Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 „Eru þetta ekki litlu stelpurnar á Úlfsá,“ sagði full- orðinn maður sem við Lóa systir hitt- um á förnum vegi fyrir mörg- um árum. Við vorum að vonum ánægðar yfir því að vera kall- aðar litlar stelpur rígfullorðar konurnar, en litlu stelpurnar voru systurnar Lóa og Munda. Það var aðeins rúmt árið á milli okkar í aldri og ég var fljót að ná henni í stærð. Við áttum heima á Úlfsá sem þá tilheyrði Eyrarhreppi hinum forna, en Holtahverfinu á Ísafirði í dag. Það var bara dásamlegt að alast upp inni í firði, sem var sveit í þá daga. Við vorum átta systkinin og afi og amma áttu heima hjá okkur. Það var gott og sam- heldið samfélag í firðinum á þeim tíma. Við vorum meira að segja með barnaskóla og þurft- um ekki að fara út í bæ í skóla fyrr en farið var í Gagnfræða- skólann á Ísafirði. Afi var með 20-30 kindur og 2 kýr þannig að það þurfti að heyja fyrir skepnunum á sumrin. Æskan leið hjá við leik og störf, pabbi hafði byggt fyrir okkur Lóu dúkkukofa sem afi kallaði Hrakhóla því að hann sagði að við hefðum altaf verið með dúkkudótið okkar á hrakhólum (við vissum ekkert hvað það Ólöf Borghildur Veturliðadóttir ✝ Ólöf Borghild- ur Veturliða- dóttir fæddist 24. febrúar 1948. Hún lést 5. apríl 2022. Útför hennar fór fram 13. apríl 2022. þýddi að vera á hrakhólum með eitthvað). Í einni haustlægðinni fauk hann út í buskann og sáum við mikið eftir honum. Marg- ar minningar koma upp í hugann þeg- ar maður hugsar til baka, t.d. af- mælin okkar, við áttum tvo afmælis- daga sögðum við því að amma gaf okkur báðum alltaf pakka. Eins áttum við góðar stundir úti að leika, í berjamó, sofa í tjaldi úti á túni, í fyrstu Reykj- arvíkurferðinni okkar með Val- dísi systur, hún nýorðin 17 og átti að keyra bíl fyrir pabba heim. Við Lóa 10 og 11 ára fengum að fara með, flogið var suður, stoppað þar, síðan var keyrt heim á tveimur dögum og var það mikið ævintýri hjá okk- ur systrum. Svona væri hægt að halda áfram en ég læt hér staðar numið. Litlu stelpurnar urðu full- orðnar og eignuðust börn og buru, Lóa mín töluvert á undan mér. Fjölskyldu þinni sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Munda systir, Guðmunda Inga Veturliðadóttir. Lóa systir mín var fjórða elst af okkur átta systkinum frá Úlfsá. Við ólumst upp við gott atlæti foreldra okkar í sveitinni í botni Skutulsfjarðar þar sem nú er Holtahverfi. Á þeim tíma var þetta sveit og þar var mikið líf og mörg börn á næstu bæjum. Við vor- um með eigin barnaskóla þar sem einn kennari kenndi öllum börnunum, það var ekkert sjón- varp, engar tölvur og engir far- símar, aðeins sveitasíminn og hringingin okkar var tvær stuttar löng og stutt. Við vorum með smá búskap sem afi sá um og dugði fyrir mannmargt heimili, en á heimilinu voru einnig móðurafi okkar og amma. Það var oft þröng á þingi, en samt upplifði maður ekki nein sérstök þrengsli og allir undu glaðir við sitt. Úr þessum jarðvegi kemur hún Lóa systir mín. Hún lærði ung að taka til hendinni, hvort sem það var við heyskap, heim- ilisstörf eða að hjálpa til með yngri systkini sín, það er okkur yngri bræðurna þrjá. Lóa gekk í barnaskólann í Firðinum, hún var bráðger