Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Qupperneq 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Qupperneq 27
Sjómannablaðið Víkingur – 27 335 tonn Það má segja að eftir þetta hafi verið mokafli, við drógum yfirleitt í svona 30 mínútur og fengum 5-6 poka í holi af stórum fiski (þorski). Við gátum bara híft tvo poka í einu inn fyrir út af frost- inu. Hitt urðum við að geyma á síðunni svo það frysi ekki. Frostið var 15-20 stig. Mannskapurinn stóð sig með afbrigðum vel. Þeir stóðu frívaktir svo að við vær- um fljótari að koma fiskinum niður. En þegar vantaði aðeins á tvo toppstensa tók undan. Kippti ég þá til hins skipsins sem ég sá suðaustur á grunninu. Sá ég þegar ég nálgaðist hann að þetta var stór rúss- neskur verksmiðjutogari. Ég hafði eitt hol hjá honum en trollið kom upp hálf- fullt af svo smáum fiski að við gátum ekkert hirt. Þegar við vorum að lóna norður úr ísnum út af Fyllasbanka voru sumir orðnir langeygðir en það lagaðist þegar fór að fiskast. Nú var haldið heim. Það gekk vel eftir að við komum suður úr ísnum út af Fyllasbanka. Við vorum 16 daga og 8 tíma í túrnum og vorum með 335 tonn af þorski.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.