Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2011, Qupperneq 31
Sjómannablaðið Víkingur – 31 ég stjórnaði á togara og aflinn: Enginn fiskur en eitt stykki færeysk skúta. Þeir á Færeyingnum báru sig aumlega út af veiðarfæratapinu svo við bættum þeim það upp og létum þá hafa efni í nýtt troll. Eftir þetta gekk mjög vel. Það voru yfirleitt tekin 2 til 3 hol og þá var dekkið fullt af rígaþorski og orðið tímabært að leggjast fyrir ankeri uppi á Fyllasbanka. Þegar við vorum að klára túrinn var ökklasjór frammi við masturspolla. Áður en við snerum heim sigldum við inn á Færeyingarhöfn og lönduðum slatta af olíu. Mér er það minnisstætt að við not- uðum sama trollið allan túrinn, nema við neyddumst til að skipta um poka einu sinni svo það eina sem fór af netum í túrnum var einn poki og nokkur neta- stykki til vina vorra frá Færeyjum – sem þeir áttu svo sannarlega inni hjá okkur. II Saltfi sktúr til Grænlands sumarið 1961 Við fórum frá Reykjavík um miðjan maí 1961 og var ferðinni heitið vestur fyrir Grænland. Við byrjuðum veiðar við Julianahaab en stoppuðum stutt. Síðan barst leikurinn norður á bóginn á Nafn- lausabanka, Friðrikshaab- banka, Damasbanka, Fiski- nesbanka og Fyllasbanka. Ásiglingin Þegar eftirfarandi gerðist vorum við í smákroppi í álnum á milli Fiskinesbanka og Fyllasbanka. Um kl 6 um morguninn 13. júní vaknaði ég upp við það að Magnús Ingólfsson 1. stýrimaður kom inn til mín með mikl- um látum og hrópaði: „Það var verið að keyra á okkur, það hefur orðið stórslys.“ Þegar ég kom fram í brú sá ég að þýskur togari, Mellum að nafni, var með nefið inni í bógnum á Mán- anum, bakborðsmegin. Ég veitti athygli þokubökkum en skyggnið var þó engan veginn svo slæmt að það útskýrði hvað Þjóðverjarnir voru að gera þarna með nefið djúpt grafið í Mán- anum. Þeim hafði hins vegar orðið svo mikið um að þeir settu strax á fullt og bökkuðu með okkur áfasta. Mellum var með mikið lotað stefni og háan hnífil, ekki ósvipað báti með Engeyjarlaginu. Hann hafði lent á Mánanum í öldudal, en talsverð undiralda var, og þegar hann lyftist á öldunni gekk hnífillinn upp úr hvalbaknum, aftan við ankerisspilið á Mánanum. Þannig dró Mellum okkur talsverðan spöl á eftir sér áður en skipin losnuðu í sundur. Það gerði hnífillinn sem stakkst upp úr hvalbaknum. Þegar skipin loksins losnuðu í sundur héngu netadræsur á nefinu á Mellum enda hafði hann siglt beint inn í netageymsluna. Ekki þurft að binda um Þegar hann lenti á okkur vorum við að hífa stjórnborðstrollið og vorum því kyrrir og komnir með trollið á síðuna. Það var mikið lán í óláni að Mellum lenti á okkur bakborðsmegin. Hinum megin í skipinu lágu sofandi menn í kojum og varla nokkur þeirra kempt hærurnar ef Þjóðverjinn hefði bankað upp á hjá þeim. Skemmdin á Mánanum var snyrtilegt þrýhyrningslaga gat á bógnum, frá hval- baksbrún og niður á þilfar. Það kom því enginn leki að skipinu. Eins og áður er getið vorum við í álnum á milli Fiskines og Fyllasbanka svo það var stutt inn á Færeyingahöfn. Þegar þangað kom gat á að líta, bryggjan meira og minna brotin og nokkrar færeyskar skútur laskaðar. Okkur var sagt að íslenskt skip – eða kannski öllu heldur íslenskur skipstjórn- andi – hefði gengið berserksgang í höfn- inni deginum áður en um það get ég ekki meira í þessari grein. Frá því hefur verið sagt annars staðar. Nú voru góð ráð dýr. Loka þurfti gat- inu svo við gætum haldið áfram veiðum því vitaskuld kom ekki til greina að sigla heim í slipp. Við fengum stóra járnplötu sem huldi gatið. Rafsuðutæki var um borð og annað fengum við lánað í landi. Svo byrjuðu tveir karlar að rafsjóða plöt- una fyrir gatið. Þar sem bógurinn var meira og minna beyglaður þurfti að slá plötuna til með sleggjum og slaghömrum. Við Magnús stýrimaður gengum í að hjálpa til við verkið en vorum hvorugir með nein gler- augu svo báðir fengu rafblindu. Og það get ég sagt ykkur í allri einlægni að raf- blinda er mjög kvalafull. Það er eins og augun séu full af glerbrotum. Út af blindunni urðum við að liggja í sólar- hring í Færeyingahöfn – eftir að búið var að loka gatinu. Þegar við Magnús vorum búnir að jafna okkur var veiðunum haldið áfram og gengu tíðindalítið. Nei, ekki aftur! Við lönduðum aflanum í Esbjerg seinni- partinn í júlí. Þar gerðist eftirfarandi. Við lágum fyrir opnum hafnar- kjaftinum. Ég og útgerð- arstjórinn, Hafsteinn Berg- þórsson, vorum uppi í brú, þá kemur inn í höfnina færeyski togarinn Sjuraberg. Ég tók strax eftir því að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Hann lá á nösunum með skutinn upp í loftið og ég held svei mér þá að það hafi varla vatnað yfir skrúfuna. Lóðsinn virtist ekki hafa tekið eftir neinu, að minnsta kosti virtist mér hann reikna með því að skrúfan gæfi eðlilega spyrnu þegar bakkað yrði. En það varð aldeilis ekki. Þarna stóðum við Haf- steinn í brúnni og horfðum á Sjurabergið koma á tals- verðri ferð. Svo var sett í bakk en ekkert gerðist. Skipið hélt sínu striki beint í áttina til okkar og inn í bakborðssíðuna á Mánan- um og lagði hana niður frá gálga og aftur að brú. Máninn var því hálfgert flak þegar heim var komið úr þessum túr. Skemmdin sem Mellum olli náði frá frá hvalbaksbrún niður á þilfar. Myndina tók Jónas Haraldsson, skipverji á Þorkeli Mána, en hann er lesendum Víkings að góðu kunnur, meðal annars sem leyniskyttan í samnefndri grein hér í þessu sama tölublaði.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.