Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Vinna við nýtt flugskýli Landhelg- isgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli er nokkurn veginn á áætlun, sam- kvæmt upplýsingum Ásgeirs Er- lendssonar upplýsingafulltrúa. Vonir standa til að skýlið verði tilbúið áður en vetur gengur í garð. Verktakarnir sem koma að bygg- ingu flugskýlisins eru nokkrir; Karina sá um jarðvegsvinnu, Ný- byggð ehf. annaðist sökklana og Límtré hefur veg og vanda af flug- skýlinu sjálfu. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við að reisa flug- skýlið í maí, segir Ásgeir. Það mun rísa sunnan við núverandi flugskýli og verður 2.822 fermetrar. Margir áratugir eru síðan nýtt og stórt flugskýli var síðast byggt á Reykjavíkurflugvelli. Mikil nauð- syn var á því fyrir Landhelgisgæsl- una að fá nýtt skýli því það gamla rúmar ekki öll loftför Gæslunnar, þrjár þyrlur og flugvél. Þá er að- staða starfsmanna í dag ófullnægj- andi. Ríkisfyrirtækið Öryggis- fjarskipti ehf. byggir flugskýlið fyrir Gæsluna. sisi@mbl.is Flugskýli Gæslunnar verður tilbúið í haust Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugvöllurinn Grunnurinn er kominn og byrjað verður að reisa flugskýlið í næsta mánuði ef áætlanir ganga eftir. Söluturninn á Lækjartorgi var auglýstur til leigu nýlega og hefur borgin tekið til- boði Guðfinns Sölva Karlssonar. Í turninum verða seldar plötur og hann verður líka upplýsinga- og kynningar- miðstöð á ís- lenskri tónlist. Hljómturninn verður opinn gestum og gangandi sem geta komið við, kynnt sér og keypt íslenska tónlist, segir í tilkynningu á vef borg- arinnar. Leigutaki ætlar að auka lýsingu í turninum og hann verður málaður að nýju. Hugmyndin er að ljós verði kveikt allan sólarhringinn þannig að sjáist inn um gluggana á öllum tímum dagsins, allan ársins hring. Söluturninn á Lækjartorgi var reistur árið 1907 en tíu árum síðar fór hann á flakk og stóð lengst af á horni Kalkofnsvegar og Hverfis- götu. Árið 1972 eignaðist borgin turninn og árið 2010 fékk hann aftur sinn sess á Lækjartorgi. sisi@mbl.is Hljómturninn á Lækjartorgi verður upplýstur alla daga Hljómturninn Allir 50 Passíusálmar séra Hall- gríms Péturssonar verða lesnir upp í Seltjarnarneskirkju á morgun, föstudaginn langa. Lesturinn hefst kl. 13 og lýkur um kl. 18. Lestur Passíusálmanna þennan dag er orð- inn hefð í kirkjunni. Hópur Seltirninga á ýmsum aldri annast lesturinn. Á milli lestra flytja þeir Friðrik Vignir Stef- ánsson organisti kirkjunnar og Örnólfur Kristjánsson sellóleikari tónlist á trúarlegum nótum. Allir eru velkomnir í kirkjuna til að hlýða á lesturinn og tónlistina, lengur eða skemur eftir aðstæðum. Sumir hafa á liðnum árum kosið að taka Passíusálmana með sér til að geta enn þá betur fylgst með text- anum, samkvæmt tilkynningu frá sóknarnefnd og Listvinafélagi Sel- tjarnarneskirkju. gudni@mbl.is Passíusálmar í Sel- tjarnarneskirkju Innviðaráðu- neytið hefur birt á samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um leigu- bifreiðar. Með drögunum er lagt til að at- vinnuleyfum til aksturs leigu- bifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum verði fjölgað úr 580 í 680 en fram hafa komið sjónarmið um að skortur sé á þjónustu leigu- bifreiða á svæðinu. Þannig fjölgi út- gefnum atvinnuleyfum um 100. Öll- um gefst kostur á að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að koma að athugasemdum rennur út 25. apríl nk. Atvinnuleyfum leigubíla fjölgað HUNDRAÐ HEIMSÓKNIR Páskaegg fyrir þau yngri og kaffi fyrir þá eldri. Verðlaun fyrir sigurvegara húllakeppni og almennt páskastuð. Staðsetningar • Rafstöðin í Elliðaárdal • Gufunesbær • Grásleppuskúrarnir við Ægisíðu Páskaeggjaleit Laugardaginn 16. apríl kl. 11:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.