Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.07.2022, Blaðsíða 41
ust í Danmörku og við vorum ófrískar á sama tíma. Það var svo ótrúlega gott að geta leitað til hvor annarrar og verið stuðning- ur fyrir hvor aðra á meðgöngunni og í fæðingarorlofinu. Þær voru ófáar, ferðirnar hjá okkur á kvöldin á vídeóleiguna, þar sem við fundum okkur einhverja góða bíómynd til að horfa á og eitthvað sætt með. Þarna nýttum við tæki- færið og spjölluðum um barna- uppeldið og aðra hluti í ró og næði. Það var líka alltaf svo gott að tala við þig. Ef eitthvað bjátaði á þá varst þú alltaf til í spjall. Þú varst ótrúlega góður hlustandi og hvattir mig alltaf áfram í því sem ég var að gera hverju sinni. Þeg- ar við vorum báðar fluttar aftur til Íslands, hittumst við reglulega með yngstu strákana okkar, Ant- on Elí og Davíð Emil. Við byrj- uðum síðan með árlegan jóla- föndurshitting með öðrum góðum vinkonum. Þar var mikið hlegið og spjallað. Þú talaðir um þegar við hittumst í síðasta skipti, að þú hefðir viljað að þess- ar stundir hefðu verið fleiri. Því er ég svo hjartanlega sammála, elsku Fríða. En mikið er ég þakklát fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman og á eftir að sakna þess að geta ekki heyrt röddina þína, fá símhringingu eða skilaboð frá þér. Þú varst alveg einstaklega sterk persóna og það var virki- lega aðdáunarvert hvernig þú tókst veikindum þínum með miklu æðruleysi og hvernig þú barðist með miklu hugrekki fram til síðasta dags. Það er með mikilli sorg í hjarta að ég kveð þig, elsku vinkona. Elsku Skúli, Alexander, Ant- onía, Theódór, Anton Elí og fjöl- skylda. Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég elska þig og sakna þín hjartahlýja og góða Fríða mín. Þín vinkona, María Sunna. Elsku Fríða mín, það er sárt að þurfa að skrifa þessi orð hér en geta ekki talað við þig í per- sónu. Ég reyndi að segja þér þetta í bréfinu til þín og í síma en held að þú með þína hógværð haf- ir ekki alveg meðtekið hversu þakklát ég er fyrir þína vináttu. Ég kynntist þér þegar ég var 19 ára unglingur og þú varst 23 ára, einstæð móðir í eigin húsnæði, með allt á hreinu að mér fannst. Við unnum saman og ég leit svo upp til þín. Þegar við áttuðum okkur á því að við værum að fara í sama nám þá varð ekki aftur snú- ið. Við gerðum allt saman, fórum samferða í háskólann, sátum saman í öllum tímum, lærðum saman, deildum glósum og fórum meira að segja saman á klósettið. Þessi 3 ár unnum við saman á sambýlinu og lærðum saman í há- skólanum. Við vorum svo mikið saman, að við vorum sakaðar um að hafa svindlað á prófi, svörin okkar voru alveg eins. Þvílíkt sem við vorum stressaðar þegar við reyndum að útskýra að við lærðum saman, deildum glósum og hugsuðum eins og þess vegna svöruðum við eins á prófi. Þessi þrjú ár voru endalaus hlátursköst á Þjóðarbókhlöðunni, þar sem við urðum að fara inn í prentherbergi, því það voru svo mikil læti í okkur, í bílnum á leið- inni í og úr háskólanum og á mjúka stóra sófanum þínum á kvöldin eftir að Alexander var sofnaður. Ég hugsa oft til baka eftir að ég varð sjálf móðir, hversu þolinmóð og ástrík þú varst við mig, ein að hugsa um barn, í námi og að reka heimili. Þú varst alltaf til staðar fyrir alla í kringum þig, sem sást oft á því hvað það var erfitt að ná í þig í síma. Það var svo oft á tali heima hjá þér. Við vorum með enda- lausa munnræpu, ræddum nám- ið, tilhugalífið okkar og framtíð okkar sem sálfræðingar og allar þessar hugmyndir sem við höfð- um og ætluðum að gera. Þú ert ein af þeim sem ég hitti í gegnum lífsleiðina sem hafðir mikil áhrif á það hver ég er í dag. Í hvert skipti sem ég fór heim til Íslands í heimsókn, varð ég alltaf að hitta þig og það var alltaf eins og við hefðum hist í gær, munnræpan og flissið á sínum stað. Síðast þegar við hittumst varstu búin að segja mér í síma að þú værir svo lasin, svo mættir þú uppstríluð