Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 ✝ Hrund Jóhannsdóttir fæddist 14. nóv- ember 1941 í Reykjavík. Hún lést 28. mars 2022 á Hrafnistu Laugar- ási. Hún var dóttir hjónanna Jóhanns Sigurðssonar, f. í Dal í Miklaholts- hreppi 24.4. 1913, d. 15.5. 1995, og Helgu Hann- esdóttur, f. á Sveinsstöðum í Neshreppi utan Ennis, Snæfells- nesi 17.4. 1914, d. 19.4. 2006. Hrund var elst í sínum systk- eru: 1) Jóhann Gylfi, f. 1959, maki Jóhanna Erlendsdóttir, börn þeirra eru: Hrund, Gunnar Örn og Bjarki Freyr. 2) Rann- veig, f. 1962, maki Sigurður Gunnarsson, sonur þeirra er Sævar Ingi. Langömmubörn Hrundar eru orðin sjö og hafði hún mikla ánægju af samvistum við þau öll. Þau heita: Jóhann Mikael, Trist- an Örn, Aníta Sóley, Jóhanna Lára, Sigríður Hanna, Einar Gylfi og Thelma Ýr. Hrund ólst upp í Reykjavík og bjó þar alla ævi, lengst af í Breiðholti, og síðar á Skúlagötu 44. Hún vann við háriðn lengi vel og ýmis störf í gegnum lífið, m.a. við verslunarstörf og á Borgarspítala sem aðstoðar- ræstingastjóri og móttökuritari á röntgendeild. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. inahópi, systkini hennar eru Hanna Birna, Rannveig Auður og Sigurður Rafn, sem lifa öll systur sína. Hrund giftist hinn 21.4. 1963 Gunnari Jónssyni prentara, f. 31.7. 1938, en hann vann lengst af sem leigu- bílstjóri hjá Hreyfli. Gunnar lést 19.4. 2015. Hrund lærði háriðn og hlaut meistararéttindi í þeirri grein árið 1967. Börn Hrundar og Gunnars Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: „Gleymd’ei mér“. Væri ég fleygur fugl flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má, öðru en þér. (Höf. ók.) Fallega lagið um litla bláa blómið, gleym-mér-ei, sem hún mamma söng svo oft á gleði- stundum og mannfögnuðum, kemur nú upp í hugann þegar hún hefur kvatt okkur og sál hennar sigruð. Við minnumst hennar með hlýhug og sorg í hjarta, en jafnframt viss um að henni líði miklu betur núna, laus úr viðjum lasleika og veraldlegra hluta sem íþyngdu henni, sér- staklega seinni ár. Hún náði sér aldrei á strik eft- ir andlát pabba, sem lést 2015, þar sem stórt skarð var rofið í alla hennar líflínu og venjur. Þau áttu saman líf, ferðalög um landið sitt, erlendis og allan heiminn, bæði í raun og huga. Mamma elskaði þessar ferðir, sérstaklega seinni árin á húsbílnum, þar sem hún gat áfram verið húsmóðirin um borð og gamli sá um labbit- úrana. Hún var höfðingi heim að sækja og það var öllu tjaldað til þegar gesti bar að garði, allt fína kaffistellið dregið fram, hvort sem það var gullslegið heima eða fokdýrt harðplast í útilegu. Hún naut sín vel á þessum stundum. Kunni sitt fag, enda fyrirmyndir sóttar til Harrod’s og Bucking- ham Palace. Hún kunni góð skil á bresku krúnunni og flestu hefð- arfólki heimsins í gegnum tíðina. Þar var hún á heimavelli. Það gustaði stundum af henni og hún átti til óþolinmæði sem kom henni í koll. Hún keyrði t.d. aftan á bíl á grænu ljósi sem fór ekki af stað á sama tíma og hún og það var bara hneyksli, að hennar mati, að vera dæmd í órétti. Hún var okkur góð móðir og taldi sig alltaf heppna að hafa eignast svona góð börn, en gerði ekkert úr eigin hlut með útkom- una á uppeldinu. Við minnumst margra skemmtilegra stunda með mömmu, en einnig þegar tímar voru erfiðir. Það er ekki alltaf sjálfgefið að berja af sér byrðar og erfiðleika sem á mann sækja í lífinu, en mamma gerði það eins vel og hún gat og treysti sér til. Við hlógum