Morgunblaðið - 21.07.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022
Gamli og nýi tíminn
mætast í borg sem
ekki á sinn líka.
Miðstöð menningar og
lista við Eystrasaltið.
Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Sími 588 8900
info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
Riga 30. september- 3. október
INNIFALIÐ
• Flug með sköttum og tösku
• Hotel 4* í miðbænum með
morgunmat
• Rúta
VERÐ 106.200 kr.
á mann í 2ja manna herbergi
Gamli bærinn er frá árinu
2101 og er á minjaskrá
Unesco. Hæst ber Kastalinn
í Riga, kirkja Sankti Péturs
og Dómkirkja. Gamli bærinn
í Riga er virkilegt augnayndi
og setur borgina á stall með
fallegri borgum Evrópu.
Úrval veitingahúsa, verslana
og kaffihúsa.
Ísland hefur verið flokkað í fyrsta
flokk yfir varnir gegn mansali af
bandarískum stjórnvöldum á ný.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
hefur birt skýrslu um mansal í flest-
um löndum árlega frá árinu 2001,
þar sem fjallað er um stöðu mansals-
mála og aðgerðir stjórnvalda ein-
stakra ríkja í baráttunni við mansal.
Ísland hafði alla tíð verið í fyrsta
flokki í mati ráðuneytisins en féll í
annan flokk árið 2017.
Alls eru lönd flokkuð í fjóra flokka
en lönd falla undir annan flokk ef úr-
bætur á ágöllum, hvort sem er í
lagaumhverfi, dómskerfi eða að-
stöðu brotaþola, standa yfir.
Í skýrslunni segir að yfirvöld á Ís-
landi mæti nú að fullu lágmarksskil-
yrðum til að koma í veg fyrir mansal.
Að stjórnvöld hafi gert lykilbreyt-
ingar á matstíma skýrslunnar, þ.e.
árið 2021, til að mæta skilyrðunum
og þrátt fyrir heimsfaraldur Co-
vid-19.
Þar er sérstaklega vísað til þess
að dómur hafi fallið nýlega í man-
salsmáli hér á landi í fyrsta skipti í
tólf ár.
Þá segir að yfirvöld hafi borið
kennsl á og brugðist við fleiri málum
sem gætu verið mansalsmál, fjár-
magnað og styrkt ráðgjöf og aðstoð
fyrir brotaþola málaflokksins og
komið á fót samráðsvettvangi lög-
reglu og alþjóðlegra stofnana sem
vinna gegn mansali og lagt til töl-
fræði og aðrar upplýsingar.
Í skýrslunni eru yfirvöld þó gagn-
rýnd fyrir að hafa kært hluta grun-
aðra um mansal fyrir smygl, sem ber
með sér vægari refsingu en mansal.
Skortur á skilgreiningu og ferlum
fyrir barnamansal er einnig gagn-
rýndur í skýrslunni.
Lagt er til að aukinn þungi verði
lagður í að leiða þá sem grunaðir eru
um mansal fyrir dóm og þeir hljóti
þunga dóma og að þjálfun í rann-
sókn á mansalsmálum verði aukin. Á
árinu 2021 voru 46 grunaðir um að
vera brotaþolar mansals hér á landi.
Ísland aft-
ur fyrsta
flokks
- Fullnægjandi
varnir gegn mansali
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Minkur er búinn að rústa kríuvarp-
inu á Seltjarnarnesi. Það hvarf nán-
ast eins og dögg fyrir sólu fyrir um
hálfum mánuði. Úti í Suðurnesi, þar
sem varpið hefur verið einna mest,
sést varla kría og aðeins örfáir ung-
ar. Framan af sumri báru kríurnar
síli í unga og þá var útlitið mjög
gott. Eins þykjast menn sjá tölu-
verð afföll á ungum anda, gæsa og
tjalda.
„Ég sé afleiðingarnar af þessu og
þær eru alveg skelfilegar,“ segir
Jón Hjaltason Seltirningur, sem
leikur golf á Nesvelli. Hann sá tvo
kríuunga í gærmorgun en þeir
hefðu átt að vera miklu, miklu fleiri
ef allt væri eðlilegt. „Þetta er mesta
tjón á varpinu sem ég veit af, senni-
lega í fimmtán ár. Það hljóta allir að
hafa áhyggjur af þessu,“ segir Jón.
Varpið leit mjög vel út í vor
„Ég fór um Seltjarnarnes í vor og
þá leit kríuvarpið mjög vel út. Það
voru yfir 2.000 kríuhreiður á öllu
Nesinu, nema það var ekkert kríu-
varp úti í Gróttu og það var í fyrsta
skipti síðan ég fór að fylgjast með
þessu. Líklegasta skýringin á því er
minkur,“ segir Jóhann Óli Hilmars-
son, fuglafræðingur.
