Ljósmæðrablaðið - 01.07.2021, Side 48
48 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - JÚLÍ 2021
orðið til þess að þær hafi á endanum ákveðið að fæða án aðstoðar, til þess að
koma í veg fyrir að þurfa að eiga í samskiptum við ljósmóður sem fram að
þessu hefðu verið lituð neikvæðum tóni (Feeley og Thomson, 2016a). Þegar
ákvörðun um að fæða án aðstoðar hafði verið tekin áttu konurnar það sameig-
inlegt að upplifa pressu frá ljósmóður um að láta af ákvörðun sinni og fylgja
þess í stað stöðlum heilbrigðiskerfisins um val á fæðingarstað og fæðingar-
máta. Einstaklingsbundnum þörfum kvennanna var þar af leiðandi ekki mætt
(Feeley og Thomson, 2016b).
UMRÆÐUR - GILDI FYRIR LJÓSMÓÐURFRÆÐI
Markmið ljósmæðra ætti að vera að skapa grundvöll í barneignarþjónustu
til samskipta við konur sem einkennast af samvinnu, jákvæðni, skilningi og
fordómaleysi, sama með hvaða hætti konur kjósa að fæða. Kjósi kona að
fæða án aðstoðar er mikilvægt að samskiptin við ljósmóður í meðgönguvernd
séu á þá leið að ákvörðuninni sé sýndur skilningur og að konan hljóti hlut-
lausar upplýsingar frá ljósmóður um hugsanlegar afleiðingar ákvörðuninnar,
byggðar á gagnreyndri þekkingu (Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997).
Þannig skapast vettvangur til umræðna og stuðnings komi til þess að konan
óski eftir aðstoð í fæðingu, telji hún þörf á því (Feeley og Thomas, 2016a).
Það er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk kynni sér ástæður þess að kona hafni
þeirri umönnun sem henni stendur til boða, ekki síður en að leggja áherslu á
að fækka þeim tilfellum sem konur upplifa fæðingu sína sem áfall (Hollander
o.fl., 2017).
Nýlega birtist á netinu frásögn konu sem fætt hafði án aðstoðar erlendis
með alvarlegum afleiðingum fyrir barn sitt, sem lést í fæðingunni. Í
fæðingunni sem hófst ekki fyrr en á 45. viku meðgöngu grunaði hana að ekki
væri allt með felldu, en hún hafði óskað sér að sleppa við gangsetningu vegna
meðgöngulengdar. Konan hafði haldið sig alveg utan þjónustu heilbrigðis-
kerfisins og í stað þess að leita til ljósmóður leitaði hún ráða á spjallsvæði
kvenna sem fætt höfðu einar, með fyrrgreindum afleiðingum (Zadrozny,
2020). Sýnir þetta hve mikilvægt það er að barnshafandi kona og ljósmóðir
byggi upp samband sem einkennist af sterkum tengslum, trausti og virðingu.
Hugmyndafræði ljósmóðurfræði byggir á því að veita einstaklingsbundna
og heildræna þjónustu byggða á gagnreyndri þekkingu (Ljósmæðrafélag
Íslands, e.d.). Niðurstöður rannsókna benda til þess að slíkt sé ekki alltaf
raunin. Afleiðingin getur orðið sú að konur upplifi vonbrigði og óöryggi á
meðgöngu og afþakki í kjölfarið faglega aðstoð í barneignarferlinu (Feeley
og Thomson, 2016b). Meðgönguvernd þarf að veita konum með slæma fyrri
fæðingarreynslu aukinn stuðning og ljósmæður þurfa að endurvinna traust
kvenna sem hafa orðið fyrir slíku áfalli. Konurnar þurfa hvatningu til að búa
til fæðingaráætlun sem eflir þær í að verða virkir þátttakendur í ákvarðana-
töku. Sú staðreynd að konur kjósi að fæða án aðstoðar til að skapa rólegt
fæðingarandrúmsloft, laust við klínískar truflanir sem geta haft neikvæð áhrif
á lífeðlislegt ferli fæðingar ætti að vera ljósmæðrum hvatning til að gera betur
í starfi sínu (Feeley og Thomson, 2016b).
Meginmarkmið ljósmæðra sem sinna konum sem kjósa að fylgja ekki
hefðbundnum leiðum í barneignarferlinu, ætti ekki að vera að þvinga þær til
að fylgja klínískum leiðbeiningum heldur frekar að reyna að koma í veg fyrir
að þær taki ákvarðanir sem geta haft neikvæðar afleiðingar, með upplýstri
umræðu og samtali (Hollander o.fl., 2017). Ráðleggingar til ljósmæðra við
innleiðingu slíks samtals eru samkvæmt Hollander o.fl. (2017) að endurhugsa
áhættuorðræðu, að bera virðingu fyrir sjálfræði konunnar og fyrir því trausti
sem hin barnshafandi kona hefur til lífeðlislegra fæðinga, og vera tilbúnar að
veita barneignarþjónustu sem er laus við ótta eða óttastjórnun.
