Morgunblaðið - 21.07.2022, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022
Hér getur að líta uppskrift að svokallaðri
skirt-steik eða flank-steik sem er þunnur vöðvi
sem hefur ekki átt upp á pallborðið hérlendis.
Það skiptir þó ekki höfuðmáli hér. Við hvetjum
ykkur til að prófa marineringuna á góðan bita
af nautakjöti sem þið grillið eftir kúnstarinnar
reglum og þunnskerið svo.
Marinering
2 msk. ólífuolía
2 msk. sojasósa
1 hvítlauksgeiri, kraminn
½ rauður chili, saxaður
1 tsk. rifinn sítrónubörkur
2 msk. sítrónusafi
300 g skirt-steik
1 msk. olía
¼ pk. grænkál, rifið
4 stórir sveppir
Salt og pipar eftir smekk
Sósa
1 msk. olía
1 tsk. sesamolía
1 tsk. sítrónusafi
1 tsk. púðursykur
1 tsk. sojasósa
Marinering: Blandið saman olíu, sojasósu,
hvítlauk, chili, sítrónuberki og safa. Leggið
steikina í marineringuna og látið helst liggja
yfir nótt. Áður en steikin fer á grillið skal
þerra steikina með eldhúspappír. Penslið með
afgangnum af marineringunni meðan kjötið
grillast.
Grillið í um það bil þrjár mínútur á hvorri
hlið (eða eftir því hversu þykkan bita þið eruð
með.
Til að gera sósuna er best að setja öll hrá-
efnin í krukku og hrista vel.
Grillið kálið og sveppina með og penslið með
marineringunni.
Berið fram með sósunni.
Snjallt er að bera kjötið fram á heitum steini
eða diski sem heldur kjötinu heitu.
Spennandi Við mælum heils hugar með því að þið smakkið þessa marineringu.
Kóresk BBQ-uppskrift
Kóresk matargerð nýtur
mikilla vinsælda, enda er þar
að finna sérlega skemmtilegar
bragðsamsetningar sem
hitta í mark.
Kartöflur
Beikon
Paprika
Vorlaukur
Ólífuolía
Salt
Piparostur frá Örnu
2 msk. rjómaostur
Kóríander
Sýrður rjómi
Þetta er ein af þessum frjálslegu upp-
skriftum þar sem manni er í sjálfsvald sett
hversu mikið af hráefnum maður notar hverju
sinni. Það eina sem við ráðleggjum, er að vera
ekki spar á beikonið. Byrjið á að setja kartöfl-
urnar í álpappír og á grillið.
Skerið paprikuna og vorlaukinn niður í
eins stóra bita og kostur er. Penslið með
ólífuolíu og saltið.
Grillið paprikuna, vorlaukinn og beikonið.
Takið því næst af grillinu og skerið niður í
bita. Saxið niður smá kóríander.
Takið kartöflurnar af grillinu og skerið
kross í þær. Opnið kartöfluna með því að
þrýsta henni saman og skafið upp úr henni
með skeið.
Blandið saman í skál og myljið piparostinn
yfir. Saltið og piprið.
Setjið aftur í kartöfluna og út á grillið aft-
ur.
Áður en kartöflurnar eru bornar fram skal
setja sýrðan rjóma ofan á þær og svolítið sax-
að kóríander til skrauts.
Grillaðar kart-
öflur fylltar með
beikoni og osti
Ef það er eitthvað sem við elskum, þá eru það góðar bakaðar kart-
öflur. Þær eru nánast jafnmikilvægar og kjötið sjálft, enda bragð-
ast þær unaðslega – ekki síst þegar búið er að bragðbæta þær
með hinum ýmsu aðferðum eins og hér er gert. Himneskar kart-
öflur myndi einhver segja og við tökum heils hugar undir það.
Magnað meðlæti Bak-
aðar kartöflur standa allt-
af fyrir sínu en þegar búið
er að fylla þær með beik-
oni og dýrindis osti er fátt
sem toppar þær.
2 pakkningar lambaprime frá Goða
1 poki veislusalat
1/2 poki klettasalat
1 box kokteiltómatar skornir í tvennt
1/2 agúrka, skorin í bita
1/4 rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
20 svartar ólífur skornar í tvennt
1 krukka fetaostur eftir smekk
Myntu-chimichurri
Einn hnefi fersk steinselja án stilka (u.þ.b. hálfur
poki)
Einn hnefi fersk mynta án stilka (u.þ.b. hálf
pakkning)
2 hvítlauksrif, skorin gróft
1 dl góð ólífuolía
2 msk rauðvínsedik
1/2 tsk chiliflögur
1 tsk sjávarsalt (alls ekki nota venjulegt borðsalt)
1/4 rauðlaukur, skorinn mjög smátt
Setjið allt nema rauðlaukinn í matvinnsluvél
og látið hana vinna maukið smátt. Setjið svo
rauðlaukinn saman við og berið fram með
lambinu.
Ljósmynd/Valgerður - GRGS.is
Veisla fyrir bragðlaukana Lambið passar einstaklega vel með myntu chimichurri sósunni.
Kolagrillað lambaprime
með grísku salati og
myntu-chimichurri
Lambakjöt klikkar aldrei á grillinu, enda í uppáhaldi hjá ansi
mörgum. Lambaprime er þar framarlega í flokki. Það getur verið
dálítil kúnst að elda það en reglan er sú að það á að vera vel eld-
að fremur en hitt. Hér er uppskrift frá Valgerði á GRGS.is sem
býður jafnframt upp á æðislega sósu með.