Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 U ngur ekkill, Páll (Bjart- mar Einarsson), hefur síðustu ár einangrað sig frá hinu nútímalega samfélagi. Líf hans tekur hins veg- ar stakkaskiptum þegar ung kona að nafni Elísabet (Rakel Ýr Stefánsdóttir) leitar húsaskjóls hjá honum. Elísabet er að reyna að koma sér úr ofbeldissambandi sem hún átti í með manninum sínum Úlfi (Hafthor Unnarsson). Úlfur eltir hana hins vegar uppi og reynir í sífellu að fá hana til þess að koma aftur heim með sér. Heimili Páls breytist í griðastað fyrir Elísabetu en Páll hafði áður litið á heimilið sem sitt eigið fangelsi. Elísabet og Páll mynda fljótt sterk tengsl og hjálpa hvort öðru að græða sár fortíðarinnar. Teitur Magnússon, höfundur kvikmyndarinnar, útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands árið 2016 af leikstjórnar- og handritabraut. Uglur er frumraun Teits að kvik- mynd í fullri lengd en þar gegnir hann bæði hlutverki leikstjóra og handritshöfundar. Auk þess fram- leiðir Teitur myndina ásamt Bjart- mari Einarssyni. Það er alltaf ánægjulegt að sjá ungt fólk taka sín fyrstu skref í kvikmyndageiranum hérlendis og nauðsynlegt að þau fái svigrúm til þess að gera mistök og tækifæri til að þroskast og vaxa sem listamenn. Uglur er greinilega frumverk og ekki gallalaus mynd en ef til vill hefði verið hægt að koma í veg fyrir sum mistökin með frekara fjármagni. Að því sögðu vil ég nýta tækifærið og kalla eftir að frekara fjármagn verði sett í kvikmynda- iðnaðinn svo fleira hæfileikaríkt fólk geti tekið sín fyrstu skref í geiranum. Áhorfendur kynnast heimili Páls í víðu og fallegu skoti þar sem húsið stendur stakt í hinni dásamlegu ís- lensku náttúru. Út frá skotinu mætti halda að um væri að ræða yfirfærslu á bók eftir Astrid Lind- gren. Hlýja náttúran, gulu sól- eyjarnar, hvíta húsið og rauða þakið gefa það til kynna. Hejsan! Tónlist- in er hins vegar drungaleg og strax ljóst að viðfangsefni myndarinnar er alvarlegt líkt og margar íslensk- ar myndir eru. Það eru fyrstu mis- tökin við gerð myndarinnar; hér er ekki um að ræða ferskt eða áhuga- vert viðfangsefni. Uglur er enn ein sagan um hinn aðþrengda íslenska karlmann í tilfinningakrísu. Vissu- lega leikur kvenkyns persónan stærra hlutverk en oft áður í sam- bærilegum sögum en Elísabet líkist frekar barni en fullorðinni konu. Hún borðar ekki matinn sinn, hætt- ir ekki að angra gestgjafa sinn og lætur forvitnina leiða sig áfram. Kvikmyndin fjallar í raun um hvernig Páll og Elísabet þroskast sem einstaklingar og reiðir sig því á að tvær aðalpersónurnar haldi myndinni uppi. Bæði Páll og El- ísabet eru hins vegar mjög leiðin- legir karakterar. Teiti tekst því miður ekki að skapa persónur sem áhorfendur geta samsamað sig við að einhverju leyti. Áhorfandi þarf ekki að hafa upplifað sama harm- leik og sögupersónurnar, oft er nóg að eiga einhver sameiginleg per- sónueinkenni með þeim. Um leið og Teitur tapar þessum tengslum milli sögupersónanna og áhorfand- ans er samkenndin, sem blossar upp hjá áhorfanda þegar eitthvað kemur fyrir þær, töpuð. Þegar El- ísabet gengur inn í eldhúsið og við fáum í fyrsta skipti að sjá andlit hennar er ljóst að hér er um að ræða leikkonu sem er með farða á andlitinu og við missum trú á per- sónunni. Kvikmyndin er mjög hæg og reiðir sig á samtöl aðalpersónanna. Samræður þeirra eiga að virka mjög heimspekilegar og djúpar en eru fremur tilgerðarlegar. Eins og samræður þeirra um málverkin af uglunum