Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 13.08.2022, Blaðsíða 77
Fyrir fjörutíu árum lagðist franska skemmtiferðaskipið Mermoz að bryggju með fursta- hjónin frá Mónakó, Rainer fursta og eiginkonu hans, kvikmynda- stjörnuna Grace Kelly, innan- borðs. Múgur og margmenni mætti á höfnina til að líta þau hjónin augum. benediktboas@frettabladid.is Fyrir fjörutíu árum komu furstahjónin í Mónakó, Rainer og sjálf Grace Kelly til landsins í helgarferð ásamt börnum sínum. Töluvert margmenni mætti í Sundahöfn til að taka á móti þeim og skoða franska skemmtiferðaskipið Mermoz sem þau ferðuðust með. Fursta- hjónin fóru að Bessastöðum fyrsta kvöldið þar sem þau þáðu kvöldverðar- boð frú Vigdísar Finnbogadóttur. Dr. Sturla Friðriksson hafði veg og vanda af skipulagningu heimsóknar furstahjónanna og sagði hann við Tím- ann að furstahjónin hefðu verið afar ánægð með heimsóknina og þótt mikið til þess koma sem þau sáu hér. Daginn eftir komuna til landsins fór furstafjölskyldan af stað í ferðalag og byrjaði á að fara í Árbæjarsafnið. Þaðan var haldið í Kjós þar sem þeir feðgar, Rainer og Albert, renndu fyrir lax. Sam- kvæmt frásögn Tímans settu þeir feðgar í einhverja smáfiska og vildu helst ekki hætta veiðum enda laxinn að stökkva allt um kring. Þeir stoppuðu við ána í um klukkustund. Frá Kjós var haldið yfir til Þingvalla þar sem vindur var allmikill. Hafði Kelly mikinn áhuga á gjánum og sprungunum og spurði margs. Við Lögberg var sagan rakin. Eftir Þingvelli var haldið inn á Laugardalsvellina upp undir hellinn, þar sem tjaldi var slegið upp og skjól myndað svo furstahjónin gætu borðað úti. Samkvæmt frásögnum fjölmiðla minnti hlaðborðið helst á atriði úr Stellu í orlofi því laxinn var borinn fram í alls konar formi. Þá var að sjálfsögðu hákarl í boði fyrir þá sem þorðu. Fram kom í Tímanum að Karólína ætti íslenskan hest sem hún héldi mikið upp á og hafi fundist stórkostlegt að sjá íslenska hesta hlaupa um í náttúrunni. Síðan var brunað að Gullfossi og Geysi þar sem unga fólkið dáðist að Strokk, sem gaus nokkrum sinnum meðan furstahjónin skoðuðu hann. Þaðan lá leið aftur að Sundahöfn og furstahjónin héldu af landi brott. Morgunblaðið náði tali af Kelly og sagði stjarnan að þau hefðu gjarnan viljað hafa haft meiri tíma. „Það er fal- legt land sem þið eigið. Land fullt af andstæðum og það er það sem gerir það áhugavert. Við höfum átt skemmtilega ferð.“ Mánuði síðar, eða 14. september, lést Kelly eftir hörmulegt bílslys sem hún lenti í degi fyrr. Hún var að keyra til Mónakó eftir dvöl á sveitasetri fjöl- skyldunnar þegar hún fékk heilablóð- fall og missti stjórn á bílnum, sem fór fram af hárri klettabrún. Stéphanie, dóttir hennar, sem var farþegi í bílnum, reyndi hvað hún gat til að afstýra slysinu en fékk ekki við neitt ráðið. Kelly hlaut töluverðan heilaskaða í Það er fallegt land sem þið eigið. Land fullt af and- stæðum og það er það sem gerir það áhugavert. Grace Kelly Grace Kelly birtist í Reykjavík Grace Kelly gengur niður landganginn með Rainer fursta á eftir sér og Caroline og Albert fyrir aftan. MYNDIR/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Rainer fursti og Caroline af Mónakó skoða í Rammagerðinni. Samkvæmt frá- sögn Morgun- blaðsins keypti fjölskyldan nánast hálfa búðina og fór út með marga böggla. Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, Þorsteinn Arnoddur Vilmundarson lést á líknardeild Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 24. júlí 2022. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ástvinir þakka auðsýnda samúð við andlát og útför. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið og Kraft. Svala Þyri Garðarsdóttir Daníel Smári Þorsteinsson Díana Sól Þorsteinsdóttir Vilmundur Þorsteinsson Bjarney Jóhanna Sigurleifsdóttir Kristján Eyfjörð Guðmundsson Lilja Aðalbjörg Þórðardóttir Leifur Ingi Vilmundarson Sigurlaug Vigdís Gestsdóttir og börn. Jóhann Ernir Vilmundarson Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir Erlingur Þór Erlingsson og börn. Klara Ösp Kristjánsdóttir Þorlákur Helgi Pálmason Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir Seljalandi 1, Reykjavík, lést á Hrafnistu fimmtudaginn 11. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Jóhanna Jóhannsdóttir Guðmundur Óli Kristinss. Haukur Skarphéðinn Ingason Marian Ingason Carlen Guðmundur Birgir Ingason Ingunn Ólafsdóttir Ásgeir Þór Ingason Linda Björk Ingadóttir Ólafur Björn Björnsson Hilmar Ingason María Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Emil L. Guðmundsson Skúlagötu 40, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 7. ágúst verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 19. ágúst nk. kl. 15.00. Jóna Lára Pétursdóttir Ellen Vestmann Emilsdóttir Emil Emilsson Steinunn Baldursdóttir Jóhannes G. Harðarson Guðný Baldursdóttir Lilja Margrét Hreiðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Bjarnason Krummahólum 6, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 3. ágúst. Útförin fer fram frá Grensáskirkju fimmtudaginn 18. ágúst kl 14.00. Hægt er að nálgast streymi á slóðinni: https://youtu.be/ngeO1LBl4fU Bjarni Þ. Ólafsson Vigdís E. Vignisdóttir Þorgeir G. Ólafsson Helena Halldórsdóttir Elín Ólafsdóttir Elís Þ. Sigurðsson Jón S. Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. slysinu og komst ekki til meðvitundar þannig að Rainier ákvað að hún skyldi tekin úr öndunarvél. Hún er af mörgum talin ein besta leikkona sem Hollywood ól af sér, en hún lagði leiklistina á hilluna aðeins 26 ára til að taka við sem fursta- frú. Kelly hlaut mörg virt verðlaun á ferl- inum og hampaði þar á meðal einni Óskarsverðlaunastyttu fyrir leik sinn í The Country Girl frá árinu 1954. Hún lék í ellefu kvikmyndum á stuttum en glæstum ferli þar sem hún deildi tjaldinu með mörgum af frægustu leikurum kvik- myndasögunnar, til dæmis Clark Gable, Ava Gardner, Gary Cooper, Cary Grant, Frank Sinatra og Bing Crosby, undir stjórn leikstjóra á borð við Hitchcock, John Ford og Fred Zinnemann. n Okkar heittelskaði sonur, bróðir, ömmu- og afastrákur, frændi, vinur, gleðigjafi og hjartaknúsari, Pétur Uzoamaka Nwaokoro Destinysson kvaddi þennan heim aðfaranótt fimmtudags 4. ágúst í faðmi foreldra sinna. Útför hans verður frá Garðakirkju föstudaginn 19. ágúst klukkan 13. Árdís Ösp Pétursdóttir Destiny Mentor Nwaokoro Ásmundur Obiageri Nwaokoro Destinysson og aðstandendur um allan heim. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þorsteinn Viðar Ragnarsson Vallarbraut 2, Akranesi, frá Höfðabrekku í Mýrdal, sem lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða þann 27. júlí, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 19. ágúst kl. 14. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju. Kristín Þorgerður Reynisdóttir Yves Deferne Björk Þorsteinsdóttir Gunnlaugur Kristinsson Elín Ragna Þorsteinsdóttir Ómar Rögnvaldsson Guðrún Lilja Þorsteinsdóttir Valdimar K. Sigurðsson Elías Kristján Þorsteinsson Marta Valsdóttir afabörnin, langafabörnin og systkini hins látna. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Erla Ásmundsdóttir lést á Sólteig, Hrafnistu í Reykjavík, 29. júlí sl. Útförin hefur farið fram. Hjartans þakkir til starfsfólks Sólteigs fyrir fallega og hlýja umönnun. Dagmar Agnarsdóttir Ómar Valdimarsson Kristín Agnarsdóttir Agnar Agnarsson Guðný Stefánsdóttir Margrét Bára Sigmundsdóttir og fjölskyldur. FRÉTTABLAÐIÐLAUGARDAGUR 13. ágúst 2022 Tímamót 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.