Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Page 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur lensibrunninum. Ventillinn var alveg stíflaður af önglum, öngultaumum og beitu. Þegar ég var búinn að hreinsa ventilinn og brunninn eins vel og ég gat setti ég ventilinn saman og skrúfaði ristina yfir brunninn og tók fötuna með gumsinu í og verkfærin með okkur upp úr lestinni. Við létum sjóinn hafa innihaldið úr fötunni, fórum síðan með verkfærin niður í vélarúm og settum dælinguna á. Nú var dælan fljót að tæma sjóinn úr lestinni og þurfti ekki að hafa áhyggjur af lensingu eftir það meðan ég var þarna um borð. Ég fann að ég var búinn að ná mér eftir þá lífsreynslu sem ég varð fyrir veturinn áður og fann aldrei fyrir sjóhræðslu. Svo komu vertíðarlok og ég tók Esjuna til Reykjavíkur og þaðan fór ég heim með Norðurleið sem gekk á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Áður en ég fór hitti ég Albert Guðmundsson, út- gerðarstjórann. Ég átti nánast allt kaupið mitt inni og bað um að fá það er ég færi en vildi ekki taka við því fyrr en á brottfar- ardag og var það auðsótt. Albert bað mig að koma með sér inn á skrifstofu. Þar bauð hann að mér að koma og vera hjá sér næstu vertíð. Hann lagði hart að mér að taka boði sínu og bauðst til að kosta mig á námskeið til að ná vélstjóraréttindum. Ég sagði Albert að þessu góða boði hefði ég tekið með fögnuði hefði ég ekki verið búinn að ákveða annað. Árið eftir samdi Albert um smíði á tveimur línubátum í Noregi, hann var úti að líta eftir smíðinni og varð bráðkvaddur ytra. Fiskuðum oft vel Í dag er staðurinn ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var. Seinna eftir að ég var dæmdur út af vinnumarkaði vegna aldurs var ég búinn að koma mér upp báti sem var Sómi 800. Fór ég á honum vestur á Tálknafjörð ásamt Hallgrími syni mínum og gerði út þaðan í tvo mánuði. Upphaflega ætlaði ég að vera á Patreksfirði og landa á markað þar, því þaðan var heldur styttra á miðin en karlinn á markaðnum var svo sérvitur að hann tók ekki hafnarvogina gilda en vigtaði allt upp á nýtt. Þetta var svo mikill tvíverknaður og langur tími sem fór í löndunina að ég gafst upp. Á Tálknafirði hitti ég Gunnbjörn skipsfélaga minn frá fyrri tíð, þá var hann að vinna á hafnarvoginni. Hann tók mér eins og ég væri hans glataði sonur, bauð mér í mat og fór með mig um plássið að sýna mér og keyrði alla leið til Bíldudals en þangað hafði ég aldrei komið. Ekki var laust við að hann væri að grobbast af því við félaga sína að hann þekkti sjötugan trillu- karl sem væri á handfæraveiðum. Konan hans var sundlaugar- vörður. Þar fengum við Hallgrímur að fara í sturtu þegar svo bar við. Við fiskuðum oft vel. Í dagbókina hef ég skrifað 16. júlí. Ekkert um að vera um nóttina, byrjaði að taka kl. 6,30 og vor- um við komnir með 800 kíló um hádegið. Landað um kveldið á nýstofnaðan fiskmarkað á Tálknafirði sem borgaði betur en frystihúsið. 2,215 kg. Svo drifum við okkur heim um miðjan ágúst. Ég þorði ekki að vera lengur þar sem orðið var það áliðið að búast mátti við að veður færu versnandi. Við fengum svartaþoku á okkur á leiðinni frá Horni að Skaga en blanka logn. Og heim á Sauð- árkrók vorum við komnir um miðjan dag, síðan hef ég á Tálknafjörð ekki komið. Teg: K 2.21 110 bör max 360 ltr/klst Teg: K 5.700 140 bör max 460 ltr/klst Teg: K 6.300 150 bör max 550 ltr/klst Teg: K 3.500 120 bör max 460 ltr/klst Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur Teg: K 7.400 160 bör max 600 ltr/klst Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Haustið 1934 var rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson dreginn fyrir rétt vegna skrifa sinna um nas- ista. Þetta var gert að beiðni þýs- ka aðalkonsúlatsins á Íslandi og samkvæmt fyrirmælum dóms- málaráðherra. Er skemmst frá því að segja að Þórbergur var sýkn- aður fyrir aukarétti er komst að þeirri niðurstöðu að rithöfund- urinn hefði ekki beint spjótum sínum að þýsku þjóðinni heldur eingöngu deilt á þýska nasista- flokkinn. Fyrir hæstarétti var öllu snúið við og Þórbergur sakfelld- ur fyrir að móðga erlenda menningarþjóð með því að full- yrða (skal nú tekið orðrétt upp úr dómi hæstaréttar dag- settum 31. október 1934 og þess getið að skilgreining sadistans er hæstaréttar): „ ... að hún hafi sadista (þ.e. mann, sem svalar kynferðis- fýsn sinni með því að kvelja aðra menn og pynda) í formanns- sæti stjórnar sinnar, og að hann og stjórn hans hafi skipulagt og fyrirskipað hinar hryllilegustu kvalir og pyndingar á varn- arlausum mönnum, er jafnvel sjálfan rannsóknarréttinn á Spáni, sem illræmdastur er fyrir pyndingar sínar á varnar- lausum mönnum, myndi hrylla við, ef hann mætti nú eftir nær 800 ár renna augum yfir þær.“ Var Þórbergi gert að greiða 200 króna sekt í ríkissjóð og málsskostnað fyrir báðum dómsstigum, þar með talin laun bæði verjanda og sækjanda fyrir hæstarétti, alls 240 krónur. RITSNILLD HALLDÓRS OG ÞÓRBERGS „Til dæmis hefir mikið af svonefndri ritsnilld Kiljans og Þórbergs Þórðarsonar verið fólgin í brellum, sem vekja mönnum annaðhvort skellihlátur eða ofsareiði, en hafa enga hagnýta þýðingu.“ Alþýðumaðurinn 28. desember 1937 Þórbergur og Hitler

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.