Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Síða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Síða 47
Sjómannablaðið Víkingur – 47 Afreksviðurkenning Árlega veitir Alþjóðasiglingastofnunin (IMO) afreksviðurkenn- ingu til sjómanna sem hafa af hugrekki bjargað lífi annarra sjó- farenda. Fyrir skömmu veitti aðalritari IMO Efthimios Mitro- poulos sjómanninum James Fanifau frá Fijieyjum afreks- viðurkenninguna fyrir árið 2010. Við það tilefni sagði Mitro- poulos að James væri hvatning til þeirra sem standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort þeir skuli taka áhættu eða ekki. Einnig að hann væri góð fyrirmynd fyrir ungt fólk. James var fjórði vélstjóri á tæplega 4.000 tonna flutningaskipinu Scar- lett Lucy frá Singapúr í maí 2009. Þar sem skipið var statt á Tasmanhafi í slæmu veðri barst neyðarkall frá skútunni Sumatra II sem var í nauðum stödd með tvo skipverja um borð. Scarlett Lucy sigldi upp að skútunni og tókst öðrum skipverj- anum að stökkva í klifurnet sem hékk niður síðuna en hinn, 72 ára læknir að nafni Jerome Morgan, náði ekki netinu og lenti í sjónum. Ítrekaðar tilraunir voru gerðar til að ná til Jerome þar sem hann var í sjónum en eftir um þrjú korter ákvað James að fara út fyrir síðu skipsins. Náði hann taki á Jerome, sem þá var aðframkominn, dró hann upp úr sjónum og lyfti honum inn fyrir borðstokkinn. Hjá IMO er nefnd sem tekur við tillögum frá aðildarríkjum stofnunarinnar til afreksviðurkenningarinnar og var James tilnefndur af Áströlum. Tilnefningar Margar tilnefningar bárust frá þjóðríkjum til afreksviðurkennin- gar IMO að þessu sinni. Þar á meðal var áhöfn kínversks fiski- skips, Zhe Ping Yu 2325, tilnefnd af Kínverjum en þeim tókst að finna og bjarga fjórum skipverjum úr gúmmíbjörgunarbát eftir að flutningaskip þeirra Dong Hai 1818 fórst. Frá Filipps- eyjum voru fjórir löggæslumenn um borð í ferjunni Super Ferry 9 tilnefndir fyrir aðgerðir sínar eftir að skipið strandaði og sökk. Suður-Afríka tilnefndi skipstjóra og tvo skipverja björgunarskipsins Spirit of Ratary-Blouberg fyrir björgun þeirra á 25 skipverjum af stórflutningaskipinu Seli 1. Bandaríkjamenn tilnefndu björgunarmann og sjúkraliða frá þyrlusveit strand- gæslunnar fyrir björgun á sjúklingi sem verið var að hífa frá fiskiskipinu Andy II þegar hífingarvírinn fór í sundur. Sjúkrabörur, með slasaða skipverjanum, lentu í sjónum og varð björgunarmaður þyrlunnar eftir í sjónum hjá hinum slasaða og hélt honum á floti þar til þyrlan kom aftur til baka eftir bráða- birgðaviðgerð á vírnum. Þá bárust tilnefningar um yfirmenn á eftirlitsskipi sem í 20 tíma vann að björgun fimm skipverja af flutningaskipinu YoLuoHe 1111 sem hafði hvolft í slæmu veðri. Björgunarmenn frá ísraelska hernum voru tilnefndir fyrir björg- un sex skipverja af flutningaskipinu Salla 2 sem hafði sokkið. Skipstjóri og skipverjar gámaskipsins Dorian voru tilnefndir fyrir björgun 77 manna af farþega- og flutningaskipinu Lle D‘Anjouan. Áttatíu slökkviliðsmenn frá Malasíu voru tilnefndir fyrir slökkvistörf, leit og björgun eftir að eldur kom upp í olíu- skipinu MT Formosa Product Brick. Að lokum voru tveir strandgæslumenn frá Uruguay tilnefndir fyrir björgun þriggja barna og tveggja fullorðinna eftir að skúta þeirra hafði farist. Ætli Siglingastofnun hafi einhvern tíma tilnefnt til þessarar afreksviðurkenningar? Svarti listinn Til að tryggja að þjóðríki fylgi lágmarkskröfum um menntun og þjálfun, skírteini og varðstöðu um borð í skipum var komið á eftirliti þjóðríkja með skipum þriðja ríkis eða svokölluðu hafn- arríkiseftirliti (PSC). Hér á landi annast Siglingastofnun þetta eftirlit. Nýlega var birtur listi yfir þau þjóðríki sem eru á hinum svokallaða svarta lista PSC en sá listi hefur tekið eftirtektarverð- um breytingum. Mörg ríki hafa bætt sig svo um munar í skoð- unum á skipum undir fána sínum. Sex þjóðfánar höfðu engar neikvæðar athugasemdir á árinu 2010. Útgerðarmenn eru hvattir til að hugsa sig vel um áður en þeir skrá skip sín undir þjóðfánum sem eru á svörtum lista PSC. Þau ríki sem skipa svarta listann eru: Albanía, Bolivía, Cambodia, Colombia, Costa Rica, Fílabeinsströndin, Lýðveldið Kongó, Georgia, Honduras, Líbanon, St Kitts and Nevis, Sao Tome and Principe og Sierra Leone. Landgönguleyfi Með tilkomu ISPS urðu sjómenn fyrir verulegum vandræðum með að komast í land í bandarískum höfnum vegna krafna um öryggismál á hafnarsvæðum. Það sama átti við um starfsmenn velferðarþjónustu sjómanna, sjómannapresta, hafnsögumenn og fulltrúa stéttarfélaga þar sem þeim var meinaður aðgangur að skipunum sökum strangra krafna um öryggi hafnarsvæða. Sam- Utan úr heimi Hilmar Snorrason, skipstjóri: Efthimios Mitropoulos afhendir James Fanifau afreksviðurkenningu Alþjóðasiglingastofnunarinnar. Sjómenn eiga nú að fá auðveldara aðgengi í gegnum hafnarsvæði með nýjum lögum Obama.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.