og gekk henni strax vel í námi, var færð upp um bekk og byrjaði einu ári fyrr en jafnaldrar hennar í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði. Ég naut þess að búa hjá henni þegar ég var í fyrsta bekk í gagnfræðaskóla. Það fór vel á með okkur eins og alltaf enda aldursmunur ekki mikill. Hún var þá aðeins sautján ára gömul, en komin með eigin- mann og tvö börn. Eiginmað- urinn Guðmundur Einarsson var þá vélstjóri á Mími frá Hnífsdal. Á þessum árum var mikið um skipskaða og þegar óveður skall á var stundum erfitt fyrir unga móður með tvö lítil börn að bíða eftir að eiginmaðurinn kæmi í land. Lóa og Mundi bjuggu á nokkrum stöðum á Ísafirði eins og gengur með ungt fólk sem er að byrja að búa. Ég man vel eftir að einn veturinn í miklu óveðri slitnuðu rafmagnslínur og þá voru íbúar rafmagnslaus- ir og flest hús köld. Þá bjuggu ungu hjónin á Seljalandsbúinu og þar var kolakynding. Þar vorum við Jón bróðir duglegir að höggva í eldinn og kynda. Það fór vel um okkur öll í hlýj- unni hjá Lóu systur. Síðar byggja þau sér ein- býlishús við Móholt og var mér, þá rétt skriðinn úr skóla, treyst fyrir að gera allar verkfræði- teikningar. Þetta hús var með þeim glæsilegri í hverfinu og bar það vitni um smekkvísi þeirra hjóna. Garðurinn var ein- staklega fallegur og vel hirtur auk þess sem þau ræktuðu grænmeti og fleira. Um nokkurt árabil rak Lóa verslunina Krismu ásamt öðr- um. Þar fannst mér hún njóta sín vel og náði vel til viðskipta- vina með sinni ljúfu og góðu framkomu. Maður var virkilega stoltur af þessari flottu systur í búðinni. Hin síðari ár átti systir við heilsuleysi að stríða. Það var aðdáunarvert að sjá hvað hún tók þessum veikindum af miklu æðruleysi og ótrúlegt hvað hún náði sér oft vel eftir mjög alvar- leg veikindi. Nú er mín kæra systir farin í sumarlandið. Hennar er sárt saknað og við yngri bræðurnir Jón og Magni þökkum henni fyrir allt það góða sem hún gerði fyrir okkur. Guðmundi, Huldu Salóme, Hjálmari, Steingrími og Krist- ínu og fjölskyldum þeirra send- um við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu okkar kæru systur. Stefán B. Veturliðason. Þá er Lóan, mín góða vin- kona Ólöf Borghildur, flogin brott af þessu tilverustigi. Flugið var fyrirvaralaust en ekki óviðbúið, því hún hafði bar- ist við illvígan sjúkdóm síðustu árin. Leiðir okkar Ólafar lágu fyrst saman um páska 1964, þegar við Mundi vorum að sýna hvor öðrum kærusturnar okkar. Fundurinn var í forstofuher- bergi, sem Mundi leigði í Mál- arablokkinni. Lóa var föl á vanga og uppburðarlítil, enda kona ekki einsömul. Seinna bættust þrjú börn í hópinn. Þetta var upphafið að ævilöng- um vinskap okkar Aju og þeirra hjóna Lóu og Munda. Ekki ónýtt fyrir brottfluttan Ísfirð- ing að eiga bestu vini í heima- liðinu, sem ávallt var hægt að leita til, þegar höfuðstaður Vestfjarða var sóttur heim. Kvöldverð með heitreyktum sil- ungi með öllu, bæði föstu og fljótandi, er erfitt að toppa nema kannski með súrmatnum á þorranum. Dinnerinn hófst með því að veiða silunginn í Dýrafirði og gera að honum í garðinum í Móholtinu. Ólöf var fögur kona, smekkleg og list- ræn. Hún sá hluti bæði úr jurta- og steinaríkinu og gerði þá að