Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 74
Karlremb- ur þurfa ekki endi- lega að vera á hinum endanum. Við þurf- um að vinna saman. Sofia Bekatorou Sofia Bekatorou og Heiða Björg Hilmisdóttir eiga það sameiginlegt að hafa hafið #MeToo-byltingu í heima- landi sínu. Heiða Björg á Íslandi og Sofia í Grikklandi. Byltingarnar voru þó með mjög ólíku sniði, hófust á mis- munandi tíma og hafa þróast með mjög ólíkum hætti frá upphafi sínu. Sofia er Ólympíuhafi í sigl- ingum og árið 2021 greindi hún frá of beldi sem hún varð fyrir árið 1998 af hendi hátt setts embættismanns innan gríska siglingasambandsins. Sofia er mjög vel þekkt í heimalandi sínu og það vakti mikla undrun og hneyksli þegar hún opnaði sig um ofbeldið sem hún varð fyrir. Heiða Björg er borgarfulltrúi og þegar sögur fóru fyrst að berast frá Bandaríkjunum árið 2017 af ofbeldi valdamikilla manna, hafði hún samband við aðrar stjórnmála- konur og spurði hvort þær ættu ekki að taka sig saman. Það varð til þess að hópur var stofnaður og svo birtur fjöldi sagna um of beldi og áreitni manna innan stjórnmálahreyfinga. Síðar urðu svo til f leiri álíka hópar sem birtu sögur um of beldi meðal annars innan íþrótta, sviðslista og meðal kvenna af erlendum upp- runa. Það má heyra á máli Sofiu að staðan í Grikklandi er mjög ólík því sem þekkist á Íslandi. Þar er nú bar- ist fyrir því að gögnum sé safnað um umfang ofbeldis, að kynfræðsla fari fram í skólum og innan félagsstarfs og íþróttahreyfinga. Það er eitthvað sem er gert á Íslandi, þó alltaf megi gera betur, en eitthvað sem er þó komið á dagskrá. Vildu opna samtalið Heiða segir að þegar íslenski #MeToo-hópurinn hafi fyrst komið saman hafi það verið með vilja gert að nefna engin nöfn, því tilgangur- inn hafi verið að sýna hversu mikið umfangið var og hvaða áhrif kyn- bundið ofbeldi hefur á konur. Eftir því sem byltingin hefur þróast hafa konur byrjað að nefna nöfn og það hefur að einhverju leyti breytt sam- talinu í annað samtal um slaufunar- menningu, réttlæti og ábyrgð. „Við vildum stíga fram til að normalísera það að konur segi frá. Sama hversu alvarlegt of beldið er. Þá vildum við bara að konur gætu sagt frá og að samfélagið myndi trúa konum og bregðast við því. Konur segja ekki frá ofbeldi sér til gamans. Það græðir engin kona á því að segja frá því að hún hafi verið beitt ofbeldi,“ segir Heiða og Sofia tekur undir það. „Þeir halda að maður vilji verða frægur þannig, en hvaða kona vill verða fræg fyrir það?“ spyr Sofia. „Já, þetta er stóri misskilningur- inn. Ég hef aldrei hitt konu sem hefur sakað samstarfsmann sinn eða vin sér til gamans. Þetta er ekki gaman. Þetta er hræðilegt. Og við vonuðum að með því að stíga fram þá myndum við sjá breytingar. Og margt hefur breyst. En ekki nógu mikið. Okkur vantar enn að styrkja stöðu kvenna lagalega, forvarnir, stuðning for þolendur og f leiri úrræði fyrir gerendur. Það er besta forvörnin,“ segir Heiða. „Ég held að mikilvægi þess að útbúa úrræði fyrir gerendur felist líka í því að þá sjá þeir að þetta snýst ekki um hefnd,“ segir Sofia. Tengja þolendur saman Frá því að Sofia steig fram hefur hún hafið störf með samtökum sem berjast gegn of beldi og hafa þau, sem dæmi, sett upp síðu þar sem hægt er að tilkynna ofbeldi og þolendum síðan leiðbeint hvar þeir geta fengið aðstoð. Heiða Björg Hilmisdóttir og Sofia Beka- torou ræddu um þátttöku sína í #MeToo í heimalandi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK „Við settum þetta upp til að sýna þolendum að það er hlustað á þá. En svo fórum við að nota síðuna til að veita aðstoð. Þegar konur hringja í mig þá beini ég þeim þangað og þá er hægt að sjá hvers konar aðstoð þær þurfa á að halda, sama hvort það er innan heilbrigðiskerfisins eða lagaleg aðstoð, því þótt það sé oft verið að tilkynna um gömul mál þá er oft enn hægt að leggja fram kæru,“ segir Sofia. Hún segir að gagnagrunninn noti samtökin einnig til að safna upplýsingum um hvar ofbeldið átti sér stað og hvenær og ef að einhver vinnustaður eða samtök hafa sam- band þá geti þau spurt hvort ofbeldi hafi átt sér stað þar. „Við viljum að stofnanir leiti til okkar. Þær halda sumar að það geti haft áhrif á orðspor þeirra en það sem okkur finnst er að þetta geti hjálpað við að búa til öryggisáætl- anir og til að gera stofnunina eða vinnustaðinn öruggari,“ segir Sofia og bætir við: „Síðast, en ekki síst, ef þolendur skrá sama gerandann þá tengjum við þolendur. Þetta er ekki gert í réttarkerfinu og svona hjálpum við þeim að styrkja mál hver annarrar.