Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is EIN RAFHLAÐA + Öll verkfæri fyrir garðinn, heimilið og bílskúrinn SAGA Í stefnu Vegagerðarinnar 2020- 2025 segir að meginmarkmið Vega- gerðarinnar sé: * „Öruggar og greiðar sam- göngur.“ * „Hagkvæm uppbygging og rekstur samgöngukerfisins í sátt við umhverfið.“ Þá segir í stefnunni um hlutverk Vegagerðarinnar: * „Vegagerðin skal í starfsemi sinni stuðla að öruggum, sjálf- bærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum.“ Undanfarið finnst mér að Vega- gerðin sé ekki að vinna eftir stefnu sinni í nokkrum stórum málum og nefni hér: * Breytingu á fyrirhuguðum gatnamótum Arn- arnesvegar og Breið- holtsbrautar þar sem breytingin leiðir til fleiri slysa og eykur umferðartafir (sbr. grein mína „Ógöngur gatnamóta“ í Morg- unblaðinu 25. mars sl.). * Að skoða ekki botngöng á ytri leið Sundabrautar við þverun Kleppsvíkur (sbr. grein mína „Sundabraut, af hverju ekki botngöng?“ í Morgunblaðinu 9. feb. 2021). Botn- göngin voru áður metin ódýrasti kosturinn á leiðinni en hefur nú ver- ið ýtt út af borðinu með rökleysu. * Að byggja Miklastokk (umferð- arstokkur frá Snorrabraut austur fyrir Kringlumýrarbraut) og Sæ- brautarstokk (stokkur á Sæbraut frá Ártúnsbrekku að Holtavegi). Hér ætla ég að fjalla um Mikla- stokk og benda á hversu lítið hann þjónar stefnu Vegagerðarinnar. Miklistokkur snýst aðallega um eftirfarandi: * Með honum er auðveldara að koma borgarlínu fyrir á vegkafl- anum og hefur það lítið að gera með stefnu Vegagerðarinnar. * Borgin hyggst þétta byggð meðfram Miklastokki og hefur það ekkert með stefnu Vegagerðarinnar að gera. * Umferðin mun minnka ofanjarðar við Miklatún og er það vissulega jákvætt, en á Vegagerðin að kosta það? * Miklistokkur hefur engin bætandi áhrif á umferðina á Miklu- braut frá Háaleitisbraut og þar fyrir austan og svo norður Vesturlands- veg og samræmist því ekki stefnu Vegagerðarinnar. * Bygging Miklastokks er mikli framkvæmd og stendur líklega yfir í 3 til 5 ár og verða miklar umferð- artafir í allri borginni af þeim sökum vegna lokunar Miklubrautar á fram- kvæmdasvæðinu. * Miklistokkur mun auka umferð- aröryggið við gatnamót Miklubraut- ar og Lönguhlíðar, en spurning hvort bót verður við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. * Miklistokkur hefur í för með sér vegrampa upp og niður til hliðar við stokkinn á löngum köflum sem sker landið og tekur sitt pláss. Má því segja að hann hafi mikil umhverfis- áhrif. * Umferðartafirnar á verktíma munu kosta vegfarendur nokkra milljarða króna og verður fróðlegt að sjá þá upphæð þegar hún verður reiknuð. * Komið hefur fram að Mikli- stokkur gæti kostað um 25 milljarða króna (án kostnaðar vegfarenda við umferðartafir) og á kostnaðurinn væntanlega eftir að hækka. Það merkilega við framsetningu Miklastokks er að hann er settur fram án þess að skoða aðra kosti og er það sjaldgæft þegar Vegagerðin stendur fyrir framkvæmdum. Ég ætla því hér að setja fram ann- an valkost og bera saman við Mikla- stokk og stefnu Vegagerðarinnar, en það eru jarðgöng frá Grensásvegi að Umferðarmiðstöð BSÍ sbr. grein mína „Flöskuhálsar og veggjöld “ í Morgunblaðinu 15.11. 2018 og með- fylgjandi mynd. Þessi jarðgöng myndu samrýmast stefnu Vegagerðarinnar miklu betur en Miklistokkur sbr.: * Jarðgöngin myndu stórlega minnka núverandi umferðartafir á Miklubraut austan Grensásvegar og á Vesturlandsvegi að Korputorgi. * Jarðgöngin myndu stórlega minnka umferðina á Miklubraut frá Grensásvegi að Umferðarmiðstöð- inni. * Jarðgöngin myndu létta mikið á gatnamótum leiðarinnar (Grens- ásvegur, Háaleitisbraut, Kringlu- mýrarbraut og Langahlíð) og auka því umferðaröryggið þar og minnka umferðartafir. * Nánast engar umferðartafir verða vegna framkvæmda við gerð ganganna. * Umhverfisáhrif jarðganganna verða nánast engin. * Skoða þarf hvort heppilegast sé að hafa jarðgöngin 1+1-veg, 1+2- veg eða 2+2-veg. Tveggja akreina jarðgöng (3,5 km löng) gætu kostað 8 til 10 milljarða kr., en fjögurra ak- reina jarðgöng gætu kostað 15 til 18 milljarða kr. Ef þessir tveir kostir eru bornir saman sést að Miklistokkur fellur lítt að stefnu Vegagerðarinnar en jarðgöngin falla mjög vel að stefnu hennar. Ég treysti því að þegar Mikli- stokkur fer í mat á umhverfisáhrif- um verði fleiri valkostir skoðaðir og þar á meðal umrædd jarðgöng. Sérstaklega verður fróðlegt að sjá útreikninga á aukningu umferð- artafa á verktíma Miklastokks og svo útreikninga á hvað jarðgöngin myndu minnka mikið