Í ljósi þess að þeim konum sem velja að fæða án aðstoðar hefur fjölgað
víða í heiminum, sér í lagi í þeim löndum þar sem tíðni inngripa í fæðingar
hefur aukist, er mikilvægt að ljósmæður séu vakandi fyrir þróun þessara
mála hér á landi. Það er innan við eitt ár síðan íslensk kona valdi að fæða án
aðstoðar og var mikið rætt um það víða í samfélaginu. Sjaldnast er ein báran
stök og því má velta því fyrir sér hvort fleiri konur fylgi fordæmi þessarar
konu í kjölfarið. Niðurstöður nýlegra rannsókna benda til þess að þær ástæður
sem liggja að baki þeirri ákvörðun að fæða án aðstoðar séu fjórar talsins. Þær
eru sjálfræði kvenna, höfnun á sjúkdómsvæðingu fæðinga, ósk um lífeðlis-
lega fæðingu og slæm fyrri fæðingarreynsla. Með ákvörðun sinni veita konur
sem fæða án aðstoðar heilbrigðisstarfsfólki óbeint aðhald varðandi sjúk-
dómsvæðingu, stuðning við lífeðlislegar fæðingar og virðingu fyrir sjálfræði
barnshafandi kvenna.
Konur sem fæða án aðstoðar eru með ákvörðun sinni að senda skilaboð
um afstöðu sína til fæðinga. Það er í verkahring ljósmæðra að hlusta á raddir
kvenna og vera talsmenn þeirra í barneignarferlinu. Séu ljósmæður meðvit-
aðar um að hafa ávallt siðareglur, hugmyndafræði, hugsjónir og eigið ljós-
móður¬hjarta að leiðarljósi geta þær sannarlega veitt konum framtíðar þá
þjónustu sem þær óska eftir.
HEIMILDASKRÁ
Björkin. (e.d.). Fæðing. Sótt af https://www.bjorkin.is/faeding
Cheyney, M. J. (2008). Homebirth as systems-challenging praxis: Knowledge, power, and intimacy
in the birthplace. Qualitative Health Research, 18(2), 254–267. doi:10.1177/1049732307312393
Dahlen, H. (2010). Undone by fear? Deluded by trust? Midwifery, 26(2), 156–162. doi:10.1016/j.
midw.2009.11.008
Dahlen, H., Jackson, M. og Stevens, J. (2011). Homebirth, freebirth and doulas: Casualty and
consequences of a broken maternity system. Women and Birth, 24(1), 47–50. doi:10.1016/j.
wombi.2010.11.002
Feeley, C. og Thomson, G. (2016a). Tensions and conflicts in ‘choice’: Womens’ experiences of
freebirthing in the UK. Midwifery, 41, 16–21. doi:10.1016/j.midw.2016.07.014
Feeley, C. og Thomson, G. (2016b). Why do some women choose to freebirth in the UK? An
interpretative phenomenological study. BMC Pregnancy and Childbirth, 16. doi:10.1186/
s12884-016-0847-6
Feeley, C., Thomson, G. og Downe, S. (2019). Caring for women making unconventional birth
choices: A meta-ethnography exploring the views, attitudes, and experiences of midwives.
Midwifery, 72, 50–59. doi:10.1016/j.midw.2019.02.009
Feeley, C., Burns, E., Adams, E. og Thomson, G. (2015). Why do some women choose to freebirth?
A meta-thematic synthesis, part one. Evidence Based Midwifery, 13(1), 4–9. Sótt af https://
search.proquest.com/docview/1679254081?accountid=135943
Freeze, R. (2008). Born free: Unassisted childbirth in North America (óbirt doktorsritgerð). Uni-
versity of Iowa. Sótt af http://ir.uiowa.edu/cgi/viewcontent.cgi?article=1387&context=etd-
Friedman, S., Heneghan, A. og Rosenthal, M. (2007). Characteristics of women who deny or conceal
pregnancy. Psychosomatics, 48, 117–122. doi: 10.1176/appi.psy.48.2.117.
Helga Gottfreðsdóttir. (2016). Betri fræðsla og fæðing. Sótt af https://www.hi.is/visindin/betri_
fraedsla_og_faeding
Hildingsson, I. M., Lindgren, H. E., Haglund, B. og Rådestad, I. J. (2006). Characteristics of women
giving birth at home in Sweden: A national register study. American Journal of Obstetrics and
Gynecology, 195(5), 1366–1372. doi:10.1016/j.ajog.2006.03.050
Hollander, M., de Miranda, E., van Dillen, J., de Graaf, I. Vandenbussche, F. og Holten, L. (2017).
