Morgunblaðið - 21.07.2022, Page 34

Morgunblaðið - 21.07.2022, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Njótið sumarsins 34 Til hamingju - þú hefur fundið happatöluna! Farðu inn á mbl.is/happatölur, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland Vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að tala þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna. Ásthildur Hannesdóttir asthildur@mbl.is Tinna Jóhannsdóttir, framkvæmda- stjóri Skógarbaðanna við Vaðlaskóg á Akureyri, segir sumarið á Norður- landi hafa farið vel af stað. Hún seg- ir Skógarböðin frábæra viðbót við allt það sem Akureyri og nær- sveitir hafa upp á að bjóða enda sé fallegt útsýni á svæðinu, hvert sem litið er. „Það hefur verið mikill og góður gangur síð- an við opnuðum í maí. Stöðugur straumur frá morgni til kvölds, virka daga jafnt sem um helgar,“ segir Tinna um gengi Skógarbaðanna. Öll flóran flykkist á svæðið Fjölbreytileikinn virðist einkenna baðgesti Skógarbaðanna en þang- að sækir fólk úr ýmsum áttum. „Til okkar koma innlendir ferða- menn og heimamenn hérna á svæðinu en við erum líka að fá marga erlenda ferðamenn,“ segir Tinna. Mikill fjöldi farþega á skemmtiferðaskipum, sem lagst hafa að bryggju á Akureyri síð- ustu vikur, hefur lagt leið sína í Skógarböðin og síður en svo orðið fyrir vonbrigðum með böðin. „Erlendu gestirnir okkar eru bæði þeir sem eru að ferðast um landið en ekki síður farþegar á skemmtiferðaskipum hérna á Ak- ureyri,“ segir Tinna. „Það eru að leggjast hérna að landi um 200 skemmtiferðaskip í sumar og far- þegarnir eru margar þúsundir. Oftar en ekki eru tvö til þrjú skip á dag að leggjast hérna að bryggju,“ útskýrir Tinna sem kveðst vel finna fyrir ferðamanna- straumnum frá skemmtiferðaskip- unum. „Það ríkir almenn gleði á meðal baðgesta. Umhverfið og útsýnið allt um kring er stórbrotið,“ segir hún. Augnakonfekt í útjaðri Akureyrar Skógarböðin eru rétt í útjaðri Ak- ureyrar, rétt handan við rætur Vaðlaheiðar en vatnið sem rennur í böðin er nýtt úr heitavatnsæð sem fannst fyrir tilviljun við gerð Vaðla- heiðarganga á sínum tíma. Böðin eru umkringd fallegu skóglendi sem þykir algert augnakonfekt í augum innlendra sem erlendra baðgesta. Á svæðinu er einnig að finna veitinga- staðinn Skóg bistro sem allir geta heimsótt, hvort sem farið er ofan í böðin eða ekki. „Við fáum mikið af fyrirspurnum frá ferðamönnum og farþegum skemmtiferðaskipanna sem teygja sig alveg langt fram á vetur,“ segir Tinna og er að vonum ánægð með viðtökurnar. Skógarböðin skemmtileg viðbót „Akureyri hefur stimplað sig inn sem æðislegur áfangastaður, enda höfuðborg norðursins. Bæði Ís- lendingurinn og erlendi ferðamað- urinn eru farnir að heimsækja Ak- ureyri í auknum mæli. Þar er alltaf eitthvað um að vera, eitthvað við allra hæfi. Ég held að það hafi líka hjálpað mikið að fá svona afþrey- ingarstað eins og Skógarböðin á svæðið. Fyrir þær sakir dvelur fólk lengur á svæðinu,“ segir Tinna að lokum. Stöðugur straumur í Skógarböðin Ísland vaknar og Helgarútgáfan verða í beinni útsendingu frá Akureyri um næstkomandi helgi á útvarpsstöðinni K100. Þáttastjórnendur Ísland vaknar kynnast fjársjóðum höfuðstaðar Norður- lands og nágrennis og verða meðal annars í beinni frá hinum stórkostlegu Skógarböðum á föstudagsmorgun. Við elskum að ferðast! Ljósmynd/Axel Þórhallsson Paradís Gleði ríkir á meðal baðgesta en Tinna segir böðin frábæra viðbót við þá afþreyingu sem er fyrir á svæðinu. Ljósmynd/Axel Þórhallsson Vinsæl Skógarböðin eru vinsæl á meðal innlendra sem erlendra ferða- manna. Fjöldi farþega af skemmtiferðaskipum hefur skellt sér í bað í skóg- inum en metfjöldi skemmtiferðaskipa kemur til Akureyrar í sumar. Tinna Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.