Fréttablaðið - 13.08.2022, Side 16

Fréttablaðið - 13.08.2022, Side 16
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is En hér er líka kominn munurinn á Íslandi og Rússlandi. Og bless- unarlega er hann skýr. Af ein- stökum tvískinn- ungi nýtir sendiráðið sér lysti- semdir tjáningar- frelsisins og reynir að þagga niður í frjálsum fjölmiðli í lýðræðis- ríki. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Í ár eru þrír áratugir frá upphafi umsáturs­ ins um Sarajevó, lengstu herkvíar í sögu nútíma hernaðar. Í þrjú ár, tíu mánuði, þrjár vikur og þrjá daga umkringdu stjórnarher Júgóslavíu og serbneskar vígasveitir höfuð­ borg Bosníu­Hersegóvínu. Í tæp fjögur ár bjuggu íbúar borgarinnar við matvæla­ og lyfjaskort, rafmagnsleysi, sprengjuregn og kúlnahríð leyniskytta sem földu sig í hæð­ unum umhverfis borgina og eirðu engum; ekki konum, kornabörnum, gamalmennum, sjúkraflutningafólki eða hjálparstarfsmönn­ um. Fjórtán þúsund borgarbúar létu lífið. Í vikunni mátti lesa áhugavert við­ tal í Fréttablaðinu við rithöfundinn Val Gunnarsson sem staddur er í Kænugarði í Úkraínu. Hann sagði lífið í höfuðborg hins stríðshrjáða lands vera orðið undarlega venjulegt. „Mannskepnan hefur ótrúlega hæfileika til að aðlagast aðstæðum og hér er voða lítið sýnilegt um átök,“ sagði Valur. Tíu árum eftir að umsátrinu um Sarajevó lauk heimsótti ég borgina. Eins og við var að búast blöstu ör átaka enn við. Í veggjum húsanna voru holur eftir sprengikúlur; stór svæði innan borgarinnar voru lokuð af vegna hættu á jarðsprengjum. Viðhorf íbúanna var þó öllu óvæntara. Á kaffihúsi í miðborg Sarajevó kynntist ég ungum heimamanni. Hann hafði verið þrettán ára þegar umsátrið hófst. Var hann ekki reiður yfir að stríðið hefði svipt hann unglingsárunum? Hann brosti kurteis­ lega: „Það voru alveg partí.“ Á mig kom fát. Ég hafði talið almenning í stríðshrjáðum löndum setja lífið á ís meðan þess var beðið að hryllingurinn gengi yfir. En þvert á móti. Á tímum umsátursins í Sarajevó viðhéldu íbúar daglegu lífi af ótrúlegri þrautseigju. Fólk fór til vinnu þótt engin laun væru greidd og ferðalagið gæti kostað það lífið. Reynt var að halda uppi skólastarfi í rústum bygginga. Seint á kvöldin þutu krakkar milli húsa til að heimsækja vini og fara í partí því leyniskytturnar áttu erfiðara með að koma auga á þá í skjóli myrkurs. Stríðið í Úkraínu varpar nú ljósi á stað­ festu manneskjunnar til að standa vörð um hversdagsleikann. Við öfgafullar aðstæður sést hversu stór mannssálin er. En öfgar eru líka kjöraðstæður smásála. Viðtalið við Val Gunnarsson í Frétta­ blaðinu olli hörðum viðbrögðum rússneska sendiráðsins í Reykjavík. Var ástæðan ljósmynd sem fylgdi viðtalinu af rússneska fánanum sem hafði öðlast nýjan tilgang sem dyramotta á ótilgreindum stað í Úkraínu. Sendiráðið mótmælti myndbirtingunni og sakaði Fréttablaðið um að gerast brotlegt við 95. grein íslenskra hegningarlaga þar sem m.a. er kveðið á um að allt að sex ára fangelsi liggi við því að smána fána erlends ríkis. „Tíminn er eins og vatnið...