Fréttablaðið - 13.08.2022, Qupperneq 10
Við höfum séð það í
vinnunni í kringum
Hvassa hraun að það
að byggja upp nýjan
alþjóðlegan flugvöll
með flugstöð tekur að
lágmarki 15 til 20 ár.
Siguður Ingi
Jóhannsson,
innviðaráðherra
Umræðan um varaflugvelli
er ekki ný af nálinni en hefur
aukist mjög í kjölfar jarðhrær-
inga á Reykjanesskaga. Hrær-
inga nálægt Hvassa hrauni þar
sem verið er að kanna fýsileika
nýs flugvallar. Fréttablaðið
kannaði þá velli og þær stað-
setningar sem helst hafa verið
nefndar sem varaflugvellir
fyrir Keflavíkurflugvöll.
„Því hefur verið haldið fram og
enginn mótmælt að við þurfum
tvo f lugvelli vestan Hellisheiðar,“
segir Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra. „Við erum með
fjóra alþjóðlega f lugvelli þar sem
þrír virka sem varaflugvellir fyrir
Keflavík.“
Þetta eru Reykjavíkurflugvöllur,
Akureyrarflugvöllur og Egilsstaða-
flugvöllur. Vellir sem hafa sínar tak-
markanir vegna fjarlægðar og/eða
stærðar. Þar fyrir utan er verið að
kanna fýsileika Hvassahrauns, en
aðrar staðsetningar hafa líka verið
nefndar.
Reykjavík
Pólitískt séð er Reykjavíkurf lug-
völlur ein heitasta pólitíska kart-
afla undanfarinna ára. Völlurinn er
alþjóðlegur varaflugvöllur en bent
hefur verið á að hann sé of lítill til að
gegna því hlutverki og ónæði af flugi
mikið. Í dag eru flugtök og lendingar
á Reykjavíkurflugvelli á bilinu 20 til
32 á dag og þykir mörgum nóg um. Í
Keflavík eru þau um 170.
„[F]lugbrautir Reykjavíkurflug-
vallar [eru] of stuttar fyrir margar
af þeim flugvélategundum sem nú
fljúga í reglubundnu flugi til Kefla-
víkurf lugvallar. Því eru þróunar-
tækifæri Reykjavíkurflugvallar sem
varaflugvöllur takmörkuð,“ segir í
skýrslu Þorgeirs Pálssonar fyrrver-
andi flugmálastjóra frá 2017. Einn-
ig að „[v]erulegar breytingar á legu
eða lengd flugbrauta á Reykjavíkur-
f lugvelli eru illframkvæmanlegar
vegna þess að kostnaður og rask
yrði mikið en ávinningurinn lítill.“
Sigurður Ingi segir það vandamál
ef Reykjavíkurflugvöllur þrengist
Ráðherra vill anda
með nefinu í leit
að nýjum flugvelli
eða lokast og þess vegna sé verið að
skoða aðra valkosti. „Við hjá ríkinu
leggjum mjög mikla áherslu á að á
meðan slíkur valkostur sé ekki til sé
Reykjavíkurflugvelli haldið í nægi-
legu rekstarflugöryggi,“ segir hann.
Einnig telur Sigurður að Reykja-
víkurflugvöllur virki vel sem vara-
flugvöllur að stærstu leyti enn þá.
Einnig að rafvæðing flugsins gæti
breytt því ónæði sem verður af flugi
yfir Reykjavík. „Ef innanlandsflug
fer á næstu sjö til tíu árum yfir í raf-
magnsflug þá verður enginn hávaði
og engin mengun. Þá getum við líka
sloppið með styttri brautir,“ segir
hann.
Akureyri og Egilsstaðir
Stjórnmálamenn á Norðurlandi og
Austurlandi hafa þrýst mjög á upp-
byggingu flugvallanna á Akureyri
og Egilsstöðum sem varaflugvalla
og nýlega hóf nýtt norðlenskt flug-
félag, Niceair, að f ljúga beint frá
Akureyrarflugvelli.
Fáir deila um mikilvægi þess að
hafa þessa tvo velli til taks í neyðar-
tilfellum en hæpið er að þeir geti
þjónað hlutverki varaf lugvallar
fyrir Kef lavíkurf lugvöll í þeirri
ferðamannasprengju sem orðið
hefur undanfarin ár. Samkvæmt
umsögn öryggisnefndar Félags
íslenskra atvinnuf lugmanna um
samgönguáætlun árið 2019 koma
allt að 80 flugvélar til Keflavíkur á
degi hverjum. Einungis er pláss fyrir
fjórar til fimm vélar á Akureyri og
Egilsstöðum.
Siguður Ingi segir ríkisstjórnina
tilbúna að verja talsverðum fjár-
munum í uppbyggingu þessara
valla. Meðal annars með stækkun
f lugstöðvarinnar á Akureyri og
byggingu nýrra brauta á Egilsstöð-
um. „Þetta eru þó nokkrir milljarðar
á hverju ári,“ segir hann.
Annar vandi er að þessir vellir eru
mjög langt frá höfuðborgarsvæðinu.
Hvassahraun
Sigurður Ingi skipaði starfshóp til að
rannsaka fýsileika á byggingu flug-
vallar í Hvassahrauni, sem aðal- eða
varaflugvallar á Reykjanesi vorið
2019. Áhættumatið, sem unnið er
af Veðurstofunni, gæti legið fyrir
strax í haust en Sigurður Ingi gerir
ráð fyrir að skýrslan í heild sinni
verði tilbúin í síðasta lagi í febrúar
eða mars árið 2023.
