Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Side 15
anna, því sjálfur var hann ekki vel stöð-
ugur. Víst hafði hann mátt þola augna-
gotur hásetanna, og stöku fliss hafði
hann líka heyrt utan að sér, allt útaf
þessum helvítis bresku hrosstönnum, en
þetta var ósvífni utan allra marka, og
mest langaði hann til að taka pokamann-
inn og fleygja honum í dokkina. En það
yrði nú líka utan marka, svo hann varð
að láta sér nægja að stilla fókusinn á
Bensa og segja í sínum dimmasta rómi:
„Ég vil ekki hafa þig svona drukkinn
hérna frammá, snáfaðu aftur í gang að
taka inn fríholtin.“
Þetta var klár skipun, svo Bensi mátti
rölta afturá og hjálpa viðvaningunum
með fríholtin. Þeir voru enn að basla við
hnút á keðju, þegar skipið var komið út
á fljót og stýrimann bar þar að á leið
sinni aftur dekkið. Bensi hampaði þá
keðjunni og sagði: „Helvítis rembihnútur
er þetta, hvar er nú stýrimaðurinn með
nýju tennurnar?“ Þarna var farið alveg
yfir strikið, og Karl brá við hart, þreif í
pokamanninn, keyrði hann upp að
keisnum og lét hann ekki lausan, fyrr en
að loknum fyrirlestri um skylduga
kurteisi við yfirmenn skipsins ásamt
góðum ráðum um þá framkomu, sem
stuðlað gæti að velfarnaði pokamannsins
þar um borð í framtíðinni. Svo var hald-
ið út í Norðursjóinn.
Ekki er staðfest, hvað varð um brezku
tennurnar, en um það bil sem stefni var
stungið í Atlantshafið, sást Karl stýri-
maður koma á vaktina dálítið mjósleginn
í framan með djúpar hrukkur niður frá
báðum munnvikum, en afslappaður og
góðlegur á svipinn. Mönnum var ljóst,
að nú voru íslenzku tennurnar aftur í
notkun.
Soðningarpramminn
Haukur: Veturinn 1961-62, fór ég tvo
eða þrjá túra á Agli Skallagrímssyni.
Meðal háseta um borð var Sigurður,
hæglátur eldri maður. Við vorum á sömu
vakt, tókum oft tal saman og urðum
ágætir kunningjar. En hann var að hætta,
sagðist vera farinn í land fyrir fullt og
allt eftir túrinn. Það barst í tal meðal
nýgræðinga um borð, að nú væri Sigurð-
ur að hætta til sjós. Einhver hinna
reyndari í áhöfninni taldi það engin
tíðindi, – Siggi gamli hættir í hverjum
túr, sagði hann. Og mikið rétt; meðal
fyrstu manna um borð með pokann sinn,
næst þegar farið var út, var einmitt Sig-
urður kunningi minn.
Það var í þeim túr, sem við sáum
soðningarprammann. Við vorum að hífa
í þokkalegu veðri, en nærri okkur var
breskur togari að kasta. Þegar hann setti
á ferð og beygði kom á hann hnútur,
sem brotnaði þvert yfir skipið og fyllti
dekkið. Gusurnar stóðu hátt í loft upp,
þegar sjórinn valt yfir uppstillinguna og
skall á innanverðri lunningunni hlé-
megin. Við horfðum á þetta, þar sem við
stóðum í ganginum á Agli gamla og bið-
um þess, að hlerarnir kæmu upp. Og
Sigurður var alveg yfir sig hneykslaður.
Hann sagði með djúpri fyrirlitningu:
„Hverslags bölvaður soðningarprammi er
þetta?“
Mér þótti þetta skondið og skemmti-
legt, bæði orðið soðningarprammi, sem
ég hafði ekki heyrt áður, en ekki síður sú
megna fyrirlitning, sem Sigurði gamla
tókst að leggja í ummæli sín. Sjálfir vor-
um við nefnilega ekki staddir um borð í
neinni sjóborg. Egill Skallagrímsson átti
það einmitt til að taka inn á sig sak-
leysislegustu öldur; stinga sér á kaf og
gangafyllast svo að menn flutu um bölv-
andi. Síðan gat hann lyft sér og varist
fimlega hnútum, sem virtust ætla að
koma innfyrir. Ekki gott að reikna hann
út, sem var e.t.v. skýringin á því, að ég
man ekki til þess, að nokkurn tíman hafi
verið kallað úr brúnni á Agli til að vara
menn á dekki við aðvífandi gusum.
Í mokfiskiríi og gaf alltaf
upp QRU
Benedikt: Á siglingu á milli landa eða
á fjarlæg mið var hásetunum skipt þannig,
að 6 skiptu með sér stýrisvöktum í
brúnni, tveir í senn í 4 tíma í einu, og
skiptu skipstjóri og stýrimenn með sér
samskonar vöktum. Restin var á svokall-
aðri dagvakt, vann við veiðarfæri frá kl.
8 að morgni til kl. 17 síðdegis. Á fiskiríi
var dekkið á 6 tíma vöktum. Í vél skiptu
2. og 3. vélstjóri og tveir kyndarar með
sér samskonar vöktum, nema að 1. vél-
stjóri tók yfirleitt vakt í vél frá kl. 8 að
morgni til hádegis. Skipstjóri og 1. stýri-
maður skiptu með sér sólarhringnum í
brúnni, skipstjóri var að degi til, en 1.
stýrimaður frá miðnætti og framundir
hádegi. Loftskeytamaðurinn var í klefa
aftan við brúna innan um sín tæki. Hann
tók veðrið, hlustaði á aflafréttir, hafði
Hafliði Magnússon, togarasjómaður og rithöfundur, gerði teikninguna sem er hér birt með hans leyfi.
Sjómannablaðið Víkingur – 15