Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Útsölustaðir: Apótek, heilsuhillur stórmarkaða. Gleðilega meltingu! u Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll efnaskipti líkamans. u Betri melting, meiri orka, betri líðan! u 100% vegan hylki. u Digest Basic hentar fyrir börn VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Málverk eftir Birgi Snæbjörn Birg- isson eru áberandi í listasöfnum um þessar mundir. Í stærsta sal Lista- safns Íslands er sýningin Í hálfum hljóðum, með röðum málverka hans frá undanförnum sjö árum. Samtímis er Birgir einn sex listamanna sem eiga verk á sýningunni Nánd í Lista- safninu á Akureyri en þar á hann stóra verkaröð, Sannleika. Eins og segir í tilkynningu frá Listasafni Íslands þá beinast verk Birgis að pólitískum, samfélags- legum og sögulegum málefnum í okk- ar samtíma. Málverk hans eru máluð með daufum litum og við fyrstu sýn virðist erfitt að greina myndefnið en þegar staðið er fyrir framan þau skýrast þau og skerpast, og verða iðulega ágeng hvort sem inntakið er alvarlegt, áleitið eða jafnvel ljóðrænt. „Á listilegan hátt sameinast næmni og mildi háalvarlegu inntaki og engu er líkara en að litur verk- anna sé að dofna og hverfa, sem kall- ar á nálægð við þau,“ segir í tilkynn- ingunni. „Hið fínlega og hið smáa, því sem næst hvíslandi framsetning Birgis, magnar upp háskerpu skiln- ingarvitanna. Sú einlæga frásögn í hálfum hljóðum, sem Birgir töfrar fram, knýr áhorfandann til að takast á við gagnrýna hugsun með því að af- hjúpa sakleysislegt yfirbragð og alla þá mýkt sem af verkum Birgis staf- ar.“ Mildin mætir groddaskapnum Blaðamaður hittir Birgi Snæbjörn í sal Listasafns Íslands þar sem á öðrum endaveggnum er 64 portretta röð af alþingismönnum, verkið Von, og á hinum annað verk úr fjölda port- retta en það heitir Trú. Þá má sjá þarna portrettaröðina Réttlæti af hæstaréttadómurum og verk um Samherjamálið svokallaða, en fyrir það hefur Birgir meðal annars málað myndir at togurum fyrirtækisins og Namibíumönnum sem hafa verið í umræðunni vegna málsins. Eins og fyrr segir málar Birgir allt að því blíðleg málverk þar sem liturinn virð- ist vart snerta strigann. En í þeim mætast málverkahefðin og sam- félagsleg og söguleg málefni. „Þar sem mildin mætir grodda- skapnum, var einhvers staðar sagt um verk eftir mig,“ segir Birgir. „Einföld skilgreining á samtímalist finnst mér vera sú myndlist sem er í samtali við samtímann og þess vegna félagsleg og pólitísk málefni. Við höfum öll skoðanir og kannski væri betra að ég væri á Twitter og gæti slakað á spennunni þar – en þar er ég ekki,“ segir hann og glottir, „og þess vegna brýst þetta fram í mynd- listinni. En svo merkilegt sem það er þá byrja verkaraðirnar oft sem viðbrögð við einhverju ástandi en mjög fljót- lega verður maður jafnframt þátttak- andi, og í einhverjum tilvikum hér um bil meðsekur, því umfjöllunar- efnið sem vísað er í er flóknara en svart og hvítt. Það sem byrjar sem gagnrýni má segja að geti endað sem meðvirkni.“ Birgir hugsar sig um og bætir svo við að hann reyni að passa upp á það að sín skoðun á þeim málefnum sem verkin vísa til sé ekki áberandi. „Mér finnst líka mildin vera gott tungumál við að segja frá alvarlegum málefnum. Margir telja að tími póli- tískrar listar sé liðinn, að það þjóni litlum tilgangi að standa úti á horni og hrópa, við verðum að finna aðrar leiðir til að nálgast áhorfandann og gera hann að þátttakanda í verk- unum með einhverjum hætti. Ein- hvern tímann sagði ég að áhorfand- inn tæki í höndina á verkinu og færi með því eitthvert og þar yrði verkið til. En mildin og þetta ljósa yfirbragð er líka til þess að draga áhorfandann að.“ Knöpp heiti – stórar hugmyndir Eins og fyrr segir hefur Birgir lengi beitt þessari fölu aðferð við að mála. Hverju vill hann ná fram? „Ég reyni að búa til samband milli áhorfandans og verksins, ætli við getum ekki kallað það varanlegt samband, en þetta hljómar kannski skringilega þegar sá tími sem gestir eyða að meðaltali fyrir framan lista- verk í safni eins og þessu er nokkrar sekúndur. Þeir sem sjá ekkert í byrj- un hverfa eflaust sumir frá en þeir sem gefa sér tíma geta hins vegar komist í náið samband við verkin. Ég segi stundum að verkin venjist auganu en auðvitað er það á hinn veginn. Tíminn er líka mikilvægur í þessu samtali. Meðan á viðkynning- unni við verkin stendur getur margt gerst, þá fara skoðanirnar og undir- meðvitundin á flug.“ Þarna á sýningunni eru verkaraðir kenndar við hinar fallegu hugmyndir um trú, von og réttlæti. Svo er verka- röðin Sannleikur sýnd á Akureyri, þar sem Birgir ólst upp. „Þetta eru stórar hugmyndir en knappir titlar,“ segir hann. „Mér finnst að þessi hugtök rammi inn viss grunngildi í okkar lífi og siðferði.