Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Pálmatré, hvítar strendur, kristaltær sjór, Karíba- hafið eins langt og augað eygir, 4*stærðar lúxus resort við ströndina - allt innifalið um 40 atriði. Auk þess heill dagur í NY. Ef þú vilt gera meira en slappa af á stöndinni, kíktu á hina heims- frægu Maya piramida, snorklaðu eða kafaðu í sjónum með fiskum af öllum regnbogans litum, farðu á stórfiskaveiðar, sinntu í lónum í frumskóginum, farðu að sigla, skrepptu til eyjunnar Conzumel, kíktu á einn af þekktasta þjóðgarð Mexico Xian Ka‘an eða kíktu út á lífið, sem dæmi. Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is Innifalið • Flug, Icelandair og Jetblue með sköttum og tösku • Rúta í NY • Rúta í Mexico • 4* Hótel á Manhattan NY, 1 nótt • 4* Hótel resort Wyva Wyndham May, allt innifalið matur, drykkur, mikil afþreying og fleira • Einkaströnd með þjónustu • Íslenskur farastjóri. Verð á mann í 2ja manna herbergi 346.100 kr. Verð á mann í 3ja manna herbergi 329.950 kr. Verð á mann í 4ra manna herbergi 322.000 kr. MEXICO Playa Del Carmen 9.-20. október Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem gagnrýnt hefur sölu á hlut rík- isins í Íslandsbanka og við hana má vissulega gera athugasemdir. Ýmsum þykir þó að Kristrún sé ekki endilega best til þess fallin að gagnrýna einmitt þetta. - - - Björn Bjarnason skrifar: „Krist- rún Frostadóttir stefnir að for- mennsku í Samfylk- ingunni. Fyrir kosn- ingar 25. september 2021 var hún þrá- spurð um viðskipti sín með bréf í Kviku- banka þar sem hún starfaði. Hún vildi engu svara fyrir kosningar en að þeim loknum fékk hún drottningarviðtal í Silfrinu.“ - - - Björn heldur áfram og segir að í Viðskiptablaðinu hafi viðskiptum Kristrúnar verið lýst á þennan hátt: „Hún fékk að kaupa áskrift að kaupum á 10 milljónum hluta í bank- anum á ákveðnu gengi á fyrirfram ákveðnum dagsetningum gegn hóf- legri greiðslu. Myndi þróun á gengi bréfa bankans verða hagfelld – eins og raunin varð – gætu þessi áskriftarrétt- indi skapað gríðarlega mikinn hagnað eins og kom á daginn: Þrjár milljónir króna urðu að áttatíu.“ - - - Nú býsnast Kristrún mjög yfir skjótfengnum gróða þeirra sem keyptu bréf í Íslandsbanka 22. mars og segir á visir.is 12. apríl að stór hóp- ur þeirra rúmlega 200 sem keyptu bréfin hafi „komið inn aðeins fyrir skjótfenginn gróða“ og sé ávöxtun þeirra „ævintýraleg“. Fyrir Kristrúnu sem breytti þremur milljónum í áttatíu með hlutabréfaviðskiptum er þarna mjög sterkt að orði kveðið um gróða annarra af slíkum viðskiptum,“ skrif- ar Björn. Kristrún Frostadóttir Gagnrýnt úr glerhúsi? STAKSTEINAR Björn Bjarnason Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Þó að ferðaþjónustan verði áfram stór og mikilvæg atvinnugrein, sam- hliða sjávarútvegi og álframleiðslu, þá mun hún að öllum líkindum ekki vera jafn mikilvæg fyrir hagkerfið og hún var á árunum 2017-2018. Þetta segir Erna Björg Sverris- dóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, í nýjum þætti Dagmála sem sýndur er á mbl.is í dag. Í þættinum ræða hún og Gunnar Úlfarsson, hag- fræðingur Viðskiptaráðs, um stöð- una og horfur í hagkerfinu. Einn þriðji af útflutningi þjóðar- búsins eru greinar sem ekki falla undir þrjár fyrrnefndar atvinnu- greinar, til að mynda hugverka- iðnaður og lyfjaframleiðsla. Flestar þessara greina koma vel undan Covid-faraldrinum og munu skapa aukna hagsæld hér á landi til lengri tíma. Aðspurð segja þau að fleiri stoðir atvinnulífsins verði ekki til þess að flækja stöðu hagkerfisins. Þurfum fjölbreyttara atvinnulíf - Telja að nýjar atvinnugreinar muni skapa hagsæld hér á landi til lengri tíma Morgunblaðið/Hallur Már Gunnar Úlfarsson og Erna Björg Sverrisdóttir eru gestir Dagmála. Elías Snæland Jónsson, rithöfundur og ritstjóri, er látinn, 79 ára að aldri. Hann lést á Land- spítalanum 8. apríl síð- astliðinn. Elías fæddist á Skarði í Bjarnarfirði á Ströndum 8. janúar 1943. Foreldrar hans voru Jón Mikael Bjarnason og Hulda Svava Elíasdóttir. Ung- ur flutti Elías með for- eldrum sínum suður í Njarðvík og ólst þar upp. Stundaði nám við Samvinnuskólann á Bifröst og lauk þaðan prófi árið 1962. Í framhaldi af því fór hann til náms í blaðamennsku í Noregi, sem markaði braut hans til framtíðar. Elías var blaðamaður á Tímanum 1964-1973 og ritstjóri Nýrra þjóðmála 1974-1976. Hann var blaðamaður og ritstjórnarfulltrúi á Vísi 1975-1981 og í framhaldi af því ritstjóri Tímans 1981-1984. Fór svo til starfa á DV sem aðstoðarritstjóri og var til 1997. Var síðan ritstjóri á Degi til 2001. Jafnhliða blaðamennsku skrifaði Elías fjölda bóka af ýmsum toga. Leikritið Fjörubrot fuglanna var frumsýnt í Borgarleikhúsi ungs fólks í Dresden (Theater Junge Generation) í þýskri þýðingu 1999. Hann hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Brak og bresti 1993 og saga hans Ná- vígi á hvalaslóð, sem kom út árið 1998, var á heiðurslista barna- bókasamtakanna IBBY. Skáldsagan Draumar undir gadda- vír kom út 1996. Einnig skrifaði Elías ýmislegt um söguleg efni. Tók meðal annars saman bókina Möðruvallahreyfingin, en það var klofningsbrot úr Fram- sóknarflokknum. Er sú bók einnig lýsing á mörgu í samfélagi þess tíma. Þá skrifaði Elías bókina Síðasta dag- blaðið á vinstri vængnum sem fjallaði um útgáfu Dags í ritstjóratíð hans. Sem ungur maður var Elías virkur í starfi Framsóknarflokksins og síðar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Þá var hann formaður Blaða- mannafélags Íslands 1972-1973. Eftirlifandi eiginkona Elíasar er Anna Kristín Brynjúlfsdóttir, rithöf- undur og fyrrverandi latínu- og stærðfræðikennari. Synir þeirra eru þrír og barnabörnin fjögur. Andlát Elías Snæland Jónsson, fyrrverandi ritstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.