pæja í hælaskóm! Þú varst alltaf svo falleg og mikil pæja. Þú varst algjör klettur og hélst svo vel utan um alla í kringum þig. Einnig hafðir þú svo mikil áhrif á börn og fjölskyldur í starf- inu þínu sem sálfræðingur. Þú ert oft í huga mér í mínu starfi og verður alltaf. Sendi innilegar samúðarkveðjur til Skúla, Alex- anders og Theódórs. Inga og Anton Elí. Fríða vinkona er dáin. Eftir að ég fékk símtalið frá Ís- landi þustu æskuminningarnar í huga minn er ég minntist hennar með hlýhug og eftirsjá. Við eyddum grunnskólaárun- um í sama bekk og svo þegar ég stakk upp á við hana að fara í Héraðsskólann á Laugarvatni, þá var hún ekki lengi að slá til. Við deildum herbergi saman á heima- vistinni og áttum þar ógleyman- legar stundir. Eftir héraðsskól- ann lá leið okkar í Hagaskóla þar sem við útskrifuðumst úr 10. bekk. Fríða var uppreisnarseggur á unglingsárunum, hún var hörð af sér og var með sterka réttlætis- kennd. Hún var dugnaðarforkur sem lét mótlæti ekki stoppa sig í því sem hún sóttist eftir. Þú fórst of snemma, Fríða, en ég kveð þig hér með, elsku vinkona og vonast til að sjá þig á himnum! Takk fyrir allar góðu stundirn- ar sem við áttum saman og sem þú gafst mér. Hvíl í friði. Fjöl- skyldu þinni votta ég samúð, megi ljós friðar og kærleika fylgja þér. Þín vinkona, Ragnheiður Magnúsdóttir. Stórt skarð er höggvið í vinkvennahópinn. Elsku Fríða okkar er fallin frá langt fyrir ald- ur fram. Leiðir okkar lágu saman strax í fyrsta bekk í Varmárskóla og tókst með okkur góður vinskapur sem hefur haldið alla tíð síðan. Við vorum svo heppnar að vera í mjög samrýmdum bekk í grunn- skóla sem enn þann dag í dag heldur sambandi. Eftir grunnskóla fórum við svo flestar hver í sína áttina og völd- um okkur ólíkar leiðir í lífinu en vinskapurinn hélst alltaf og höf- um við hist reglulega alla tíð síð- an, hvort sem er í saumaklúbb (sem fékk nafnið Bleiku beibin), bústaðarferðum, leikhúsferðum eða öðru. Margar dásamlegar minningar koma upp í hugann, bæði af grunnskólaárunum og eins eftir að við urðum fullorðnar og höfum við vinkonurnar yljað okkur við þessar fallegu minning- ar um Fríðu okkar. Ein er ógleymanleg ferð okkar vin- kvennanna til Amsterdam í tilefni fertugsafmælis okkar fyrir stuttu en þar var Fríða fremst í flokki í búðunum og komum við margar heim með vel úttroðnar ferða- töskur eftir að fylgja Fríðu eftir. Fríða var alltaf svo hjálpsöm og ráðagóð, hæfileikarík og góð vinkona sem var alltaf til í spjall og hafði mikinn áhuga á því sem var að gerast í lífi okkar vin- kvennanna. Þá var svo gott að geta leitað til hennar og átti hún alltaf góð ráð að gefa okkur og stundum grínuðumst við með það að hún ætti nú eiginlega bara að vera á launaskrá hjá okkur saumaklúbbnum, svo oft vorum við að leita til hennar með okkar daglegu vandamál. Það kom okk- ur því ekki á óvart að Fríða valdi nám og starfsferil sem tengdist því að hjálpa fólki. Hún var klett- ur í lífi margra sem eiga nú um sárt að binda. Fríða tók veikindum sínum af miklu æðruleysi og tók þann pól í hæðina að nýta góðu dagana vel. Hún kvartaði aldrei og barðist fram til síðasta dags. Elsku Fríða, það er eitthvað svo óraunverulegt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að sjá þig í næsta saumaklúbbi. En góð- ar minningar um einstaka vin- konu munu lifa. Við vottum Skúla, Alexander Leví, Theódóri Inga, Antoni Elí, Antoníu Eiri, Hildi, Brimari Leví, foreldrum og öðrum að- standendum okkar innilegustu samúð. Þínar vinkonur í „Bleiku beib- unum“, Ásta, Erla, Eva, Gyða, Hulda Magga, Sigga og Svanhildur. Elsku Fríða mín. Það er svo óraunverulegt að sitja og skrifa þessar línur, ég trúi varla að þú sért ekki lengur með okkur. En þá er gott að rifja upp allar góðu, skemmtilegu og stundum óprenthæfu minning- arnar en þær eru ansi margar eftir tæplega 40 ára vináttu. Ég man vel eftir matreiðslutímunum í Gaggó Mos