Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Qupperneq 18
18 – Sjómannablaðið Víkingur
höfðu djúpstæð áhrif á ofsalegustu hern-
aðarátök sem mannkyn hefur staðið
frammi fyrir. Valdamestu menn heimsins
á þeim tíma beindu sjónum sínum að Ís-
landi, Hvalfirði og Íshafsslóðum Atlants-
hafsins.
Saga Íshafsskipalestanna er samtvinn-
uð sögu hernámsins á Íslandi sem hafði
varanleg áhrif á samfélagsþróun hér á
landi. Þrátt fyrir þetta hefur lítið verið
skrifað um þessa atburði hér á landi. Í
haust kemur út á vegum Bókaútgáfunn-
ar Hóla, bókin Dauðinn í Dumbshafi – Ís-
hafsskipalestirnar frá Hvalfirði og sjó-
hernaður í Norður Íshafi 1940 – 1943. Í
henni er þessum atburðum lýst, allt frá
sjónarhóli stjórnmálamanna til óbreyttra
sjómanna stríðsaðila, og þeir settir í sam-
hengi við aðra þætti þessa mestu stríðs-
átaka sem mannkyn hefur staðið frammi
fyrir.
Bókin fjallar ítarlega um þessa at-
burði, og er um 500 síður að stærð. Ég
hef skrifað þessa bók vegna þess að ég
tel að það sé löngu tímabært, að saga
þeirra fjölmörgu sem færðu fórnir í
þessum atburðum komi nú fram í heild-
stæðu ljósi hér á landi. Saga Íshafsskipa-
lestanna er nátengd hernámssögu Ís-
lands.
Kortið sýnir siglingaleiðir skipalestanna til og frá Norðvestur Rússlandi. Helstu skipalægi og fl ugvellir stríðsaðila eru merktir inn, ásamt því hversu langt út á haf
fl ugvélar þeirra gátu fl ogið.
Nógu hratt?
Það var á árunum þegar annar hver Íslendingur keyrði um á rússneskri
jeppabifreið sem þeir feðgar, Þórbjörn Áskelsson heitinn forstjóri
Gjögurs h.f. og sonur hans Guðmundur lögðu upp síðari hluta dags,
að vetrarlagi frá Akureyri til Grenivíkur á rússajeppanum sínum. All
nokkur snjór var á jörðu en búið að moka vegi þar sem þess þurfti
nauðsynlega.
Að undanförnu hafði verið nokkurt frost og stillur nema að á farar-
daginn gerði blota, eins og við köllum það fyrir norðan, en honum
fylgdi vatnsflaumur ofaná svellalögin á veginum sem olli mikilli hálku.
Á leiðinni hafði Þórbörn orð á því við soninn að vegurinn væri mjög
háll og því bæri að aka með hægð. Þessar viðvaranir virðast hafa gengið
í síbylju á leiðinni. Allt gekk þetta nú vel þar til þeir voru komnir á
móts við Hléskóga í Höfðahverfi. Þar gerðist það, sem hendi væri veifað,
að bíllinn fór útaf veginum og honum hvolfdi ofan í skurðgröfuskurð
við veginn þannig, að öll hjólin snéru upp. Þegar þeir feðgar höfðu
klöngrast út úr bílnum, gegnum afturhlerann, og stóðu á vegarbrúninni
og virtu bílinn fyrir sér í skurðinum sagði Þórbjörn stundarhátt:
„Fannst þér nú nógu hratt farið Guðmundur?“
Helgi Laxdal rifjaði upp