Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Page 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Page 41
Sjómannablaðið Víkingur – 41 að útskýra tilvist hennar kom efnislega fram að áður nefndar breytingar á flokkunarreglunum hefðu ekkert með það að gera hvernig skip væru byggð né með forsögu þeirra. Það eina sem þessar breyttu reglur leiddu til væri það að þær gerðu lítið úr faglegri skoðun skipa sem leiddi til þess að allur metnaður til þess að byggja sterk og endingargóð skip og að halda þeim í góðu ásigkomulagi hyrfi eins og dögg fyrir sólu. Þessar nýju breyttu reglur væru eins og áður hefur komið fram forsenda rauðu bókarinnar. Næstu árin á eftir börðust skipaskrárnar tvær um hylli kúnnanna og þó að á árunum frá 1792 til 1815 hafi flotinn sem var skráður bæði í rauðu og grænu bókinni vaxið úr 1,2 mill- jónum tonna í 2,6 milljón tonn þá áttu bæði félögin sem ráku skrárnar í miklum fjárhagslegum vandræðum með reksturinn. Krafa um sameiningu skránna kemur fram Á næstu árum fór fram mikil umræða um að sameina skrárnar í eina skrá, margt kom til eins og t.d það að þrjár skipasmíðastöðvar í Sunderland kröfðust þess að kannað væri hvort skip byggð af River Wear væru jafn góð og skip byggð annarsstaðar. Það voru fyrst og fremst samtök útgerðarmanna sem hvöttu til umræðu um sameiningu skránna. Í janúar 1824 var stofnuð nefnd sem í áttu sæti fulltrúar frá skipa og farm- eigendum, 8 frá hvorum aðila. Hlutverk hennar var að setja fram hugmyndir að sameiginlegri skipaskrá. Í vinnu sinni lagði nefndin sérstaka áherslu á að velja hæfileikaríka skoðunarmenn, skoðunarmenn sem áttu að vera vel launaðir og ekki hafa annan starfa með höndum en að vinna fyrir flokkunarfélagið þar sem skoðun skipanna var jú forsenda alls þess sem á eftir kom. Sömuleiðis átti að bæta stjórnun skráarinnar t.d. með þátt- töku fulltrúa víðar að en frá London svæðinu. Einnig var mein- ingin að búa til nýja og fullkomnari lýsingu á framkvæmd skoðana á skipum og setja þar um nákvæmar vinnureglur. Miðað var við að skoðun hvers skips hæfist við hönnun þess þ.e. að teikningar og búnaðarlýsingar yrðu yfirfarnar af viður- kenndum skoðunarmönnum og að þegar um skip í smíðum væri að ræða færu fram þrjár skoðanir á skipi og búnaði frá því að kjölur var lagður og þar til skipið væri tekið í notkun. Hvað varðar skip sem þegar voru komin í rekstur áttu skoð- unarmennirnir að grundvalla niðurstöðu sína fyrst og fremst á aldri og ástandi skipsins sem síðan réði í hvern þeirra þriggja fyrirhuguðu gæðaflokka skipið væri skráð. Þrátt fyrir góða undirbúningsvinnu sem leiddi af sér nokkuð heildstæða sýn þeirra sem að komu um þær meginreglur er skyldu gilda varðandi skoðun og skráningu skipa gerðist fátt eitt næstu árin. Nokkur tími fór í umræður um hvernig ætti að fjármagna skrána og þegar nefnt var að leita til ríkisins um fjármögnun sýndist sitt hverjum; það ásamt erfiðum rekstri kaupskipa á þessum árum leiddi til þess að ekkert gerðist í málinu næstu árin. Skriður kemst á málin Það var ekki fyrr en í ágúst 1833 að ráðandi samtök á þessu sviði urðu sammála um að steypa skránum saman í eina. Samin var framkvæmda áætlun um verkefnið en þar kom m.a. fram til viðbótar við það sem áður er nefnt að stjórn skrá- arinnar skyldi skipuð 24 mönnum, sem kæmu að jöfnu frá skipseigendum, tryggingatökum og farmeigendum þ.e. 8 frá hverjum aðila en þessi skipun mála, sem reyndist farsæl, hélst næstu 140 árin. Ekki var um hlutafélag að ræða heldur sjálfseignastofnun þar sem viðskiptavinirnir þ.e. þeir sem áttu skip í skránni báru ábyrgð á rekstrinum; þeirra réttindi að frátalinni flokkun við- komandi skips, voru að fá í hendur afrit af skránni. Rekstur skráarinnar grundvallaðist á aðildargjöldum sem yfirleitt stóðu undir kostnaði þótt komið hafi fyrir að leitað væri til tryggingatakanna um skammtíma lán sem ævinlega voru greidd upp án vandræða. Um leið og skráin komst á laggirnar var starfseminni valinn staður í skrifstofubyggingu við White Lion Cort í London. Í

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.