listmunum. Heimili þeirra var eins og listasafn. Ólöf stundaði um tíma verslunar- rekstur og vann með bónda sín- um að útgáfu skipsbóka og námsbóka. Minnisstæðastar eru mér þó hinar mörgu sameiginlegu utan- landsferðir. Þar var slappað af, stundum djammað, en ávallt séð til þess að menningar væri not- ið. Í London voru það að jafnaði tveir nýuppsettir söngleikir sem urðu fyrir valinu ásamt veit- ingastöðum frá framandi lönd- um. Í Köben nýlistasafnið Lui- siana o.s.frv. Góða ferð, kæra Lóa, og skil- aðu kveðju til Aju minnar. Munda og börnum þeirra og ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Sigurjón Norberg. Elsku yndislega, fallega og skemmtilega mamma mín. Mér finnst erfitt að koma orðum að því hversu mikið ég sakna þín og hversu mikils virði þú ert mér. Ég elskaði að koma vestur til þín að dekra við þig og eiga yndislegar samverustundir sem við báðar lifðum á lengi á eftir. Alltaf var stutt í húmorinn hjá þér og það var alltaf mikið hleg- ið. Þú varst mikil mömmustelpa eins og ég og fannst okkur gaman að tala um gömlu dag- ana. Þú gerðir sumrin að ævintýr- um, hvort sem var í Leirufirði, á Spáni eða heima í Móholti. Þú kenndir mér að dást að haustlit- unum á haustin. Gerðir jólin að hátíð með því að skreyta allt hátt og lágt og bakaðir allar heimsins sortir. Á áramótafögn- uðum vorum við með litskrúð- uga hatta til að fagna nýju ári. Þér fannst notalegt þegar lóan lét sjá sig með vorið handan við hornið og þú naust þess að hlusta á fuglasönginn og gættir þess að smáfuglarnir hefðu allt- af nóg að éta. Það var alltaf eintóm gleði í kringum þig og þú kvartaðir aldrei. „Verra gat það verið,“ sagðir þú oft. Ég horfði mikið upp til þín og vildi vera eins og þú, enda fetaði ég í fótsporin þín þegar ég stofnaði Snyrti- stofuna Krismu. Fólk spurði mig oft fyrir hvað nafnið stæði og ég svaraði Kris er Kristín og Ma er mamma. Við opnun stof- unnar fannst þér mjög gaman að koma að hjálpa mér að velja vörur og að sjá að ég hélt Krismunafninu á lífi. Ég mun alltaf hugsa til þín með gleði í hjarta. Þú varst vön að segja mér að þú værir með mér í anda og mun ég alltaf finna fyr- ir þér í öllu sem ég tek mér fyr- ir hendur. Ég elska þig, elsku besta mamma mín. Þín dóttir, Kristín. Nú er hún föður- systir mín farin í stóra ferðalagið til sumarlandsins. Þar getur hún haldið áfram að hlúa að blómunum með honum Árna sínum. Á tímum eins og þessum hrúgast minningarnar að. Foreldrar mínir og við systur þrjár, amma og afi og Hulda frænka bjuggum öll í Selási 3, húsinu sem afi reisti fyrir fjöl- skylduna. Ein fyrsta minning mín, en þá var ég þriggja ára, en þá var Gunna ljósa komin í húsið því frænka var að fara að fæða. Ég stóð niðri í holi og beið eftir að heyra hvort ég fengi frænku eða frænda en það urðu tvær frænkur sem skírðar voru Guðrún og Kristín eftir ömmum sínum. Það var alltaf mikið um að vera því stórfjölskyldan kom oft í kaffi- sopa, pönnukökur og kleinur til ömmu og afa. Hulda frænka sagði okkur frænkum margar sögur. Ein sagan er mér mjög minn- isstæð. Sagan var um tígulega álf- konu í bláum síðum kjól sem bjó í klettahæðinni. Hún hengdi hvítan þvott út á snúru. Stóð ég mig oft að því að horfa