Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Qupperneq 22
22 – Sjómannablaðið Víkingur
fannst mér ótrúlega langt niður að vatnsyfirborðinu. Leit ég í
kringum mig til að sjá hvort einhver væri að fylgjast með mér.
Svo var nú ekki. Staulaðist ég niður aftur því ekki þorði ég að
stinga mér. Svona fór nú það. Þess má geta að dýfingapallurinn
í Sundhöllinni í Reykjavík var að mig minnir 1,5 eða kannski
3 m.
Harður húsbóndi
Við fórum svo frá Warnemunde áleiðis til Finnlands. Á leiðinni
kallaði skipstjórinn mig inn til sín og sagðist hafa séð á toll-
skýrslu að ég væri með nokkrar flöskur af áfengi. Þetta voru
reyndar mest líkjörar af ýmsum litum eins og t.d. Goldwasser
en þar eru þrír litir í sömu flöskunni og ef hægt var hellt í
staupið skiptist líkjörinn í þrjú lög. Ég játti þessu, en sagðist nú
vera orðinn tvítugur svo þetta ætti að vera í lagi. Annars var ég
sáralítið farinn að nota áfengi á þessum tíma. Þá sagði Rafn
skipstjóri: Ég skal segja þér eitt. Áfengi getur verið gott í hófi,
en þú skalt vita að það er harður húsbóndi. Þetta man ég enn
eftir meir en 50 ár. Svo er annað mál hvort farið hefur verið
eftir þessu heilræði,
Úti á miðju Eystrasalti bilaði aðalvélin. Þurfti nú að athuga
hvar hægt væri að gera við. Þessu fylgdu talsverðar skeytasend-
ingar sem eins og vanalega fóru fram gegnum Reykjavík radio
og á ensku. Þar komu fram orð eins og t.d. metalock sem ég
hafði aldrei heyrt áður. En morsið er þannig að hægt er að taka
á móti erlendum orðum án þess að skilja þau, Rússi og Íslend-
ingur geta talað saman. Ég vonaði bara að ég hefði engin
mistök gert í móttökunni.
Við komum svo til bæjar í Finnlandi sem heitir Rauma og er
um 100 km. norðvestan við Turku. Þar fór fram viðgerð á aðal-
vélinni. Ekkert sérstakt bar til tíðinda þar fyrr en farið var það-
an. Úti fyrir ströndinni eru eyjar og sker og hafnsögumaður
kom um borð. Ekki leist skipstjóranum á hann því hann reynd-
ist drukkinn. Var farið með hann í sjúkraklefann og læstur þar
inni. Rafn sigldi svo skipi sínu yfir til Svíþjóðar án aðstoðar
hafnsögumanns. Var mér sagt að láta hafnsögubátinn vita af
þessu. Ekki veit ég hvernig hafnsögumanninum leið þegar hann
vaknaði upp, kominn yfir hafið, til annars lands.
Nú vorum við komnir til bæjar sem heitir Hudiksvall og er
um 300 km fyrir norðan Stokkhólm. Hafi mér gengið illa að
skilja Danina, fannst mér enn verra að skilja Svíana en sem bet-
ur fór þurfti ég ekki mikið að tala við þá. Eftir stuttan stans í
Hudiksvall var svo haldið áleiðis til Kaupmannahafnar. Á leið-
inni var nokkuð um skeytasendingar,
menn þurftu að panta ýmislegt fyrir jólin.
Við komuna til Kaupmannahafnar
nokkru fyrir jól þurfti Rafn skipstjóri að
fara heim til Íslands. Gengu þá stýrimenn
upp um eitt sæti. Fyrsti stýrimaður varð
nú skipstjóri og annar stýrimaður varð
fyrsti. Eftir að Rafn fór af skipinu fannst
mér losaralegri bragur verða um borð.
Fyrir honum var borin mikil virðing, ekki
að ástæðulausu, og sumir virtust mér hálf-
hræddir við hann. Rafn var mér góður og
var ég ekki hræddur við hann enda alveg
ástæðulaust. Hann andaðist um borð í
Kötlu sem þá var í Noregi hinn 12. sept-
ember 1960 66 ára gamall.
Kaupmannahöfn var skreytt vegna
komandi jóla og eitthvað skoðaði ég mig
um og fannst borgin falleg. Við lágum við
Löngulínu minnir mig og gekk ég framhjá
litlu hafmeyjunni og kom á Kóngsins
Nýjatorg. Einnig kom ég á Den röde Pim-
pernel og hitti þar Íslendinga. Svo var
látið úr höfn áleiðis til Siglufjarðar. Jólatraffikin var byrjuð og
þurfti mörgum jólaskeytum að koma til skila. Allt gekk það vel.
Við vorum á hafinu milli Noregs og Íslands um jólin. Veðrið var
gott, maturinn frábær og suma réttina hafði ég aldrei smakkað
fyrr. Fréttir tók ég daglega á morsi, prentaði þær og hengdi
upp svo allir gátu fylgst með. Þær voru sendar frá fréttastofu út-
varpsins. Ekki heyrðist í Útvarpi Reykjavík, það var yfirgnæft af
erlendum stöðvum, svo við misstum alveg af útvarpsmessunni á
aðfangadagskvöld.
Milli jóla og nýárs var komið til Siglufjarðar og losaður hluti
farmsins sem var tunnur og tunnuefni. Svo var farið til Akur-
eyrar. Þar hitti ég Stefán Guðjohnsen, allt stóð eins og við
höfðum talað um undir Grænuhlíðinni. Hann setti mig inn í
starfið um borð í Kaldbaki, en starf loftskeytamanns á togara er
nokkuð frábrugðið því sem er á flutningaskipi. Byrjaði ég á
Kaldbaki um áramótin 1959-60 og var þá skipstjóri þar Sverrir
Valdimarsson en Jónas Þorsteinsson fór í frí eftir siglinguna.
Síðan hef ég verið á Akureyri, Börnin mín segja að ég verði
aldrei Akureyringur, sé bara að vestan og það verður bara að
hafa það. En hér hefur mér liðið vel og aldrei hef ég orðið þess
var að erfitt sé að kynnast Akureyringum, held bara að það sé
gömul bábilja.
Í Kaupmannahöfn kom Birgir á Kóngsins Nýja torg.
Akkur - styrkir
Stjórn Akks, Styrktar og menningarsjóðs vélstjóra og vél-
fræðinga, veitti nýlega styrki til rannsókna. Styrkirnir eru
af tvennum toga; annars vegar til brautryðjenda- og frum-
kvöðlastarfs og hins vegar til menningarmála og listsköp-
unar. Alls var úthlutað kr. 4.500.000 en þetta er í fjórða
sinn sem sjóðurinn útdeilir fé með þessum hætti.
Úr fyrri flokknum fékk Véltækniskólinn góðan stuðning
til að efla rennismíði við skólann.
Menningarstyrkina fengu að þessu sinni Grímugengið
(söngleikhús), Laxfiskar (kvikmynd um þingvallaurrið-
ann), félagið Gyða (uppgerð á rafstöð) og List án landa-
mæra (listahátíð).
Þess skal getið að öllum er heimilt að sækja um til
stjórnar Akks en yfirleitt er auglýst eftir umsóknum í
byrjun árs.