og
hefur nú skorað 268 mörk í 88 landsleikjum fyrir Ísland.
HM 2023
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í handknatt-
leik kom sér í prýðisstöðu í um-
spilinu um laust sæti á HM 2023 í
Svíþjóð og Póllandi með fjögurra
marka sigri gegn Austurríki, 34:30, í
fyrri leik liðanna sem fór fram í Bre-
genz í Austurríki í gær.
Ísland var með undirtökin stærst-
an hluta leiksins, leiddi til að mynda
með fimm mörkum í hálfleik, 18:13,
og komst mest sjö mörkum yfir um
miðjan síðari hálfleik, 27:20. Þá fór
að vísu í hönd afleitur kafli hjá ís-
lenska liðinu þar sem Austurríki
skoraði sjö mörk á móti einu hjá Ís-
landi og minnkaði þannig muninn
niður í aðeins eitt mark, 28:27.
Vondri skotnýtingu Íslendinga í
dauðafærum og slökum varnarleik
var þar mest um að kenna.
Bjarki skoraði ellefu mörk
Það sem stefndi í að verða af-
skaplega þægilegur sigur Íslands
varð því að ansi snúinni rimmu. Sem
betur fer tók íslenska liðið sig þó
saman í andlitinu, sleit sig aftur vel
frá Austurríkismönnum og vann
flottan sigur. Vinstri hornamaðurinn
Bjarki Már Elísson fór á kostum í
liði Íslands og skoraði 11 mörk, þar
af átta úr jafnmörgum skotum í fyrri
hálfleik. Óðinn Þór Ríkharðsson lét
þá vel að sér kveða er hann leysti
Sigvalda Björn Guðjónsson, sem er
meiddur, af hólmi í hægra horninu
og skoraði sjö mörk.
Björgvin Páll Gústavsson kom inn
á undir lok síðari hálfleiks, stóð sig
Bregenz, umspil fyrir HM karla, fyrri
leikur, miðvikudag 13. apríl 2022.
Gangur leiksins: 1:2, 4:5, 8:8, 9:12,
11:16, 13:18, 15:21, 19:24, 20:27,
27:28, 28:31, 30:34.
Mörk Austurríkis: Nikola Bilyk 6,
Boris Zivkovic 6, Julian Ranftl 5, Lu-
kas Hutecek 4, Robert Weber 4/2,
Tobias Wagner 3, Sebastian Frimmel
2/1.
Varin skot: Ralf Häusle 6, Con-
stantin Möstl 5.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Íslands: Bjarki Már Elísson
AUSTURRÍKI – ÍSLAND 30:34
11/4, Óðinn Þór Ríkharðsson 7, Aron
Pálmarsson 4, Gísli Þorgeir Krist-
jánsson 4, Ómar Ingi Magnússon 3,
Elvar Örn Jónsson 1, Elvar Ásgeirs-
son 1, Ýmir Örn Gíslason 1, Elliði
Snær Viðarsson 1, Janus Daði
Smárason 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson
7/1, Viktor Gísli Hallgrímsson 2.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Dejan Markovic og Marko
Boricic, Serbíu.
Áhorfendur: 2.000.
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari
karlaliðs Gróttu í handknattleik,
verður í banni í þremur fyrstu leikj-
um liðsins á næsta keppnistímabili.
Aganefnd HSÍ úrskurðaði hann í
bannið fyrir ummæli í garð dómara
í viðtali við mbl.is eftir leik Gróttu
gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á dög-
unum. Arnar sagði þá m.a. að
Gróttumenn hefðu verið flautaðir
út úr deildinni en þeir voru hárs-
breidd frá því að komast í úr-
slitakeppnina. Arnar skrifaði á
dögunum undir nýjan þriggja ára
samning við Gróttu.
Þriggja leikja
bann í haust
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Eyjar Arnar Daði Arnarsson á hlið-
arlínunni í leiknum við ÍBV.
Anton Sveinn McKee sló í gær Ís-
landsmet sitt í 200 metra bringu-
sundi karla þegar hann sigraði í
greininni á spænska meist-
aramótinu á Torremolinos. Anton
synti á 2:10,02 mínútum en fyrra
met hans var sjö ára gamalt,
2:10,21 mínúta, en það setti hann á
heimsmeistaramótinu í Kazan árið
2015. Hann vann einnig 100 metra
bringusund á mótinu á laugardag-
inn og er því greinilega kominn í
gott form fyrir næsta stóra verk-
efni sem er heimsmeistaramótið en
það hefst í Búdapest 18. júní.
Sló sjö ára met
og vann á Spáni
Ljósmynd/Simone Castrovillari
Íslandsmet Anton Sveinn McKee
gerði það gott á mótinu á Spáni.
Ensku liðin Liverpool og Manchest-
er City eru komin í undanúrslit
Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir
tvo gjörólíka leiki í átta liða úrslit-
unum í gærkvöld.
Liverpool hóf leik gegn Benfica á
Anfield með 3:1 forskot úr fyrri
leiknum í Portúgal og náði aftur 3:1
forystu. Ibrahima Konaté skoraði
fyrst og síðan Roberto Firmino tví-
vegis.
Concalo Ramos jafnaði inn á milli
fyrir Benfica sem gafst ekki upp þó
staðan væri 6:2 samanlagt. Roman
Yaremchuk og Darwin Nunez skor-
uðu og jöfnuðu metin í 3:3 en for-
skoti Liverpool varð ekki ógnað.
Liverpool vann 6:4 samanlagt og
mætir Villarreal.
Manchester City varði 1:0-forskot
sitt gegn Atlético Madrid í afar til-
þrifalitlum leik í Madríd sem endaði
með markalausu jafntefli. City leik-
ur því við Real Madrid í undanúrslit-
unum þar sem verða tvö einvígi
enskra og spænskra liða.
Ensku liðin áfram eftir
ólíka undanúrslitaleiki
AFP
Mark Roberto Firmino skorar annað mark sitt gegn Benfica á Anfield.
Eitt
ogannað
_ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði
knattspyrnuliðs Breiðabliks, hefur
samið á ný við Kópavogsfélagið til
þriggja ára. Höskuldur hefur ávallt
leikið með Blikum nema þegar hann
lék um skeið með Halmstad í Svíþjóð.
Höskuldur er 27 ára og hefur skorað
25 mörk í 128 leikjum með Breiðabliki
í úrvalsdeildinni.
_ Soffía Steingrímsdóttir, markvörð-
ur úr 1. deildar liði Gróttu í handknatt-
leik, hefur samið við Fram til tveggja
ára. Hún á eftir að leika með Gróttu í
umspili í vor en gengur til liðs við Fram
í sumar.
_ Víkingar tilkynntu í gær að þeir
hefðu samið við fjóra af Íslands- og
bikarmeisturum sínum í fótbolta.
Pablo Punyed, Ingvar Jónsson og
Loga Tómasson til 2025 og Halldór
Smára Sigurðsson út tímabilið 2023.
Þá hefur Sölvi Geir Ottesen verið ráð-
inn aðstoðarþjálfari til loka 2023.
_ Hamar vann Vestra 3:0 í fyrsta und-
anúrslitaleik liðanna á Íslandsmóti
karla í blaki í gærkvöld. HK lagði Aftur-
eldingu að velli í Digranesi eftir odda-
hrinu, 3:2.