upp í hæðina og at- huga hvort ég sæi hana. Þegar ég óx úr grasi fór Hulda að taka mig með í skíðaferðir upp í Jósepsdal og man ég líka eftir skemmtilegri sumarferð í Land- mannalaugar þar sem við gengum m.a. á Löðmund. Ég var með frænku þegar hún kynntist Árna sínum en það hafði nauðlent svif- Hulda Guðrún Filippusdóttir ✝ Hulda Guðrún Filippusdóttir fæddist 29. júní 1924. Hún lést 29. mars 2022. Hulda var jarðsungin 7. apríl 2022. fluga uppi á flatlend- inu í Bláfjöllum og flugbjörgunarsveit- in mætti til að bjarga flugunni og var frænka stödd á Sandskeiðinu og tók Árni að sér að hjálpa okkur frænku upp skarðið í Jóseps- dalnum en þar var flugunni komið nið- ur. Hulda og Árni byggðu sitt hús í Hlaðbænum en þar komu þau upp margverðlaunuðum skrúðgarði. Þar fæddust börn þeirra tvö, Guðbjörg og Árni Þór. Þau voru mikið ferðafólk og ferðuðust mik- ið um landið sitt Ísland og fengu börn þeirra þennan áhuga beint í æð. Hulda frænka var ótrúlega heilsuhraust og hafði eiginlega aldrei lagst inn á sjúkrahús fyrr en hún var komin á síðasta kafl- ann á lífsgöngu sinni. Hún var mér mikill mentor því þegar ég hafði stofnað heimili þá bjuggum við saman í Selásnum og kenndi hún mér að elda og baka og leið- beindi mér um margt annað. Ég þakka henni samfylgdina og sendi börnum, tengdabörnum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristín Sjöfn Helgadóttir. Það var ósjaldan sem auglýst var að garðurinn að Hlaðbæ 18 í Árbæjarhverfi hjá Huldu og Árna væri opinn almenningi á garða- skoðunardegi Garðyrkjufélags Íslands. Áhugasamir gróður- ræktendur flykktust hundruðum saman í garðinn til að gleðja auga og ylja hjarta. Fólk var komið saman til að skoða og fræðast enda alltaf margt að sjá. Tegundafjöldi mik- ill, margar fáséðar plöntur, skemmtilegt litaval og ræktun í gróðurskála. Góð nærvera þeirra hjóna færði manni ró og gleði í yndislegum garði. Ég hef þekkt Huldu frá því að ég man eftir mér. Hulda og Árni voru góðir félagar foreldra minna en það voru skíði og fjalla- mennska sem sameinaði þau. Ef nafn Huldu bar á góma fylgdi allt- af nafn Árna Kjartans á eftir og svo öfugt. Þau hjón voru samrýn en Árni féll frá árið 2017. Þegar ég tók að starfa hjá Garðyrkjufélagi Íslands, fyrst sem formaður 1999 og síðar starfsmaður, varð ég svo lánsam- ur að fá að kynnast þeim hjónum upp á nýtt og þá í gegnum blómin. Við fórum saman í fjölda ferða til að skoða garða á vegum félagsins eða sátum fræðslufundi og þá fann maður hve vel þau nutu sín og voru þekkt meðal garðyrkju- fólks. Fyrir tæpum þremur árum fór ég í síðasta sinn með Huldu í hópferð og þá um Suðurnesin til að skoða garða og aðra menning- arstaði. Þrátt fyrir háan aldur gaf hún okkur sem vorum talsvert yngri lítið eftir í yfirferð um garðana og dáðist ég að elju hennar og þraut- seigju að taka þátt í krefjandi ferð frá morgni og fram á kvöld. Hún sótti sér fróðleik í ferðinni og miðlaði jafnframt af sinni þekk- ingu og reynslu til annarra. Hulda var mjög mikil ræktun- ar- og blómakona. Hún vann mik- ilvægt starf við eflingu garðrækt- ar í landinu og á miklar þakkir skilið. Hulda og Árni fengu heið- ursmerki Garðyrkjufélags Ís- lands árið 2013. Nú er