inni á heimilinu eftir látna eiginkonu Páls. Páll lýsir því að eiginkona hans hafi verið listamað- ur en sé nú látin og muni því aldrei uppgötvast heldur gleymast. Þaðan er heiti myndarinnar fengið, Uglur. Páll málar á hverju kvöldi uglu til þess að heiðra eiginkonu sína sem greinilega hafði mikinn áhuga á þeim. Eflaust er dýpri merking bak við heiti myndarinnar en ég átta mig ekki á því og efast um að aðrir áhorfendur geri það. Þrátt fyrir marga galla kvik- myndarinnar er einstaka gullmola að finna í henni. Þar má nefna at- riði þegar Elísabet spyr Pál upp úr þurru hvort þau ættu að fara í keppni um hver getur haldið lengur niðri í sér andanum. Næsta sem áhorfendur fá að sjá er Elísabet með höfuðið í bala fullum af vatni og Páll sem situr óáhugasamur við hliðina á henni og telur sekúnd- urnar. Þetta atriði er stórfyndið en þjónar þó litlum tilgangi fyrir sögu- framvinduna. Annað sem Teiti og teyminu tekst vel er að sýna hvaða merkingu húsið hefur fyrir Pál. Húsið minnir áhorfendur á fangelsi. Eitt skot er t.d. tekið fyrir aftan rimlastól þannig að Páll, sem situr á móti, birtist eins og fangi í fanga- klefa fyrir aftan. Kvikmyndatakan er einnig falleg og eru það víðu skotin þar sem náttúran leikur lykilhlutverk sem standa upp úr en þess má geta að kvikmyndin vann fyrir bestu kvikmyndatökuna á The Pigeon International Film Festival og verðlaun fyrir bestu íslensku kvikmyndina. Uglur er þokkalegt byrjandaverk þrátt fyrir fyrrnefnda vankanta og hvet ég Íslendinga til þess að styðja þetta efnilega kvik- myndagerðarfólk. Fangelsi fortíðarinnar Úr Uglum Kvikmyndin er greinilega frumverk leikstjóra og ekki gallalaus, að mati gagnrýnanda. Bíó Paradís Uglur bbmnn Leikstjórn: Teitur Magnússon. Handrit: Teitur Magnússon. Aðalleikarar: Bjartmar Einarsson, Hafthor Unnarsson og Rakel Ýr Stefánsdóttir. Ísland, 2022. 89 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Páskatónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands verða haldnir í Menningarhúsinu Hofi í dag, skír- dag, og hefjast kl. 16. Flutt verður Gloria eftir Vivaldi og fjölbreytt dagskrá hátíðlegra barokkverka eftir Antoni Lotti, Antonio Vivaldi og Guiseppe Torelli. Hljómsveitarstjóri er Eyþór Ingi Jónsson og einsöngvarar Helena Guðlaug Bjarnadóttir og Hildi- gunnur Einarsdóttir. Einleikari á trompet er Vilhjálmur Ingi Sigurð- arson. Auk Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands tekur Kammerkórinn Hymnodia þátt í þessum tónleikum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stjórnandinn Eyþór Ingi Jónsson stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Kammerkórnum Hymnodiu á tónleikum. Páskatónleikar í Hofi í dag Söngkonan Bergljót Arnalds kemur fram ásamt hljómsveit á tónleikum í Iðnó annað kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20 og flytja þau vinsæl frönsk dægurlög. Í tilkynningu segir að Bergljót flytji ásamt hljóm- sveitinni nokkrar af helstu perlum franskra meistara á borð við Edith Piaf, Gainsbourgh, Charles Azn- avour, Jacques Brel og fleiri. Hljómsveitina skipa auk Bergljótar Jónas Þórir á píanó, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, Helge Snorri Seljeseth á fiðlu og Eyþór Arnalds á selló. Bergljót syngur þekkt frönsk lög Bergljót Arnalds Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ EMPIRE VARIET Y SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER. 75% U S A T O D AY 89%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.