Hann hefur fylgst með fuglalífi á
Nesinu í marga áratugi. Í fyrra voru
um 1.600 kríuhreiður á Seltjarn-
arnesi en í vor var kríuvarpið mun
stærra. Langstærsta varpið á Sel-
tjarnarnesi er í Suðurnesi við golf-
völlinn og þar verpa um 90% krí-
anna. Jóhann fékk nýlega tölvupóst
frá fuglaáhugamanni, sem hefur
fylgst með fuglalífi í kringum Nes-
völl og þá voru nær allir kríuungar
horfnir. Það fylgdi sögunni að mink-
ur hefði gert usla í varpinu.
Má ekki vitja um minkagildrur
„Ég tók tvo minka á Seltjarnar-
nesi á þeim tíma sem mest gekk á.
Þetta voru fullorðin dýr. Ég náði
þeim báðum í kríuvarpinu. Ég geri
ráð fyrir að þeir séu sökudólgarnir.
Varpið er mjög illa farið eftir mink-
inn, það er óhætt að segja það,“ seg-
ir Guðmundur Björnsson meindýra-
eyðir. Hann segir að minkurinn leiti
skjóls í grjótgarði meðfram strönd-
inni og þar sé ómögulegt að eiga við
hann.
Guðmundur er með minkagildrur
í Gróttu en hefur ekki getað vitjað
um þær undanfarið. „Ég vitja reglu-
lega um gildrurnar allt árið en þeir
loka Gróttu í tvo mánuði á ári til að
vernda fuglalífið. Hún er svo háfrið-
uð að þangað má enginn fara á þess-
um árstíma, nema minkurinn, sem
rústar öllu fuglalífi,“ segir hann.
Hundar eru bannaðir í Gróttu.
Guðmundur fékk tíu daga und-
anþágu fyrir mörgum árum til að
fara þangað með minkahunda. Þeir
fundu mink í grjótgarðinum en það
var ekkert hægt að gera. „Gildrur
eru það eina sem virkar þarna,“ seg-
ir Guðmundur.
Markmiðið að vernda fuglana
„Við höfum það markmið að
vernda fuglalífið, segir Grétar Dór
Sigurðsson, formaður umhverfis-
nefndar Seltjarnarnesbæjar. Hann
segir að Umhverfisstofnun stjórni
friðun Gróttu. Grétar telur að hægt
sé að sækja um undanþágu til að
huga að mannvirkjum í Gróttu á
friðunartíma fugla og telur að það
sé einnig hægt að gera til að hreinsa
úr minkagildrum.
Minkur rústaði
kríuvarpinu á
Seltjarnarnesi
- Varpið leit mjög vel út fyrr í vor
- Tveir fullorðnir minkar hafa náðst
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nesvöllur Krían getur verið ágeng við þá sem leggja leið sína á golfvöllinn.
Nú sakna menn kríunnar og kríuunganna en minkar spilltu varpinu.
Tómas Arnar Þorláksson
tomasarnar@mbl.is
Þeir Grétar Gústavsson, meistari í
bifvélavirkjun, og Karl Friðriksson,
framkvæmdastjóri Framtíðarseturs
Íslands, luku við að aka hringinn í
kringum Vestfirði á tveimur drátt-
arvélum í gær. Að þeirra sögn lauk
akstrinum með pompi og prakt eftir
vikulangan akstur, ríflega 950 kíló-
metra leið, þegar þeir komu til
Hvanneyrar í gær.
Þeir tóku hringinn í kringum Ís-
land á sömu traktorum árið 2015, að
Vestfjörðum undanskildum, til
styrktar forvarnarverkefni Barna-
heilla gegn einelti undir nafninu
Vinátta. Í sumar ákváðu þeir að
klára hringinn um Ísland og taka
Vestfjarðarhringinn. Aftur var farið
til styrktar Barnaheillum.
Þegar Morgunblaðið sló á þráðinn
til vinanna í gær voru þeir að hvíla
sig á akstrinum í blíðviðri í Búðar-
dal. Að þeirra sögn gekk aksturinn
vel fyrir utan eitt sprungið dekk.
„Það sprakk á einu framdekkinu en
fyrir utan það hafa vélarnar gengið
alveg eins og í sögu,“ segir Gústav.
Að þeirra mati var ferðin einkar
ánægjuleg og var þeim vel tekið
hvert sem þeir fóru. „Okkur hefur
verið tekið einstaklega vel alls stað-
ar og varla getað borgað fyrir kaffi
eða vöfflur eða nokkurn skapaðan
hlut, gestrisnin hefur verið þvílík.“
Aðspurðir segja þeir að vegfar-
endur hafi tekið þeim vel og veifað
mikið og að þeir hafi ekki fundið
fyrir neinum pirringi frá öðrum í
umferðinni í garð þeirra. Segjast
þeir aldrei hafa verði betri vinir en
eftir þessa vikulöngu ferð, en þeir
hafa verið vinir í um sextíu ár. Hægt
er að styrkja framtakið á vefsíðu
Barnaheilla eða með því að senda
SMS-skilaboðin Barnaheill í síma
1900.
Aldrei betri vinir eftir
viku traktoraferðalag
- Alls staðar vel tekið - Óku til að styrkja gott málefni
Vinátta Grétar Gústavsson og Karl Friðriksson með Massey Ferguson 35X
traktor af árgerð 1963. Sami traktor og í sveit þeirra á Valdarási í Fitjardal.