Hulda hans Árna Kjart- ans fallin frá og það verður án efa spennandi að fá að komast í garðaskoðun hjá þeim hjónum í öðrum heimi þegar að því kemur. Ég færi fjölskyldunni allri mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Kristinn H. Þorsteinsson. Góðir grannar eru látlaus, falleg orð sem reyna að fanga ríkidæmi þeirra, sem ríki- dæmis njóta. Sigrún Guðmunds- dóttir, eða hún Rúna okkar, og hann Kristján hennar voru okkar góðu grannar, austast á Kópa- vogshálsi. Þau voru okkur samt mikið meira. Nánir vinir í hringn- um innsta. Ég man mömmu nota sín fallegu orð um þau, sómafólk- ið okkar. Ég og uppeldisdóttir þeirra, Þórdís Pétursdóttir, urðum æskuvinir. Frá þeirri vináttu óx og dafnaði ævilangur kærleikur milli okkar fólks. Rúna var hlý, sterkgreind og Sigrún Guðmundsdóttir ✝ Sigrún Guð- mundsdóttir fæddist 3. október 1931. Hún lést 29. mars 2022. Útför hennar fór fram 8. apríl 2022. vitur kona. Kennar- inn úr Hvassaleitis- skóla sem hafði yndi og einstakt lag á börnum. Örlítið lok- uð og ef til vill á stundum svolítið föst fyrir. Með Kristjáni sínum heimsveldi af um- vefjandi hlýju. Náin mömmu og pabba. Þeirra nánustu vin- ir. Á miðjum aldri fóru þau sam- an í Dansskóla Sigurðar Há- konarsonar. Í dansklúbba, gönguklúbba vina og tengslin traust og einlæg áratugum sam- an. Ríkidæmið, hinir fullkomnu grannar. Mikill stuðningur við mömmu og pabba þegar yngsti sonur þeirra varð alvarlega veikur um tvítugt og vonirnar hrundu ein af annarri. Okkar lán var að eiga hlýja risa, eins og Rúnu og Krist- ján. Allt gert til að hjálpa, hlusta, styðja og leysa málin. Kristján bað mig að fara að yrkja ljóð. Kannski til að reyna að ráða betur við tilfinningarnar. Og langvinnum erfiðleikum veik- indanna linnti. Fólkið sem var alltaf til staðar á stundunum stóru. Líka þeim erfiðu. Í huganum á ég tæra mynd af Rúnu komandi í gegnum garðinn með fangið fullt af blóm- um. Morguninn þegar pabbi kvaddi. Síðar var mamma með þeim á Landspítalanum, þegar Þórdís fór langt fyrir aldur fram. Og áfram með þeim, í þeirra miklu sorg. Á gleðidögunum voru þau líka til staðar. Þegar sigrum var fagn- að. Sómafólkið, okkar góðu grannar. Nærgætni þeirra og ræktar- semi einstök, þegar mamma varð gömul og veik. Rúna ræktaði mikinn garð á Álfhólsvegi 147. Og afleggjarar voru fluttir austur á Sel í Gríms- nesi, á æskustöðvar Rúnu. Þar áttu þau Kristján sinn unaðsreit. Þangað var gott að koma. Álf- hólsvegaraspirnar himinháar undir Mosfellinu hennar Rúnu. Hún sá eftir görðunum sínum, þegar heilsan leyfði ekki lengur alla þá vinnu. Parkinsonsjúkdóm- urinn kom og ellin gerðu seinustu árin erfið. Það er samt lán að fá að fagna níutíu árum. En einnig líkn að fá að kveðja vel. Eftir erfiðan dag, en góðan. Öllu var þessu tekið af æðru- leysi viturrar konu. Og allt varð þetta einhvern veginn fær leið og viðráðanleg með endalausri um- hyggju og stuðningi hans Krist- jáns hennar. Ég votta elsku Kristjáni mín- um og börnunum hennar Þórdís- ar mína dýpstu samúð. Rúnu þakka ég allt hið góða sem hún gaf okkur. Og innra ferðast hún nú aftur, gegnum júlígarðinn með fangið fullt af blómum. Ferdinand Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.