Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Amma Sissa. Ég mun að eilífu vera þakklátur, elsku amma Sissa, fyrir alla þína skilyrðislausu ást og stuðning, hvort sem það var að styðja mig og stappa í mig stálinu í náminu, tóm- stundum eða ástríðum. Þú trúðir alltaf á mig og hjálpaðir mér að skilja gildi þess að taka frá tíma til að njóta lífsins og lenda í ævintýr- um líka. Amma hafði alltaf bestu ráðin, ég hef lært svo mikið um raunverulegan tilgang lífsins af henni og ég mun að eilífu geyma í hjarta mínu allar fallegu stundirn- ar sem ég átti með henni. Daníel Ohayon. Amma Sissa var góðlátasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún sá alltaf það besta í mér og hvatti mig til að vilja verða betri. Stuðningurinn og kærleikurinn sem hún sýndi mér tók aldrei enda og ég mun ævinlega vera henni þakklát fyrir það. Ég mun sakna hennar meira en orð fá lýst og mun að eilífu geyma minningu hennar og ástina til hennar í hjarta mínu. Keren Lilja Ohayon. Elsku hjartans Sissa frænka. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa kynnst þér og eytt dýrmætum tíma með þér og fjölskyldunni á hinu fallega heimili ykkar á Álfta- nesinu. Í minningu barnsins og fram á fullorðinsár voru hlýjan sem þú gafst frá þér, fallega brosið þitt og ástúð þín sem tók alltaf á móti mér ómetanleg. Ef ég staldra við eitt augnablik þá finn ég ennþá dásamlegu lykt- ina af þér og enn í dag yljar hún og minningin um þig mér um hjarta- rætur. Alltaf var hlýlega heimilið þitt og enn fallegra hjarta þitt opið fjölskyldu og vinum og aldrei skorti neitt á, hvorki í mat né drykk, skemmtilegum samræðum eða hlátri. Það var bara alltaf einhvern veginn gaman. Ég er svo lánsöm að hafa fengið að vera hluti af lífi þínu og þakka fyrir það allar stundir. Elsku fallega og góða Sissa frænka eins og ég hef alltaf kallað þig. Ég kveð þig með tárum en veit að þú ert komin örugg í sum- arlandið með elsku Kristínu okk- ar. Fallega minningin um einstaka konu munu alltaf lifa í hjarta mínu. Takk fyrir ómetanlegar stundir og áhrif á mitt líf elsku frænka og góða ferð. Þar til við sjáumst aftur elskan mín. Kristín Gunnarsdóttir ✝ Kristín Gunn- arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 18. desember 1948. Hún lést á Land- spítalanum 2. apríl 2022. Útför hennar fór fram 13. apríl 2022. Elsku hjartans Nína, Benni og fjöl- skyldan öll. Hjarta mitt græt- ur með ykkur og ég sendi ykkur allan minn kærleika og styrk á erfiðum tím- um. Guðrún Lilja og fjölskylda. Það ríkir söknuður og sorg í huga manns þegar góðir vinir hverfa yfir móðuna miklu, þrátt fyrir þá staðreynd að öll hverfum við þangað fyrr eða síðar og losn- um þar með frá líkamsfjötrum. Þegar ég fékk þær fregnir að Kristín Gunnarsdóttir æskuvin- kona mín væri farin til Sumar- landsins flaug margt í gegnum hugann um vinskap okkar Sissu eins og hún var af flestum kölluð. Kynni okkar hófust þegar við vor- um í öðrum bekk barnaskóla Dal- víkur. Sissa flutti með foreldrum sínum og systur frá Reykjavík til Dalvíkur. Með komu hennar í okk- ar fámenna bekk kom nýr og ferskur andblær sem lýsti upp skólastofuna. Sissa var falleg, skemmtileg og kærleiksrík, hún hafði svo skemmtilega frásagnar- gáfu sem lyfti frásögn hennar oft á tíðum inn í ævintýraheim. Það fylgdi henni alltaf