Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Síða 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur
henda þeim fyrir borð, ef þeir sam-
þykktu ekki þessa aðferð.
Gundel sagði síðar: „Það er ekki svo
slæmt að horfast í augu við dauðann, ef
maður veit að maður er að deyja, en það
er hræðilegt að vera ýtt í djúpið, þegar
maður heldur að björgunin sé á næsta
leiti.“
Það var ekki fyrr en 5. júlí að þýskt
gufuskip fann bátinn og setti skipbrots-
mennina á land á Stornoway á Hjalt-
landseyjum.
Sjóprófin
Sjópróf hófust í Þórshöfn og Kaup-
mannahöfn 10 dögum eftir slysið. Að
þau skyldu einnig haldin í Færeyjum á
rót sína að rekja til þess, að nokkrir af
þeim, sem björguðust, voru fluttir þang-
að. Alls voru 727 farþegar í þessari ferð,
af þeim voru 223 börn svo og 68 manna
áhöfn. Farþegarnir voru af sjö þjóðern-
um, Danir voru aðeins um 10%.
Kristiansand var síðasta höfnin og þar
var gefið út siglingaleyfi af sýslumanni
sem ekki hafði sérþekkingu á skipum og
sjómennsku.
Eftir að hafa farið um Pentilinn lá
leiðin í áttina að Rockall, en venjulega
var siglt norðan við klettinn, en skip-
stjórinn ákvað að fara suður fyrin hann,
Nyrðri leiðin var hin venjulega, en „Norge“ ætlaði syðri leiðina, en sökk við Rockall.
Kvenhetjan Laura Petersen
Blöðin hrósuðu sjómönnunum í björgunarbátunum fyrir karlmennsku.
Aðeins einni konu var hrósað. Það var Laura Petersen, 18 ára stúlka frá
Kaupmannahöfn. Politiken birtir frásögn Mathiasen háseta 7. júlí:
„Einn allra duglegasti farþeginn var ungfrú Laura Petersen (18 ára) frá
Holte (augu hásetans ljóma af aðdáun þegar hann talar um hana). Hún
sat frammi í stafni þar sem öldurnar skoluðust inn, bak hennar var sem
öldubrjótur. Hvernig haldið þið að hún hafi verið klædd? Hún var í
þunnum, ljósum sumarbol, stuttu pilsi, hvorki í buxum, sokkum né skóm!
Hálfnakin sat hún þarna eins og stafnstytta klukkustund eftir klukku-
stund.
En þetta var stafnstytta, sem gat hreyft sig. Hún jós í sífellu og tók sér
aðeins andartakshlé annað slagið. Svo hrópaði hún til hinna: „Gefist ekki
upp! Haldið áfram að ausa! Þetta tekst! Upp með góða skapið!“ Þetta
var stórkostleg sjón og við eigum þessari ungu stúlku að þakka. Gæfist
hún ekki upp, ættum við ekki að þreytast! Nokkrir þeirra, sem í bátnum
voru urðu frekar máttlitlir er á kvöldið leið.“
Hún jós með sjóstígvélum 3. stýrimanns. Eftir að þeim hafði verið
bjargað fór hún beint til síns heima í Holte og þetta hafði ekki skotið
henni meiri skelk í bringu en svo, að hún fór skömmu síðar til Ameríku.
Ári síðar var hún kjörin heiðursfélagi Félags danskra skipstjórnarmanna,
sem er mesti heiður, sem félagið gat sýnt konu og einnig fékk hún
heiðursmerki félagsins úr gulli með áletruðu nafni skipsins og orðunum,
„For Bravory“, fyrir þrekvirkið.