oft með henni að ýmsum sögum af okkur sjálfum og henni að skakka leikinn eða hvetja okkur áfram í vitleysunni. Hún leyndi á sér og hafði góðan húmor, var glettin og skaut oft athugasemdum eða orðum inn í samtöl á hárréttum tíma. Hún gat líka verið hvöss og ákveðin ef við vorum á rangri braut, en hún beitti þeim eiginleika sjaldan, enda við svo vel upp alin! Hún á fjögur barnabörn og sjö barnabarnabörn sem öll hafa notið samvista við hana og henni var mjög í mun að fylgjast vel með skæruliðunum, eins og hún orðaði það stundum, eftir eitt- hvert óborganlegt prakkara- strikið. Þá hló hún og sá stundum sjálfa sig í þeim. Við eigum eftir að sakna mömmu, en gleðjumst á sama tíma yfir því að hún sé farin í Sóllandið að hitta gamla og ferðast á ný, frjáls sem fuglinn, laus við fjötra. Vertu sæl, elsku mamma. Jóhann Gylfi, Rannveig og makar. Elsku hjartans amma mín, ég vonaði svo innilega að þessi dag- ur kæmi ekki strax og vonaði svo innilega að hann kæmi bara alls ekki. Afar barnaleg ósk, ég veit. En nú er staðan þessi og hugur minn þeytist um víðan völl og safnar saman ótal minningum um glaðar stundir. Við nöfnurnar áttum margt sameiginlegt og vorum líkar að mörgu leyti. Það voru forréttindi að eiga hana að alla tíð og ég átti alltaf vinkonu í ömmu minni. Hún skildi mig allt- af og stóð alltaf með mér. Hún lagði mér stundum lífsreglurnar og var mikið í mun að ég stæði vörð um mig og mína og væri alltaf trú sjálfri mér. Síðustu árin voru oft á tíðum krefjandi út af faraldrinum og þeim takmörkun- um sem honum fylgdu, við gátum ekki hist eins oft og okkur lang- aði, en hringdum því oftar hvor í aðra og ég sendi henni myndir af öllum skemmtilegum augnablik- um í lífi okkar barnanna svo hún myndi ekki missa af neinu. Hún var bókstaflega með okkur öllum stundum í máli og myndum. Elsku amma hvað ég sakna þín mikið, aldrei er maður tilbúinn eða sáttur þegar kallið kemur. En ég ætla að halda áfram að vinna með það sem við tvær átt- um einar saman síðasta árið og gera eins vel og ég get. Minning þín mun lifa í hjarta mínu og barnanna minna um ókomna tíð. Takk fyrir allt og allt elsku hjart- ans ömmugullið mitt. Ég elska þig að eilífu. Þín Hrund. Hjartkær stóra systir okkar, Hrund Jóhannsdóttir, hefur kvatt, nokkuð óvænt, þó að heilsu hennar hafi hrakað um nokkurn tíma. Kveðjustundin er viðkvæm, svo margs að minnast á langri leið saman. Minningarnar birt- ast, bjartar og góðar. Við þökk- um elsku Hrund innilega fyrir trausta fylgd hennar með okkur og fjölskyldum okkar í gegnum árin. Megi eilífa ljósið umvefja hana á nýjum stigum. Svo opnast gylltar dyr inn í glæsta sali, nýjar víddir, nýja ljósbjarta heima, draumanna veröld. Vertu svo góður og gakktu í bæinn! (Ólafur Ragnarsson) Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku systir! Dýpstu samúð okkar vottum við systkinunum kæru, Jóhanni Gylfa og Rannveigu, og fjölskyld- um þeirra. Hanna Birna, Rannveig Auður og Sigurður Rafn. Við kveðjum hinstu kveðju kæra vinkonu okkar Hrund Jó- hannsdóttur. Hrund var tignar- leg kona, afar gestrisin, jákvæð, brosmild og hress. Leiðir okkar hjóna lágu fyrst saman með þeim heiðurshjónum Gunnari og Hrund fyrir 40 árum. Við áttum margar skemmtilegar samveru- stundir og ferðuðumst mikið saman bæði innanlands og eins til útlanda. Þetta voru frímúrara- ferðir og eins vorum við með þeim í svokölluðum Ferðavinum. Eftir að við fréttum af andláti Hrundar tókum við fram gömlu myndirnar og eins diska með myndum frá nafna mínum á ferðalögum, það er ljúft að minn- ast og ánægjulegt að rifja upp þessar góðu samverustundir og þá kemur m.a. upp í hugann það sem nafni minn sagði gjarnan „Nú erum við í góðum málum.