ferskleiki og ævintýrablær. Hún var heims- kona sem fór víða og upplifði margt. Alltaf tókst henni að segja þannig frá að hversdagshlutir urðu allt í einu spennandi. Á vin- áttu okkar Sissu bar aldrei skugga. Stundum liðu mörg ár án þess að við hittumst eða heyrð- umst en þá voru það jólakortin sem við sendum hvor annarri og gáfu vísbendingu um að allt væri í þokkalegu standi. Þegar svo við hittumst féllum við um leið í gamla góða gírinn og ræddum alla heima og geima, en alltaf fyrst um dýrgripina okkar, börnin og fjöl- skylduna. Líf Sissu var ekki alltaf dans á rósum. Mikill harmur var að henni kveðinn þegar Kristín Arna dóttir hennar lést 19. ágúst 2007. Eftir slíkan missi verður engin samur. Mér finnst það vera forréttindi að hafa átt Sissu að vinkonu í ára- tugi og með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka vináttuna og tryggðina. Sissa gerði heiminn betri og skemmtilegri og hún mun gera allt fallegra og skemmtilegra í sumarlandinu. Ég vil trúa því að skilnaðarstundin héðan sé dagur samfunda og fagnaðar í Sumar- landinu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Wim, Nína, Benni, Hrabba, Ragnheiður og fjölskyld- ur, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi heimkomu Kristínar Gunnarsdóttur. Svanhildur Árnadóttir. Kristín (Sissa) og Örn bróðir minn kynntust ung, á skólaárum sínum, langt innan við tvítugt. Þau voru jafnaldrar og þetta var mikil ást. Þau voru bæði forkar dugleg- ir, komu sér vel áfram og unnu mikið saman, meðal annars í bókabúðinni Grímu í Garðabæ, sem þau áttu og ráku um árabil, og síðan í öðrum verslunum sem þau áttu, meðal annars flísaversl- uninni Marás. Þau bjuggu um skeið í Mosfellssveit, síðan fluttu þau í Kópavog og loks út á Álfta- nes, þar sem þau eignuðust glæsi- legt einbýlishús. Svo gerðist það sem gerist oft, þau skildu. Það var áfall. Sissa var í miklu uppáhaldi hjá foreldrum mínum og okkur öllum. Sérstaklega áttu þau pabbi gott skap saman og höfðu lík áhugamál og lífsviðhorf; ég man eftir Sissu með okkur í veiðiferð norður á Skaga og oft uppi í sumarbústað. Hún var glæsileg stúlka, ljóðelsk og söngvin, greind og vel máli farin, hafði góða frá- sagnargáfu og var hrókur alls fagnaðar í gleðisamkvæmum, sem þá voru tíð í fjölskyldunum. Hún hafði ekki langt að sækja það, for- eldrar hennar, Gunnar Pálsson og Jónína Guðrún Thorarensen, voru glæsilegt og skemmtilegt gleði- fólk, miklir vinir foreldra minna. Minningarnar um samfundi okkar allra ylja mér enn um hjartaræt- ur. Því miður áttum við Sissa allt of stutta samleið, en sú samleið var skemmtileg og það þakka ég fyrir. Halldór Ármann Sigurðsson. Sissa frænka, eins og Kristín var alltaf kölluð á mínu heimili, kvaddi södd lífdaga eftir áralöng erfið veikindi. Sissa ólst upp á Dalvík í aristó- kratíu þeirra tíma og bar þess ávallt vitni hvernig sem á stóð hjá henni. Mikið var um gestakomur, góðan mat, dýrar veigar, ljóða- lestur o.