Morgunblaðið - 21.07.2022, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 21.07.2022, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 Grillað hvítkál/toppkál með kryddjurtamauki 1 hvítkáls-/toppkálshaus ½ dl ólífuolía ½ tsk chipotle-pipar eða reykt paprika sjávarsalt til að strá yfir Kryddjurtamauk 100 g pistasíuhnetur 50 g kóríander 25 g steinselja 25 g minta 2 vorlaukar 3 hvítlauksrif 150 ml ólífuolia 1 msk hlynsýróp 3 límónur, safi og börkur 1 msk þurrkað óreganó 1 tsk sjávarsalt 1 tsk nýmalaður svartur pipar Hitið grillið. Hrærið chipotle-piparnum út í ólífuolíuna. Skerið kálið eftir endilöngu í 2 cm þykkar sneiðar, leggið á ofnskúffuna og penslið með chipotleolíunni. Stráið sjávarsalti yfir. Setjið á meðalheitt grill í 5-6 mínútur og snúið kálinu við og klárið að grilla í aðrar 5-6 mínútur eða þar til það er eldað í gegn og svolítið brennt í kantana. Kryddjurtamauk Setjið allt nema límónubörk í matvinnsluvél og maukið saman. Bætið límónuberkinum útí og blandið létt. Tilbúið. Setjið vænan skammt af mauki ofan á heitt kálið og njótið. Þetta er frábært sem aðalréttur en líka sem meðlæti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Grillað góðgæti Sollu Eiríks bregst hér ekkibogalistin fremur en fyrri daginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dýrindis græn- metisréttir Sollu Þegar Solla Eiríks grillar er von á góðu og hér býður hún upp á dýrindis uppskriftir úr eigin uppskriftabanka, sem ættu að hitta í mark. Einföld marinering 5 dl ólífuolía ½ - 1 tsk sjávarsaltflögur smá nýmalaður svartur pipar Allt sett í krukku og hrist saman. Geymist í 6 vikur í kæli. Asísk marinering 3 msk. tamarisósa 3 msk. sítrónusafi 2 msk. hlynsýróp 2 msk. ólífuolía 2 msk. ristuð sesamolía 2 msk. hrísgrjónaedik eða edik að eigin vali 1 msk. engiferskot 3 hvítlauskrif, pressuð ½ tsk chiliflögur Allt sett í krukku og hrist saman. Geymist í 2-3 vikur í kæli. Miðjarðarhafsmarinering 3 msk. ólífuolía 3 msk. sítrónusafi 1 hvítlauksrif, pressað 1 tsk. tímían, þurrkað 1 tsk. óreganó, þurrkað ½ tsk. sinnepsduft ½ tsk. sjávarsalt smá nýmalaður svartur pipar Allt sett í krukku og hrist saman. Geymist í 2-3 vikur í kæli. Kíló af litlum kartöflum eða smælki 200 g beikon 1 bolli majónes 2 msk. góð BBQ sósa 2 msk. bragðmikið sinnep 2 msk. sérríedik 2 sellerístönglar, skornir niður 1 rauðlaukur, fínt saxaður ½ bolli söxuð steinselja 1 msk. saxað estragon Salt og pipar eftir smekk Sjóðið kartöflurnar og kælið síðan. Steikið beikonið, þerrið með eldhúspappír og skerið í bita (ekki of fínt). Blandið saman majónesi og BBQ sósu í stórri skál. Bætið við sinnepi og sérríediki. Blandið kartöflunum saman við meðan þær eru enn volgar. Látið standa og hrærið reglu- lega í uns kartöflurnar hafa kólnað niður í stofuhita. Bætið þá við selleríi, rauðlauk, steinselju og estragoni. Saltið og piprið vel. Látið standa í 20 mínútur. Að síðustu er beikoni bætt við og þá er salatið tilbúið. Kartöflusalat með beikoni og BBQ sósu Það er fátt sem við erum hrifnari af en gott meðlæti og hér erum við með geggjað salat sem ætti engan að svíkja. Nostur Við mælum með að þið takið ykkur tíma í að búa til þetta salat og leyfið kartöfl- unum að drekka í sig eins mikið bragð og þær geta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.