“ Það voru forréttindi að fá að kynnast og ferðast með þessum góðu og hressu hjónum. Nú er Hrund lögð af stað í sumarlandið til nafna og veit ég að tekið verð- ur vel á móti henni. Blessuð sé minning Hrundar vinkonu okkar. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar. Gunnar Þórólfsson og Jóhanna Friðgeirsdóttir. Hrund Jóhannsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Bros þú færðir í marga. og hlýju í hjarta allra. Góðhjörtuð við allt og alla. Nú á góðan stað þú fórst. Þú alltaf á báðum fótum stóðst. Minning þín mun alltaf vera í mínu hjarta elsku langamma góða ferð til þíns heima, guð og englar munu þig geyma. (Davíð,1991) Söknum þín Jóhann Mikael, Aníta Sóley og Einar Gylfi. Við vorum hálf- systur og enn man ég hve glöð ég varð að frétta af henni! Ég var fimm ára en hún 13 og var á ferð í Reykjavík en bjó annars í Staðarsveitinni. Hugsa sér að eiga stóra systur – og svo var hún svo sæt og blíð. Flestir í kringum mig áttu systkini, sumir mörg, og stelpan á efri hæðinni sem var líka einbirni sinna for- eldra hafði nýverið sagt mér að hún ætti hálfsystur fyrir norðan sem væri væntanleg í bæinn og þá fengju þær að hittast. Og var ég þá ekki svo heppin að frétta af minni hálfsystur sem einnig bjó úti á landi. Bjuggu bara öll hálf- systkin úti á landi? Við Stefana urðum aldrei mjög nánar, aldursmunur og ólíkt upp- eldi og svo kom fljótt í ljós þegar við stækkuðum að áherslurnar voru ólíkar, ekki sammála í pólitík svo við ákváðum að ræða slík mál sem minnst, ég var í bókum en hún í viðskiptum en alltaf höfðum við samt um nóg að ræða. Það voru börnin, það var sameiginleg fjölskylda og ýmsar ættarsögur af lifandi og liðnum og margt fleira. Við hittumst í kaffi og frænkuhitt- ingum og áttum gegnum tíðina mörg og löng samtöl í síma. Hún bar hag barna sinna og barnabarna mjög fyrir brjósti og fylgdist með sigrum þeirra og vonbrigðum og lagði til ráð og samtöl og kannski eitthvað fleira. Hún var snjöll kaupsýslukona með allt á hreinu. Framkoman var hrein og bein og tíguleg, erindið Stefana Karlsdóttir ✝ Stefana Gunn- laug Karlsdóttir fæddist 19. ágúst 1931. Hún lést 28. mars 2022. Útför hennar fór fram 13. apríl 2022. skýrt og ef reynt var að leiða hana á villigötur sá hún oft- ast við því og gerði þá viðkomandi grein fyrir með stuttum, meitluðum setningum að slíku sæktist hún ekki eftir. Svo margar góð- ar minningar sitja eftir, takk fyrir að vera systir mín, elsku Stefana. Þóra Elfa Björnsson. Þá hefur hún kvatt þessa jarð- vist ömmusystir sona minna. Sönn íslensk valkyrja, sveitastelpan sem kom fátæk í borgina en með útsjónarsemi lét hún drauma sína rætast og lagði heiminn að fótum sér. Stefana var bæði aðsópsmikil og þýð í allri framkomu. Auk þess að eiga bæði börn og buru kom hún á laggirnar glæsilegri snyrti- vöruverslun á Laugaveginum. Þar var hún allt í öllu, flaug heims- horna á milli til að opna viðskipta- sambönd og flytja inn fallegar skart- og snyrtivörur í hæsta gæðaflokki. Yfir henni var þessi einstaka reisn sem geislar af ein- lægum og hjartahlýjum dömum. Hvar sem hún kom lýstist upp umhverfið, þannig var hún bara, en jafnframt alltaf svo blátt áfram. Það var ekki bara að við