þ.u.l. Heimilinu stjórnuðu „höfðingjadóttirin“ Jónína G. Eg- ilsdóttir Thorarensen frá Sigtún- um og síldarsaltandinn Gunnar Pálsson. Í húsinu bjuggu ennfremur Sigríður afasystir og Stína föður- systir sem Sissa dýrkaði og dáði alla tíð. Þegar síldin hvarf síðla sjöunda áratugarins urðu þungbærar breytingar og fjölskyldan flutti suður. Dalvík var þó ætíð „nafli al- heimsins“ í augum Sissu enda þótt hún byggi þar einungis fram á unglingsár. Sissa lét sér alla tíð mjög annt um alls kyns matargerð og hélt áfram að safna uppskriftum eftir að hún var farin að heilsu og gat í raun hvorki lesið né klippt út úr blöðum af þeim sökum. Hún var auk þess uppfull af alls kyns hús- ráðum. Þrátt fyrir veikindi sín fylgdist Sissa vel með og hafði ótrúlegt minni. Oft hef ég flett upp í henni og nánast aldrei komið að tómum kofunum. Ung að árum kynntist Sissa Erni Á. Sigurðssyni og eignaðist með honum þrjú börn: Jónínu, Kristínu og Benedikt. Þau slitu hjónabandi sínu eftir margra ára sambúð. Sissa giftist síðar Cornelis Wil- helmus Van der Aa, Wim, og flutti með honum til Hollands ásamt Kristínu dóttur sinni. Eftir 15 ára búsetu þar komu þau heim, sett- ust að í Hafnarfirði, þá á Selfossi og að lokum í Garðabæ. Kristín lést af slysförum í ágúst 2007 og náði Sissa sér líklega aldr- ei eftir það. Fjölskyldan var Sissu allt, hún elskaði börnin sín og barnabörnin fjögur. Það var henni mikil styrk- ur að hafa daglegt samband við Nínu dóttur sína sem býr með fjölskyldu sinni í Ísrael. Hún elsk- aði ferðirnar þangað á meðan hún hafði heilsu til. Þar naut hún sam- vista við Nínu, eiginmann hennar, Koby Ohayon, og barnabörnin Daníel og Keren Lilju sem hún var svo stolt af. Það sem einkenndi Sissu var höfðingslund, velvilji, hrifnæmi og glæsileiki. Það leyndi sér ekki þegar hún gekk í salinn. Ekki að hún væri að vekja á sér athygli heldur var útgeislunin slík. Hún vildi öllum vel og sýndi ávallt öðr- um áhuga og virðingu. Þó að lífið hafi oft verið Sissu erfitt og erfið veikindi sett svip sinn á það missti hún aldrei móð- inn. Ég veit ekki hvaðan henni kom sá styrkur. En hún var trúuð og þess fullviss að hún færi á vit Kristínar, mömmu og pabba eftir jarðneska lífið. Wim var stoð og stytta Sissu í veikindum hennar. Elska hans, þolinmæði og þrautseigja er aðdá- unarverð. Vist á hjúkrunarheimili hefði löngu verið nauðsyn hefði hans ekki notið við. Það eru nær sex áratugir síðan við Sissa kynntumst í raun og ná- ið. Nú kveð ég kæra vinkonu og frænku með miklum söknuði. Djúpur kærleikur, skemmtileg samvera og gagnkvæm virðing batt okkur saman, eins ólíkar og við vorum. Elsku Wim, Benni, Nína og fjölskyldur; okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Stefanía Harðardóttir. Kristín var aldrei kölluð neitt annað en Sissa af okkur fjölskyld- unni. Hún var yngri systir mömmu, en þær systurnar voru þrjár. Sissa var stór hluti af æsku okkar systkinanna og lífi. Smit- andi hláturinn hennar og stríðni er nokkuð sem við munum líklega minnast brosandi um ókomna tíð, lífsorkan og athyglin sem hún sýndi okkur og líklega öllum sem henni kynntust. Þær systurnar spilandi á gítar og píanó, syngj- andi og dansandi sem ungar kon- ur og svo eftir að við börnin urðum stór og þær bjuggu hvor í sínu landinu ferðaðist mamma oft til Hollands, stundum ásamt Guð- mundi eiginmanni sínum, þar sem þau borðuðu góðan mat, skemmtu sér og áttu góðar stundir saman en oft fór hún ein til að vera með Sissu. Þær systur gátu talað um allt sem þeim datt í hug, oftast sammála um hlutina og alltaf góð- ar vinkonur. Fyrsta minning mín um Sissu er seint um kvöld eftir að allir voru farnir að sofa. Þetta var