Fréttablaðið - 13.08.2022, Page 52

Fréttablaðið - 13.08.2022, Page 52
Fjármálastjóri stafrænnar vegferðar Fjármálastjóri óskast til starfa á Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf, en viðkomandi hefur yfirumsjón með öllum fjármálum sviðsins og gegnir veigamiklu hlutverki í stafrænni vegferð borgarinnar. Fjármálastjóri er einn af lykilaðilum í yfirstjórn sviðsins og situr í framkvæmdastjórn þess. Sem fjármálastjóri munt þú Um vinnustaðinn Umsókn • Leiða teymi fjármálaþjónustu sviðsins. • Halda utan um öll fjármál og uppgjör sviðsins. • Fara með utanumhald og stýringu fjárfestingarsjóða. • Vinna að þróun, nýsköpun, umbótum og stefnumótun. • Bera ábyrgð vinnslu fjárhags- fjárfestinga-, launa- og fimm ára áætlunar. • Bera ábyrgð á gerð gjaldskrár og útkomuspár. • Veita stjórnendum ráðgjöf, fræðslu og aðstoð. • Framkvæma fjárhagslegar greiningar, úrvinnslu og svörun fyrirspurna. Þjónustu- og nýsköpunarsvið er fyrsta flokks vinnustaður þar sem góð liðsheild, traust og virðing einkennir skemmtilega og skapandi menningu. Við fögnum fjölbreytileikanum, erum lipur og lærdómsfús og þorum að fara nýjar leiðir. Saman tökum við forystu í verkefnum sem eru í senn krefjandi og spennandi og enn betra er að þau stuðla að því að einfalda og bæta líf íbúa, umhverfi fyrirtækja sem og starfsfólks borgarinnar. Umsóknarfrestur er til 17. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Karen María Jónsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra, hjá Karen.Maria.Jonsdottir@reykjavik.is. Lestu meira á reykjavik.is/storf eða með því að skanna QR kóðann. Starf GG Verk er rótgróið og framsækið byggingafyrirtæki sem byggir á áratuga reynslu. Hjá okkur starfar öflugur hópur fólks við að byggja upp vönduð mannvirki innan tilskilins tíma, af framúrskarandi metnaði og umhyggju fyrir fólki og umhverfi. Við erum hreykin af fólkinu okkar, hárri starfsánægju og fjölskylduvænum áherslum. Við hvetjum umsækjendur af öllum kynjum til að senda okkur ferilskrá og kynningabréf á atvinna@ggverk.is. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst en umsóknir verða þó skoðaðar jafnóðum og þær berast. ggverk.is Vegna aukinna umsvifa og traustrar verkefnastöðu óskar GG Verk eftir að ráða fleiri metnaðarfulla og drífandi VERKEFNASTJÓRA | VERKSTJÓRA | SMIÐI Leitað er að áreiðanlegum einstaklingum sem setja fólk í fyrsta sæti og sýna auk þess fyrirhyggju og ábyrgð í verki. 20 ATVINNUBLAÐIÐ 13. ágúst 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.