tengd- umst fjölskylduböndum, heldur var hún mér lærimóðir, fyrirmynd og vinkona. Hún var höfðingi heim að sækja, fagurkeri mikill, vel les- in og viðförul. Hún var sannur lífs- kúnstner og maður kom ekki að tómum kofunum í viðræðum við hana. Það sem hún lagði til mál- anna var einfaldlega kjarni máls- ins, hún hafði þá skörpu sýn að hún hitti beint í mark. Hún hafði afar góða nærveru, hlustun og stórt hjarta. Það var öðruvísi að stunda við- skipti fyrir tíma netsins, þetta var á tímum Facit-ritvéla og Canon- reiknivéla. Tollskráin var inn- bundin í möppu og helstu tollnúm- erin kunni hún utan að. Þetta var á þeim tíma þegar þurfti að fá stimpla hjá gjaldeyriseftirlitinu á hvern reikning, áður en hægt var að fara í bankann til að kaupa ávís- un til að borga fyrir vörurnar. Svo var til fyrirbæri sem hét Verðlags- eftirlitið og það vildi líka fá sínar skýrslur. Á þessum tíma þurfti að gjöra svo vel að fara í eigin per- sónu með alla pappírana á hvern stað áður en mátti svo mikið sem selja eina greiðu. Vinnudagurinn var langur og við bættist heimilið. Hvernig hún Stefana fór að því að láta allt ganga upp, alltaf svona æðrulaus og yfirveguð, má líklega rekja til þess veganestis sem hún fékk í sveitinni, á Krossum. Hún vandist snemma á að vinna mikið, gera mikið úr litlu og hafa yfirsýn yfir heildarmyndina. Ég var svo lánsöm að kynnast einnig móður hennar, Maríu Ás- mundsdóttur, þeirri miklu sauma- og myndlistarkonu, sem kenndi Stefönu mikið. María lét ekkert stoppa sig, eftir hana liggur ógrynni ljósmynda og málverka, unnin með einstakri tækni með textíl og olíumálun. Síðustu ára- tugina bjó hún á 5. hæð í Vest- urbænum og gekk upp og niður stigana án þess að blása úr nös. Hún lést árið 1996, nokkrum vik- um fyrir 98 ára afmælið, og hélt heimili fram undir það síðasta. Ég kveð Stefönu með þakklæti fyrir allar okkar góðu stundir. Börnum hennar, barnabörnum, barnabarnabörnum og öllum að- standendum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Rut Rikey Tryggvadóttir. Eðli og hugsanlegan tilgang til- verunnar skilur víst enginn – og í glundroða sínum og firringu virð- ist mannlífið og mannlegt hlut- skipti næsta fjarstæðukennt ef ekki fáránlegt fyrirbæri. – Jafn- framt er það staðreynd að flest okkar virðast þó hafa djúpstæða þörf fyrir að finnast eða trúa að líf sitt hafi tilgang og að eitthvað gefi því gildi. Og sitthvað getur stuðlað að því að svo verði. Þar virðist vin- áttan vera eitt hið nærtækasta. Svo er sem hún geti vakið þessa nauðsynlegu tilfinningu, tilfinn- ingu fyrir óskilgreindum tilgangi, innbyggðum í lífið – þrátt fyrir allt. Þessar hugrenningar um verð- mæti vináttunnar leituðu á mig, nú við kveðjustund Stefönu Karls- dóttur. Ég átti því láni að fagna að kynnast þeim hjónum, Ólafi Jóni og Stefönu, fyrir rúmum fjórum áratugum. Um langt árabil naut ég gestrisni þeirra og hlýju á fal- legu heimili þeirra á Hávallagöt- unni, auk þess á Þórgautsstöðum í Borgarfirði og síðar á Sléttuveg- inum eftir að Stefana fluttist þang- að. Það ríkti alltaf sérstök persónu- leg reisn og orka yfir Stefönu, og jákvæð og glaðvær stemning í nærveru hennar. Hlýjan og birtan frá vinarhug hennar lifir áfram þótt hún hafi nú kvatt. Ég votta fjölskyldu hennar, ættingjum og vinum innilega hlut- tekningu. Magnús Skúlason. HINSTA KVEÐJA Vinátta okkar Stefönu var traust og verðmæt. Við áttum ófáar gleðistundir sem ég er þakklát fyrir að eiga í minningunni. Ég