umferðartafir í borginni meðan Miklistokkur hefur þar lítil áhrif. Svo þarf að bera sam- an kostnað valkostanna þar sem jarðgöngin kosta gróft um helming Miklastokks. Ef Vegagerðin ætlar að byggja Miklastokk verður auðsjáanlega að breyta stefnu hennar; að Vegagerð- in stuðli að þéttingu byggðar í stað- inn fyrir að minnka umferðartafir. Annars er Vegagerðin að moka út peningum í verkefni sem samræmist ekki stefnu hennar. Stefna Vegagerðar- innar og Miklistokkur Eftir Bjarna Gunnarsson Bjarni Gunnarsson »Ég treysti því að þegar Miklistokkur fer í mat á umhverfis- áhrifum verði fleiri val- kostir skoðaðir og þar á meðal umrædd jarð- göng. Höfundur er umferðarverkfræð- ingur. Hringbraut Öskjuhlíð H afnar fjar ðarveg ur Bústaðavegur Kr in gl um ýr ar br au t Suðurlandsbraut Miklabraut Sn or ra br au t Bústaðavegur G re ns ás ve gu r Kortagrunnur 2018 - Borgarvefsjá Útfært af BG / Hnit hf - Nóvember 2018 Upprisa Jesú Krists merkir, að endurlausn- arverk Guðs okkur mönnum til frelsunar og fórnin, sem Jesús færði til þess að afmá misgjörðir okkar, eru eitt og hið sama. Upprisuna boðar kirkja Krists sem sögu- legan atburð, viðburð sem vissulega átti sér stað. Á þriðja degi eftir krossfest- inguna reis Jesús Kristur upp frá dauðum, og það á alveg ákveðnum stað: af gröf Jósefs frá Arímaþeu, „staðnum þar sem þeir lögðu hann“. Um leið er ljóst, að upprisa Jesús Krists er ekki sögulegur atburður í nákvæmlega sama skilningi og aðrir viðburðir sögunnar, sem okkur er kunnugt um. Hann er af ætt hinna hinstu raka (eskatólógískur) og því er ekki unnt að færa sönnur á hann með vísindalegum aðferðum. Þessi tvíveðrungur einkennir þær heimildir, sem í guðspjöllunum er að finna. Frásagnir þeirra af upprisunni eru lokanótan í sögu guðspjallamann- anna af lífi og dauða Jesú Krists. Sam- kvæmt þeim bera postularnir kennsl á Jesú, þegar þeir sjá hann upprisinn frá dauðum. Hins vegar verður að við- urkenna, að upprisan er ekki hluti af ævisögu Jesú með sama hætti og við- burðirnir í lífi hans frá vöggu til graf- ar. Ekkert mannlegt auga sá sjálfa upprisuna. Vitni að henni voru annars vegar manneskjur, sem sáu gröfina tóma, og hins vegar fólk, sem sá Jesú upprisinn. Var Páli postula kunnugt um tómu gröfina? Hann nefnir hana að minnsta kosti ekki. En hann ritar: „Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritning- unum, og hann var grafinn, og reis upp á þriðja degi samkvæmt ritning- unum.“ Þessi orð Páls er erfitt að skilja öðru vísi en svo, að þau vísi til tómu grafarinnar. Sú áhersla, sem Páll leggur á greftrun Jesú, hlýtur að merkja að hann hafi skilið upprisuna sem bókstaflega, líkamlega upprisu. Í stuttu máli ber öllum kristnum frumheimildum saman um það, að hinn krossfesti Jesús frá Nasaret lifi að eilífu með Guði föður, og það sé Hann, sem von okkar, kristinna manna, beinist að. Höfundar Nýja testamentis eru meira en fullvissir um það, að sá sem deyddur var á krossinum hafi verið reistur upp frá dauðum, og hver sá maður, sem fylgir hon- um og heldur sér fast við Hann, muni og lifa. Þessi upprisa er sama og að deyja í Guði. Upprisutrúin er bjargföst trú, full trúnaðartrausts, sem treystir því, að Guð upphafsins, Skaparinn, sé einnig Guð endalok- anna. Upprisutrúin er því í sér- stökum skilningi alefling trúarinnar á Guð sem Skapara. Í upprisunni vinn- ur Skaparinn sigur á dauðanum. Þeim hinum sama Guði felur hinn trúaði allt á hendur, allt, sem hann á í vonum, og allt, er veldur sorg. Dauð- inn er endalokin, en um leið nýtt upp- haf. Sá almáttugi Guð, sem skapað hefur allt af engu, er einnig fær um að kalla okkur mannfólkið frá dauðanum til lífsins. Það er því ærið tilefni til þess að gleðjast á páskum! Tökum fagnandi á móti geislum glampandi páskasólar, sem vekur allt með kossi! Og umfram allt þökkum við Guði fyrir það, að hann gaf okkur einkason sinn að óumræðilegri gjöf og fyrirmynd og reisti Hann upp frá dauðum við geisla morgunsólar árla á páskamorguninn forðum, sem frumgróða þeirra, sem sofnaðir eru. Því ættum við að reyna að gæða líf okkar eiginleikum upp- risulífsins í Kristi, lífs hinnar kom- andi aldar, þar sem Guð verður allt í öllu, hvert tár þerrað og harmur og kvöl ekki framar til! Gleðilega páska! Páskar Eftir Gunnar Björnsson Gunnar Björnsson » Og umfram allt þökkum við Guði fyrir það, að hann gaf okkur einkason sinn að óumræðilegri gjöf og fyrirmynd og reisti Hann upp frá dauðum. Höfundur er pastor emeritus. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.