Morgunblaðið - 14.04.2022, Side 8

Morgunblaðið - 14.04.2022, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Pálmatré, hvítar strendur, kristaltær sjór, Karíba- hafið eins langt og augað eygir, 4*stærðar lúxus resort við ströndina - allt innifalið um 40 atriði. Auk þess heill dagur í NY. Ef þú vilt gera meira en slappa af á stöndinni, kíktu á hina heims- frægu Maya piramida, snorklaðu eða kafaðu í sjónum með fiskum af öllum regnbogans litum, farðu á stórfiskaveiðar, sinntu í lónum í frumskóginum, farðu að sigla, skrepptu til eyjunnar Conzumel, kíktu á einn af þekktasta þjóðgarð Mexico Xian Ka‘an eða kíktu út á lífið, sem dæmi. Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is Innifalið • Flug, Icelandair og Jetblue með sköttum og tösku • Rúta í NY • Rúta í Mexico • 4* Hótel á Manhattan NY, 1 nótt • 4* Hótel resort Wyva Wyndham May, allt innifalið matur, drykkur, mikil afþreying og fleira • Einkaströnd með þjónustu • Íslenskur farastjóri. Verð á mann í 2ja manna herbergi 346.100 kr. Verð á mann í 3ja manna herbergi 329.950 kr. Verð á mann í 4ra manna herbergi 322.000 kr. MEXICO Playa Del Carmen 9.-20. október Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem gagnrýnt hefur sölu á hlut rík- isins í Íslandsbanka og við hana má vissulega gera athugasemdir. Ýmsum þykir þó að Kristrún sé ekki endilega best til þess fallin að gagnrýna einmitt þetta. - - - Björn Bjarnason skrifar: „Krist- rún Frostadóttir stefnir að for- mennsku í Samfylk- ingunni. Fyrir kosn- ingar 25. september 2021 var hún þrá- spurð um viðskipti sín með bréf í Kviku- banka þar sem hún starfaði. Hún vildi engu svara fyrir kosningar en að þeim loknum fékk hún drottningarviðtal í Silfrinu.“ - - - Björn heldur áfram og segir að í Viðskiptablaðinu hafi viðskiptum Kristrúnar verið lýst á þennan hátt: „Hún fékk að kaupa áskrift að kaupum á 10 milljónum hluta í bank- anum á ákveðnu gengi á fyrirfram ákveðnum dagsetningum gegn hóf- legri greiðslu. Myndi þróun á gengi bréfa bankans verða hagfelld – eins og raunin varð – gætu þessi áskriftarrétt- indi skapað gríðarlega mikinn hagnað eins og kom á daginn: Þrjár milljónir króna urðu að áttatíu.“ - - - Nú býsnast Kristrún mjög yfir skjótfengnum gróða þeirra sem keyptu bréf í Íslandsbanka 22. mars og segir á visir.is 12. apríl að stór hóp- ur þeirra rúmlega 200 sem keyptu bréfin hafi „komið inn aðeins fyrir skjótfenginn gróða“ og sé ávöxtun þeirra „ævintýraleg“. Fyrir Kristrúnu sem breytti þremur milljónum í áttatíu með hlutabréfaviðskiptum er þarna mjög sterkt að orði kveðið um gróða annarra af slíkum viðskiptum,“ skrif- ar Björn. Kristrún Frostadóttir Gagnrýnt úr glerhúsi? STAKSTEINAR Björn Bjarnason Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Þó að ferðaþjónustan verði áfram stór og mikilvæg atvinnugrein, sam- hliða sjávarútvegi og álframleiðslu, þá mun hún að öllum líkindum ekki vera jafn mikilvæg fyrir hagkerfið og hún var á árunum 2017-2018. Þetta segir Erna Björg Sverris- dóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, í nýjum þætti Dagmála sem sýndur er á mbl.is í dag. Í þættinum ræða hún og Gunnar Úlfarsson, hag- fræðingur Viðskiptaráðs, um stöð- una og horfur í hagkerfinu. Einn þriðji af útflutningi þjóðar- búsins eru greinar sem ekki falla undir þrjár fyrrnefndar atvinnu- greinar, til að mynda hugverka- iðnaður og lyfjaframleiðsla. Flestar þessara greina koma vel undan Covid-faraldrinum og munu skapa aukna hagsæld hér á landi til lengri tíma. Aðspurð segja þau að fleiri stoðir atvinnulífsins verði ekki til þess að flækja stöðu hagkerfisins. Þurfum fjölbreyttara atvinnulíf - Telja að nýjar atvinnugreinar muni skapa hagsæld hér á landi til lengri tíma Morgunblaðið/Hallur Már Gunnar Úlfarsson og Erna Björg Sverrisdóttir eru gestir Dagmála. Elías Snæland Jónsson, rithöfundur og ritstjóri, er látinn, 79 ára að aldri. Hann lést á Land- spítalanum 8. apríl síð- astliðinn. Elías fæddist á Skarði í Bjarnarfirði á Ströndum 8. janúar 1943. Foreldrar hans voru Jón Mikael Bjarnason og Hulda Svava Elíasdóttir. Ung- ur flutti Elías með for- eldrum sínum suður í Njarðvík og ólst þar upp. Stundaði nám við Samvinnuskólann á Bifröst og lauk þaðan prófi árið 1962. Í framhaldi af því fór hann til náms í blaðamennsku í Noregi, sem markaði braut hans til framtíðar. Elías var blaðamaður á Tímanum 1964-1973 og ritstjóri Nýrra þjóðmála 1974-1976. Hann var blaðamaður og ritstjórnarfulltrúi á Vísi 1975-1981 og í framhaldi af því ritstjóri Tímans 1981-1984. Fór svo til starfa á DV sem aðstoðarritstjóri og var til 1997. Var síðan ritstjóri á Degi til 2001. Jafnhliða blaðamennsku skrifaði Elías fjölda bóka af ýmsum toga. Leikritið Fjörubrot fuglanna var frumsýnt í Borgarleikhúsi ungs fólks í Dresden (Theater Junge Generation) í þýskri þýðingu 1999. Hann hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Brak og bresti 1993 og saga hans Ná- vígi á hvalaslóð, sem kom út árið 1998, var á heiðurslista barna- bókasamtakanna IBBY. Skáldsagan Draumar undir gadda- vír kom út 1996. Einnig skrifaði Elías ýmislegt um söguleg efni. Tók meðal annars saman bókina Möðruvallahreyfingin, en það var klofningsbrot úr Fram- sóknarflokknum. Er sú bók einnig lýsing á mörgu í samfélagi þess tíma. Þá skrifaði Elías bókina Síðasta dag- blaðið á vinstri vængnum sem fjallaði um útgáfu Dags í ritstjóratíð hans. Sem ungur maður var Elías virkur í starfi Framsóknarflokksins og síðar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Þá var hann formaður Blaða- mannafélags Íslands 1972-1973. Eftirlifandi eiginkona Elíasar er Anna Kristín Brynjúlfsdóttir, rithöf- undur og fyrrverandi latínu- og stærðfræðikennari. Synir þeirra eru þrír og barnabörnin fjögur. Andlát Elías Snæland Jónsson, fyrrverandi ritstjóri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.