Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 6
skrifa bækur fyrir skólakerfið eða ungt fólk sem er að læra að hugsa og skrifa á íslensku? Ég efast um það.“ „Við fórum í að styðja við útgáfu bóka og bókmennta á síðasta kjörtímabili,“ segir Lilja Alfreðs- dóttir menningarmálaráðherra um ummæli Sverris. „Í kjölfarið jókst útgáfa útgáfa barna- og ungmenna- bóka á árunum milli 2018 og 2019 um 40 prósent. Framboðið er búið að aukast gríðarlega miðað við það sem var þegar við fórum í þessa aðgerð,“ segir ráðherrann. „Við erum að uppfæra þingsálykt- unartillögu um tungumálið okkar, íslenskuna. Ástæðan fyrir því að við erum að dragast aftur úr í PISA er orðaforði fyrst og síðast. Orðaforði er að minnka og ef barn skilur ekki 98 prósent af því sem er fyrir framan það, þá getur það ekki dregið álykt- anir. Íslenskir krakkar eru ekkert verri námsmenn,“ segir Lilja. „Það að styrkja og ef la tungu- málið okkar verður mitt stærsta mál á þessu kjörtímabili.“ n Rússar hafa notað Eist- land til að komast inn á Schengen-svæðið. Það er skrýtið að við séum ekki með sér- stakan sjóð. Sverrir Norland, rithöfundur Sverrir Sigurjónsson Hdl., Löggiltur Fasteignasali sverrir@domusnova.is - S. 662 4422 https://domusnova.is Opið hus sunnudaginn 14 agust 2022 milli 16.00 og 17.00, Kafffi og kleinur Bústjórabyggð 7 805 Selfoss i landi miðengis,við kerið Nýtt sumarhús í landi Miðengis, við Kerið. Verð 79.800.000. 123.4 m2 Húsið er byggt á steypta sökkla og er með steyptri plötu. Burðarvirki hússins er timbur og er það klætt með liggjandi smábáruáli, Báruál er á þaki. Húsið stendur á 8.900 fm eignarlandi. Heimilt er skv. skipulagi að byggja allt að 40 fm aukahús á lóðinni Nánari upplýsingar veitir: Sverrir Norland rithöfundur og þýðandi kallar eftir við- brögðum stjórnvalda við skorti á lesefni fyrir unglinga og ungt fólk, í pistli sem hann birtir á Facebook. Lilja Alfreðsdóttir fagnar skoðun Sverris og segir tilefni til að skoða málið betur. ninarichter@frettabladid.is MENNTAMÁL „Ef við höldum ekki áfram að búa til nýja lesendur á íslensku þá verður þetta allt svo- lítið til einskis,“ segir Sverrir Nor- land rithöfundur um stöðu styrkja til íslenskra rithöfunda. „Það er skrýtið að við séum ekki með sér- stakan sjóð eða stuðning við þá sem eru að skrifa fyrir yngri lesendur, fyrir unglinga og ungmenni.“ Sverrir segir að hér um bil allir sem skrifa efni fyrir þann aldurs- hóp séu að skrifa samhliða fullu starfi. „Eða eru í þúsund verkefnum eins og ég. Fyrir vikið tapast margir lesendur,“ segir Sverrir. Hann segist hafa rætt við kennara sem segi að mikið vanti af spennandi bókum og ekki sé skrifað nóg. „Af hverju hættum við ekki bara að tala svona mikið um þetta og eyða peningum í ráðstefnur? Af hverju búum við ekki til sjóð þar sem hægt er að ráða 10-20 manns til þriggja til fimm ára, í að skrifa efni handa börnum á íslensku?“ spyr Sverrir, sem ætlar að 45.000 ríkis- starfsmenn séu hér á landi. „Eru þeir allir að vinna þarfari verkefni en að Segir íslensk ungmenni skorta lesefni Lilja Alfreðs- dóttir menn- ingarmála- ráðherra segir átak á síðasta kjörtímabili hafa skilað sér í 40 prósenta aukningu í út- gáfu bóka fyrir börn og ung- menni. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Lilja Alfreðs- dóttir, ferðamála, menningar- og viðskiptaráðherra olafur@frettabladid.is VERKALÝÐSMÁL Vilhjálmur Birgis- son, formaður Starfsgreinasam- bandsins, vísar á bug ásökunum Halldóru Sveinsdóttur, formanns Bárunnar stéttarfélags og 2. vara- forseta ASÍ, um of beldi og einelti innan verkalýðshreyfingarinnar af hans hálfu og formanna VR og Eflingar. „Hún hefur verið hluti valdaklík- unnar sem hefur stýrt ASÍ langa hríð og reynt að þagga niður alla umræðu. Við höfum verið á önd- verðum meiði um lífeyrissjóða- kerfið, verðtrygginguna og SALEK,“ segir Vilhjálmur. Hann segir eðlilegt að tekist sé á um markmið og leiðir innan verkalýðshreyfingarinnar. Í 100 ára sögu hreyfingarinnar sé hefð fyrir slíkum átökum. „Ég hét því þegar ég var kjörinn formaður Starfsgreinasambands- ins að lítil lokuð klíka skyldi ekki fá að ráða öllu áfram,“ segir Vilhjálm- ur og bætir því við að ástæðan fyrir upphlaupi Halldóru nú sé að valda- hlutföllin í verkalýðshreyfingunni séu að breytast. Vilhjálmur frábiður sér ávirð- ingar hennar um of beldi og einelti og rifjar upp hótanir um að slökkt yrði á hljóðnema hans þegar hann gerði grein fyrir tillögum í ræðustól á ASÍ-þingi fyrir nokkrum árum. Vilhjálmur gef ur lítið f y rir gagnrýni Halldóru á að í viðtali á Bylgjunni í kjölfar afsagnar Drífu Snædal hafi hann ekki haft umboð til að tala í nafni Starfsgreinasam- bandsins. Hann hafi vitaskuld verið að tala sem einstaklingur, líka þegar hann nefndi þau Ragnar Þór og Sólveigu Önnu sem möguleg í embætti forseta ASÍ. „Halldóra Sveinsdóttir barðist gegn kjöri mínu sem formanns Starfsgreinasambandsins. Niður- staða lýðræðislegrar kosningar var hins vegar skýr og ég mun sitja sem formaður á meðan ég hef lýð- ræðislegt umboð til þess,“ segir Vilhjálmur Birgisson og bætir því við að það skjóti skökku við að Halldóra, sem áður hafi sagt opin- berun ágreinings innan verkalýðs- hreyfingarinnar vera vatn á myllu andstæðinga hennar, standi nú sjálf fyrir upphlaupum og svívirðingum í sinn garð og f leiri. „Þetta snýst um völd og ekkert annað. Hún hefur óhikað tekið þátt í jaðarsetningu annarra en óttast nú að verða jaðarsett sjálf.“ n Snýst um völd og ekkert annað Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir gagnrýni Halldóru Sveinsdóttur, formanns Bárunnar, vera vegna valdabaráttu. . FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR kristinnhaukur@frettabladid.is EISTLAND Stjörnvöld í Eistlandi hafa ákveðið að hætta að hleypa rúss- neskum ríkisborgurum inn í landið. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa Úkraínumenn og Finnar kallað eftir að Evrópuríki hamli ferðum Rússa. „Möguleiki Rússa til að heim- sækja Eistland eða önnur lönd í gegnum Eistland stangast á við gildin til grundvallar þeim þving- unum sem við höfum sett á,“ sagði Urmas Reinsalu utanríkisráðherra í yfirlýsingu, en í ljósi flug- og hafn- banns hafa rússneskir ferðamenn notað Eistland og fleiri staði til að komast inn á Schengen-svæðið. Eistnesk stjórnvöld munu veita vissar undanþágur. Til að mynda munu þau hleypa Rússum sem hafa fengið vegabréfsáritanir annars staðar inn í landið. Þá munu vöru- flutningamenn og Rússar sem eiga fjölskyldu í Eistlandi fá að keyra á milli. Rússneskir námsmenn í Eistlandi munu einnig fá að klára gráður sínar. n Hleypa Rússum ekki inn í landið 6 Fréttir 13. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.