“ Vill meiri fræðslu Sofia segir að þegar samtökin hafi leitað til hennar um að vera andlit herferðarinnar hafi hún ekki hikað við að samþykkja það, en að hún hafi þó alltaf lagt mikla áherslu á að tryggja gagnagrunninn lagalega því þar er nú að finna mikið af per- sónugreinanlegum og viðkvæmum gögnum. Hvað varðar framtíðina segir Sofia að hún hafi miklar áhyggjur ef ekkert alvarlegt verður gert til að bregðast við upplýsingaflæðinu sem börn og ungmenni hafa aðgengi að á netinu. „Þau úrræði sem börnin okkar hafa aðgengi að eru ekki að hjálpa þeim að byggja upp almennileg sambönd, því reynslan kemur frá myndum sem eru ekki raunveru- legar,“ segir Sofia og á við bæði sam- félagsmiðla og klám. „Sonur minn er þrettán ára og dóttir mín tíu og ég segi oft við son minn að myndirnar sem hann mun sjá á klámsíðum eða í klámmyndum séu ekki raunverulegar. Þær séu feik, alveg eins og aðrar bíómyndir, og ég bendi honum á að kynlíf eigi að vera sameiginleg góð tilfinning og það er ekkert sem strákur á að fá frá stelpum eða stelpur þurfa að gefa. Kynlíf er ekkert sem þú færð frá ein- hverjum, það er eitthvað til að deila. En í Grikklandi viljum við ekki tala um það. Margir foreldrar vilja ekki að börnin þeirra fái fræðslu og við erum mjög aftarlega þarna,“ segir Sofia. Ekki nóg hefur breyst Spurð hvort það sé almennt sam- þykkt í grísku samfélagi, sérstaklega eftir #MeToo, að ofbeldi sé vandamál gegn konum, segir Sofia að konur tali meira saman núna og að þetta sé nú partur af almennu samtali. Hún segir að henni sé það mjög mikilvægt, á sama tíma og umræð- an þróast, að það sé ekki lokað á sjónarhorn neins. „Karlrembur þurfa ekki endi- lega að vera á hinum endanum. Við þurfum að vinna saman því sú niðurstaða sem við fáum verður ekki varanleg nema við gerum það þannig,“ segir Sofia. Þær Sofia og Heiða eru sammála um að eftir #MeToo-byltingar sinna landa hafi samtalið opnast en þær segja ekki nóg hafa breyst. Enn eigi fólk erfitt með að trúa og viðurkenna að of beldi á sér stað alls staðar og telja að mikilvægt sé að börn og fullorðnir fái kennslu og stuðning. „Fólk þarf að skilja að gott fólk gerir slæma hluti. Fólk er ekki gott eða vont og það er ekki hægt að úti- loka alla úr samfélaginu sem gera eitthvað slæmt,“ segir Heiða. Nafngreindu frá upphafi Ólíkt því sem var hér á Íslandi nafngreindu konur í Grikklandi gerendur sína frá upphafi og segir Sofia að það hafi verið svo fólk skildi að ofbeldi á sér stað á öllum stigum samfélagsins. „Eina refsingin sem þeir fengu var samfélagslega skömmin. En það er auðvitað ákveðin áhætta sem fylgir þessu því ég hef oft heyrt um feður sem verða svo reiðir að þeir beita ofbeldi.“ „Já, það er það sama hér en við sjáum einnig að fólk hefur oft samúð með þeim og trúir því ekki að „þessi maður“ hafi gert eitthvað svona. Fólk þarf samt að fá réttlæti. Ég vil ekki að menn sem beita ofbeldi séu alveg útilokaðir úr samfélaginu en við þurfum samt að finna einhverja leið svo að þolendur upplifi réttlæti. Þetta er svo flókið og ég vildi að ég væri með svörin en ég held að svarið felist í samtalinu,“ segir Heiða. „Ég held að konur séu oft reiðari. Af hverju? Jú, því þær sjá karla kom- ast upp með of beldið. Ef þær vissu að gjörðum þeirra fylgdu einhverjar af leiðingar þá væru þær kannski ekki jafn reiðar. Sama hvort það er að fara í fangelsi, skipta um vinnu eða hverfa af vettvangi stjórnmála. Sama hvað það er. Það þurfa bara að vera einhverjar af leiðingar,“ segir Sofia. n Karlrembur ekki á hinum endanum Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is Sofia vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum árið 2004. Með henni á myndinni er liðsfélagi hennar Emilia Tsoulfa. FRÉTTABLAÐIÐ /GETTY Sofia talar við fjölmiðlafólk fyrir utan skrifstofu saksóknara eftir að hún opnaði sig um ofbeldið í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 34 Helgin 13. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.