Morgunblaðið - 21.07.2022, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.07.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Miðstöð menningar og lista við Eystrasaltið. Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is Riga 30. september- 3. október INNIFALIÐ • Flug með sköttum og tösku • Hotel 4* í miðbænum með morgunmat • Rúta VERÐ 106.200 kr. á mann í 2ja manna herbergi Gamli bærinn er frá árinu 2101 og er á minjaskrá Unesco. Hæst ber Kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkja. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Úrval veitingahúsa, verslana og kaffihúsa. Ísland hefur verið flokkað í fyrsta flokk yfir varnir gegn mansali af bandarískum stjórnvöldum á ný. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur birt skýrslu um mansal í flest- um löndum árlega frá árinu 2001, þar sem fjallað er um stöðu mansals- mála og aðgerðir stjórnvalda ein- stakra ríkja í baráttunni við mansal. Ísland hafði alla tíð verið í fyrsta flokki í mati ráðuneytisins en féll í annan flokk árið 2017. Alls eru lönd flokkuð í fjóra flokka en lönd falla undir annan flokk ef úr- bætur á ágöllum, hvort sem er í lagaumhverfi, dómskerfi eða að- stöðu brotaþola, standa yfir. Í skýrslunni segir að yfirvöld á Ís- landi mæti nú að fullu lágmarksskil- yrðum til að koma í veg fyrir mansal. Að stjórnvöld hafi gert lykilbreyt- ingar á matstíma skýrslunnar, þ.e. árið 2021, til að mæta skilyrðunum og þrátt fyrir heimsfaraldur Co- vid-19. Þar er sérstaklega vísað til þess að dómur hafi fallið nýlega í man- salsmáli hér á landi í fyrsta skipti í tólf ár. Þá segir að yfirvöld hafi borið kennsl á og brugðist við fleiri málum sem gætu verið mansalsmál, fjár- magnað og styrkt ráðgjöf og aðstoð fyrir brotaþola málaflokksins og komið á fót samráðsvettvangi lög- reglu og alþjóðlegra stofnana sem vinna gegn mansali og lagt til töl- fræði og aðrar upplýsingar. Í skýrslunni eru yfirvöld þó gagn- rýnd fyrir að hafa kært hluta grun- aðra um mansal fyrir smygl, sem ber með sér vægari refsingu en mansal. Skortur á skilgreiningu og ferlum fyrir barnamansal er einnig gagn- rýndur í skýrslunni. Lagt er til að aukinn þungi verði lagður í að leiða þá sem grunaðir eru um mansal fyrir dóm og þeir hljóti þunga dóma og að þjálfun í rann- sókn á mansalsmálum verði aukin. Á árinu 2021 voru 46 grunaðir um að vera brotaþolar mansals hér á landi. Ísland aft- ur fyrsta flokks - Fullnægjandi varnir gegn mansali Guðni Einarsson gudni@mbl.is Minkur er búinn að rústa kríuvarp- inu á Seltjarnarnesi. Það hvarf nán- ast eins og dögg fyrir sólu fyrir um hálfum mánuði. Úti í Suðurnesi, þar sem varpið hefur verið einna mest, sést varla kría og aðeins örfáir ung- ar. Framan af sumri báru kríurnar síli í unga og þá var útlitið mjög gott. Eins þykjast menn sjá tölu- verð afföll á ungum anda, gæsa og tjalda. „Ég sé afleiðingarnar af þessu og þær eru alveg skelfilegar,“ segir Jón Hjaltason Seltirningur, sem leikur golf á Nesvelli. Hann sá tvo kríuunga í gærmorgun en þeir hefðu átt að vera miklu, miklu fleiri ef allt væri eðlilegt. „Þetta er mesta tjón á varpinu sem ég veit af, senni- lega í fimmtán ár. Það hljóta allir að hafa áhyggjur af þessu,“ segir Jón. Varpið leit mjög vel út í vor „Ég fór um Seltjarnarnes í vor og þá leit kríuvarpið mjög vel út. Það voru yfir 2.000 kríuhreiður á öllu Nesinu, nema það var ekkert kríu- varp úti í Gróttu og það var í fyrsta skipti síðan ég fór að fylgjast með þessu. Líklegasta skýringin á því er minkur,“ segir Jóhann Óli Hilmars- son, fuglafræðingur. Hann hefur fylgst með fuglalífi á Nesinu í marga áratugi. Í fyrra voru um 1.600 kríuhreiður á Seltjarn- arnesi en í vor var kríuvarpið mun stærra. Langstærsta varpið á Sel- tjarnarnesi er í Suðurnesi við golf- völlinn og þar verpa um 90% krí- anna. Jóhann