Morgunblaðið - 21.07.2022, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022
Sonihull he�ir og kemur í veg fyrir gróðurmyndun og vöxt þörunga og lindýra á skipsskrokknum
Byggt er á örhljóðsbylgjutækni sem er laus við örplast, eiturefni og önnur sæfiefni (lífeyðandi efni)
Tæknin truflar ekki önnur tæki eða rafeindabúnað, svo sem sónara og dýptarmæla
Með Sonihull má draga verulega úr notkun málningar sem ætlað er að minnka gróðurmyndun og
inniheldur mikið magn óumhverfisvænna efna
Ávinningur Sonihull kemur strax í ljós á þeim stöðum á skipsskrokknum sem eru útse-r fyrir
gróðurmyndun og þörungavex,, við sjóinntök, stýrisbúnað, sjókæla o.fl.
Minni gróðurmyndun á skrokk skipsins minnkar olíunotkun og viðhaldskostnað
Uppsetning er einföld, ferjöldunum (botnstykkjunum) er komið fyrir innanskips, engin suðuvinna
Lífríkisins og umhverfisins vegna er Sonihull góð +árfes,ng
Sonihull er +árfes,ng sem skilar sér hra' ,l baka
Ný tækni, arðbær
og umhverfisvæn
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Evrópusambandið samþykkti í byrj-
un júlímánaðar að veita evrópskum
fyrirtækjum í fiskeldi og sjávarút-
vegi fjárhagsstuðning vegna áhrifa
stríðsins í Úkraínu. Er þetta annar
björgunarpakkinn til sjávarútvegs
og fiskeldis innan Evrópusambands-
ins frá upphafi stríðsátakanna. Kem-
ur annar pakki í kjölfar þess að
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins fagnaði því hinn 17. júní
síðastliðinn að á tólfta ráðherrafundi
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
(WTO) hefði tekist að skapa einingu
um að draga úr ríkisstyrkjum til
sjávarútvegs.
Engir slíkir pakkar hafa verið
gefnir til sjávarútvegs hér á landi,
sem hefur orðið fyrir því að allur
kvóti í rússneskri lögsögu hefur fall-
ið niður og olíuverð hefur hækkað
töluvert, en íslenskur sjávarútvegur
er sá eini meðal OECD-ríkjanna sem
skilar meira til ríkissjóðs en hann
fær úr honum, samkvæmt gögnum
OECD.
Í kynningu björgunarpakkans
sem birt er á vef Evrópuþingsins
kemur fram að meðal annars sé um
að ræða „bætur til þeirra sem hafa
þurft að stöðva rekstur og þeirra
sem sáu rekstrargrundvelli sínum
ógnað“. Með samþykktinni er ekki
einungis heimilt að bæta fyrir-
tækjum í sjávarútvegi og fiskeldi það
tjón sem þau hafa orðið fyrir vegna
tapaðra tekna, heldur einnig auka-
kostnað sem hlýst af stríðinu, eins og
vegna verðhækkana á orku, hráefni
og fóðri. Aðstoðin á að virka aftur-
virkt frá og með 24. febrúar 2022
þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst.
Minnkandi arðsemi í ESB
Árið 2019 voru 129.540 starfandi
um borð í 73.983 fiskiskipum Evr-
ópusambandsríkjanna. Alls störfuðu
um 75 þúsund í fiskeldi og voru 3.500
fiskvinnslur í rekstri.
„Hluti af flota ESB hefur hætt
rekstri vegna minnkandi arðsemi og
hækkandi verðs á skipaeldsneyti og
fiskfóðurs vegna hernaðarátakanna.
Raskanir í aðfangakeðjum og mörk-
uðum hafa leitt til skorts [á hráefni]
sem einnig hefur áhrif á eldi sjávar-
afurða og vinnslu þeirra,“ segir í
kynningunni.
Ekki er víst að vandræðin í Evr-
ópu megi að öllu leyti rekja til átak-
anna í Úkraínu, þar sem röskun á að-
fangakeðjum í kjölfar heims-
faraldurs virðist enn hafa áhrif víða.