Women’s motivations for choosing a high risk birth setting against medical advice in the
Netherlands: A qualitative analysis. BMC Pregnancy Childbirth, 17(1), 423. doi:10.1186/
s12884-017-1621-0
Holten, L. og de Miranda, E. (2016). Women׳s motivations for having unassisted childbirth or
high-risk homebirth: An exploration of the literature on “birthing outside the system. Midwifery,
38, 55–62. doi:10.1016/j.midw.2016.03.010
ICM. (2017). Core Document Bill of Rights for Women and Midwives. Sótt af https://international-
midwives.org/assets/files/definitions-files/2018/06/eng-bill_of_rights.pdf
Jackson, M., Dahlen, H. og Schmied, V. (2012). Birthing outside the system: Perceptions of risk
amongst Australian women who have freebirths and high risk homebirths. Midwifery, 28(5),
561–567. https://doi.org/10.1016/j.midw.2011.11.002.
Kristlín Dís Ingilínardóttir. (2019, 10. ágúst). Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima. Vísir. Sótt af
https://www.visir.is/g/2019190819998
Landlæknisembættið. (2008). Meðgönguvernd heilbrigðra kvenna í eðlilegri meðgöngu. Sótt af
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item2548/4407.pdf
Lars, K. (2020). Total number of live births in the Netherlands 2008-2018. Sótt af https://www.
statista.com/statistics/519994/total-number-of-live-births-in-the-netherlands/
Lindgren, H., Nässén, K. og Lundgren, I. (2017). Taking the matter into one’s own hands – Women’s
experiences of unassisted homebirths in Sweden. Sexual and reproductive healthcare,11,
31–35. doi:10.1016/j.srhc.2016.09.005.
Lindgren, H., Rådestad, I, Christensson, K. og Hildingsson, I. (2010). Perceptions of risk and
risk management among 735 women who opted for a home birth. Midwifery, 26, 163–172.
doi:10.1016/j.midw.2008
Ljósmæðrafélag Íslands. (e.d.). Alþjóðasiðareglur ljósmæðra. Sótt af https://www.ljosmaedrafelag.is/
ljosmodir/althjodasidareglur#II.Starf%20lj%C3%B3sm%C3%A6%C3%B0ra
Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997.
McAra-Couper, J., Jones, M. og Smythe, L. (2011). Caesarean-section, my body, my choice:
The construction of ‘informed choice’ in relation to intervention in childbirth: Feminism and
Psychology, 22(1), 81–97. doi:10.1177/0959353511424369
Miller, A. C. (2009). “Midwife to Myself”: Birth Narratives among Women Choosing Unassisted
Homebirth. Sociological Inquiry, 79(1), 51–74. doi:10.1111/j.1475-682x.2008.00272.x
Murphy, M. (2016). Maternal autonomy. British Journal of Midwifery, 24(5), 371–373.
doi:10.12968/bjom.2016.24.5.371
NHS. (2018). Where to give birth: The options. Sótt af https://www.nhs.uk/conditions/pregnancy-
-and-baby/where-can-i-give-birth/
Plested, M. og Kirkham, M. (2016). Risk and fear in the lived experience of birth without a midwife.
Midwifery, 38, 29-34. doi:10.1016/j.midw.2016.02.009
Registrar of the European Court of Human Rights. (2010, 14. desember). Chamber Judgment
Ternovszky v. Hungary 14.12.2010: Legal uncertainty prevented mother from giving birth at
home. Sótt af https://www.womenslinkworldwide.org/en/files/1250/offcial-press-release.pdf
Sjúkratryggingar Íslands. (e.d.). Sjúkradagpeningar. Sótt af https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjon-
usta/sjukradagpeningar/nanar-um-skilyrdi-sjukradagpeninga/
Stevens, J., Dahlen, H., Peters, K. og Jackson, D. (2011). Midwives’ and doulas’ perspectives of the
role of the doula in Australia: A qualitative study. Midwifery, 27(4), 509–516. doi:10.1016/j.
midw.2010.04.002
Steinunn H. Blöndal. (2010). Stuðningur og yfirseta í fæðingu. Bæklingaröð Ljósmæðrafélags
Íslands. Sótt af http://www.ljosmodir.is/asset/332/yfirseta_studningur_faeding.pdf
Symon, A., Winter, C., Donnan, P. T. og Kirkham, M. (2010). Examining autonomy’s boundaries:
A follow-up review of perinatal mortality cases in UK independent midwifery. Birth, 37(4),
280–287. doi:10.1111/j.1523-536X.2010.00422.x
Thompson, A. (2013). Midwives’ experiences of caring for women whose requests are not within
clinical policies and guidelines. British Journal of Midwifery, 21(8), 564–570.
Wickham, S. (2016). Unassisted birth: listening and learning from the minority. Sótt af https://www.
sarawickham.com/articles-2/unassisted-birth-listening-and-learning-from-the-minority/
Zadrozny, B. (2020, 21. febrúar ). She wanted a ‘freebirth’ with no doctors. Online groups convinced
her it would be OK. NBS News. Sótt af https://www.nbcnews.com/news/us-news/she-wanted-
-freebirth-no-doctors-online-groups-convinced-her-it-n1140096?fbclid=IwAR2mcckUSdyU-
23vYmSSMjKR0afGDef0fXN7Bp6y0-DH8EcZ6ooS9lpEa3dk