fékk nýlega tölvupóst frá fuglaáhugamanni, sem hefur fylgst með fuglalífi í kringum Nes- völl og þá voru nær allir kríuungar horfnir. Það fylgdi sögunni að mink- ur hefði gert usla í varpinu. Má ekki vitja um minkagildrur „Ég tók tvo minka á Seltjarnar- nesi á þeim tíma sem mest gekk á. Þetta voru fullorðin dýr. Ég náði þeim báðum í kríuvarpinu. Ég geri ráð fyrir að þeir séu sökudólgarnir. Varpið er mjög illa farið eftir mink- inn, það er óhætt að segja það,“ seg- ir Guðmundur Björnsson meindýra- eyðir. Hann segir að minkurinn leiti skjóls í grjótgarði meðfram strönd- inni og þar sé ómögulegt að eiga við hann. Guðmundur er með minkagildrur í Gróttu en hefur ekki getað vitjað um þær undanfarið. „Ég vitja reglu- lega um gildrurnar allt árið en þeir loka Gróttu í tvo mánuði á ári til að vernda fuglalífið. Hún er svo háfrið- uð að þangað má enginn fara á þess- um árstíma, nema minkurinn, sem rústar öllu fuglalífi,“ segir hann. Hundar eru bannaðir í Gróttu. Guðmundur fékk tíu daga und- anþágu fyrir mörgum árum til að fara þangað með minkahunda. Þeir fundu mink í grjótgarðinum en það var ekkert hægt að gera. „Gildrur eru það eina sem virkar þarna,“ seg- ir Guðmundur. Markmiðið að vernda fuglana „Við höfum það markmið að vernda fuglalífið, segir Grétar Dór Sigurðsson, formaður umhverfis- nefndar Seltjarnarnesbæjar. Hann segir að Umhverfisstofnun stjórni friðun Gróttu. Grétar telur að hægt sé að sækja um undanþágu til að huga að mannvirkjum í Gróttu á friðunartíma fugla og telur að það sé einnig hægt að gera til að hreinsa úr minkagildrum. Minkur rústaði kríuvarpinu á Seltjarnarnesi - Varpið leit mjög vel út fyrr í vor - Tveir fullorðnir minkar hafa náðst Morgunblaðið/Árni Sæberg Nesvöllur Krían getur verið ágeng við þá sem leggja leið sína á golfvöllinn. Nú sakna menn kríunnar og kríuunganna en minkar spilltu varpinu. Tómas Arnar Þorláksson tomasarnar@mbl.is Þeir Grétar Gústavsson, meistari í bifvélavirkjun, og Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarseturs Íslands, luku við að aka hringinn í kringum Vestfirði á tveimur drátt- arvélum í gær. Að þeirra sögn lauk akstrinum með pompi og prakt eftir vikulangan akstur, ríflega 950 kíló- metra leið, þegar þeir komu til Hvanneyrar í gær. Þeir tóku hringinn í kringum Ís- land á sömu traktorum árið 2015, að Vestfjörðum undanskildum, til styrktar forvarnarverkefni Barna- heilla gegn einelti undir nafninu Vinátta. Í sumar ákváðu þeir að klára hringinn um Ísland og taka Vestfjarðarhringinn. Aftur var farið til styrktar Barnaheillum. Þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til vinanna í gær voru þeir að hvíla sig á akstrinum í blíðviðri í Búðar- dal. Að þeirra sögn gekk aksturinn vel fyrir utan eitt sprungið dekk. „Það sprakk á einu framdekkinu en fyrir utan það hafa vélarnar gengið alveg eins og í sögu,“ segir Gústav. Að þeirra mati var ferðin einkar ánægjuleg og var þeim vel tekið hvert sem þeir fóru. „Okkur hefur verið tekið einstaklega vel alls stað- ar og varla getað borgað fyrir kaffi eða vöfflur eða nokkurn skapaðan hlut, gestrisnin hefur verið þvílík.“ Aðspurðir segja þeir að vegfar- endur hafi tekið þeim vel og veifað mikið og að þeir hafi ekki fundið fyrir neinum pirringi frá öðrum í umferðinni í garð þeirra. Segjast þeir aldrei hafa verði betri vinir en eftir þessa vikulöngu ferð, en þeir hafa verið vinir í um sextíu ár. Hægt er að styrkja framtakið á vefsíðu Barnaheilla eða með því að senda SMS-skilaboðin Barnaheill í síma 1900. Aldrei betri vinir eftir viku traktoraferðalag - Alls staðar vel tekið - Óku til að styrkja gott málefni Vinátta Grétar Gústavsson og Karl Friðriksson með Massey Ferguson 35X traktor af árgerð 1963. Sami traktor og í sveit þeirra á Valdarási í Fitjardal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.