þeg- ar hún og Össi ráku svínabúið á Hamri í Mosó, ég gat ekki sofið en Nína frænka, elsta dóttir Sissu og eins konar uppeldissystir mín, átti mun auðveldara með svefn og var því steinsofnuð. Ég læddist fram í eldhús þar sem hún sat og var að lesa blöð. Hún tók á móti mér með hlýja, mjúka faðminn sinn og sagði mér að setjast hjá sér. Við spjölluðum í smá stund þar til Sissa sá að átta ára gamla frænka hennar var farin að geispa og ákváðum við að ég myndi henda mér upp í rúm aftur. Mig langaði svo til að segja henni hvað ég elsk- aði hana mikið þannig að ég spurði Sissu hver hennar uppáhaldslitur væri og fékk svar um hæl, blár. Ég bauð henni góða nótt og sagði við hana: „Þegar ég er orðin stór ætla ég að gefa þér milljón bláar slaufur,“ sem var líklega það mesta og besta sem ég gat hugsað mér á þessum tíma. Tilfinningin er enn sú sama þótt langt sé síðan, mig langaði og langar alltaf að gleðja Sissu frænku af því að þannig manneskja var hún. Ég og drengirnir mínir, mamma mín, maðurinn hennar og Gunnar bróðir minn (Gussi) minn- umst Sissu frænku með væntum- þykju, þakklæti í hjarta og sökn- uði. Minningin um hláturinn hennar, endalausa væntumþykju og athygli lifir með okkur um ókomna tíð. Elsku Nína, Benni, Wim og fjölskyldur, við sendum ykkur ást- ar- og samúðarkveðjur. Ragnheiður Arngrímsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og fjölskyldur. Elsku afi minn, ég sakna þín. Þú ert floginn í sumarland- ið og vonandi nýtur þú þín þar. Ég veit að þú munt vaka yfir okkur og ég mun gera mitt besta til að gera þig stoltan. Ég mun passa upp á ömmu fyrir þig. Ýmislegt höfum við brallað saman ég og þú, t.d. varstu spila- sjúkur og kenndir mér að spila enda ófáir slagir teknir; fábjáni, kani … En eitt man ég, þú nennt- ir aldrei að spila rommí við mig, held bara að þú hafir ekki þorað það… Benjamín Orri er þitt fyrsta langafabarn sem þú elskaðir og Bragi Friðfinnsson ✝ Bragi Frið- finnsson fædd- ist 30. júlí 1934. Hann lést 26. mars 2022. Bragi var jarðsunginn 6. apríl 2022. honum kenndir þú að spila einnig. Þú elskaðir að fá mig í heimsókn með alls konar íþrótta- fréttir, við vorum ekki alltaf sammála en höfðum gaman af. Svo má ekki gleyma sætabrauð- inu, við hötuðum ekki að fá okkur eitthvað sætt í kaffitímanum. Ég mun aldrei gleyma þér og mun ávallt halda minningu þinni á lofti. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Söknum þín elsku afi og langafi, Hulda Björk Brynjarsdóttir og Benjamín Orri Hulduson. Nú þegar Ásta móðursystir mín er fallin frá vil ég minnast hennar og Eiríks fyrri eigin- manns hennar nokkrum orðum. Þau orð fjalla öðru fremur um áttunda áratug síðustu aldar. Þá voru þau ung hjón og ráku myndarbú á Skúfslæk. Ásta var nokkru yngst átta systkina frá Syðstu- Mörk í Vestur-Eyjafjallahreppi. Eiríkur og Ásta með syni sína Magnús, Árna og Óla voru tíðir gestir hjá okkur í Skeiðarvog- inum þegar þau komu ýmissa erinda til borgarinnar. Halla dóttir þeirra bættist svo í hóp- inn þegar leið á áratuginn. Þeg- ar teygðist úr mér fór ég að taka þátt í kartöfluupptöku á haustin og varð svo alvöru vinnumaður á Skúfslæk sumrin 1972 oǵ73. Á Skúfslæk var gott að vera. Reyndar svo gott að næstu árin þar á eftir var ég viðloðandi Skúfslæk. Þar ríkti góð harmónía í takt við