Björgunarpakki
til útgerða í ESB
- Innrás Rússa sögð draga úr arðsemi
AFP
Niðurgreiðsla Evrópskar útgerðir fá enn meiri opinbera styrki vegna
rekstrarerfiðleika, sem sagðir eru hafa komið til vegna stríðsins í Úkraínu.
hráefni þýtt að gripið hafi verið til
breytinga í vinnslunni?
„Við höfum minnkað útgerð á
línuskipi og gerum bara út einn
línubát. En við erum aftur á móti
farnir að veiða meira af ferskum
fiski í troll og höfum tekið það inn í
vinnslu hjá okkur. Það hefur komið
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Ekkert skip á vegum Þorbjarnar hf.
í Grindavík hefur verið á veiðum í
Barentshafi í vetur, en fyrirtækið
hefur leigt frá sér allar heimildir í
norskir lögsögu. Nokkur ár eru frá
því að fyrirtækið seldi aflaheimildir
sínar í rússneskri
lögsögu.
Gunnar Tóm-
asson, fram-
kvæmdastjóri
Þorbjarnar hf.,
segir fyrirtækið
þó ekki hafa gef-
ið veiðar í Bar-
entshafi upp á
bátinn. „Okkur
hefur fundist
þetta orðið lítið
og höfum ákveðið að leigja þetta frá
okkur. Ætli kvótinn hafi ekki verið
skertur u.þ.b. um 40% á nokkrum
árum.“ Hann útskýrir að leigðar
hafi verið heimildir hér á landi í
staðinn.
Um þrjú til fjögur ár eru frá því
að Þorbjörn seldi aflaheimildir
fyrirtækisins í rússneskri lögsögu,
að sögn Gunnars. „Menn voru alltaf
svolítið kvíðnir að fara á veiðar á
þessu svæði í Barentshafi. Það var
alveg tilviljunarkennt hvernig veið-
ar gengu þar. Mönnum hefur geng-
ið betur í norsku lögsögunni.“
Hafa trú á háu verði
Nýtt fiskveiðiár hefst 1. sept-
ember næstkomandi. Flest bendir
til skerðingar á þorskkvótanum í
samræmi við ráðleggingar Hafrann-
sóknastofnunar. Beðinn um að spá í
spilin og greina helsta viðfangsefni
komandi fiskveiðiárs, svarar Gunn-
ar: „Það hefur áhrif á okkur eins og
aðra, þessi minnkun, en við höfum
nokkrar heimildir sem við flytjum
milli ára. Við tókum á okkur ein-
hvern samdrátt á þessu fiskveiðiári
og færðum heimildir yfir á næsta.
Við höfum trú á því að fiskverð
haldist hátt eitthvað fram eftir og
njótum góðs af því.“
Hann viðurkennir þó að olíu-
kostnaður hafi verið áhyggjuefni.
Þrátt fyrir að hráolíuverð hafi
lækkað á heimsmarkaði í mars er
verðið um 60% hærra nú en fyrir
ári. „Veiðin hefur gengið vel, eftir
því sem við veiðum meira á sókn-
areininguna, verður olían kannski
ekki eins erfið.“
Þorskkvótinn var minnkaður fyr-
ir yfirstandandi fiskveiðiár og verð-
ur eins og fyrr segir enn minni á
komandi fiskveiðiári. Hefur minna
á móti minnkun á línunni. Troll-
skipin hafa getað komið með nánast
tvöfaldan afla á við línubátinn. Við
höfum verið að vinna við að koma
þessu á markaðinn og okkar kúnnar
sem tóku við línufiski eru farnir að
taka við trollfiski. Þannig höfum við
náð að brúa bilið,“ útskýrir Gunnar.
Ekkert skip Þorbjarnar í Barentshafi
- Leigja frá sér norskar heimildir og
leigja íslenskar - Veiða minna á línu
Ljósmynd/Björn Halldórsson
Hagræðing Útgerðir hafa þurft að aðlagast breyttu rekstrarumhverfi eftir skerðingu þorskkvótans hér á landi og í
Barentshafi undanfarin ár.Gunnar
Tómasson