Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 4

Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 ALMERÍA 11 DAGAR SAMAN Í SÓL 28. JÚLÍ - 08. ÁGÚST AR ALMERIMAR 4* SUPERIOR HERBERGI MEÐ HÁLFU FÆÐI VERÐ FRÁ 156.500 KR Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 193.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, VALIN GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS FRÁBÆRÁFANGASTAÐUR FYRIRFJÖLSKYLDUNA,GÓÐ GISTING, HÁLFTFÆÐI OG STAÐSETT VIÐSTRÖNDINA FJÖ LSK YLD U VÆ N T Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Úthlutað hefur verið 230 milljónum króna úr sjóði vegna styrkja til verk- efna sem stuðla að eflingu hringrás- arhagkerfis á Ís- landi. Alls fengu 22 verkefni styrk úr sjóðnum í ár og er 141 m.kr. veitt vegna nýsköpun- arverkefna og 89 m.kr. vegna ann- arra verkefna, að því er fram kem- ur á vef stjórnar- ráðsins. Markmið með styrkveitingunum er í tilkynningu ráðuneytisins sagt vera að draga úr myndun úrgangs, bæta flokkun, efla tækifæri til endurvinnslu sem næst upprunastað, stuðla að aukinni end- urvinnslu og endurnýtingu og efla tækifæri til nýsköpunar og þróunar á búnaði sem dregur úr magni úr- gangs eða auðveldar flokkun, endur- vinnslu og aðra endurnýtingu úr- gangs. Hæstu styrkir, sem veittir eru til einstakra verkefna, eru 20 milljónir króna og fengu fimm verkefni þá upphæð, en það var meðal annars verkefni er snýr að endurnýtingu byggingarefna, gerð lífræns áburðar úr úrgangi laxeldis og endurvinnsla sláturúrgangs. Þá er meðal annarra verkefna eftirtektarvert að unnið sé að notkun plastúrgangs í stað kola í kísilmálms- og málmblendifram- leiðslu. Yfir milljarð króna „Innleiðing hringrásarhagkerfis er mikilvægur liður í að Ísland nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Það er því ánægjulegt og veitir til- efni til bjartsýni að skynja hversu mikill áhugi er á þessum málaflokki og verður áhugavert að fylgjast með framþróun þeirra verkefna sem hér hljóta styrk,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í tilkynningunni. Auglýst var eftir umsóknum um styrki í mars og bárust 95 umsóknir og var heildarupphæð umsókna 1.250 milljónir króna. Matshópur lagði mat á allar umsóknir og gerði í kjölfarið tillögur til ráðherra um veitingu styrkja. Úthlutuðu 230 milljónum króna - 22 hringrásarverkefni fengu styrk Guðlaugur Þór Þórðarson Vonir standa til þess að moltuvinnsla hefjist aftur í gas- og jarðgerðarstöðinni GAJU í Álfsnesi í ágúst, að sögn Jóns Viggós Gunnarssonar, framkvæmdastjóra SORPU. Sem kunnugt er greindust myglugró í loftaklæðningu moltugerðarhluta GAJU í ágúst í fyrra. Þá var um ár lið- ið frá því að starfsemin hófst í húsinu. Framleiðsla moltu var stöðvuð í kjölfarið. GAJA tók til starfa í ágúst 2020. Hún tekur við líf- rænum úrgangi af höfuðborgarsvæðinu og á að vinna úr honum metangas og moltu. Gert er ráð fyrir að stöðin geti unnið úr allt að 35.000 tonnum af úrgangi á ári. Metangasið er hægt að nýta sem eldsneyti m.a. á ökutæki og moltan er jarðvegsbætandi og nýtist vel til landsgræðslu. Moltugerð vonandi í ágúst GAS- OG JARÐGERÐARSTÖÐIN GAJA Jón Viggó Gunnarsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ístak er að laga skemmdirnar í GAJU. Svo er enn verið að ræða við Ístak um ýmis mál á gallalistanum. Það tekur einhvern tíma enn,“ segir Jón Viggó Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SORPU. Hann segir að menn vilja fara vandlega yfir þessi atriði, en engin þeirra geti tal- ist vera stór. Hann segir að aðilar málsins, verktakinn Ístak, Verkfræðistofan Efla sem hannaði húsið og verk- kaupinn Sorpa, hafi ekki verið sam- mála um hvað olli því að lofta- klæðningin myglaði. Ljóst er að rakamyndun inni í