Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 18
Ef við náum að virkja
KR-fjölskylduna í því
sem við erum að gera
þá eru okkur allir vegir
færir.
Ellert Arnarsson
18 Íþróttir 13. ágúst 2022 LAUGARDAGUR
þessi sigurganga teygði sig yfir
langan tíma. Það verða ákveðin
kynslóðaskipti í liðinu, áttatíu og
tvö árgangurinn dettur þarna út
á einum tímapunkti, árgangurinn
sem hafði spilað lengi hjá félaginu
og verið á bak við þessa titla. Það er
reyndar gott framhald af því að vera
komin með Helga Má Magnússon
og Jakob Örn í þjálfarateymið hjá
liðinu núna.“
Ellert segir eðlilegt að slíkar
breytingar verði á liðum, kynslóða-
skipti.
„Nú er tækifæri fyrir okkur til
þess að keyra áfram á nýrri kyn-
slóð og að einhverju leyti nýjum
áherslum. Ég tel að það séu mjög
spennandi tímar fram undan hjá
liðinu. Jú, við getum sagt sem svo
að við séum í ákveðnum uppbygg-
ingarfasa en KR kappkostar alltaf
að vera í fremstu röð og við höfum
mikinn metnað fyrir því. Við
munum alltaf tefla fram sterku og
góðu liði sem getur gert góða hluti,
samhliða því að byggja upp yngri
KR-inga. Þetta tvennt getur alveg
haldist í hendur.“
Hjá KR er hefðin sú að berjast um
þá titla sem eru í boði og þá skiptir
ekki máli í hvaða grein er sótt fram.
Kvennalið KR í körfunni er sögulega
séð mjög sigursælt en árangurinn
hefur látið á sér standa undanfarin
ár.
KR varð síðast Íslandsmeistari í
kvennaflokki í körfubolta árið 2010.
Nú leikur liðið í næstefstu deild en
það er hugur í fólki í Vesturbænum.
„Við erum mjög spennt fyrir
meistaraflokki kvenna, bæði fyrir
næsta tímabil og tímabilin þar á
eftir. Það er ákveðin uppbygging að
eiga sér stað þar líka og við búum
yfir nokkrum ungum og spennandi
leikmönnum sem hafa spilað með
yngri landsliðum Íslands, sem við
byggjum liðið í kringum. Það er mjög
spennandi vegferð í gangi þar líka.“
Aðstaðan bætt
Fram undan er mikil uppbygging á
þeirri aðstöðu sem KR býr við þessa
dagana. Nýtt deiliskipulag fyrir
KR-svæðið svokallaða í Vesturbæ
Reykjavíkurborgar var samþykkt á
fundi borgarráðs í síðasta mánuði.
Í hinu nýja deiliskipulagi felast
meðal annars markmið um að bæta
aðstöðu KR til íþrótta- og félags-
starfsemi með byggingu íþrótta- og
þjónustubygginga.
Ellert telur að bætt aðstaða muni
klárlega verða til þess að lyfta starfi
KR á næsta stig. „Þetta er allt í þróun
á þessari stundu, við erum með full-
trúa frá körfuknattleiksdeildinni í
byggingarnefnd svæðisins og eins
og maður hefur séð frá öðrum
stöðum þar sem farið hefur verið í
uppbyggingu á aðstöðu þá virðist
þróunin vera sú að þegar þú lyftir
aðstöðunni upp á næsta stig þá lyft-
irðu um leið ansi mörgu með þér.“
En hvaða framtíðarsýn hefur
hann fyrir körfuknattleiksdeildina
hjá KR?
„Það sem við viljum gera er að
halda áfram að byggja á því góða
starfi sem hefur verið unnið undan-
farin ár. Hlúa að og leggja mikinn
fókus á yngri f lokkana hjá okkur,
við ætlum okkur að vinna gott starf
þar því þar verður þetta allt til. Þar
er uppsprettan og grunnurinn.
Þannig hafa titlarnir komið til
okkar og við viljum halda því áfram.
Við viljum að það starf sé í ákveðn-
um takti við meistaraflokkana hjá
okkur. Góður árangur meistara-
flokkanna býr til byr í seglin fyrir
yngri leikmenn félagsins og þá fáum
við góða árangurshringrás með
metnaðinn sem býr að baki því að
vilja vera í fremstu röð.“ n
ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 13. ágúst 2022 LAUGARDAGUR
Ellert Arnarsson, nýr formað-
ur körfuknattleiksdeildar KR,
segir að haldið verði áfram að
byggja á því góða starfi sem
unnið hefur verið undanfarin
ár. Lið KR séu í uppbyggingar-
fasa en félagið sæki alltaf til
sigurs.
