Morgunblaðið - 14.04.2022, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 14.04.2022, Qupperneq 57
ÍÞRÓTTIR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Ég væri til í að sjá skilnaðar- tíðnina hjá íslenskum dómurum í stærstu boltagreinunum. Lykill- inn að góðu hjónabandi eða ást- arsambandi yfirhöfuð er að gefa aðeins eftir og þá sérstaklega þora að viðurkenna mistök. Það eru ekki margir dómarar sem þora að viðurkenna eigin mistök. Á ennþá eftir að hitta hann held ég. Ég er alltaf að viðurkenna mis- tök heima fyrir. Aðallega þegar ég þarf að vera aðeins lengur í vinnunni en ég ætlaði mér. Sam- band mitt við sambýliskonu mína er líka mjög gott og það er lítið vesen. Kannski þurfa íslenskir dómarar að lúffa svo mikið heima fyrir að þeir fá mikil- mennskubrjálæði þegar komið er inn á keppnisvöllinn. Öll gremjan sem þeir upplifa heima fyrir brýst út þegar einhver leikmaður eða þjálfari úti í bæ vogar sér að véfengja ákvörðun þeirra. Ég vona samt að fólk sem les þetta sé ekki að taka mig of al- varlega né þessa pælingu. Einn af mínum betri vinum er knatt- spyrnudómari og hann er bara hinn besti dómari, þótt hann sé ekki mikið að viðurkenna eigin mistök, en það á jafnt við um dómgæsluna og varnarmistök í tölvuleiknum FIFA. Vissulega gefur þessi Bak- vörður öðrum fjölmiðlum tæki- færi til þess að skrifa brakandi frétt sem myndi vafalaust snúa að því að „blaðamaður Morg- unblaðsins hati íslenska dóm- ara“. Það er alls ekki þannig. Þetta er meira bara létt áminn- ing klædd í, vonandi, ágætlega kómískan búning. Enginn dómari, enginn leik- ur. Úrslitakeppnin er í fullum gangi í körfunni og að hefjast í handboltanum. Fótboltinn er líka að byrja og þetta er skemmtileg- asti tími ársins fyrir íþróttaunn- endur. Dómararnir eru risastór hluti af leiknum en þeir eiga ekki að vera í aðalhlutverki. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is prýðilega og varði alls sjö skot. Markvarsla og varnarleikur íslenska liðsins var þó á heildina litið ekki sem bestur en sóknarleikurinn gekk hins vegar að langmestu leyti vel upp. Helst náðu Austurríkismenn að loka á stórskyttuna Ómar Inga Magnússon, sem skoraði minna en hann á að sér, en hann brást einfald- lega við því með því að leggja upp nokkur mörk fyrir liðsfélaga sína ásamt því að skora þrjú mörk. Síðari leikur liðanna fer fram næstkomandi laugardag, 16. apríl, á Ásvöllum. Ef mið er tekið af leiknum í gær má ljóst má þykja að Ísland er með talsvert sterkara lið en Austur- ríki. Slaki Íslendingar hins vegar eitthvað á þar sem of mikil linkind er sýnd í vörninni og nokkur dauðafæri í röð klúðrast, líkt og gerðist á afar slæmum kafla í síðari hálfleik í gær, gefur það þó augaleið að hættunni yrði boðið heim. Þarf að laga varnarleikinn Líklegra þykir mér þó að Guð- mundur Þ. Guðmundsson landsliðs- þjálfari muni vinna hörðum höndum að því að lagfæra það sem aflaga fór í leiknum. Guðmundur talaði enda í þá veru í samtali við mbl.is í gær, sagði Íslendinga hafa verið of pas- síva á köflum í vörninni þar sem Austurríkismenn fengu of auðveld skot fyrir utan og úr hægra horni. Verði það lagfært og takist að losa aðeins meira um Ómar Inga í sókn- inni ætti ekkert að vera því til fyr- irstöðu að Ísland sýni fram á góða frammistöðu á laugardaginn, nái fram góðum úrslitum fyrir fullum Ásvöllum og tryggi sér þar með sæti á HM í sjöunda skiptið í röð. Sjöunda HM í röð innan seilingar - Sóknarleikurinn með besta móti - Góð staða fyrir leikinn á Ásvöllum Ljósmynd/Szilvia Micheller Ellefu Bjarki Már Elísson var markahæstur í íslenska liðinu í Bregenz og hefur nú skorað 268 mörk í 88 landsleikjum fyrir Ísland. HM 2023 Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í handknatt- leik kom sér í prýðisstöðu í um- spilinu um laust sæti á HM 2023 í Svíþjóð og Póllandi með fjögurra marka sigri gegn Austurríki, 34:30, í fyrri leik liðanna sem fór fram í Bre- genz í Austurríki í gær. Ísland var með undirtökin stærst- an hluta leiksins, leiddi til að mynda með fimm mörkum í hálfleik, 18:13, og komst mest sjö mörkum yfir um miðjan síðari hálfleik, 27:20. Þá fór að vísu í hönd afleitur kafli hjá ís- lenska liðinu þar sem Austurríki skoraði sjö mörk á móti einu hjá Ís- landi og minnkaði þannig muninn niður í aðeins eitt mark, 28:27. Vondri skotnýtingu Íslendinga í dauðafærum og slökum varnarleik var þar mest um að kenna. Bjarki skoraði ellefu mörk Það sem stefndi í að verða af- skaplega þægilegur sigur Íslands varð því að ansi snúinni rimmu. Sem betur fer tók íslenska liðið sig þó saman í andlitinu, sleit sig aftur vel frá Austurríkismönnum og vann flottan sigur. Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson fór á kostum í liði Íslands og skoraði 11 mörk, þar af átta úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Óðinn Þór Ríkharðsson lét þá vel að sér kveða er hann leysti Sigvalda Björn Guðjónsson, sem er meiddur, af hólmi í hægra horninu og skoraði sjö mörk. Björgvin Páll Gústavsson kom inn á undir lok síðari hálfleiks, stóð sig Bregenz, umspil fyrir HM karla, fyrri leikur, miðvikudag 13. apríl 2022. Gangur leiksins: 1:2, 4:5, 8:8, 9:12, 11:16, 13:18, 15:21, 19:24, 20:27, 27:28, 28:31, 30:34. Mörk Austurríkis: Nikola Bilyk 6, Boris Zivkovic 6, Julian Ranftl 5, Lu- kas Hutecek 4, Robert Weber 4/2, Tobias Wagner 3, Sebastian Frimmel 2/1. Varin skot: Ralf Häusle 6, Con- stantin Möstl 5. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Íslands: Bjarki Már Elísson AUSTURRÍKI – ÍSLAND 30:34 11/4, Óðinn Þór Ríkharðsson 7, Aron Pálmarsson 4, Gísli Þorgeir Krist- jánsson 4, Ómar Ingi Magnússon 3, Elvar Örn Jónsson 1, Elvar Ásgeirs- son 1, Ýmir Örn Gíslason 1, Elliði Snær Viðarsson 1, Janus Daði Smárason 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 7/1, Viktor Gísli Hallgrímsson 2. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Dejan Markovic og Marko Boricic, Serbíu. Áhorfendur: 2.000. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu í handknattleik, verður í banni í þremur fyrstu leikj- um liðsins á næsta keppnistímabili. Aganefnd HSÍ úrskurðaði hann í bannið fyrir ummæli í garð dómara í viðtali við mbl.is eftir leik Gróttu gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á dög- unum. Arnar sagði þá m.a. að Gróttumenn hefðu verið flautaðir út úr deildinni en þeir voru hárs- breidd frá því að komast í úr- slitakeppnina. Arnar skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning við Gróttu. Þriggja leikja bann í haust Ljósmynd/Sigfús Gunnar Eyjar Arnar Daði Arnarsson á hlið- arlínunni í leiknum við ÍBV. Anton Sveinn McKee sló í gær Ís- landsmet sitt í 200 metra bringu- sundi karla þegar hann sigraði í greininni á spænska meist- aramótinu á Torremolinos. Anton synti á 2:10,02 mínútum en fyrra met hans var sjö ára gamalt, 2:10,21 mínúta, en það setti hann á heimsmeistaramótinu í Kazan árið 2015. Hann vann einnig 100 metra bringusund á mótinu á laugardag- inn og er því greinilega kominn í gott form fyrir næsta stóra verk- efni sem er heimsmeistaramótið en það hefst í Búdapest 18. júní. Sló sjö ára met og vann á Spáni Ljósmynd/Simone Castrovillari Íslandsmet Anton Sveinn McKee gerði það gott á mótinu á Spáni. Ensku liðin Liverpool og Manchest- er City eru komin í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir tvo gjörólíka leiki í átta liða úrslit- unum í gærkvöld. Liverpool hóf leik gegn Benfica á Anfield með 3:1 forskot úr fyrri leiknum í Portúgal og náði aftur 3:1 forystu. Ibrahima Konaté skoraði fyrst og síðan Roberto Firmino tví- vegis. Concalo Ramos jafnaði inn á milli fyrir Benfica sem gafst ekki upp þó staðan væri 6:2 samanlagt. Roman Yaremchuk og Darwin Nunez skor- uðu og jöfnuðu metin í 3:3 en for- skoti Liverpool varð ekki ógnað. Liverpool vann 6:4 samanlagt og mætir Villarreal. Manchester City varði 1:0-forskot sitt gegn Atlético Madrid í afar til- þrifalitlum leik í Madríd sem endaði með markalausu jafntefli. City leik- ur því við Real Madrid í undanúrslit- unum þar sem verða tvö einvígi enskra og spænskra liða. Ensku liðin áfram eftir ólíka undanúrslitaleiki AFP Mark Roberto Firmino skorar annað mark sitt gegn Benfica á Anfield. Eitt ogannað _ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Breiðabliks, hefur samið á ný við Kópavogsfélagið til þriggja ára. Höskuldur hefur ávallt leikið með Blikum nema þegar hann lék um skeið með Halmstad í Svíþjóð. Höskuldur er 27 ára og hefur skorað 25 mörk í 128 leikjum með Breiðabliki í úrvalsdeildinni. _ Soffía Steingrímsdóttir, markvörð- ur úr 1. deildar liði Gróttu í handknatt- leik, hefur samið við Fram til tveggja ára. Hún á eftir að leika með Gróttu í umspili í vor en gengur til liðs við Fram í sumar. _ Víkingar tilkynntu í gær að þeir hefðu samið við fjóra af Íslands- og bikarmeisturum sínum í fótbolta. Pablo Punyed, Ingvar Jónsson og Loga Tómasson til 2025 og Halldór Smára Sigurðsson út tímabilið 2023. Þá hefur Sölvi Geir Ottesen verið ráð- inn aðstoðarþjálfari til loka 2023. _ Hamar vann Vestra 3:0 í fyrsta und- anúrslitaleik liðanna á Íslandsmóti karla í blaki í gærkvöld. HK lagði Aftur- eldingu að velli í Digranesi eftir odda- hrinu, 3:2.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.