Fréttablaðið - 13.08.2022, Side 38
Umsjón með starfinu hafa Garðar Ó.
Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) og Jensína
K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is).
Við leitum að öflugum verkefnastjóra til að ganga til liðs við samhent teymi.
Um er að ræða spennandi og krefjandi starf hjá framsæknum vinnustað þar sem ríkir
góð fyrirtækjamenning og mörg tækifæri til starfsþróunar.
Verkefnastjóri annast undirbúning verkefna á sviði bygginga, gatna og veitna. Unnið er í
samræmi við framkvæmdaáætlun, útboðs og verklýsingar, byggingareglugerðir, staðla og
lög og aðrar reglugerðir sem við eiga. Framundan eru spennandi og framsækin verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Þarfagreiningar verkefna sem fyrirhugað er að fara í.
• Kostnaðar-og framkvæmdaáætlanir.
• Gerð útboðsgagna og innkaup.
• Verkefnastjórn framkvæmda og hönnunarverkefna.
• Kostnaðarstýring framkvæmda.
• Kostnaðaryfirlit og yfirferð reikninga.
• Samskipti við hagsmunaraðila.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Háskólamenntun í verk- og/eða tæknifræði.
• Reynsla eða þekking af hönnunarstjórnun bygginga, gatna og veitna æskileg
• Reynsla eða þekking af verkefnastjórn æskileg.
• Góð tölvukunnátta.
• Faglegur metnaður, frumkvæði og skipulagshæfni.
• Samskiptahæfni og öguð vinnubrögð.
• Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
• Þekking á umhverfisvottun æskileg.
Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Verkefnastjóri
- framkvæmdadeild
Spennandi og
framsækin verkefni
á sviði bygginga,
gatna og veitna
Sjóklæðagerðin hf. er eitt elsta framleiðslu
fyrirtæki Íslands. Árið 1926 hóf fyrirtækið
framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir
sjómenn og fiskverkunarfólk á norðurslóðum
en seinna bættist við vörulínu fyrirtækisins
vinnufatnaður fyrir fólk í landi.
Í dag starfa um 400 manns hjá Sjóklæða
gerðinni og starfar fyrirtækið í fjórum löndum,
á Íslandi, í Danmörku, Bretlandi og Lettlandi.
Á Íslandi rekur Sjóklæðagerðin 10 verslanir
undir vörumerkinu 66°NORÐUR og í
Kaupmanna höfn eru tvær verslanir þar sem
sú fyrsta opnaði í lok árs 2014. Árið 2019 var
opnuð skrif stofa í Lundúnum og í lok árs
2022 verður opnuð verslun þar.
66°Norður leitar eftir ástríðufullum og árangursdrifnum markaðsleiðtoga til að leiða áfram
markaðsmál og vinna að uppbyggingu á vörumerki fyrirtækisins. Markaðsleiðtogi þarf að búa
yfir frumkvæði og drifkrafti til að hrinda verkefnum í framkvæmd og fylgja þeim eftir.
Hjá 66°Norður gefst starfsfólki tækifæri til að vera framsækið og fær stuðning til að fylgja
hugmyndum sínum og verkefnum eftir á vinnustað þar sem jákvæðni og hvatning er ríkjandi.
Starfssvið:
• Þátttaka í framtíðarsýn markaðsmála og tryggja skýra forgangsröðun.
• Veita daglegum verkefnum forystu og tryggja að áætlunum sé haldið.
• Stuðla að árangursríkri teymisvinnu og góðum samskiptum við hagaðila.
• Samskipti við auglýsingastofur og fagaðila á sviði markaðsmála.
• Greining gagna og rýni í hegðun neytenda.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun.
• Árangursrík reynsla af markaðsmálum og birtingaleiðum.
• Yfirgripsmikil þekking á samfélagsmiðlum og söluvefum.
• Reynsla af greiningu gagna og túlkun þeirra.
• Reynsla af stýringu verkefna.
• Framúrskarandi samskiptafærni og jákvætt viðmót.
• Frumkvæði, fagleg vinnubrögð og metnaður til að ná árangri.
Umsjón með starfinu hafa Hilmar G.
Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og
Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).
Markaðsleiðtogi
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
6 ATVINNUBLAÐIÐ 13. ágúst 2022 LAUGARDAGUR