Meðal þeirra sem talað hafa fyrir
alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni eru
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjórn hefur lengi stefnt að
því að koma innanlandsfluginu úr
Vatnsmýrinni og í Hvassahrauni sjá
margir fyrir sér að hægt sé að tengja
saman innanlands- og millilanda-
flug.
Flugfélagið Icelandair hefur
einnig þrýst á rannsóknir á Hvassa-
hrauni sem aðalflugvelli til langrar
framtíðar. Stækkunarmöguleikar
séu takmarkaðir á Keflvíkurflug-
velli og hægt væri að þjónusta
íslensk f lugfélög betur í Hvassa-
hrauni.
Andstæðingar hugmyndarinnar
benda hins vegar á að Hvassahraun
sé á eldgosasvæði þar sem muni
gjósa næstu áratugi eða aldir. Sem
varaflugvöllur henti Hvassahraun
illa í ljósi veðurfarslegrar nálægðar
við Keflavíkurflugvöll.
„Ég hef nú gjarnan sagt að við
ættum að anda með nefinu þegar
við erum að ganga í gegnum óvissu-
tíma,“ segir Sigurður Ingi. Segist
hann leggja áherslu á að þessi vinna
verði kláruð áður en aðrir möguleik-
ar verða skoðaðir. „Við höfum séð
það í vinnunni í kringum Hvassa-
hraun að það að byggja upp nýjan
alþjóðlegan flugvöll með flugstöð
tekur að lágmarki 15 til 20 ár.“
Selfoss
Hugmyndin um alþjóðaflugvöll á
Suðurlandi var til umræðu á árun-
um 2016 til 2017. Henni til stuðnings
var nefnt að byggja þyrfti upp vara-
flugvöll í ekki allt of mikilli fjarlægð
frá Kef lavíkurf lugvelli og höfuð-
borgarsvæðinu. Einnig að meiri-
hluti þeirra ferðamanna sem hingað
sækja fara um Suðurland, svo sem
hinn svokallaða Gullna hring.
Nefndar hafa verið staðsetningar
eins og Geitasandur, milli Hellu og
Hvolsvallar. Lengst gekk þó könnun
á svæði milli Selfoss og Stokkseyrar.
Sveitarstjórn Árborgar lét kanna
þennan möguleika og gera rann-
sóknir en haustið 2019 var hann
loks sleginn út af borðinu. Taldi
sveitarstjórn að f lugvöllur myndi
koma í veg fyrir að hægt væri á
einhverjum tímapunkti að tengja
Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyri
saman með íbúabyggð. Þá væri lík-
legt að flugvöllurinn myndi skapa
ósætti meðal íbúa sveitarfélagsins.
Fyrir utan ástæður sveitar-
stjórnar hefur Hellisheiðin verið
talin vinna gegn Selfossi sem stað-
setningu varaf lugvallar, en hún
getur reynst erfið veðurfarslega. Á
árunum 2012 til 2022 var Hellisheiði
lokað 120 sinnum.
Mýrar
Flugvöllur á Mýrum í Borgarfirði,
norðan Borgarness, er tiltölulega
nýleg hugmynd. Meðal þeirra sem
rætt hafa um hana eru Píratar á
Vesturlandi og Halla Signý Krist-
jánsdóttir, þingmaður Framsóknar-
flokksins.
Halla, sem á sæti í umhverfis- og
samgöngunefnd Alþingis, sagði
í viðtali við Fréttablaðið fyrir
skemmstu að huga þyrfti að öðrum
valkostum á landinu í ljósi jarð-
hræringa á Reykjanesi. Þegar Sunda-
braut væri lögð og Vesturlandsvegur
tvöfaldaður yrði Borgarfjörðurinn
álitlegur kostur fyrir varaflugvöll og
mikið flatlendi á Mýrum.
Engar vísindalegar rannsóknir
liggja þó fyrir á þessum möguleika.
Sauðárkrókur
Lengi hefur verið talað um Alex-
andersf lug völl, nefndan eftir
Alexander Jóhannssyni háskóla-
rektor, við Sauðárkrók í Skagafirði,
sem varaflugvöll. Í grein í Morgun-
blaðinu árið 1989 nefndi Jóhannes
R. Snorrason, sem var f lugstjóri í
fyrsta íslenska millilandaf luginu
með farþega, að Alexandersf lug-
völlur hefði hindranalaust aðflug út
og inn fjörðinn, svigrúm væri gott
og undirstaða vallarins mjög traust.
Bæri hann af norðanlands í vondum
veðrum.
Þingmenn hafa margoft lagt fram
tillögur um Alexandersflugvöll sem
varaf lugvöll. Meðal annars þing-
menn Framsóknarflokksins, Gunn-
ar Bragi Sveinsson og Ásmundur
Einar Daðason árið 2013 og Sigurður
Páll Jónsson og Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, þingmenn Mið-
flokksins, síðastliðinn vetur.
Þrátt fyrir góðar aðstæður og
póli tískan þrýsting hefur ekki orðið
af því að gera Alexandersflugvöll að
varaflugvelli. Er hann líka í allnokk-
urri fjarlægð frá Reykjavík. ■
Hvassahraun 22
Keflavík 50
Selfoss 55
Borgarnes 73
Sauðárkrókur 288
Akureyri 381
Egilsstaðir 624
Vegalengd frá Reykjavík
í kílómetrum
Keflavík
Mýrar
Reykjavík
Hvassahraun Selfoss
Sauðárkrókur Akureyri
Egilsstaðir
Kristinn Haukur
Guðnason
kristinnhaukur
@frettabladid.is
10 Fréttir 13. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 13. ágúst 2022 LAUGARDAGUR