moltugerðinni var meiri en menn höfðu búist við. „Þegar hús er hannað þarf að taka til greina þá ferla sem húsið á að hýsa. Ístak og Efla benda á að þeir ferlar hafi ekki verið forskrifaðir nægilega vel og ekki verið nógu skýrir. Það hefur farið mikil vinna í að fara í gegnum gömul hönnunar- skjöl, fundargerðir og ákvarðanir sem voru teknar. Menn eru sammála um stóru myndina en við erum að vinna í því að leysa ákveðin útfærslu- atriði,“ segir Jón Viggó. Hann segir að lítil spurn sé eftir moltu og því hafi framleiðslustöðvunin ekki valdið miklu fjárhagslegu tjóni. Metanframleiðsla að aukast Engin truflun hefur orðið á starf- rækslu gasgerðarstöðvarinnar í GAJU sem framleiðir metan. Fram- leiðsla á því hefur aukist jafnt og þétt. „Við erum að nálgast hámarksaf- köst í móttöku efnis til metanfram- leiðslu. Við erum alltaf að fá betra og betra lífrænt hráefni til gasgerðar. Höfuðborgarsvæðið er allt að fara í söfnun á lífrænum úrgangi frá heim- ilum um áramótin. Við sjáum því fram á bjarta tíma í metanvinnslu,“ segir Jón Viggó. „Metan úr GAJU er notað til að knýja bíla á höfuðborgar- svæðinu og einnig í ýmsum iðnaði.“ Vinnslutæknin byggist á einka- leyfi frá Aikan Solum AS í Dan- mörku. Jón Gunnar segir það taka tíma að ná fullum afköstum í gas- gerðarstöðinni. Unnið sé að því í samvinnu við Aikan. Mikil sjálfvirkni er í verksmiðjunni og starfsmenn 5-6 talsins. Verksmiðjan framleiðir nú um eina milljón rúmmetra af metani á ári. Vonir standa til þess að hægt verði að auka framleiðsluna upp í tvær milljónir rúmmetra innan hálfs árs. „Það gengur gríðarlega vel að losna við metanið. Það var gerð áætl- un um að metan myndi gegna stóru hlutverki í orkuskiptum í sam- göngum. Það hefur ekki gengið eftir varðandi fólksbíla, flestir eru að fá sér rafbíla,“ segir Jón Viggó. „Hins vegar er mikill áhugi á að nota met- an á millistóra flutningabíla og sendiferðabíla. Menn hafa verið að kaupa þannig bíla að undanförnu, líklega vegna hækkandi verðs á dísil- olíu.“ Nú eru sjö útsölustaðir fyrir met- an á bíla á höfuðborgarsvæðinu og einn á Akureyri. Jón Viggó segir margar fyrirspurnir koma frá ein- staklingum og kvartanir vegna þess hvað útsölustaðir séu fáir. Fjöldi út- sölustaða sé hins vegar á forræði ol- íufélaganna sem reka bensínstöðv- arnar. Bílaumboðin eru flest hætt að flytja inn nýja fólksbíla fyrir metan. Hins vegar eru umboðsmenn t.d. Scania, Iveco, Fiat og PSA-sam- steypunnar að flytja inn gasknúna sendibíla. Nokkur stór fyrirtæki eins og Mjólkursamsalan, Terra og fleiri eru komin með gasknúna sendibíla. Mikill áhugi er hjá iðnfyrirtækjum að nota metan í staðinn fyrir innflutt própangas eða dísilolíu í iðnaðarferl- um. „TE & KAFFI skipti til dæmis út própangasi fyrir metan fyrir um hálfu ári. Þá er Malbiksstöðin farin að nota metan hjá sér og segist framleiða umhverfisvænt malbik. Ýmis önnur fyrirtæki eru að skoða það að skipta yfir í metan. Við þurf- um að huga að meiri framleiðslu og jafnvel stækkun á GAJU á einhverj- um tímapunkti miðað við eftir- spurnina,“ segir Jón Viggó. Mikil spurn eftir metangasi - Viðgerðir á moltugerðarstöð GAJU langt komnar - Ekkert lát á metanframleiðslu - Vaxandi fram- boð á lífrænu hráefni - Metan knýr bíla og er notað í iðnaðarframleiðslu - Gasknúnir sendibílar Morgunblaði/Arnþór Birkisson Endurvinnsla Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA tekur við lífrænum úrgangi og vinnur úr honum metangas og moltu. Hlé var gert á moltuvinnslunni vegna myglu sem kom upp í húsinu en ekkert lát varð á metangasvinnslunni. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Verðmæti Metangasinu er safnað og það m.a. notað í iðnaði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.