kveð kæra vinkonu með ljóðinu Horfinn vinur eftir Gunnar Dal: Vel ég man hvar vin hef átt þótt venjulega segi fátt. En þegar burt hann frá mér fer finn ég best hvað hann var mér. Dórothea Júlía Eyland. Ég kveð elsku mömmu með mikl- um trega og söknuði um leið og ég gleðst yfir því að hún hafi loks fengið að kveðja okkur. Hún var svo tilbúin að fara og hitta fólkið sitt hinum megin. Það var erfitt að horfa upp á mömmu síðustu árin svona stolta og sjálfstæða upp á aðra komna, það var ekki alveg hennar stíll. En hún tók þessu öllu með jafnaðar- geði og léttri lund. Mamma ólst upp á Ísafirði til 7 ára aldurs en fluttist þaðan eftir andlát föður hennar til Akureyrar með móður sinni og Magga bróður. Mamma sagði okk- ur margar sögur frá æsku sinni, minnisstæðust var frásögn hennar af Magga sem svaf í kommóðu- skúffu og Ídu ráðskonu sem ekki þorði að sofa ein og gisti uppi í hjá þeim vegna myrkfælni. Mamma vann lengi á Símstöðinni á Akur- eyri og eignaðist hún þar margar góðar vinkonur sem að héldu hóp- inn alla tíð. Mamma kynntist pabba á Símstöðinni á Akureyri þegar hann kom þangað í afleysingar. Þau bjuggu á Seyðisfirði í eitt ár en fluttu svo til Reykjavíkur. Við erum sex systkinin og ólumst við upp á Laugarnesvegi 102, 4. hæð til vinstri. Í hverri íbúð í stigagang- inum voru fjölskyldur með 3-6 börn. Ég minnist mömmu í hag- kaupsslopp, sýsla í eldhúsinu, fara niður til Emmu og Kristrúnar í kaffi og setja rúllur í hárið. Mamma varð ekkja 56 ára gömul og bjugg- um við systurnar þá hjá henni. Mamma hóf störf á leikskólanum Laugaborg eftir andlát pabba og vann hún þar til sjötugsaldurs. Mamma var trúuð, starfaði í kven- félagi Laugarneskirkju og sat þar Guðný Björnsdóttir ✝ Guðný Björns- dóttir fæddist 20. júlí 1925. Hún lést 25. mars 2022. Útför hennar fór fram 12. apríl 2022. heillengi í stjórn. Einnig sótti hún flestar athafnir í Laugarneskirkju eins lengi og hún gat. Mamma naut þess að taka þátt í kirkjustarfinu og hefði örugglega sungið í kórnum ef hún hefði ekki verið með öllu laglaus. Hún lét það þó ekki aftra sér að syngja börn sín og barnabörn í svefn og sá söngur er greyptur í minni okkar allra. Mamma var einstök með mikið jafnaðargeð og oftast í góðu skapi, en auðvitað fékk maður alveg að heyra það ef henni misbauð. Mamma var sjálfstæðiskona, kaus og vann fyrir Sjálfstæðisflokkinn alla tíð. Helstu deilur okkar mömmu voru tengdar pólitík en á unglingsárum mínum snerust deilur okkar oft um klæðaburð minn. Flóin var ekki í eins miklu uppáhaldi hjá henni og dótturinni. Mamma flutti í Strandasel 3 þegar hún gat ekki lengur gengið upp stigana á Laugarnesveginum og þar hélt hún þeirri hefð áfram að bjóða sístækkandi fjölskyldunni í bollu- og aðventukaffi. Mamma var mjög félagslynd og þegar hún flutti í þjónustuíbúð í Norðurbrún stofnaði hún gönguhóp sem hittist daglega á röltinu, inn á milli hvíldu þau sig og þá var stundum dreg- inn upp peli. Mamma las mikið og krossgátur voru hennar yndi. Hún elskaði að fara í leikhús, og átti hún lengi vel leikhúsvinkonu en þegar hún féll frá, tókum við dóttir mín við keflinu. Þegar hún gat ekki lengur farið sjálf í leikhúsið þá fylgdist hún vel með og hafði gaman af að hlusta á gagnrýni á leikverkum. Mamma tók mikinn þátt í uppeldi dóttur minnar og var mín stoð og stytta alla tíð. Elsku mamma, nú ertu komin á góðan stað. Guð blessi þig. María Ingibjörg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.