Miklar breytingar hafa átt sér stað
á forystu körfuknattleiksdeildar
KR milli tímabila. Böðvar Guðjóns-
son, sigursælasti formaður í sögu
deildarinnar hjá KR, hefur látið
af störfum og í hans stað er Vest-
urbæingurinn Ellert mættur. Eftir
nokkkrar vikur í embætti er hann
bjartsýnn á framhaldið hjá KR.
„Það er eins með þetta og allt nýtt
sem maður tekur að sér að það tekur
tíma að koma sér inn í málin og það
er í mörg horn að líta hér hjá KR,“
segir Ellert við Fréttablaðið.
„Stjórnin hjá okkur er vel sam-
sett af fólki sem hefur verið í stjórn
áður, bæði stjórnarmenn sem voru
í síðustu stjórn og aðrir sem voru í
stjórninni þar áður. Þannig að hér
er fólk sem hefur reynslu af þeim
hlutum sem ganga þarf í innan
deildarinnar. Ég sé fram á virkilega
gott samstarf okkar á milli og til
þess að við náum að tækla öll þau
verkefni sem við stöndum frammi
fyrir þurfum við að viðhalda góðri
verkaskiptingu okkar á milli.“
Kunnugur staðháttum
Þó svo að Ellert sé nýr í embætti for-
manns er hann KR-ingum vel kunn-
ugur. Hann þekkir félagið út og inn,
Vesturbæingur í húð og hár.
„Ég er uppalinn Vesturbæingur
og KR-ingur, spilaði upp alla yngri
f lokkana með KR í körfunni alveg
upp í meistaraflokk og hef því ekki
langt að sækja ást mína á félaginu.
Svo á ákveðnum tímapunkti
ákvað ég að halda í víking og tók
meðal annars eitt tímabil með
Hamri í Hveragerði sem og ÍR í
Breiðholti áður en ég kallaði þetta
gott. Þrátt fyrir tíma minn frá
KR fylgdist maður alltaf vel með
félaginu. Ég var í árgangi með KR-
sleggjum í körfuboltanum, þeim
Brynjari Þór Björnssyni og Darra
Hilmarssyni. Þeir héldu áfram að
spila með félaginu og unnu þarna
titla með karlaliðinu á þessum ótrú-
legu tímum þegar liðið vann sex
Íslandsmeistaratitla í röð.“
En hvernig er það að vera mættur
í jafn stórt og veigamikið embætti
líkt og formannsembættið hjá KR í
körfuboltanum er?
„Mér finnst þetta frábært og ég
er mjög þakklátur fyrir það traust
sem mér er gefið í að koma þarna
inn og taka við formennskunni. Á
sama tíma er það mjög jákvætt fyrir
mig að geta stigið þarna inn og gefið
aðeins til baka til félagsins sem gaf
mér á sínum tíma tækifæri og ól
mann líka að einhverju leyti upp.“
Ellert segir hins vegar að það hafi
ekki verið tilfellið að hann hafi
hoppað beint á embættið um leið
og það bauðst.
„Auðvitað þurfti maður að hugsa
sig um áður en maður stökk á þetta.
Það er mikil skuldbinding fólgin
í þessu embætti, fyrst og fremst í
tíma, en ef stjórnin er samhent og
við náum að virkja KR-fjölskylduna
í því sem við erum að gera þá eru
okkur allir vegir færir.“
Sigurhefðin sterk
Ellert tók, eins og áður sagði, við
formennskunni af Böðvari Guð-
jónssyni sem hafði verið viðloðandi
starfið hjá körfuknattleiksdeild KR
frá árinu 2005. Fyrst sem stjórnar-
maður en síðan sem formaður
deildarinnar. Böðvar kvaddi félag-
ið sem sigursælasti formaður sög-
unnar hjá körfuknattleiksdeild KR
og er þá einna helst hægt að minnast
á ótrúlega sigurgöngu karlaliðs KR
frá 2014 til 2019.
„Við Böðvar höfum þekkt hvor
annan nokkuð lengi,“ segir Ellert.
„Hann er náttúrulega búinn að vera
viðloðandi körfuboltann hjá KR svo
ótrúlega lengi. Ég kynntist honum
fyrst í kringum þann tíma sem hann
var að koma fyrst inn í þetta.
Hann hefur boðist til þess að
rétta mér hjálparhönd ef ég leitast
eftir því og ég mun klárlega reyna
að nýta mér þá þekkingu og reynslu
sem hann býr yfir á einhverjum
tímapunkti. Við höfum nú þegar
átt góð samtöl um starfið.“
Hins vegar gat sigurganga karla-
liðs KR ekki haldið áfram endalaust.
Liðið varð síðast Íslandsmeistari
árið 2019.
„Það er í raun magnað hvað
Tók við formennsku hjá uppeldisfélaginu
KR lyfti síðast Ís-
landsmeistara-
bikarnum í
körfubolta árið
2019.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Aron
Guðmundsson
aron
@frettabladid.is