Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 7
7LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021
F O R S Í Ð A
Ljósmyndarinn dansar eilíflega á mörk-
unum, horfir samtímis innávið og útávið.
Það er ógerlegt að skilja holuna til fulls,
myrkrið er ósnertanlegt. En hvilftirnar og
raufirnar bjóða okkur velkomin, þyngdarafl
óefnis þeirra er óviðjafnanlegt. Loforð liggur
í loftinu. Um stað sem er bæði fyrir innan og
fyrir utan.
Í óútskýrðum draumum er ég gluggi, hið
fullkomna millibil.
Þessar vangaveltur skrifaði ég þegar
myndir eftir mig, meðal annars myndin á
forsíðunni af jöklasköpum í svart-hvítu, birt-
ust í finnskri „zine“-útgáfu. Seríuna kallaði
ég Holes and other latent places sem gæti
útlagst Holur og aðrir óframkallaðir staðir.
Myndirnar tók ég á þvælingi um Ísland, í
miskæruleysislegum bíl- og gönguferðum
með myndavélatöskuna meðferðis.
Myndina sýndi ég í nýju samhengi í
Listasavni Færeyja fyrir tæpum tveimur árum og þar var hún sett
fram með stórfenglega hversdagslegum hætti: á 45 blöðum í A4
stærð sem flæddu út úr ljósritunarvél safnsins og mynduðu saman
jökul í Færeyjum. Naglarnir sem festu síðurnar stóðu ásæknir út úr
veggnum og gerðu myndina áleitnari, örlítið hættulegri. Skrifstofu-
pappírinn og efniskennd hans átti að minna
gesti á að þetta væri ljósmynd, flöt og tilbúin.
Með því að hafa myndina mjög stóra reyndi
ég svo að framkalla sömu tilfinningu og ég
upplifði á staðnum: Að vera lítil frammi fyrir
risasköpum móður jarðar sem virtust bjóða
mér að skríða inn. Jökul sem opnar sig á
meðan hann hverfur af yfirborði jarðar í eins-
konar afturábak-fæðingu. Þannig vonaðist ég
til að skapa augnablik þar sem áhorfandinn
stæði í millibilinu, milli jökuls og túlkunar
listamannsins á jökli og mögulegra tilfinn-
inga eða tákna sem myndin kallaði fram.
Listrænt ferli á ýmsar hliðstæður í getnaði,
meðgöngu og fæðingu. Hugmyndir koma
stundum viljandi og stundum óvænt, sumar
dala uppi snemma, á meðan aðrar komast
smám saman á lokastig. Fæðingin getur verið
kröftug þegar verkið spýtist út eða langdregin
og þurft að draga fram tangirnar. Á endanum
skiptir svo litlu máli hvernig þessu öllu var farið, nýtt verk hefur
litið dagsins ljós. Þetta verk, þessi mynd, er kannski ennþá að verða
til þar sem hún ferðast á milli og í nýju samhengi verður lestur
hennar annar. En líklega voru það alltaf hennar örlög að enda sem
sköp á forsíðu Ljósmæðrablaðsins. Eigi má sköpum renna.
LANDSKÖP
NÁMS- OG STARFSFERILL
Hallgerður er myndlistarkona og vinnur mest með ljósmyndamiðilinn í sinni sköpun. Hún er með BA í myndlist með áherslu
á ljósmyndun frá Glasgow School of Art og meistaragráðu í myndlist frá Akademin Valand í Gautaborg, þaðan sem hún lauk
námi 2019. Verk hennar hafa farið víða og verið sýnd meðal annars í The Photographer’s Gallery í London, Hasselblad Center
í Gautaborg, í Listasafninu á Akureyri, Listasafni Færeyja, Ljósmyndasafni Reykjavíkur og Listasafni Reykjavíkur. Ljós-
myndabók Hallgerðar Hvassast kom út 2016 og 2018 gaf Pastel ritröð út ljóð-myndabókina Límkennda daga.
Hallgerður býr og starfar í Reykjavík og það má sjá fleiri verk eftir hana á hallgerdur.com.
Hallgerður Hallgrímsdóttir,
myndlistarkona