þar sem uppáhaldið þitt var að baka súkkulaðiköku sem samanstóð aðallega af smjörkreminu með smá köku- botni, og svo í unglingavinnunni þar sem þú kenndir mér að pítu- sósa væri best með öllu. Þá eru óteljandi minningar með sauma- klúbbnum okkar Bleiku beibun- um, allar ferðirnar innanlands og utan og fjölmargir hittingar þar sem alltaf var mikið hlegið. Þú varst langfyrst af okkur vin- konunum að verða mamma og það var svo ótrúlegt að fylgjast með þér takast á við móðurhlutverkið svona ung. Strax og Alexander fæddist varstu komin í mömmu- gírinn og gerðir það svo vel. Ég skildi ekki hvernig þú færir eig- inlega að þessu, að axla þessa ábyrgð meðan stærstu áhyggjur okkar vinkvennanna voru helst partí, strákar og kannski námið, þá varst þú einstæð móðir að sjá fyrir ykkur Alexander, vinna og klára nám. Ég dáðist alltaf svo að þér fyrir allan dugnaðinn og ag- ann sem þú bjóst yfir að geta tæklað þetta stóra verkefni ein og af svona miklu öryggi. Það hefur verið svo gott að eiga þig að í gegnum tíðina, að fá að hringja í þig og leita ráða með þau vandamál sem upp hafa kom- ið en þú varst ómetanlegur stuðn- ingur, endalaus viskubrunnur og áttir alltaf góð ráð til að gefa mér. Þú varst alltaf til í að leyfa mér að pústa og leita ráða hjá þér og þú hlustaðir svo vel. Þegar þú svo veiktist þá tókstu á við veikindin eins og þér einni er lagið, kvart- aðir aldrei og hafðir meiri áhyggjur af þínum nánustu en þér sjálfri. Elsku Skúli, Alexander Leví, Theódór Ingi, Anton Elí, Antonía Eir, Hildur, Brimar Leví, for- eldrar og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Missir ykkar er mikill en minning um einstaka manneskju lifir í hjörtum okkar um ókomna tíð. Hvíl í friði elsku vinkona, Eva Björk. Elsku besta, besta vinkona mín, Fríða, er fallin frá langt fyrir aldur fram. Ég sit eftir dofin og hugsi, skil ekki hvernig lífið á að halda áfram þegar ég hef þig ekki lengur. Mig langar að allur heim- urinn gráti með. En að fá að eiga 44 ár af minningum með þér hlýj- ar mér og hvetur mig áfram í líf- inu. Við vorum aðeins tveggja ára þegar við hittumst fyrst en við bjuggum hvor í sinni götunni í Mosó. Hverfið var nýtt og alltaf bættust fleiri og fleiri krakkar í hópinn. Þetta voru áhyggjulausir tímar sem einkenndust af enda- lausum leikjum og útiveru. Alla okkar grunnskólagöngu áttum við samheldinn og sterkan hóp sem enn þann dag í dag hittist. Fríða var kletturinn minn, skugginn og hinn helmingurinn en þegar við vorum busar í FÁ þá vorum við látnar vita á víxl hvar hin væri ef það vildi svo til að bara önnur væri á ferð. Fríða var fyrst af okkur til að verða mamma, aðeins 18 ára gömul eignaðist hún Alexander og varð ég svo heppin að fá að passa hann milli þess sem hún var í vinnu eða skóla. Seinna fjölgaði í strákahópnum og Theó- dór Ingi og Anton Elí bættust við og seinna stjúpdóttirin yndislega Antonía Eir. Fyrir þremur árum fékkstu nýtt hlutverk, ömmu- hlutverkið, þegar Alexander og Hildur eignuðust sjarmörinn Brimar Leví. Ég hef verið svo heppin að fá að fylgjast með fallegu strákun- um þínum sem eiga ansi margar taugar í mér og minni fjölskyldu. Ég minnist allra ferðanna sem við fórum tvær saman, með krakkana eða alla fjölskylduna. Sumarbústaðir voru gjarnan not- aðir, skroppið til Eyja, Víkur og fleiri staða. Ógleymanleg var ferðin okkar fyrir nokkrum árum þegar við skelltum okkur til Te- nerife með alla fjölskylduna. Við höfðum gaman af að fara í leikhús og á tónleika, og jólatón- leikar Baggalúts voru fastur liður á aðventunni. Planið var að verða gamlar saman því við áttum svo margt eftir, en ég lofa að halda áfram og klára það sem þarf að klára, þú veist hvað ég meina. Ég lofaði þér að passa upp á þitt fólk og halda áfram að flækj- ast með krakkana, spila og hlæja saman, segja skemmtilegar sög- ur af þér, eins og þegar þú dast ofan í baðkarið hjá mér. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar elsku Skúli, Alexander Leví, Theódór Ingi, Anton Elí, Antonía Eir, Hildur og Brimar Leví. Missir ykkar er mikill. Hvíl í friði elsku fallega og yndislega vinkona mín, takk fyrir allt. Þín vinkona Ásta. Elsku Fríða hefur alltaf verið í mínu lífi og minning hennar mun alltaf fylgja mér. Fríða hefur allt- af verið meira eins og frænka mín heldur en aðeins vinkona mömmu minnar. Minningar með henni og henn- ar fjölskyldu eru óteljandi og ekki ein af þeim slæm og heldur hefði ég ekki getað beðið um betri stundir en þær sem ég fékk að eiga með henni. Mér hefur og mun alltaf þykja ofboðslega vænt um hana og hennar fjölskyldu. Andrea Sif. Með söknuði kveðjum við kæra samstarfskonu okkar. Fríða hóf störf sem sálfræðingur við Geðheilsuteymi Austur haust- ið 2019. Betri samstarfskonu var ekki að finna, við gátum ekki ver- ið heppnari. Fríða var gædd ein- stökum eiginleikum, hógvær, glaðlynd og traustur félagi. Hún elskaði starfið sitt og sagði í veik- indum sínum að hún hlakkaði til að koma til baka, enda væri starf- ið ekki bara vinna, heldur líka áhugamál. Þessa áhuga og fag- mennsku nutu skjólstæðingar hennar í ríkum mæli. Fríða hafði einstaka nærveru, einlægan áhuga á fólki og sýndi öllum í kringum sig hlýju og um- hyggju, hvort sem það voru skjól- stæðingar eða samstarfsfólk. Þessi hlýja og umhyggja komu einnig sterkt fram þegar hún tal- aði um fjölskylduna sína, sem henni þótti óendanlega vænt um. Þau þurfa nú að kveðja einstaka dóttur, eiginkonu, móður, stjúp- móður, tengdamóður og ömmu. Í rúmt ár glímdi Fríða við erfið veikindi. Aðdáunarvert var hvernig hún tók veikindunum af æðruleysi og dugnaði og var hún staðráðin í að hafa betur. Við fylgdumst með á hliðarlínunni og reglulega var spurt frétta. Hún svaraði yfirleitt með fáum orðum og bar sig vel en spurði svo glað- lega „en hvað er að frétta af þér?“ Þetta var lýsandi fyrir það hvern- ig Fríða var, hún vildi ekki at- hygli, sviðsljós eða samúð en hafði miklu frekar áhuga á því sem aðrir voru að fást við. Fríða var falleg manneskja að innan sem utan og með einstakan hlát- ur sem við eigum eftir að sakna svo mikið. Með söknuði kveðjum við yndislega samstarfskonu. Fjölskyldu Fríðu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt. Sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt. Hverju orði fylgir þögn. Og þögnin hverfur allt of fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund. Því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. (Bragi Valdimar Skúlason) Ásta Sigrún Gunnarsdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Sigríður Hrönn Bjarnadóttir f.h. starfsfólks Geðheilsu- teymis Austur. MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2022 Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Sunnuhlíð 15. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 25. júlí klukkan 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar. Birgir Þórðarson Unnur María Ólafsdóttir Leifur Ottó Þórðarson Gróa Hafdís Jónsdóttir Júlíus Þórðarson Katrín Níelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR, lést laugardaginn 16. júlí á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu Laugarási. Útför hennar fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 26. júlí klukkan 13. Margrét Árnadóttir Jón Ingi Ríkharðsson Anna Kristín Árnadóttir Sara Patricie Jónsdóttir Árni Patrik Jónsson Okkar ástkæri ÞORBERGUR GUÐMUNDSSON, Holtaseli 22, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 9. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 22. júlí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeir sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Ester Albertsdóttir Anna Lísa Þorbergsdóttir Baldvin Hafsteinsson Jóhanna Þorbergsdóttir Albert Þorbergsson Hulda Axelsdóttir afa- og langafabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.