“ Á næsta ári verða liðin níutíu ár frá því að ljóðskáldið Steinn Steinarr skar niður hakakrossfána á Siglufirði og reif hann. Var hann fundinn sekur um að óvirða fána erlends ríkis og dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Þótt tíminn hafi leitt í ljós fáránleika dómsins og óhæfu lagaákvæðisins stendur það enn nánast óbreytt. Í sömu andrá og almenningur í Úkraínu berst af æðruleysi fyrir hversdagslífi sínu umgangast starfsmenn rússneska sendi­ ráðsins grunngildi gestaþjóðar sinnar af hversdagslegri vanvirðingu. Af einstökum tvískinnungi nýtir sendiráðið sér lysti­ semdir tjáningarfrelsisins og reynir að þagga niður í frjálsum fjölmiðli í lýðræðisríki. Á Facebook­síðu sendiráðsins má lesa ógnandi áminningu til ritstjórnar Fréttablaðsins um tilvist 95. greinar hegningarlaganna. Framganga rússneska sendiráðsins sýnir að bróðurpartur 95. greinar íslenskra hegningarlaga er ekki aðeins hlægileg tíma­ skekkja heldur einnig hættulegt kúgunartól. Það ætti að vera forgangsverkefni stjórn­ valda að fella ákvæðið úr gildi. n Kjöraðstæður smásála Ekki verður það kallað annað en frekja og yfirgangur þegar rússnesk stjórnvöld ætlast til þess að íslenskir fjölmiðlar fari að kröfum þeirra um myndbirtingar úr ógnvænlegu og hræðilegu stríði sem þau sjálf hafa haft frumkvæði að í austanverðri Evrópu. Rússakrafan er þessi: Ef þið dirfist að birta ljósmyndir sem eru okkur til háðungar og smánar skuliði gjöra svo vel að biðjast opin­ berlega afsökunar á því, ellegar – og það má lesa á milli línanna, megiði hafa verra af. Það er fáheyrt, ef ekki einsdæmi, að yfir­ völd í nokkru landi fari fram með uppá­ stönduga tilætlunarsemi af þessu tagi – og beinlínis segi frjálsum fjölmiðlum fyrir verkum með þessum hætti. Sérstaklega er þetta undarlegt í ljósi þess að fánar þjóðríkja eru svo til vikulega brenndir, skornir eða eyðilagðir með öðrum hætti á síðum dagblaða eða á skjáum sjón­ varpsstöðvanna með svo áberandi hætti að ekki getur það hafa farið fram hjá nokkrum sæmilega upplýstum manni. Fánar þjóð­ ríkja hafa verið, og munu ávallt vera, andlag stríðsátaka þar sem kúgað fólk og smánað tekur til varna með þessum táknræna hætti. Mótmæli um allan heim þar sem þjóðfánar stríðsherra og kúgunarríkja eru lítilsvirtir eru raunar hluti af tjáningarfrelsi – og enda þótt úreltar lagagreinar kunni að segja annað, svo sem hér á landi, er rétturinn til andófs á neyðarstundu miklum mun yfir­ sterkari en laganna stoðir. Og raunar má ganga lengra og segja að sannleikurinn og reglurnar séu alla jafna fyrstu fórnarlömbin í hverju stríði. En hér er líka kominn munurinn á Íslandi og Rússlandi. Og blessunarlega er hann skýr. Hér er einnig að finna skilin á milli frjálsra lýðræðisríkja og þeirra einræðislanda í heimi hér sem undiroka og beygja lýðinn undir duttlungafullt vald sitt. Það er af þessum sökum sem rússneskum yfirvöldum er fyrirmunað að skilja hvaða gildi ríkja í öðrum þeim löndum sem trúa á tjáningarfrelsið og vilja hlúa að frjálsri fjöl­ miðlun. Þau hafa ekki í sér það umburðar­ lyndi að una fólki þess að tala út um hugs­ anir sínar og langanir. Þau vilja binda fólk á klafa einnar hugsunar – og fari það út fyrir hana, er það ýmist fangelsað eða drepið. Það er af þessum sökum sem íslenskir fjöl­ miðlar verða að standa í lappirnar, svo og íslensk stjórnvöld sem hafa raunar gert svo í þessu máli. n Rússafrekjan ARCTIC HEALTH AHI.IS JOÐ HREIN ÍSLENSK FÆÐUBÓT HÚÐ EFNASKIPTI SKJALDKIRTILL TAUGAKERFI Í POKUM FYRIR LÁGMARKS KOLEFNISSPOR SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 13. ágúst 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.