tíð- arandann, Eiríkur sá meira um útiverk en Ásta þau innandyra en bæði ráku búið í góðri sam- vinnu. Eiríkur var kannski ró- legri og íbyggnari en bros og kitlandi hlátur hans sannarlega á sínum stað. Ásta stundum fljótari til svars og snögg til verka. Standandi á hlaðinu eitt gott vorkvöldið sannfærði Ásta mig um að sveitamennska væri lífið og þá var ég nálægt því að ákveða að verða sveitamaður og bóndi. Í allri umræðu og at- hafnasemi upplifði ég virðingu og góðmennsku þeirra hjóna. Ég tók líka eftir gagnkvæmri virðingu þeirra hvors fyrir öðru. Við vinnu og í hvíld var endalaus umræða. Fyrir mig var þetta þroskandi. Þótt ég væri unglingur var umræðan við Ástu og Eirík alltaf á jafn- ingjagrunni og skynsemi og rök skiptu mestu en ekki radd- styrkur eða hefðarvald. Allir verkferlarnir maður sem ég lærði á þessum árum á Skúf- læk. Helst að ég sjái eftir að hafa ekki verið meira með Ei- ríki í bílskúrnum og lært að laga og gera við. Í þeim efnum var Eiríkur snillingur og þurfti sjaldan að leita út fyrir eigin getu til að halda vélum og bíl- um gangandi. Allt þetta sýnist mér hafa færst vel á milli kyn- slóða. En hlutirnir breytast. Ferðunum fækkaði heldur á Ásta Ólafsdóttir ✝ Ásta Ólafs- dóttir fæddist 8. janúar 1939. Hún lést 30. mars 2022. Útför hennar fór fram 13. apríl 2022. Skúfslæk þegar ég eltist, Eiríkur féll frá um aldur fram og á endanum brá Ásta búi og fluttist á Selfoss og hefur búið þar með Sig- urði seinni eigin- manni sínum. Allir góðir hlutir taka enda og það gerði líka Skúfslækjar- ævintýrið. Ásta frænka var þó áfram á sínum stað og hafði sannarlega sína sterku nærveru og rödd. Hún var fyrsta manneskja á staðinn og boðin og búin ef eitthvað bjátaði á hjá eldri systkinum hennar og það gilti um marga aðra; Ásta lét sér annt um margt fólk, ekki síst öll þau börn og unglinga sem hún bæði á Skúfslæk en svo enn frekar seinna tók að sér, hjálpaði og stóð vaktina með. Alltaf var hægt að hringa í Ástu til að leita aðstoðar eða fregna. Og svo var gaman að sjá hvað hún og Siggi seinni eiginmaður hennar áttu góða vist saman og nutu ekki síst ferðalaga og hestamennsku. Þótt nokkur tími sé frá brott- för Eiríks vil ég, nú þegar Ásta er fallin frá, þakka elsku frænku minni og Eiríki fyrir uppeldi, samferð, aðstoð og vin- skap allan sem ég mun ávallt njóta og aldrei gleyma. Haukur Hjaltason. Með faxið í fanginu, kankvís, vakandi yfir rekstrinum, reiðubúin að hleypa fyrir með bros á vör. Þannig er ein af þeim góðu minningum sem við geymum um Ástu. Ásta átti við heilsubrest að stríða seinustu misseri en hafði fram að því verið einstaklega hraust og forkur mikill. Eftir erfiðan vetur kom svo vorið ljósa og bjarta og tók Ástu í fangið, hlýlega og umvefjandi líkt og hún reyndist samferða- fólki sínu. Um leið og við hjónin þökk- um fallega samferð minnumst við Ástu sérstaklega úr hesta- ferðunum okkar, einlægni henn- ar, vináttu og ekki síst nest- isboxins í bílnum hjá Sigga í áningum; kaffibrúsans og nota- legra stunda undir vegg, milli þúfna – eða þar sem fjölskyldan kom saman hverju sinni. Við vottum tengdadóttur okkar Höllu, Erling Val okkar, elsku Valdísi Ástu, Sigga og allri fjölskyldunni einlæga sam- úð. Þuríður Sigurðardóttir, Friðrik Friðriksson. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.