Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 10

Morgunblaðið - 21.07.2022, Side 10
VIÐTAL Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Það tók tæpt ár fyrir Árna Sæberg, ljósmyndara hjá Morgunblaðinu, að taka frænda sinn og alnafna í sátt eftir að sá síðarnefndi gerðist blaða- maður á Vísi. Það var einmitt það sem yngri maðurinn hafði unnið sér til sakar – að stíga inn á sama svið og sá eldri og valda með því ruglingi á þeim frændum hægri vinstri. Rugl- ingurinn var orðinn svo mikill að sá eldri íhugaði að skipta um nafn og taka upp nafnið Skuggi Sæberg. Rúmum hundrað árum fyrr hafði afi ljósmyndarans og langalangafi blaðamannsins keypt Sæbergs- nafnið, einmitt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að honum yrði rugl- að saman við annan mann. Sagan er því farin að endurtaka sig. „Þetta hefur valdið ákveðnum misskilningi lengi, en aldrei vand- ræðum fyrr en núna,“ sagði Árni yngri þegar blaðamaður settist nið- ur með þeim frændum á heimili þess eldri fyrr í júlímánuði. Frændurnir virtust ekki eiga margt sameigin- legt, annað en genin og nafnið. Árni eldri var á sífelldum þeytingi á með- an sá yngri sat hinn rólegasti. „Ég get ekki setið kyrr,“ sagði Árni eldri þessu til staðfestingar. „Það rennur ekki í mér blóðið,“ bætti Árni yngri við. Fleira skilur þá frændur að, sá eldri er lítið gefinn fyrir texta og sá eldri hefur ekkert vit á ljósmyndun. „Ég er skrifblindur og lesblindur og allur pakk- inn,“ sagði sá eldri. „Og ég gæti ekki tekið ljósmynd til að bjarga lífi mínu,“ sagði sá yngri. Í 40 ár var Sæbergs- nafnið einkennismerki Árna eldri. Með því skap- aði hann sér sérstöðu og fólk fór að kannast við nafnið en Árni hefur starf- að sem ljósmyndari hjá Morgunblaðinu í um fjóra áratugi. Þegar drengur fæddist inn í fjölskylduna rétt fyrir síðustu aldamót ákváðu foreldrar hans að nefna hann Árna Sæberg og gera hann þannig að alnafna ljósmyndarans. Sá eldri kippti sér lítið upp við það á sínum tíma og samþykkti meira að segja að taka að sér hlutverk guðföður. En Sæbergs-nafnið á sér lengri sögu. Árið 1918 var Berthold Benjamín Magn- ússon, afi Árna eldri og langalangafi þess yngri, orðinn þreyttur á að honum væri í sífellu ruglað saman við nafna sinn. Þá tók hann ákvörðun um að fjárfesta í ættarnafninu Sæberg sem hann fékk á 10 krónur. „Hann keypti þetta sem ættarnafn til þess að að- greina sig frá öðrum manni sem hét Berthold í Hafnar- firði,“ segir Árni eldri. Hann fékk nafnið við skírn en not- aði það ekki framan af held- ur gekk undir nafninu Árni Kristjánsson. „Ég notaði ekki Sæbergs- nafnið fyrr en ég fór að taka myndir. Mér var strítt svo mikið í skólanum í gamla daga og mér fannst þetta ljótt nafn,“ sagði Árni eldri sem hefur í gegnum tíðina gengið undir einu nafni enn: Skuggi. „Það var af því að ég var alltaf í svörtum frakka með sítt svart hár,“ útskýrir Árni eldri en nafnið festist við hann þegar hann dvaldi á Núpi í Dýrafirði á áttunda áratugnum. Þegar hann fór að mynda var hann svo hvattur til þess að nýta Sæbergs-nafnið enda bauð það upp á ákveðna sérstöðu. Þeirri sérstöðu var svo ógnað þegar Árni yngri fékk vinnu sem blaðamaður á Vísi fyrir rúmu ári. „Þetta pirraði mig alveg rosalega þegar ég sá þetta fyrst og ég var svo reiður að ég hugsaði að ég ætlaði aldrei að tala við þetta fólk aftur,“ sagði Árni eldri. Stuttu eftir að Árni yngri hóf störf sem blaðamaður hjá Vísi fór vand- ræðagangurinn af stað. „Ég skrifaði grein um að einhver væri að eitra fyrir köttum í ákveðnu hverfi. Þá var eldri kona sem fékk þá flugu í höfuðið að ég hefði verið að segja að hún hefði verið að eitra fyr- ir köttunum. Hún hélt að ég væri [Árni eldri] og fór að eltast við hann,“ útskýrir sá yngri. Fréttastjóri Morgunblaðsins fékk þá símtal frá umræddri konu sem var viss um að Árni Sæberg, ljós- myndari á Morgunblaðinu, væri ábyrgur fyrir öllu saman. Tekið skal fram að ekkert í grein Árna yngri tengdi umrædda konu við málið. Mætti ekki í útskriftina Eftir þetta fór að bera nokkuð á því að fólk ruglaði þeim frændum saman og varð það jafnvel að gríni í Hádegismóum að starfsmenn ættu að sýna jafn mikinn dugnað og Árni Sæberg sem tæki ljósmyndir fyrir Moggann á daginn og skrifaði fyrir Vísi á kvöldin. Árni yngri var fyrir löngu orðinn vanur því að fólk teldi hann vera ljósmyndara á Morgunblaðinu. „Þegar ég byrjaði í menntaskóla og var að kynnast nýju fólki var ég spurður: „Bíddu, ert þú ljósmynd- ari?“ Ég svaraði: „Nei, ertu eitthvað ruglaður? Ég er 16 ára – þetta er Ætlaði aldrei að tala við hann aftur - Alnöfnum gjarnan ruglað saman eftir að sá yngri hóf störf á vettvangi fjölmiðlanna - Ljósmynd- aranum fannst nafnið vera vörumerki og var óhress með alnafnann - Frændurnir eru sáttir í dag Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Engin stríðsöxi Það fór vel á með frændunum Árna Sæberg og Árna Sæberg þegar þeir snæddu hádegisverð með blaðamanni heima hjá ljósmyndaranum Árna og var varla að sjá á þeim að stirt hefði verið á milli þeirra. 1918 Staðfesting á kaup- um afa ljósmyndarans og langalangafa blaðamanns- ins á ættarnafninu. 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 Hlýtt og notalegt Þinn dagur, þín áskorun 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.