“ Samherjaverkið heitir síðan Stolt, enn einn stutti titillinn. „Í verkinu Sannleikur, sem er sýnt á Akureyri, er móðir mín módelið en það fjallar um sambandið við þá eldri og þá eilífu hringrás að öll eldumst við; það er líka um það flókna sam- band sem við getum átt við fullorðna foreldra okkar,“ segir Birgir. Og stóra verkið hér, Trú, tengist líka móður Birgis, Sumarrós Lillian Ey- fjörð Garðarsdóttur – Rósu, fyrrum prestsfrú á Akureyri. „Þetta er árgangurinn 1950–51 í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði,“ segir Birgir um fjölmörg portrettin. „Hugmyndin kviknaði þegar ég fann albúm sem sem var í eigu móður minnar, þar sem hún hafði af natni límt inn ljósmyndir af öllum skólasystrum sínum. Þegar ég opnaði albúmið fannst mér ég vera staddur í bók eftir Nóbelshöfundinn Patrick Modiano sem hefur einstakt lag á að skrifa um minningar á vissan melankólískan hátt sem við getum einhvernvegin aldrei áttað okkur á. Þegar okkur finnst við vera að ná sambandi þá kemur eitthvað rof. Og mér fannst ég verða að sýna þessum konum virðingu en það er svo mikið sakleysi í ásýndinni þar sem þær horfa á lífið og á okkur, en við horfum aftur á þær aftur í einhverri fortíð. Það er spurning hvort við náum að brúa þetta bil.“ Ljóshærðir, bláeygir þingmenn Verkið Von er í eigu Listasafns Ís- lands sem sýnir það nú fyrst en það var frumsýnt í Hafnarborg á sínum tíma. Það er sett saman úr 64 port- rettum af þingmönnum sem voru kjörnir á Alþingi árið 2013 og einum til, utanþingsráðherra. „Þarna hafði ákveðinn flokkur náð miklu fylgi og komist til valda. Fáir könnuðust samt við það eftir kosn- ingar að hafa kosið hann, þetta er ekki ólíkt því sem gerist í Finnlandi á sama tíma þegar Sannir Finnar voru að fá aukið fylgi,“ segir Birgir. „Þetta var mikill umrótstími, væntingar til lýðræðisins voru í molum eftir bankahrunið og það kitlaði mig að ráðast í verkið, því þetta væru ekki nema 64 andlit að mála!“ Birgir sýndi fyrst átta portrett- anna á sýningu í Helsinki, auk átta portretta sem hann málaði af finnsk- um þingmönnum, og serían vakti þar mikla athygli og umtal. Og hann beitti málunaraðferð sem hann hafði beitt áður, þingmennirnir eru allir ljóshærðir og bláeygir. „Já, og í þessu tilviki er það svolítil kaldhæðni en ég hef unnið talsvert með ljósku-ímyndina, hvernig okkur hefur tekist gegnum tíðina að afbaka þá ímynd. Stundum hef ég notað ljósku-ímyndina til að fletja út þjóð- erni og annað, en í þessu tilviki er spurningin mjög skýr, að ég geri alla þingmennina ljóshærða og bláeyga. Ég held ég þurfi ekki að svara því hér hvað það þýði. Að sama skapi er- um við öll, held ég, ljóshærð og blá- eyg, innst inni.“ Fjórar bækur með verkunum Í tvo áratugi hefur Birgir Snæ- björn unnið að sýningum sínum með finnska sýningarstjóranum og rithöf- undinum Mika Hannula. „Þetta er orðið langt samband. Við hittumst fyrst í Istanbúl árið 2002, á sýningu sem hann stýrði en þar sýndi ég verkin Ljóshærðir hjúkrunar- fræðingar. Við tengdumst sterkum böndum og höfum starfað náið sam- an síðan. Þetta er ekki dæmigert samstarf sýningarstjóra og mynd- listarmanns heldur miklu meira eða flóknara, því við verjum miklum tíma saman og erum stöðugt að varpa hugmyndum og texta á milli. Við er- um með mörg járn í eldinum núna, meðal annars verkefni á Listahátíð í Reykjavík í sumar.“ Nú í vikunni koma út fjórar tengd- ar bækur eftir Birgi, um nokkur helstu verkin sem nú eru sýnd eftir hann. „Það má kalla þetta fjögur hefti sem mynda eitt bókverk. Þetta eru verkin Von, Sannleikur, Trú og Réttlæti,“ segir Birgir. „Það er ákaflega gaman að geta gefið út bækur um verkin sín. Í mínu tilviki er það snúið tæknilega því verkin eru mjög ljós og það er erfitt að ljósmynda þau en kannski er snú- nast að prenta þau. En það tókst og útkoman er ákaflega fallegt bók- verk.“ Bækurnar verða fáanlegar í Safnbúð Listasafns Íslands. Þes má geta að Birgir verður með leiðsögn um sýningu sína eftir viku, sunnudaginn 24. apríl. Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn „Mér finnst mildin vera gott tungumál við að segja frá alvarlegum málefnum,“ segir Birgir Snæbjörn Birgisson um aðferð sína við að skapa verk sem fjalla um margvísleg samtímaleg málefni. Öll ljóshærð og bláeyg, innst inni - Á sýningu á málverkum Birgis Snæbjörns Birgissonar í Listasafni Íslands eru meðal annars raðir portretta af alþingismönnum, hæstaréttardómurum og nemendum húsmæðraskóla fyrir um 70 árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.